3.12.2019 | 18:37
Þrælahaldarar njóta vafans.
Hjá Héraðsdómi Reykjavíkur á því herrans ári 2019.
Og ef það hvarflar að einhverjum að Héraðsdómur sé einn og einangraður í afstöðu sinni, þá er það algjörlega rangt.
Strax upp í hugann kemur dæmið um þrælaskipið Zong sem lenti í smá basli með farminn, vatnsbirgðir voru ekki nægar, eða eitthvað, og því tók skipstjórinn þá ákvörðun að henda fyrir borð hluta af farminum.
Útgerðin krafði svo tryggingarfélagið sitt um bætur fyrir skaðann, og það var ekki glatt að borga, taldi að áhöfnin hefði valdið hinum meinta skaða, og því ætti útgerðin að sitja uppi með tjónið.
Kíkti á þetta mál núna á Wikipediu, og sá að vafinn snérist um að það rigndi fljótlega eftir fyrsta brottkastið, og því var ekki hægt að réttlæta það seinna, og já, tvisvar var ákveðið að fækka í lestum skipsins, enda eins og kviðdómur benti réttilega á, þá er enginn munur að henda þrælum fyrir borð eða hestum.
Ótrúlegt að Héraðsdómur skyldi ekki sækja rökin í þetta mál.
Þá hefði allt verið kristaltært, vafinn er alltaf þeirra sem halda þræla.
Og í raun er hann sterkari í dag því hið frjálsa flæða góða fólksins í ESB gerir ráð fyrir nútíma þrælahaldi, ef lélegasti launataxtinn þykir fullgóður, þá má alltaf ráða þrælana, fyrirgefið vinnuaflið, á forsendum þjónustutilskipanarinnar, en hún þekkir engin neðri mörk á kjörum.
Þess vegna skilur maður ekki að Héraðsdómur sé að fara í eitthvað þras um sönnunarbyrði, eða annað sem má hártoga.
Eins og nútímaþrælahald sé eitthvað öðruvísi en það gamla.
Nei, ASÍ á bara að skammast sín að vera tuða eitthvað svona.
Það veit að það bara sóun á fjármunum hreyfingarinnarm, það er alltaf tapað mál að segja sannleikann.
Ef sannleikurinn snertir hið frjálsa flæði, skipulagða glæpastarfsemi eins og eiturlyfjasölu eða handrukkun.
Að ekki sé minnst á hegðun hvítflibbagangstera.
Þannig er bara kerfið sem hið skítuga fjármagn keypti upp á níunda og tíunda áratugnum.
Ef gróði er af glæpum, þá fellur allur vafi með þeim sem græða.
Ef almenningu brýtur, þá er eins gott að hann hafi efni á dýrum lögfræðingi, annars er hann fyrirfram með tapað mál.
Er einhver það gamall að muna eftir því að einhver hafi verið dæmdur fyrir innflutning á eiturlyfjum, annar en burðadýr??
Jú, kannski einn og einn utangarðs sem reyndi að koma sér nýr inná markað, og löggan fékk ábendinu, örugglega samt ekki frá þeim sem áttu markaðinn, heldur frá spámiðli eða beint frá kristalkúlu, en svona alvöru gangster, að ekki sé minnst á þá hönd sem fjármagnar innflutninginn??
Og má núna ekki drepa fólk fyrir allra augum, bara ef þú passar þig á að vera yfirhandrukkari, og lætur handlangara játa á sig síðasta höggið?
Og er ekki reglulegar verið að hafa síðustu krónuna af blaðamönnum í allskonar meiðyrðamálum, vegna þess að þeir sögðu satt, en voru ekki innan undir hjá bandarískri lögmannsstofu sem gat varið þá.
Raunveruleikinn er ekki leyndó, hann er fyrir opnum tjöldum.
Og mikið mega þau hjá ASÍ vera navý ef þau sjá hann ekki.
Vafinn er aldrei þeirra sem berjast fyrir betri heimi gegn sígráðugu fjármagni sem nýtur sér leikreglur hins frjálsa flæðis.
Kerfið er hannað til að mergsjúga okkur.
Það er hannað til að brjóta niður kaup og kjör, það er hannað til að þjappa saman eignarhaldi og framleiðslu, og að eftir því stærri sem þú ert, þá fjölgar leiðunum til að koma tekjum og eignum í skjól.
