14.11.2019 | 21:11
Kostuð aðför er alltaf einhliða.
Varla borga menn fyrir réttlæti handa þeim sem þeir ætla að knésetja, eða það skyldi maður ætla.
Í þessu samhengi skyldu menn rifja upp fleyg orð Kristins Hrafnssonar um að ætlunin væri að fella núverandi stjórnvöld í Namibíu, og slíkt er aldrei gert nema í þágu hagsmuna annarra. Og Kristinn er varla sá einfeldningur að halda að stjórnarandstaðan sé á einhvern hátt betri en sú um margt gæfustjórn sem andspyrnuhreyfingin Swapo reyndist vera fyrir Namibíu.
Allavega þekkir Afríka ekki önnur dæmi betri um valdatöku byltingarmanna, og þá er Suður Afríka Nelson Mandela ekki undanskilin.
Himin og haf er á milli spillingarinnar í Suður Afríku og Namibíu, frelsishetjunni miklu og arftökum hans í óhag.
En kannski eitthvað sem skiptir hvorki vestrænan hroka eða einbeittan góðvilja góða fólksins máli, þegar knésetning pólitískra andstæðinga er annars vegar.
Og Ruv hefur áður beitt sér í pólitískum tilgangi eða til að þjóna ákveðnum hagsmunum.
Afhjúpun Samherja hefur ekkert með lög eða rétt að gera, markmiðið er að skapa fár, að ná fram ákveðnum pólitískum markmiðum, og ná fram grundvallarbreytingum á fiskveiðistjórnarkerfi þjóðarinnar.
Frá kvótakerfi yfir í uppboðskerfi, líkt og grunnhugsunin er í markaðsvæðingu orkuauðlindarinnar í regluverkinu kennt við Orkupakka 3.
Árásir eru alltaf einhliða, þær hafa alltaf það markmið að sigra andstæðinginn.
Samherji hjálpaði samt til með fáránlegri yfirlýsingu sinni um að skúringarkonunni væri um að kenna, trix sem virkaði kannski í fjarlægri fortíð þegar flokkurinn og stjórnkerfið var eitt, og því sem næst hægt að segja hvað sem er líkt og í alræðisríkjum væri, en jafnvel skoffín umræðunnar létu ekki út úr sér í dag.
Jafnvel skömminni skárra að játa sekt með þeim orðum að fyrirtækið hafi fundið upp spillinguna í Afríku, og fyrirtækið beri alfarið ábyrgð á henni í dag, í gær, í fjarlægri fortíð og um ókomna framtíð. Og vísað síðan í Loga Einarsson um nánari útlistun á hinni altæku ábyrgð.
Allt annað en að segja að ábyrgðin væri einhvers millistjórnanda sem hefði verið ríki í ríkinu.
Eiginlega getur ekkert annað en taugaáfall æðstu stjórnenda ásamt fáránlega heimskum almannatenglum útskýrt slík viðbrögð.
Þar sem það er hagur þjóðar að kostað fár í þágu auðs og auðmanna, leppa og skreppa sem hafa það eina markmið að eignast auðlindir okkar, landið okkar í bókstaflegri merkingu, nái ekki að fella íslenskan sjávarútveg, eina að grunnstoðum velmegunar okkar og velferðar, þá er það gleðiefni að Þorsteinn víki og hæfur einstaklingur taki við.
Einstaklingur, sem hefur alla burði til að skapa traust um að fyrirtækið bæði upplýsi um athafnir sínar í Namibíu og vinni að fullum heilindum með stjórnvöldum, bæði hér og í Namibíu, þegar mál þess er tekið til rannsóknar.
Því þegar svona er komið þá er sannleikurinn ekki bara sagna bestur, hann er í raun eina forsenda þess að Samherji sem fyrirtæki lifi af.
Refskákinni lauk þegar tilraunin til að blekkja og afvegleiða var andvana fædd, aðeins til háðungar þeim sem það reyndu.
