Eru forsetar ekki til að stjórna??

 

Það eru fáar tærari birtingarmyndir spillingar en sú þegar Biedin yngri, án nokkurs hæfileika annars en að vera sonur föður síns, var beðin um að vera í stjórn þekkts spillingarfyrirtækis.

Þar með var landlæg spilling austur frá, færð inn í hjarta stjórnkerfis Bandaríkjanna.

Að trúa að greiði sé án greiða er einfeldni á mjög háu stigi.

 

Þeir sem góla hæst í dag, þögðu þá.

En gala hærra en hópur hana sem hafa aðeins eina hænu sér til gagns þegar forseti Bandaríkjanna beitir þarlend stjórnvöld þrýstingi til að þau rannsaki spillinguna heima fyrir.

Til hvers er forsetinn ef hann beitir ekki valdi sínu í svona málum.

Og hvað er hann ef hann horfir í hina áttina.

 

Bieden málið afhjúpar nefnilega þá gjörspillingu sem hefur grafið um sig í stjórnmálum vinstra megin við miðju.

Þar sem tækifærisinnar með frasa á vörum, hafa skarað elda að hagsmunum sínum í náinni samvinnu við stórfyrirtæki og auðmenn.

Þeir tala um jöfnuð og réttlæti, en í reynd fóðra alþjóðavæðingu þrælahaldsins, þar sem innlend framleiðsla er markvisst brotin niður, samfélög skilin eftir í sárum, en gróðinn í stanslausu flæði í vasa auðsins.

 

Við þekkjum þetta hérna á Íslandi, hverjir færðu hrægömmum heimili landsins á silfurfati?

Sama fólkið sem ætlar að mæta á Austurvöll í dag og góla.

En sagði ekki orð þegar mestu mannlegar hörmungar í nútíma vestrænni sögu á friðartímum voru í bakgarði þess.

 

Hræsnin er yfirgengileg.

Og undir glittir í hið skítuga fjármagn sem ennþá hefur ekki eignast allt.

Til dæmis lýðræðið, að til sé fólk sem kýs gegn því, að til sé fólk sem vinnur gegn því.

 

Það liggur nefnilega úldinn fiskur undir steini.

Kveðja að austan.


mbl.is Sagði demókrata vilja ná sér niðri á Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Ómar

Mikið er ég sammála þessum pistli þínum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.11.2019 kl. 08:03

2 identicon

Ef það að ráða tímabundið utanaðkomandi hóp sérfræðinga til að hreinsa til í fyrirtæki sem sakað er um spillingu er tær mynd spillingar þá er fokið í flest skjól. Hunter Biden er ekki án menntunar og reynslu þó sonur pabba síns sé.

Wikipedia, ekki fullkomin en ekki eins gjörn á falsfréttir og stuðningsmenn Trumps.;  "In the aftermath of the 2014 Ukrainian revolutionMykola Zlochevsky faced a money laundering investigation,[31][32] and his company Burisma Holdings, the largest natural gas producer in Ukraine,[2] assembled a "high-profile international board" in response.[33][32] Biden, then an attorney with Boies Schiller Flexner, was hired to help Burisma with corporate governance best practices, and a consulting firm in which Biden is a partner was also retained by Burisma.[34][35][36] Chris Heinz, John Kerry's stepson, opposed his partners Devon Archer and Hunter Biden joining the board in 2014 due to the reputational risk.[32] Among those who joined the board of directors in April 2014 were Biden, Archer and former Polish president Aleksander Kwaśniewski.[37] Biden served on the board of Burisma until his term expired in April 2019,[38] receiving compensation of up to $50,000 per month in some months.[19][39][40] Because Vice President Biden played a major role in U.S. policy towards Ukraine, some Ukrainian anti-corruption advocates[3][41] and Obama administration officials expressed concern that Hunter Biden's having joined the board could create the appearance of a conflict of interest and undermine Vice President Biden's anti-corruption work in Ukraine.[2][32] While serving as vice president, Joe Biden joined other Western leaders in encouraging the government of Ukraine to fire the country's top prosecutor, Viktor Shokin,[1][42] who was widely criticized for blocking corruption investigations.[43][44] The Ukrainian parliament voted to remove Shokin in March 2016.[45][46]

In 2019, President Donald Trump and his personal lawyer, Rudy Giuliani, claimed that Vice President Biden had actually sought the dismissal of Shokin in order to protect his son and Burisma Holdings,[47][3] however, there is no evidence that this was what happened.[1][48] There has also been no evidence produced of wrongdoing done by Hunter Biden in Ukraine.[5] The Ukrainian anti-corruption investigation agency stated in September 2019 that the current investigation of Burisma was restricted solely to investigating the period of 2010 to 2012, before Hunter Biden joined Burisma in 2014.[4] Shokin in May 2019 claimed that he was fired because he had been actively investigating Burisma,[49] but U.S. and Ukrainian officials have stated that the investigation into Burisma was dormant at the time of Shokin's dismissal.[32][49][50] Ukrainian and United States State Department sources have maintained that Shokin was fired for failing to address corruption, including within his office."

