26.11.2019 | 16:12
Er manneskjan undir áhrifum í þingsal??
Var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las þessi orð þingmanns Pírata.
En svo mundi ég að Píratar eru kostaður flokkur til að fóðra heimsku í þjóðfélagsumræðunni svo íslenska Andófið verði aldrei annað en gjammið eitt.
Eina spurningin er hvaða kröfu kostunaraðilinn gerir til þingmanna Pírata varðandi trúverðugleika heimskunnar.
Við Íslendingar ættum að taka Namibíu okkur til fyrirmyndar segir þingmaðurinn, og líklegast er hún þá ekki að vísa í að við ættum að taka upp þeirra siði við úthlutun kvóta, en þar hefur þóknun til valdaelítunnar verið skilyrði fyrir jákvæðri niðurstöðu í kvótauppboðum.
Eitthvað sem hefur legið fyrir í mörg ár og fyrir framan nefið á öllum.
En upp komst um strákinn Tuma og ekki var lengur hægt að horfa í hina áttina.
Sjálf völdin í húfi og snöfurmannlega tekið á málum.
Nei, þingmaðurinn útskýrir í hverju fyrirmyndin liggur, vegna spillingarmála segi ráðherrar af sér og eru jafnvel handteknir, enda "Namibía er þó ljósárum á undan okkur í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn spillingu.".
Þessi ljósár sem hún talar um er að þrátt fyrir að Ísland skori ekki sérstaklega hátt á lista yfir óspillt ríki, er í 14. sæti, að þá er Namibía metin í 53 sæti á þeim sama lista. Sem reyndar er mjög gott hjá hinu unga lýðveldi, það er í þriðja sæti Afríkuríkja á spillingarlistanum.
Að því gefnu að þingmaðurinn er ekki þeim mun heimskari það er átti sig hvorki á hugtökum eins og ljósárum og spillingu, þá er ljóst að hún er að ljúga.
Er að spila með kjósendur sína.
Já ég held að hún sé ekki undir áhrifum.
Og með lygi sinni vegur hún að æru íslenska stjórnkerfisins.
Því svona fullyrðing er ekki sett fram, án þess að tína til dæmi, rökstyðja meint spillingarmál sem tengjast ráðherrum sem ætti að fangelsa, og krefjast síðan rannsóknar.
Þú berð ekki saman solid dæmi um spillingu í öðrum löndum þar sem ráðherrar hafa sagt af sér og verið síðan fangelsaðir, og talar síðan almennt um ráðherra í eigin landi, og gefur ekki í skyn, heldur fullyrðir að hér séu þeir miklu verri.
Hvað þá að þú berir það uppá réttarkerfið að það heykist á að rannsaka slík mál komi þau uppá yfirborðið.
Jafnvel þó þú sért þingmaður Pírata, jafnvel þó þú gerir út á heimsku kjósenda þinna.
Jafnvel þó þú sért kostaður til að fóðra múgæsingu fjöldans.
Á öllu er mörk.
Þau mörk voru rofin með fordæmalausri umræðu Pírata og Samfylkingarinnar í gær um meintar ávirðingar fjármálaráðherra.
En þetta rof er ljósárum stærra.
Hvernig sem það reyndar er hægt.
Fólk sem kemst upp með svona bull í þingsölum, er ógn við lýðræðið.
Það er ekkert flóknara en það.
Kveðja að austan.
Ættum að taka Namibíu til fyrirmyndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm félagi. Miðflokksandinn (vín-andi) svífur yfir vötnum
Thin (IP-tala skráð) 26.11.2019 kl. 18:14
Heyr, heyr !
Þórhallur Pálsson, 26.11.2019 kl. 20:23
Ómar, þú nálgast mig meira og meira,
Halldór Jónsson, 26.11.2019 kl. 21:48
Blessaður thin minn, ég var nú meira hugsa svona um aukaefni í veipinu, heldur gömlu góðu guðaveigunum.
Takk fyrir innlitið Þórhallur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.11.2019 kl. 09:06
Blessaður Halldór.
Þetta er svona upp og ofan hjá okkur, ég man ekki betur en ég hafi skammað ykkur íhaldsmenn fyrir tepruskap, eða jafnvel sjálfspíningu þegar fréttir bárust að það ætti að krossfesta Geir Harde einan manna fyrir meinta ábyrgð á Hruninu.
Þá var ég ósköp einmana fyrstu dagana þegar ég tengdi mig við fréttir þar um, og beindi spjótum mínum að þeim sem ábyrgð báru þeim sorglega hráskinsleik. Og hjó þar stór skörð úr lesendahóp mínum sem aldrei var fyllt aftur.
Ætli ég sé ekki þessa dagana að ganga endalega frá því sem eftir er af lestri þessa bloggs, en það er bara svona, rétt skal vera rétt, og þegar hið svarta fjármagn stendur fyrir aðför að leifunum af gömlu borgarastéttinni, og því borgaralegu samfélagi sem mótaði samfélagið frá árdaga sjálfsstjórnar okkar, þá eigum við Hriflungar engan annan valkost en að manna skotgrafirnar samfélagi okkar til varnar.
Þetta eru erfiðir tímar Halldór þegar maður getur ekki látið það eftir sér að skammast í íhaldinu því það er aðrir sem þarf að skamma miklu meira.
Vonandi kemur sú tíð að við getum aftur orðið ósammála.
Þannig á heimurinn að vera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.11.2019 kl. 09:22
Jamm félagi. Kannski að hún hafi heimsótt þá Klaustursfélaga á þeirra lögheimili, Klaustursbar.
thin (IP-tala skráð) 27.11.2019 kl. 13:38
Heldurðu að aukaefnið í veipið fáist þar??
Veit ekki en hitt veit ég þó að Klaustursumblarnir héldu sig á barnum, en ekki í þingsal.
Get ekki að því gert að mér þykir slíkt tillitsemi miðað við ástandið og orðræðuna.
Píratarnir ættu kannski að skipta um lögheimili.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.11.2019 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.