29.11.2019 | 15:18
Aftaka í boði skattgreiðanda??
Þegar fjölmiðill heldur sig ekki við staðreyndir, eða setur hlutina upp á mjög villandi hátt, þá er ljóst að markmiðið er að skaða þann aðila sem fjallað er um.
Fjölmiðillin er þá orðinn áróðurstæki í þágu einhverra hagsmuna, hvort sem þeir eru duldir eða blasa við út frá eignarhaldi fjölmiðilsins.
Nú vill svo til að almenningur á ríkisútvarpið og vandséð hvernig það er í þágu almennings að taka stærsta sjávarútvegsfyrirtæki þjóðarinnar af lífi.
Hugsanlega getur það verið í þágu þeirra sem vilja fá íslenskan fisk lítt unnin eða óunnin í vinnslu sína erlendis, sbr. að Samherji er að byggja fullkomnasta vinnsluhús í heimi en það eru ekki hagsmunir almennings.
Eins gæti það hentað öflum sem vilja koma þjóðinni í Evrópusambandið að veikja forsendur sjálfstæðis hennar og miðað við árásarnir á sjávarútveginn strax eftir fyrstu fréttir um meintar mútugreiðslur Samherja, þá er það svo sem ekki ólíkleg tilgáta.
Allavega eitthvað er það.
Helgi skaut sig í fótinn þegar hann vísaði í grein í namibísku dagblaði sem átti að sanna að um þúsund störf áttu að hafa glatast í Namibíu í kjölfar kvótaviðskipta Samherja, Samherji var þar ekkert til umfjöllunar, svo eftir stendur að annað hvort laug Helgi eða hann veit ekki betur. Að hann skilur ekki það sem hann er að fjalla um.
Samherji er núna að tæta í sig restina af yfirlýsingu Rakelar fréttastjóra frá því í gær.
Ef Rakel á ekki þeim mun sterkari svör, þá er ljóst að hún er bara fúskari líka. Sem er fallegt íslenskt orð yfir vanhæfni.
Kannski er skýringin ekki flóknari en það að þetta fólk hjá Ruv er ekki starfi sínu vaxið.
Nú eða að það sé að vinna fyrir einhvern í aukavinnu.
Svona líkt og það var að gera í orkupakkaumræðunni, það býr eitthvað að baki þegar ríkisfjölmiðill lætur stjórnvöld og raunar næstum stjórnamálastéttina eins og leggur sig, komast upp með vísvitandi blekkingar og lygar í máli sem bæði braut stjórnarskrána, og það ákvæði hegningarlaga sem bannar að erlendu valdi sé afhent sameiginlegu gæði landsmanna.
Þar sást beint í andlit hins skítuga fjármagns sem keypti upp Fréttablaðið til að tryggja rangan fréttaflutning og einelti gagnvart þeim aðilum sem reyndu að halda fram hlut þjóðarinnar í öllu því sorgarmáli.
Kannski er þetta skítuga fjármagn líka á sveimi uppí Efstaleiti.
Það er aur í kvótanum alveg eins og það er aur í orkunni.
Allavega blikka rauð aðvörunarljós.
Ruv þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Og eitthvað innanhús líka.
Kveðja að austan.
Samherji sakar Rúv. um áróður gegn sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 33
- Sl. sólarhring: 772
- Sl. viku: 5572
- Frá upphafi: 1400329
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 4786
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki er alveg víst að hið "skítuga fjármagn" sé þarna á ferð. Ætla þó ekki að fortaka það.
Mögulega er skýringin á framferði RÚV einfaldari.
Tvær til þrjár ástæður séu þarna drifkraftar. Þú nefndir aðra þ.e. að vanhæft fólk sé að verki á fréttastofu RÚV en hin sé að verða aldargömul og hét lengi vel "kommúnismi" en hefur fengið aðeins mildara orð "sósíalismi".
Þar á bæ (þ.e. hin sósíalíska hugsun) eru fyrirtæki af hinu vonda og standa í vegi fyrir "réttmætum" kröfum alþýðunnar að fá allt fyrir ekkert. (Sbr. réttinn til að fá arð af hagnaði útgerðarfyrirtækja)
Þeir sem tala fyrir aukinni skattheimtu eru vinir alþýðunnar en þeir sem tala á móti hennir óvinir. Þar skiptir engu þó skattlagning fyrirtækja lendi á téðri alþýðu.
Sá sem þénar mikið hlýtur í öllum tilfellum og alltaf að vera að stela frá almenningi.
Hefðir og venjur eru eingöngu og alltaf hugsaðar og notaðar til að fjötra almenning í fátæktarhlekki.
En svona til að krydda þessa niðurrifshugmyndafræði þá tókst sósíalistískt þenkjandi fólki á vesturlöndum í andúð sinni á þjóðhyggju að ganga í eina sæng með alþjóðakapítali (Blairismi) og berjast eins og ljón fyrir alþjóðavæðingu á móti þjóðhyggjunni.
Urðu þar með sjálfviljugir þrælar þeirra afla sem þeir telja sig þó helst berjast gegn, en fákeppnis kapítalismi er vissulega til þó ekki sé fengur að baráttuaðferðum kommúnismanns gegn honum en hún felst í að drepa sjúklinginn til að lækna sjúkdóminn.
