Lög­brot fyr­ir­tækja verði ekki liðin.

 

slensk stjórnvöld munu ekki líða það að fyrirtæki brjóti lög",  segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

 

Eftir stendur spurningin hvernig dettur manneskjunni það í hug að það sé á hennar valdi??

Hvort lögum sé framfylgt í landinu eður ei, eða er hún að gefa í skyn að stjórnvöld hafi vald til að setja bráðabirgðalög sem geti gefið einstökum aðilum undanþágu að fara eftir lögum??

Eða að ægivald framkvæmdarvaldsins sé slíkt að það geti skipað réttarkerfinu að láta lögbrot þóknanlegra óátalin.

 

Sjálfsagt er þetta ekki þannig meint, en þannig hljómar samt bullið sem vellur út úr þingmönnum frá því að Samherjamálið kom upp.

Þeir tengja þetta við allsóskylda hluti og telja sig jafnvel hæfa til að taka þátt í dómstól götunnar og sakfella áður en málið er rannsakað.

Hjá þeim er þetta sorgarmál tækifæri til að ná sér niður á pólitískum andstæðingum, tækifæri til að níða niður þjóð og land til að veikja enn frekar fullveldi þjóðarinnar, opinskátt markmið Viðreisnar og Samfylkingarinnar, og að ráðast á brothættar sjávarbyggðir landsins með ofurskattlagningu kennda við veiðigjöld.

Kynda undir múgæsingu sem einna helst er farin að minna á lönd þar sem það þykir viðkvæmt að einhver teikni mynd af skeggi spámannsins.

 

Katrín mælir þó skynsemisorð enda er hún ekki lengur í stjórnarandstöðu. "Það verður sömuleiðis farið yfir lag­aramm­ann, hvort ein­hverj­ar ástæður séu til úr­bóta.“".

Imprar þarna á topp á ísjaka sem hún og allflestir samþingmenn hennar hafa hvorki þekkingu, og miðað við hávaðapólitík síðustu ára, sumir hverjir ekki  vitsmuni að greina.

 

Það hefur Lilja Mósesdóttir hins vegar og á feisbókarsíðu sinni orðar hún kjarna þeirra breytinga sem þurfa að verða á umgjörð og regluverki.

"Það verður ekki komið í veg fyrir undanskot og peningaþvætti fyrr en auður, sem nýtur verndar í gegnum falið eignarhald á fyrirtækjum og reikningum í skattaskjólum, verður skattlagður! Fyrsta skrefið í þá átt er að skattyfirvöld fái víðtækar heimildir og fjármagn til að rannsaka sölu og leigu á kvóta aftur í tímann með það fyrir augum að afhjúpa og sekta skattaundanskot. Næsta skref er að innleiða í lög ákvæði um að gefa verði upp nöfn eigenda fyrirtækja og reikninga í skattaskjólum, þegar fjármagn er fært frá Íslandi inn á þessa reikninga. Jafnframt þarf að vinna að því alþjóðlega að banna fjármagnsfærslur til þekktra skattaskjólslanda. Ef þessi leið reynist ófær, þá er ekki um annað að ræða en að banna framsal og leigu á kvóta og koma upp byggðakvótakerfi. Við munum aldrei sætta okkur við að hópur auðmanna ræni okkur velferðinni og atvinnutækifærunum!".

 

Þetta er svo augljóst og þetta er það sem við þurfum að gera til að ná samfélögum okkar úr höndum hins sígráðuga fjármagns sem engu eyrir.

 

Við eigum meira að segja að stíga skrefinu lengra og banna gervifélög, aflandsfélög, skúffufyrirtæki eða hvað allur þessi ódámur heitir sem nýttur er til að fela, til að stinga undan, til að þvo, fjármuni og fjármagn.

Það á enginn að geta nýtt slíkt form til að reka fyrirtæki innan íslensku efnahagslögsögunnar, eða að skrá eignir eða fyrirtæki á slíkar kennitölur.

 

Þeir sem raunverulega vilja breytingar tala á þessum nótum.

Þeir sem eru með hávaða og upphlaup, eða grípa gæsina til að höggva, en minnast ekki einu orði á kjarnann, þeir eru á einn eða annan hátt í vinnu hjá þeim öflum sem haga sér á þann hátt sem Samherji gerði í Namibíu.

Og það er mikill misskilningur að Viðreisn sé eini flokkurinn í slíkri vinnumennsku.

 

Það er nefnilega hlutverk stjórnmálamanna að segja lög og reglur, að marka stefnur og takast á við hluti.

Alltof lengi hafa þeir næstum allir sem einn verið á mála hjá fjármagninu, á einn eða annan hátt.

Þegjandi hafa þeir horft á allt frjálsa regluflæðið smjúga inní íslenska löggjöf, en æpa síðan hæst á torgum eða þingsölum um ósómann þegar hann vellur út um ýlduboxið sem fjármálakerfi frjálshyggjunnar er.

 

En greyin sem eru á þingi núna, sérstaklega í stjórnarandstöðunni, er sjálfsagt ekki kunnugt um þetta hlutverk sitt.

Nema með örfáum undantekningum eins og fjármálaráðherra sem er ligeglad með öll verkfærin sem regluverk Evrópusambandsins skapar honum og hans fólki, vinum og vandamönnum, til að stunda viðskipti í leynum.

