21.11.2019 | 20:22
Arður, arður.
Einstaklingar sem græða.
Græða.
Hvílík ósvinna, hvílík sjálftaka, hvílík undirliggjandi spilling.
Að ekki sé minnst á allan aurinn sem hinn sameiginlegi verður af.
Þetta er garúgt, gruggugt, og snöfurmannlega þarf að grípa inní.
Núna reynir á snögg viðbrögð formanns VR, hann hlýtur að vera samkvæmur sjálfum sér og krefjast að auðlindagjald sé lagt á tryggingarfélög, varla er hann pólitískur lukkuriddari sem kaus að fá stundarathygli múgæsingarinnar þegar hann lagði til að allur kvóti væri innkallaður og settur á markað.
Það sama hlýtur að gilda um aðrar atvinnugreinar þar sem kapítalistar græða pening.
Sjávarútvegur er aðeins með um 10% af arðgreiðslum þjóðarinnar, og þá er hvorki vátryggingarstarfsemi eða fjármálastarfsemi inní þeim tölum. Svo í raun er hlutfall hans ennþá lægra.
Ekki er landbúnaðurinn að greiða arðinn svo ljóst er að spjótin hljóta að beinast að verslun og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu, félagssvæði VR.
Og menn samkvæmir sjálfum sér geta ekki látið slíkt óátalið.
Eins þarf ekki einu sinni talnaglöggvan til að sjá að öllum að meinalausu mætti fækka fermetrum um helming í verslun á höfuðborgarsvæðinu.
Og jafnvel blindur kemst ekki hjá því að taka eftir öllum lúxusvillunum og risasumarbúðstöðunum sem vitna um taumlausa einkaneyslu eigendanna.
Leyfisveiting og auðlindagjald myndi ekki bara auka hagkvæmni greinarinnar heldur líka færa ómældan aur í ríkiskassann enda vita allir sem hafa séð Disney myndina um Hróa Hött að lengi má kreista skattinn og fylla fjárhirslur af gulli.
Vissulega myndu margir missa vinnunna, slíkt er eðli hagræðingar líkt og bankamenn reyna á sínu skinni þessa dagana.
Og vissulega yrði formaður VR ekki vinsæll hjá sínum félagsmönnum ef hann tæki upp slíka baráttu.
En menn sem eru sjálfum sér samkvæmir hljóta vilja að láta eitt yfir alla ganga, varla er innrætið þannig að þeir viljum öðrum það sem þeir vilja ekki sínum.
Og ef menn eru á annað borð hlynntir arðráni kvótauppboða, eða arðráni ofurskattlagningar, þá handvelja þeir ekki þær atvinnugreinar sem fyrir barðinu á slíku ráni verða.
Rökin eru þau sömu, það eru ekki bara sjávarútvegsfyrirtæki sem nýta sér regluverkið til að borga sem minnst til samfélagsins, svo vitnað sé í orð formanns VR.
Hvernig sem á það er litið þá voru það ekki útgerðarmenn sem voru fjöldinn á Panamalistanum, og ósköp hefði fjárfestingarleið Seðlabankans skilað litlu ef hún hefði verið einskorðu við þá.
En þeir liggja við höggi, og þó fólkið á landsbyggðinni sé ekki niggarar, þá er það allavega allt saman vanþróað á sauðskinsskóm.
Þess vegna er svo auðvelt að æsa múginn gegn því með bulli og staðleysum.
En formaður VR er ekki umbótamaður, hann er byltingarmaður, og byltingarmenn ástunda ekki skrum og fara með fleipur, í þeim brennur eldheitur logi réttlætisins.
Og sá logi gerir ekki greinarmun á fólki eftir búsetu þess, eða fyrirtækjum eftir því í hvaða atvinnugrein þau eru.
Þess vegna býð ég spenntur eftir viðbrögðum hans.
Þau hljóta að koma í Býtið á morgun.
Kvóti á verslun, kvóti á þjónustu.
Arðurinn í ríkissjóð gegnum auðlindaskatt.
Já, ég er strax farinn að sjá fyrir mér viðbrögðin.
Múgurinn mun fagna og skunda á Austurvöll og taka undir með formanninum.
Loksins hefur hann eignast sinn mann.
Mann sem er sjálfum sér samkvæmur.
Laus við skrum og tækifærimennsku.
Mann fólksins.
Eða er það ekki??
Kveðja að austan.
Svanhildur og Guðmundur selja hlut sinn í VÍS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.