4.12.2019 | 13:49
Here comes the story of the Hurricane.
Söng Bob Dylan svo eftirminnilega um manninn sem yfirvöld came to blame.
Það sem er kannski minna vitað er að ákæruvaldið nýtti sér framboð meintra uppljóstra, krimma sem sömdu um vægari refsingu ef þeir hjálpuðu því að skella skuldina á saklausan mann, sem var á tímum réttindabaráttu svartra óþægur ljár í þúfu.
Hefði þess vegna getað orðið annar Cassius Clay sem við þekkjum betur undir nafninu Muhamed Ali.
Rubin "Hurricane" Carter var að lokum látinn laus, sat þar saklaus alltof lengi, fórnarlamb andrúmslofts sem taldi það mikilvægara að negla fólk en að draga seka fyrir dóm.
Ég get ekki að því gert að ég er tortrygginn á framburð manna sem tryggja sér refsilækkun eða refsileysi með því að benda á aðra.
Það er ekki bara asninn sem fellur fyrir gulrótinni, ef það er hvati til að komast upp með afbrot sín, hví ekki að nýta hann.
Þessi aðferðafræði tíðkast mjög í Bandaríkjunum og fjölmörg dæmi um að saklaust fólk hafi þurft að afplána þunga dóma vegna hennar, jafnvel líflátið vegna hagsmunatengdra sakbendingar sem ekki var á rökum reist. Dna greiningar í gömlum sakamálum hafa leitt slíkt í ljós.
Hvað sem þessi ágæti maður, Jóhannes Stefánsson er, þá er hann ekki uppljóstrari.
Uppljóstrari er sá sem tekur ekki þátt í glæpsamlegu athæfi, en veit af slíku og lætur yfirvöld vita. Nú eða lekur í fjölmiðla eða annað eftir aðstæðum.
Sekur maður sem bendir á aðra, er bara sekur maður sem bendir á aðra.
Hef reyndar ekki hugmynd um meinta sekt Jóhannesar, hef aðeins hans orð fyrir því.
Hins vegar hefur það verið upplýst að Samherji tróð á tærnar á SuðurAfrískum auðhring, sem taldi sig eiga bæði miðin og kerfið.
Eftir þær upplýsingar trúi ég fáu, nema ég viti um hagsmuni og hagsmunabandalag þess sem matreiðir.
Það eina sem er öruggt, er að það er ekkert sem sýnist.
Sérstaklega ekki hér á Íslandi í andrúmslofti nornaveiða.
Ruv hefur þegar verið uppvíst að röngum fréttaflutningi, vísvitandi því ekki er brugðist við ábendingum um leiðréttingar, heldur rifið kjaft eins og menn séu ennþá strákpollar á bryggjunni á Reyðarfirði.
Íslenska frjálshyggjan og hrægammaliði greip grunsamlega strax gæsina og snéri athæfi Samherja uppá íslenska kvótakerfið, og lét málpípur sínar tala um séríslenska spillingu.
Snöggir að hugsa eða dýpri tengsl??
Wikileaks hefur játað að vera verkfæri í valdabaráttu í Namibíu, uppljóstrun þess snérist ekki um uppljóstrunina sem slíka, heldur var yfirlýst markmið að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga þar í landi.
Og síðan er það SuðurAfríski auðhringurinn, þar eru ekki skátadrengir á ferð.
Trúverðugleiki er það fyrsta sem lætur undan í svona samkrulli.
Hagsmuna og valdabaráttu.
Höfum það bak við eyrað.
Kveðja að austan.
Horfa til þess að fá Jóhannes sem vitni í Namibíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.