4.12.2019 | 16:01
Nató leggur blessun sína yfir Erdogan.
Með því að minnast ekki orði á ógnarstjórn hans heima fyrir, tilraun hans til þjóðarmorðs gagnvart Kúrdíska minnihlutanum í landinu, og innrás hans inní Sýrland þar sem spjótunum var beint að því fólki sem lagði ómenni Ríki Íslams að velli.
Tyrklandsforseti gat ekki betur lýst stuðningi sínum við Ríki Islams, en þegar hann kallaði banamenn þess hryðjuverkamenn og krafðist þess að Nató ályktaði þar um.
Síðan er það vitað að meint valdarán hersins var sviðsett átylla til að brjóta á bak aftur alla andstöðu gegn ríkisstjórn hans með aðferðum sem hefði gert einræðisherra fasismans stoltan af lærisveini sínum.
Og stríð hans við Kúrda á ekki skylt við neitt annað en þjóðarmorð, þar sem ráðist er að tungumáli, menningu, fólk drepið og þúsundum kvenna nauðgað.
Svona gera aðeins ómenni, og samsekir eru þeir sem þegja en ekki segja.
Þar á meðal íslenska ríkisstjórnin.
Þar á meðal Katrín Jakobsdóttir.
Ekkert flóknara en það.
Kveðja að austan.
Sameiginleg yfirlýsing í skugga spennu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:38 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 205
- Frá upphafi: 1412824
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 171
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kúrder eru miklir gulldrengir og báru Armena víst mjög fyrir brjósti hér á á árum áður.
Halldór Jónsson, 4.12.2019 kl. 21:04
Blessaður Halldór.
Sé ekki alveg samhengið við miðaldahyskið sem stjórnar Ankara.
Þar sem þú minnist á Armenna, þá mætti álykta að þú væri að vísa í þjóðarmorð Tyrkja á Armennum, en þar komu Kúrdar lítt við sögu, nema þá sem fórnarlömb, því fleiri féllu en Armenar í þeim hreinsunum.
Grunar samt ekki, tel líklegast að þú sért að vísa í langsóttustu réttlætinguna á sögulegu svikum Trump við fyrrum vopnabræður USA, og þá er ég ekki að vísa í þegar Trump benti á að Kúrdar komu lítt við sögu í innrásinni í Normandí.
Man reyndar ekki alvega hvaða góði íhaldsmaður fann út samhengið, vil ekki nefna nafnið sem mig minnir, enda skiptir það ekki öllu.
En hann vísaði í, og þá man ég það fyrir víst, þú ert að vísa í Vilhjálm hinn meinta afneitunarsinna, sem kom með þá réttilegu vísbendingu að Kúrdar hefðu þjarmað mjög að kristnum Assýringum, en kirkja þeirra er ein elsta kirkja í heimi.
Gerðist á 18. öld að mig minnir og þar var að verki vesír einn sem fór með stjórnina í austur Tyrklandi. Hann var Kúrdi og framfylgdi fyrirskipunum frá Istanbúl. Þjóðernishreinsanir sínar vann hann sem sagt í umboði Tyrkjasoldáns.
Eftir stendur stóra spurningin Halldór, réttlæta átök fortíðar illvirki nútíðar??
Mega til dæmis Írar eða Skotar gera strandhögg í dag í sjávarbyggðum Noregs og Danmerkur, höggva mann og annan, og ræna til baka fallegu kvenfólkinu sem víkingar höfðu á brott með sér forðum daga??
Eða mega Baskar slátra íslenskum pílagrímum sem í sakleysi sínu þramma gegnum Baskaland á leið sinni að Jakobsgröf með vísan í fjöldamorðin fyrir vestan á 17. öld??
Eða, eða, eða, eða??
Fyrir utan rökvilluna Halldór, þá er sorglegt að reynt sé að réttlæta hinn undirliggjandi stuðning við öfgafulla Íslamista sem líta á okkur hin sem réttdræpa trúleysingja.
It´s a sin.
Svo ekki sé meira sagt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.12.2019 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.