Samherji er framsæknasta fyrirtækið í sjávarútvegi í heiminum í dag.
Það er íslenskt, og á beinan og óbeinan hátt mun það vera ein af grunnstoðum velmegunar barna okkar.
Stjórnendum þess ber skylda til að taka hagsmuni þess fram yfir sína eigin, ber skylda bæði gagnvart starfsfólki sínu sem og hluthöfum, að gera það sem þarf að gera til að fyrirtækið lifi af, að það skaðist ekki meir en þegar er orðið.
Og okkur sem þjóð ber skylda til að láta ekki lýðskrum vanvita eða annarlega hagsmuni málaliða verða fyrirtækinu að fjörtjóni.
Við getum haft mismunandi skoðanir á stjórnkerfi fiskveiða, og við þurfum ekki að vera sátt við leikreglur nýfrjálshyggjunnar sem gegnsýra allt samfélag okkar í gegnum regluverk Evrópusambandsins.
Það er bara allt annar handleggur, sú barátta, það stríð er háð á öðrum vettvangi en á vígvelli múgæsingarinnar sem annarlegir hagsmunir kynda undir.
Það á að fara saman hjá okkur að krefjast þess að lög og regla sé virt, og að við sjálf virðum þær leikreglur sem lögum og reglu eru sett.
Þetta mál er nógu sorglegt, afleiðingar þess eru nógu alvarlegar þó við færum auðnum ekki vopn og verkfæri til að knésetja sjálfstæði okkar og velferð.
Það býr ekkert gott í því fólki sem hefur hæst þessa dagana.
Kveðja að austan.
Umfjöllun Kveiks einhliða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 293
- Sl. sólarhring: 791
- Sl. viku: 6024
- Frá upphafi: 1399192
Annað
- Innlit í dag: 251
- Innlit sl. viku: 5106
- Gestir í dag: 238
- IP-tölur í dag: 235
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar sem æfinlegast - sem og aðrir gestir, þínir !
Ómar !
Rakst á þessi tíðindi: á Eyjunni punkti is - fyrir stundu.
Ekki að undra - að holur hljómur sé í fjárhirzlum íslenzka Heilbrigðis kerfisins (m.a) þessa dagana, þegar svo brýnar knýja á brúkanlegar sjálfrennireiðarnar, undir stjórnarráðsliðið / og annað ámóta, Austfirðingur góður - sem og aðrir landsmenn :
Katrín Jakobsdóttir fær glænýjan Benz frá stjórnarráðinu:Bílarnir kosta ríkið margar milljónir á ári
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 13:52
Mynd: DV/Hanna
EKKI MISSA AF Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt
Lesa nánar
Katrín Jakobsdóttir fær að keyra um á splunkunýjum bíl í næsta mánuði. Stjórnarráðið hefur fest kaup á rafknúnum sportjeppa en það verður nýr ráðherrabíll forsetaráðherrans. Það er Viðskiptablaðið sem greinir frá þessu.
Bíllinn er af gerðinni Mercedes-Benz EQC en hann kostar um 7,5 milljónir króna. Samningurinn sem gerður var felur einnig í sér kauprétt á þremur eins bílum aukalega á næsta ári. Þessi sportjeppi er kraftmikill en það tekur hann einungis 5,1 sekúndu að komast upp í hundrað kílómetra hraða úr kyrrstöðu.
Samtals mun stjórnarráðið kaupa fjóra svona bíla en það kostar um 30 milljónir króna. Kostnaður stjórnarráðsins við rekstur á ráðherrabílum á árinu 2017 var 16.363.529 krónur. Ljóst er að ekki er skortur á peningum í stjórnarráðinu, það er allavega nóg til fyrir bílakaup.
