27.11.2019 | 08:52
Helgi og sannleikurinn.
Sem og þessi frétt á Mbl.is vekur upp alvarlegar efasemdir um vitsmunalegt atgervi íslenskra blaðamanna.
Hvar erum við stödd þegar blaðamaður sem staðinn er af ósannindum og rangfærslum, komist upp með þá hártogun að vitna í grein sem fjallar almennt um ástandið sem besta kvótakerfi í heimi hefur leitt yfir namibískt samfélag.
Samherji er ekki til umfjöllunar í þessari grein, það er ekkert sem kemur fram í henni sem bendir til þess að Samherji beri neina ábyrgð á þróun sjávarútvegsins í Namibíu frá því að landið fékk sjálfstæði.
Blaðamaðurinn sem staðinn er að rangfærslum er einfaldlega að kasta málum á dreif, og aðrir blaðamenn hafa ekki vitsmuni til að átta sig á því. Eða eru þeir búnir að dæma fyrirfram, eða eru þeir hluti af hráskinsleiknum??
Við Íslendingar berum hins vegar mikla ábyrgð, því það vorum við sem sendum ófögnuðinn suður eftir í nafni þróunaraðstoðar.
Í pistli þar um vitnaði ég í Sighvat Björgvinsson, ábyrgðaraðila og ágætt að rifja upp þau orð.
"Í þessu samhengi verðum að hafa í huga hvers eðlis fiskveiðikerfið er í Namibíu. Vitnum í Sighvat Björgvinsson, fyrrum framkvæmdarstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, en hann kom mjög að málum í Namibíu.
"Auk þess hafi namibískum stjórnvöldum verið útvegaður sjávarútvegsráðgjafi, sem Sighvatur segir að hafi í raun teiknað upp kvótakerfi fyrir Namibíumenn. Hann býr til það sem við kratarnir dreymdum alltaf um og komum ekki einu sinni í gegn á Íslandi: Markaðsverð á kvóta.". Og í útvarpsviðtali heyrði ég Sighvat segja að ólíkt hér á Íslandi hefði veiðirétturinn verið seldur hæstbjóðanda.
Hvernig sem þessi orð Sighvats eru lesin, eða annað sem hann hefur sagt um þetta mál, þá er hvergi minnst á að íslenska ráðgjöfin, sem Namibíumenn fóru eftir, hefði falið í sér einhverja samfélags ábyrgð, eða skilyrta samvinnu við heimamenn. "Markaðsverð á kvóta", þýðir einfaldlega markaðsverð á kvóta, og ef í því felst eitthvað arðrán, þá er allavega ekki ljóst að það er ekki við þau fyrirtæki að sakast sem bjóða í kvótann.".
Það er í eðli þessa kerfis hinna svörtu frjálshyggju að brjóta niður byggðir og kæfa vaxtasprota heimamanna. Sá fær sem býður best, sem hefur bestan aðgang að fjármagni og ef alþjóðleg stórfyrirtæki mega vera með, þá sjúga þau allt til sín.
Þetta eru þekktar staðreyndir sögunnar, þetta er bein afleiðing af kerfi sem ætlar að hámarka arðsemi gegnum uppboð. Slík arðsemi hefur aldrei neitt með arðsemi þeirra samfélaga sem eiga allt sitt undir auðlindinni að gera.
Auðnin, arðránið, þrælahaldið er þeirra hlutskipti.
Segir sagan.
Hlálegast er að þeir sem hafa hæst núna í árásum sínum á íslenskan sjávarútveg, vilja böl bæta með því að leggja til þetta kerfi þrælahalds og arðráns.
Kratar, verkalýðsleiðtogar og gjammarar.
Svo þeir stjórnmálamenn frjálshyggjunnar sem hafa safnast saman í Viðreisn, geta setið hjá á hliðarlínunni og glott.
Þeirra bestu vinnumenn eru þeir sem hafa hæst og hrópa mest.
Gegn frjálshyggju, arðráni, samþjöppun auðs á afar fáar hendur.
Svona er Ísland í dag.
Kveðja að austan.
Helgi bendir Samherja á auðlesið efni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 25
- Sl. sólarhring: 767
- Sl. viku: 5564
- Frá upphafi: 1400321
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 4780
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.