Að ekki sé minnst á glóbalið, þar sem framleiðsla vestrænna ríkja er markvisst útvist í þrælabúðir fátækustu landanna.
Svona er þetta bara.
Svona er evrópska regluverkið.
Svona er raunveruleikinn þar sem fjölmiðlar, stjórnmálamenn og réttarkerfið er í vasa hins skítuga fjármagns.
Og ekkert fær því breytt á meðan þeir sem þykjast vera á móti, bjóða uppá lausnir sem eru úr ranni hugmyndafræði hins skítuga fjármagns, eða eru á launalista þess.
Forseti ASÍ sagðist ætla að berjast áfram gegn þrælahaldi.
Ég veit ekki til þess að hún hafi lagt til að EES samningnum verði sagt upp.
Sem segir aðeins eitt.
Hún er í valdabaráttu, að komast ofar í valdapíramídanum.
Í raun er henni sama.
Spyrjið bara þá sem hrægammarnir sendu á vergang.
Kveðja að austan.
Ummæli starfsmanns ASÍ um Menn í vinnu dæmd dauð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 567
- Sl. sólarhring: 732
- Sl. viku: 6151
- Frá upphafi: 1400090
Annað
- Innlit í dag: 514
- Innlit sl. viku: 5278
- Gestir í dag: 491
- IP-tölur í dag: 483
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að þú viljir að vafi á sekt eigi ekki að koma í veg fyrir sakfellingu og að sönnunarbyrði ákærenda verði óþörf kemur einhvernvegin ekki á óvart. Það hefur lengi verið ríkt í refsiglöðum Íslendingum að ákæran ein eigi að duga til sakfellinga og að betra sé að refsa 10 saklausum en að einn sekur sleppi. Réttlætiskennd ykkar var misboðið þegar galdrabrennur lögðust af. Og sú kvöð EES að ríkin skuli vera með sjálfstætt dómskerfi sem virkar, krefst sönnunargagna og dæmir eftir lögum og reglum en ekki geðþótta, vilja ráðamanna eða almenningsáliti angrar ykkur mikið.
Vagn (IP-tala skráð) 3.12.2019 kl. 19:54
Sæll Ómar.
Nú get ég ekki verið þér sammála, en það skeður ekki oft. Ekki ætla ég þó að mæra það fyrirtæki sem um er rætt í fréttinni, enda ekki verið að fjalla um sök eða sakleysi þess. Grundvöllur réttarríkis er að allir eru saklausir uns sekt er sönnuð, því verður ekki breytt nema með fórn réttarríkisins og það væri óheilla skref. Hvernig svo mönnum tekst til að flytja sitt mál fyrir dómstólum er annað mál.
Þarna er á ferð enn eitt málið þar sem ruv fer í þá vegferð, sem þeirri stofnun er svo gjarnt, að taka að sér rannsókn, saksókn og dómsvald. Ekki að ég vilji þögn um mál sem eru talin vera umræðuþörf fyrir, heldur hitt að áður en slík umræða er hafin verða að liggja fyrir sterk rök. Ummæli einhverra, í þessu tilfelli starfsmanna ASÍ, nægja ekki. Við skulum ekki gleyma um hvað dómurinn snerist. Þar var ekki verið að dæma um sök eða sakleysi þess fyrirtækis sem kærði, heldur ummæli starfsmanns ASÍ, ummæli sem hún gat ekki sannað að væri rétt.
Þar með er ekki sagt að fyrirtækið sé saklaust.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 3.12.2019 kl. 20:42
Sæll Ómar, ég verð að viðurkenna að ég er sammála þér að því leiti að aldrei átti að undirgangast þann lagabókstaf sem gáfu þrælaskipinu Zong haffærniskírteini, og þar með leyfi til að halda úr höfn.
Héraðsdómur gat síðan lítið annað gert en dæma eftir þeim óskapnaði sem þegar hafði verið leyft að láta reyna á.
Rétt eins og þú bendir á veitir EES þrælaskipinu Zong haffærniskírteini. Það er sá ZOO hræsninnar sem ASÍ undirgengst með því að mótmæla ekki EES.
Með kveðju að ofan.
Magnús Sigurðsson, 3.12.2019 kl. 21:16
Sæll Ómar og kærar þakkir fyrir ádrepuna. Þessi pistill hjá þér er með þeim hæðnustu og kittir beint í mark.
Eggert Guðmundsson, 3.12.2019 kl. 22:07
Blessaður Vagn minn.