Vagn (IP-tala skráð) 22.11.2019 kl. 10:06

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vagn minn.

Ég kann betur við þig sem rafeynd, hef jafnvel upplifað þig sem skáldlegan á köflum.

En sem maður ertu hreinræktaður bjáni.

Það er nú bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2019 kl. 10:56

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Omar,mér finnst nú sem íhaldstittur að þú kommatitturinn hafir nálgast mig verulega  í dag.

Mér finnst ég nú hafa lesið margt óþarfara hjá þessum Vagni, hver sem hann er á bak við dulnefnið, en þetta sem hann tínir saman í dag um kommatittinn hann Biden og hans hyski.

Halldór Jónsson, 22.11.2019 kl. 14:20

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Vinur er sá sem til vamms segir Halldór, og núna er ég að benda mínum mínum til vinstri á vammið.

Ég er ekki beint Trump maður, þó ég skuli vera fyrsti til að játa að staðfesta hans hefur komið mér á óvart.

Sem og að honum var alvara með slagnum við glóbalista.

Og óvinur óvinar míns getir oft endað sem samherji.

En það er tvennt í þessu, spilling í hjarta Hvíta hússins og sú árátta að ofsækja fólk fyrir að vera það sem það er.

Í þessu tilviki er Trump forseti, og hann er eins og hann er.

En hann er lýðræðislega kosinn og fyrst er lýðræðið í hættu ef menn þora ekki einu sinni að feta hænufetin, að ótta við fordæmingu fordæmara.

Og það er ekki gott.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2019 kl. 17:01

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur Örn.

Okkur hættir oft til að vera sammála, eða þegar svo er ekki, skilja sjónarmið hvors annars.

Ég er farinn að fá það á tilfinninguna að auðurinn, hagtrú hans, frjálshyggjan hafi tekið Borgara á vinstri elítuna.

Samlagað hana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2019 kl. 17:30

7 identicon

LBJ  vann stærsta kosningasigur forseta USA en var þó aldrei vinsæll

þó svo að hann hafi troðið með hörku í gegnum þingið réttlætislögum fyrir svarta þvert á sitt uppeldi. Hann trúði því bara að ekki væri hægt að stöðva þetta réttlætislest sem lögð var af stað.

En hann fékk Víetnam stríðið í arf og er eini forsetin sem ekki reyndi að sitja 2 kjörtímabil

Trump minnir mig stundum á LBJ grófur, útsjónarsamur og fylgir sinni sannfæringu.

Grímur (IP-tala skráð) 22.11.2019 kl. 18:53

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú segir það Grímur.

Mér finnst karlinn reyndar vera einstakur, það er fyrsti sinnar tegundar.

Spái samt fleiri í kjölfarið, sem beita svipaðri tækni til að ná til fólks.

Svo segir sagan að tyranni taki við.

Kæmi mér ekki á óvart.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2019 kl. 20:33

9 identicon

Twitter var ekki til og útlit LBj átti ekki möguleika samanborið við JFK á sjónvarpsskjánum

og þá notar maður bara mann á mann

Central to Johnson's control was "The Treatment",described by two journalists:

The Treatment could last ten minutes or four hours. It came, enveloping its target, at the Johnson Ranch swimming pool, in one of Johnson's offices, in the Senate cloakroom, on the floor of the Senate itself—wherever Johnson might find a fellow Senator within his reach.

Its tone could be supplication, accusation, cajolery, exuberance, scorn, tears, complaint and the hint of threat. It was all of these together. It ran the gamut of human emotions. Its velocity was breathtaking and it was all in one direction. Interjections from the target were rare. Johnson anticipated them before they could be spoken. He moved in close, his face a scant millimeter from his target, his eyes widening and narrowing, his eyebrows rising and falling. From his pockets poured clippings, memos, statistics. Mimicry, humor, and the genius of analogy made The Treatment an almost hypnotic experience and rendered the target stunned and helpless.

Grímur (IP-tala skráð) 22.11.2019 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 1412824

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 171
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband