15.11.2019 | 09:06
Með því að þykjast!!
Er þetta ekki Ísland í dag, land þar sem öll umræða snýst um að þykjast, snýst um ímynd, snýst um að blekkja.
Þar sem almannatenglarnir eru menn dagsins.
Hvernig var þetta í orkupakkaumræðunni?, þegar forysta Sjálfstæðisflokksins gerði sér grein fyrir andstöðunni innan flokksins, með tilvísan í þá staðreynd að ódýr orka öllum til handa væri ekki bara ljósið í dýrtíðinni fyrir almenning heldur líka samkeppnisforskot atvinnulífsins, að þá ráðlagði almannatengill Bjarna Ben að segja að hann styddi regluverkið einmitt á þessum forsendum.
Svona svipuð lógík og að ég styð dauðarefsingu vegna þess að ég er á móti því að fólk sé líflátið.
Eða hvað talar góða fólkið í VG og Samfó oft um sjálfbærni sem leiðina til að berjast gegn hamfarahlýnun, og svo er það á fullu í störfum sínum að leggja steina í götu innlendrar framleiðslu með innleiðingu reglugerða frá Evrópusambandinu sem eru sérstaklega hugsaðar til að ganga að innlendri farmleiðslu dauðri.
Innflutningur á hráu kjöti, markaðsvæðing orkunnar, allskonar íþyngjandi reglur svo er landið opnað uppá gátt fyrir innflutningi frá löndum þar sem engar reglur eru virtar, hvorki í umhverfismálum eða varðandi kaup og kjör vinnandi fólks.
Þá þykjast menn bara.
Segja eitt.
Meina annað.
Framkvæma annað.
Sveitungi minn er ekki í góðum málum.
Ef það er eitt sem fólkið í sýndarveruleikanum fyrirgefur aldrei, þá er það þegar menn passa sig ekki og upp um þá kemst.
Það beinir nefnilega kastljósinu að öllum hinum.
Ég spái langri röð af fólki með grjóti í hendi,.
En sem betur fer stendur góða fólkið fyrir frjálsum innflutningi af fátæku fólki til að vinna fyrir sig illa launuð skítastörf, glerbrotin verða örugglega sópuð upp.
Ég man hins vegar eftir því að þegar góðærið skall á sjávarútveginum þegar kreppan skall á í fjármálakerfinu, þá voru bónusar til starfsfólks hækkaðir.
Skipastóllinn endurnýjaður, skuldir borgaðar niður, allar undirstöður styrktar til að takast á við óvissutíma sem framundan eru.
En það telur sjálfsagt ekkert í komandi umræðu.
Kveðja að austan.
Vildi aðstoð við að blekkja Grænlendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 454
- Frá upphafi: 1412816
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 393
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.