Veit sínu viti en það vit nýtist því miður ekki þjóðinni eða hagsmunum almennings.

 

Hvað höfum við gert guðunum til að sitja uppi með þá stjórnarandstöðu sem við höfum í dag??

Eitthvað skelfilegt allavega, kannski er ennþá verið að refsa okkur sem þjóð fyrir þau níðingsverk á fátæku verkafólki sem viðgengust við Kárahnjúka.

En er ekki mál að linni??

 

Eða var Hrunið okkar refsing, er sjálfskaparvítið síðan í okkar boði?

Þar liggur efinn.

 

 

Efi sem skýrist ef þúsundir deila þessari færslu Lilju, lesi hana sér til skilnings og gagns.

Krefjist kerfisbreytinga.

Kjósi svo aldrei aftur hávaðaseggi og rugludalla á þing.

 

Hver veit.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Lögbrot fyrirtækja verði ekki liðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

", , , hvernig dettur manneskjunni það í hug að það sé á hennar valdi?"

Ég er 110% viss um að það er vegna Árna Páls lausnarinnar um árið.

Með kveðju að ofan.

Magnús Sigurðsson, 18.11.2019 kl. 19:57

2 identicon

Heill og sæll Ómar

Leið Lilju Mósesdóttur er vitaskuld sú rétta og það er reyndat ekki í fyrsta skiptið sem hún kemur með bæði vitræna og lausnamiðaða tillögu. 

En eins og við báðir vitum virðist það ekki eiga upp á pallborðið meðal hinnar íslensku stjórnmálastéttar.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.11.2019 kl. 20:26

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Gæti verið, eða brotanna á hegningarlögum með því að afhenda erlendu valdi æðstu yfirráð yfir skipan orkumála þjóðarinnar, eða brota á stjórnarskránni í því sorgarmáli öllu.

En langt seilist hin langa hönd stjórnlyndisins ef hún telur sig hafa beina stjórn yfir réttarkerfinu.

Auðvitað er Katrín ekki að meina þetta þannig, en svona er samt talsmátinn.

Reynt að segja allt, nema eitthvað af viti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2019 kl. 20:34

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur Örn.

Þarna erum við komnir í efann, ef stjórnarandstaðan skrifast á reikning guðanna, þá reikna ég ekki með að vitibornar tillögur eigi ekki erindi sem erfiði inn fyrir hlustir þessa fólks svo að heilafrumurnar fara ekki á yfirsnúning þess vegna.

En ef hún er sjálfsskaparvíti þjóðar sem kýs Samfylkinguna, Viðreisn og Pírata á þing, þá er alveg ljóst að sökin er nær okkur.

Af hverju er hávaðinn og skrumið leiðin að eyrum fólks?

Af hverju setjast menn ekki niður og hugsa málin einu sinni?

Hvað er það sem er í raun að ræna okkur, hvaðan er það kerfi ættað, hver er hugmyndafræðin af baki þess??

Meira að segja hagfræðingarnir sem fylgja þessu kerfi, viðurkenna að siðblinda og lestir eru forsendur þess að ná árangri í þessum frumskógi villidýranna.  Það sé gjaldið við að hámarka gæðin.

En hvernig getur eitthvað gott komið úr því sem í besta falli er slæmt, en er hugmyndafræðilega í raun innan ramma skilgreiningar á tærri illsku líkt og hún hefur verið skilgreind frá árdaga mannsandans?

Og þessar leikreglur eiga að móta samfélagið sem við ætlum að arfleiða börnin okkar að.

Nei Pétur, sökin er hjá þeim sem sjá rangindin og vitleysuna, siðleysið og sígræðgina, en fylkja sér að baki hávaðaseggjum og upphlaupurum sem í gagnrýni sinni sækja rök í tungutak frjálshyggjunnar.

Eru í raun eins og ungu menntamennirnir sem gagnrýndu hina meintu endurskoðunarstefnu kommúnistaflokkanna í Sovétríkjunum, og að hluta til í Kína þó þeir færu lægra með þá gagnrýni því þeir þurftu vopnasendingar þaðan, og ákváðu að taka hreinlífið á sína byltingu.

Unnu líklegast samkeppnina um hverjir væru mestu illmenni kommúnista, og var þá við alvöru náunga að keppa eins og Stalín og Maó.

Það er aldrei öðrum að kenna að fólk láti fífla sig, það er meinið, það er meinið í öllu þessu dæmi.

En kannski er þetta bara guðunum að kenna, en ég hélt samt að gamla konan á Egilstöðum sem fór niður í Kaupfélagið og gaf illa klæddum verkamönnum hlýja lopaleista sem hún hafði prjónað, og lofað koma með fleiri helgarnar á eftir, að hún hefði unnið fyrir ákveðinni endurlausn þjóðarinnar.

Kannski munu Liljur Vallarins blómstra að lokum.

Hver veit.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2019 kl. 20:50

5 identicon

Já,  það væri svo sannarlega óskandi að Liljur vallarins blómstruðu að nýju.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.11.2019 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 529
  • Sl. sólarhring: 665
  • Sl. viku: 6260
  • Frá upphafi: 1399428

Annað

  • Innlit í dag: 449
  • Innlit sl. viku: 5304
  • Gestir í dag: 412
  • IP-tölur í dag: 405

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband