29.11.2019 | 00:08
Og ríkisútvarpið geltir á móti.
Rök takast á og ekkert nema gott um það að segja.
Þau skera úr um hvað rétt er eða rangt í þessum deilum um Cape fyrirtækið.
En ég hjó eftir ósvari Rakelar fréttastjóra gagnvart varnarræðu Samherja þar sem fyrirtækið sver af sér að þúsund störf hafi tapast vegna starfsemi Samherja í Namibíu.
Helgi vitnaði í grein sem sagði ekki neitt, og núna kýs Rakel að svara á þann hátt að endurtaka fullyrðingar, sem hafa verið vefengdar.
",,Uppspuni í Ríkisútvarpinu skal það áréttað að ummæli Helga Seljan fréttamanns Kveiks um störf sem hafi tapast í Walvis Bay í Namibíu eru bein tilvitnun í þátt Kveiks um Samherjamálið þann 12.nóvember sl. Í þættinum er að finna frásögn Jóhannesar Stefánssonar fyrrverandi starfsmanns Samherja um þau þúsund störf sem hafi tapast og aðrar heimildir Kveiks styðja þá frásögn. Þar á meðal skrif namibískra fjölmiðla.".
Mikið hefði ég viljað að þessi aðferðafræði hefði dugað á stærðfræðiprófinu í gamla daga, að maður hefði getað sagt við Bjössa Magg, að dæmið sem hann gaf rangt fyrir, væri rétt, ég hefði reiknað það aftur og aftur komist að sömu niðurstöðu.
Fullyrðingar verða ekki réttar þó Jóhannes hafi sagt þær í viðtali, jafnvel þó hann væri skírari í hjáverkum.
Og það þarf að upplýsa um þessar aðrar heimildir til að styðja við frásögn hans.
Sbr. þó Trump sé ágætur og kunni að tísta, meira en ég kann, þá verða meintar staðleysur hans, sem eru víst algengari en að hann fari rétt með, ekki réttar þó hann tísti þeim aftur og aftur, sem andsvar við að þær séu staðleysur.
Ef vitið er ekki meira en þetta, þá setur maður efasemdir við hitt.
Og það er ekki árásir á fréttamann þegar bent er á að hann fari rangt með.
Trump sér alveg um þá hlið.
Að upplifa sig fórnarlamb þegar hann er leiðréttur.
Enda stjórnmálamaður en ekki fréttamiðill.
Hvað þá ríkisfjölmiðill.
Staðan er ennþá eitt núll fyrir Samherja.
Kveðja að austan.
Fráleitar ásakanir Samherja um ósannindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 65
- Sl. sólarhring: 778
- Sl. viku: 5604
- Frá upphafi: 1400361
Annað
- Innlit í dag: 59
- Innlit sl. viku: 4817
- Gestir í dag: 59
- IP-tölur í dag: 59
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm félagi. Þorsterinn Már búinn að segja af sér formennsku og ganga úr stjórnum hvað tveggja, nei allavegana 5 fyrirtækja vegna yfirgangs RUV. Vegna illra ummæla RUV þá er Spillingalögregla Namibíu búin að handtaka sex namibíska heiðursmenn og tilgreina fjóra íslenska kórdrengi. Það er ekkert smáræði sem þetta helv. RUV hefur á samviskunni.
thinqthi@visir.is (IP-tala skráð) 29.11.2019 kl. 15:13
Frá hverjum ætli næsti hópur ráðherra í Namibíu þiggi mútur næst? Kínverjum sem flytja að auki inn eigið vinnuafl?
Það er sennilega hyggilegast að halda sér alveg frá viðskiptum í Afríku.
Geir Ágústsson, 29.11.2019 kl. 15:29
Já thingthi (hví ertu svona óþjáll??, hvað er til dæmis að því að heita Siggi??), þetta eru nú meiri hrapparnir hjá Ruv.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.11.2019 kl. 16:35
Blessaður Geir.
Það er spurning, þetta mál er stór prófsteinn fyrir hið unga lýðveldi. Og það má ekki gleyma að í heildina virðist nokkuð vel hafa tekist til hjá þeim að halda beinni spillingu í skefjum, þeir er jú í þriðja sæti Afríkuríkja á spillingarlistanum, ofan frá.
Ef ráðherrarnir verða látnir sæta ábyrgð þá hygg ég að þessi þróun stöðvist, og þannig verði málið til góðs fyrir íbúa landsins.
Viðskipti við Afríku er allavega flókin á meðan það varðar við lög að múta, en ætli menn taki ekki Skandínavann á þetta, eins og þú veist þá banna Norðurlönd vopnasölu til ófriðarsvæða, en eðli málsins vegna eru uppgripin þar. Enda skrýtið að framleiða eitthvað sem má síðan ekki nota.
Og til að uppfylla öll skilyrði hræsninnar og yfirdrepsskapsins, þá eru vopnin seld millilið. Sem segist ætla að geyma þau í stofunni heima hjá sér.
Ég á erfitt með að trúa að Samherji hafi látið taka sig algjörlega í bólinu, til hvers er fyrirtækið með alla þessa lögfræðinga í vinnu??
En allavega þá synda stærri og ljótari fiskar í tjörninni en Samherjamenn, þó reynt sé að telja okkur trú um annað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.11.2019 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.