Hjá RÚV er hugsanlegt að þetta komi fram í því að "rannsóknarfréttamenn" eða lekaliðar eins og t.d. Helgi Seljan snúi eftir þeirri átt sem þeim er stýrt með "heppilegum" lekum þó vel megi vera að ekki þurfi að stýra neinu aðeins henda stöku blóðugum kjötbita í rakkann og hann fer af stað. En nú er ég búinn að kjafta mig inn á þá kenningu þína að þeim sé stýrt.
Er þó á því að stýringin þurfi ekki að koma til þó mögulegt sé, nægjanleg skýring sé að inngróin andúð á þjóðarhagsmunum Íslendinga í bland við sósíalískan hugsunarhátt kryddað með vanhæfni, sé drifkrafturinn á fréttastofu allra landsmanna.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.11.2019 kl. 17:01
Blessaður 'Omar!
Eg vil taka það fram að eg ahorfi hvorki né hlusta á rúv.
EN eg bara spyr, Var ekki nauðsinlegt að stinga á þessu gríðarstóra graftarkíli?
Kv
Óskar Kristinsson, 29.11.2019 kl. 20:23
Vissulega Óskar, og þó fyrr hefði verið.
Ef rétt er haldið á málum þá munu íslensk stórfyrirtæki ekki nýta sér í bráð hið frjálsa regluflæði Evrópusambandsins til að fela eignarhald og stunda viðskipti sem í besta falli standast birtu ljósaskiptanna.
Hinsvegar er aðför Rúv hluti af stærra dæmi sem snerti okkur þegar orkupakkinn var knúinn í gegn.
Undirliggjandi er skítugt fjármagn sem ætlar að nýlenduvæða landið, sjúga til sín auðlindarðinn, gera landið óbyggilegt í þeirri mynd sem við þekkjum.
Þá snúast menn til varnar Óskar, ekkert flókið við það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.11.2019 kl. 22:55
Blessaður Bjarni.
Til þess er leikurinn gerður, að setja saman texta sem kveikir á hugrenningum, öðrum sjónarhornum, öðrum sjónarmiðum.
Svo náttúrulega til að berja helv. auðvaldinu þó það gangi illa þessa dagana.
Ég er hrifinn af sósíalistakenningunni, enda ætlaði ég að halla mér aftur í eldhússtólnum snemma árs 2009, og hlusta á alla uppáhalds róttæklinga mína á Ruv hakka í sig frjálshyggjuárin fyrir Hrun, og svo sá ég fjöldann í anda þramma niður á Austurvöll og hrekja bankadindlana á braut.
Svona á meðan ég borðaði hafragrautinn minn og gæfi strákunum mínum að borða.
En hvað gerðist Bjarni, hvað gerðist??, sem neyddi mig, því sem næst óritfæran manninn, og ég er ekki að ljúga uppá sjálfan mig, að stinga niður penna og taka upp á því að láta ófriðlega í netheimum??
Hvort sem það er ICEsave, neyðarbarátta heimilanna, eða núna síðast markaðsvæðing orkunnar, og allt þar á milli, þá hefur málflutningur Ruv, og kommana þar, sem og allra hinna sem þar starfa, fallið eins og flís að rassi að hagsmunum hrægamma og þeirra sem unnu dag og nótt að endurreisa hið gamla sjálftökukerfi fyrirhrunáranna.
Ég trúi ekki á tilviljanir Bjarni, læt mér nægja að trúa á álfa og huldufólk.
Það er ekkert einleikið við þetta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.11.2019 kl. 23:06
Það skyldi þó aldrei vera að fréttamenn geti gert mistök eins og annað fólk? Er endilega nauðsynlegt að alla hluti þurfi að skýra með misyfirgripsmiklum samsæriskenningum um annarlega hagsmuni, hvað þá þegar kenningarnar eru farnar að vera í mótsögn við sjálfar sig?
Þorsteinn Siglaugsson, 30.11.2019 kl. 16:10
Jamm og jæja og jamm og jæja, setti inn andsvar, og það hvarf út í sortann.
Og nenni ekki að endurtaka það.
Víst geta fréttamenn gert mistök Þorsteinn, en þegar þeim er bent á það og þeir taka þá Helga á þau, þá er ljóst að eitthvað annað býr undir en að segja satt.
Samherji hefur síðan rakið fleiri dæmi, og hreint út sagt þá eru viðbrögð Ruv ekki trúverðug, því þegar annar aðilinn heykist á því að láta rök mæta rökum, þá er það vísbending um að rökin séu ekki til staðar.'
Út frá því er eðlilegt að álykta, en auðvita er það þitt að meta hvað þú kallar samsæriskenningar og hvað ekki.
Hvað þá þegar þú sér mótsagnir, en líkt og sagt er í pistli mínum um að Ruv gelti á móti, að þá eiga rök að takast á, en ég sé ekki rökin fyrir fullyrðingum þínum.
Svo erfitt að meta, að ræða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.12.2019 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.