Þar sem þú vitnar af gjörþekkingu í réttarreglur, sérstaklegar þessar í EES, þá hélt ég líka að þú þekktir til þeirra um vanhæfni??
Ég hélt út af tengslum þínum við Vinnandi menn, mættir þú ekki tjá þig um þrælahald??
Þú kannski leiðréttir mig ef svo er ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.12.2019 kl. 14:53
Blessaður Gunnar.
Ef við rekum réttarkerfið okkar á þeim forsendum að skipulagðir glæpir njóti vafans, þá styttist óðfluga í þá stund að ekki verður lengur talað um skipulagða glæpi, vegna þess að þeir verða það viðteknir, að þeir teljast til daglegs athæfis, að allt samfélagið verði í heljargreipum glæpahyskis.
Lýðræðissinnar þurfa að átta sig á þessu áður en fjöldinn rís upp og kallar á aðferðir Mussólínis eða Leníns.
Varðandi þetta mál þá er ljóst að starfsmaður ASÍ fékk veður að mannsali, og fórnarlömbin gátu sýnt fram á það. Hún hefði brugðist skyldu sinni ef hún hefði þagað, jafnvel þó réttarkerfið sé beinn þátttakandi að kæfa niður umræðu og beitir afli sínu að loka málfrelsið inni, ef það ógnar hagsmunum auðs og valdsmanna.
Það er siðferðisleg skylda okkar að þegja ekki þegar grunur liggur á þrælahaldi, þrælahaldarar eiga aldrei að njóta vafans, ekki á neinn hátt.
Og hvernig sem á þetta mál er litið, þá kemur það Ruv ekkert við, nema þarna brást stofnunin ekki hlutverki sínu.
Það er eitt af óeðli réttarkerfisins að meina fólki að segja satt og rétt frá, ef það svo seinna meir getur ekki sannað orð sín fyrir rétti. Þú mátt hins vegar ekki bera á rangar sakir, það er annar handleggur, og ekki til umræðu í þessu máli.
Mansal, og ekki hvað síst hvít þrælasala, er viðbjóður, svartur blettur á vestrænum samfélögum.
Það vita allir, líka dómarar, að heljartök þrælahaldaranna og þeirra glæpaklíka sem fóðra markaðinn, er slíkt, að fórnarlömbin komast ekki nær því að segja frá, en gert var við starfsmenn ASÍ.
Eftir augnablikið hefst kúgunarferlið, þar sem upplýsingum er breytt, og þaggað niður með hótunum og oft á tíðum ofbeldi, jafnt gegn fórnarlambinu sem kjaftar eða ættingjum hans.
Að nota þessa réttarreglu sem skálkaskjól viðbjóðsins, réttarreglu sem var þróuð til verndar borgaranum en ekki glæpahyskis, er í raun samsekt, skipulögð af kerfi sem er ekki bara samdauna, heldur þiggur ríflega þóknun fyrir að láta viðbjóðinn komast upp með viðbjóð sinn.
Og það eina sem ég veit, svo ég vitni í William Wilberforce, svona gera ekki kristnar manneskjur.
Kveðja að austan.
Ps. Daginn sem allir verða sammála öllum skrifum mínum, þá er það dagurinn sem ég veit að ég hef ekkert lengur að segja.
Ómar Geirsson, 4.12.2019 kl. 15:08
Blessaður Magnús.
Þú hefur gripið kjarnann, auðvitað átti Zong aldrei að láta úr höfn með þennan farm sinn.
Og það máttu menn eiga á þessum tíma, að þeir lögðu ekki út frá einstökum atburðum á þá vegu að blammera gerandann, heldur sáu að kerfið sem slíkt, þrælahaldið, væri um að kenna.
Í þeirri baráttu var Zong mikilvægur vendipunktur, því fólk fattaði að það gat ekki kennt börnum sínum góða siði, og látið um leið slíkan ósóma viðgangast, en hér á Íslandi fara menn hamförum gegn stráknum Tuma þegar upp um hann kemst.
Og hæst hafa gapuxarnir sem beita mætti sínum til að innlima okkur endanlega í kerfið sem gerir allan ósómann mögulegan.
Það er eiginlega útgangspunktur pistils míns, hræsnin og tvöfeldnin.
Sem og náttúrulega að hæðast að dóminum, en það var svona auka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.12.2019 kl. 15:13
Takk fyrir það Eggert.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.12.2019 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.