Það er svo ekki að undra; að Selfysskir löggæzlumenn kinoki sér við, að fara að hvatningu minni, frá 17. Október s.l. að þeir:: ásamt félögum þeirra í Landhelgisgæzlunni ásamt Tollheimtumönnum (Tollgæzlu), fari að þeim þingmönnum Suðurkjördæmis, sem greiddu atkvæði sín með gildistöku Orkupakka III, þann 2. September s.l., Ómar.
Var einhver annarrs, að tala um spillingu hérlendis ?
Getur það virkilega staðizt: að hana sé að finna innan íslenzka lýðveldisins ?
Með baráttukveðjum: engu að síður af Suðurlandi, austur í fjörðu, sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2019 kl. 21:52
Blessaður Óskar Helgi.
Það er nú margt eins og það er hér á landi, en stærsta skýring þess að hér vanti fjár í brýn málefni þó hunang drjúpi af atvinnuvegum okkar er sú að kerfið er hannað fyrir auð og auðmenn til að sjúga verðmæti úr því áður en þau koma til skipta.
Hið frjálsa flæði sækir í hugmyndabanka nýfrjálshyggjunnar sem er hagtrú fjármögnuð af auði og auðmönnum. Hugmyndafræði hennar og siður er síðan úr ranni þess í neðra.
Vinnumennirnir eru síða á fullu í að telja okkur í trú um að ástandið hafi ekkert með kerfið eða hugmyndafræði villimennskunnar að gera, heldur sé þetta allt eitthvað séríslenskt, við sem þjóð séum spillt, leikreglurnar séu okkar og svo framvegis.
Þegar reyndin er sú að þetta er meinsemd eða illkynjað æxli sem hefur sýkt Vesturlönd inn að beini, og ef eitthvað er, þá er ástandið um margt skárra hér en annar staðar þar sem sýkin hefur herjað á samfélög fólks.
Óskar, þegar einhver talar um eitthvað íslenskt, ekki gamalt og gott heldur að við séum spillt og víti til að varast fyrir aðrar þjóðir, við kunnum ekki fótum okkar forráð heldur þurfum að flækja okkur enn frekar í regluverk og skrifræðið sem kennt er við Brussel, þá er hinn sami málaliði, verkfæri í auðsöfnun Örfárra.
Hluti af meinsemd sem er að gera út af við siðuð samfélög.
Krabbamein lagast ekki nema æxli sé fjarlægt, samfélag okkar verður ekki aftur heilbrigt nema við losum okkur við hugmyndafræði andskotans, og þá ára sem þrífast eins og púkinn vegna hennar.
Fyrsta skrefið er að hætta að hlusta á málaliðana.
Og sameinast síðan um að verja það góða í samfélagi okkar.
Hitt mun síðan hafast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.11.2019 kl. 22:38
....
þakka þér fyrir: drengilega uppörvunina Ómar en, ............ hér þarf að verða hlutlæg sem huglæg kollsteypa til þess, að einhverra úrbóta megi vænta.
En - svo er annað mál, hvort landsmenn hafi kjark og þor til, að bíta í þær Skjaldarrendur, sem mögulega gætu leitt til I. áfanga endurreisnarinnar, fornvinur mæti.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2019 kl. 22:48
Sæll Ómar,
Ef fyrirtæki eða einstaklingar brjóta lög á að sækja viðkomandi til saka, hvort sem það eru stórfyrirtæki eða ekki. Ein af grundvallarhugsunum í vestrænum réttarkerfum sé að allir séu jafnir fyrir lögum, enginn sé svo stór að þeir séu hafnir yfir lög og rétt. Hvernig sem menn vilja snúa þessu í pólitíska rétttrúnaðinum sem öllu tröllríður í dsg, þá er rannsókn hafin á þessu máli á Íslandi, í Noregi og Namibíu og ekki ósennilegt að þetta varði rannsakað hér vestra þar sem Bandarískur banki stoppaði tilfærslur Norska bankans í skattaskjólsreikninga. Menn verða svo bara að bíða og sjá hvað kemur út úr þessum rannsóknum, en mér finnst vera farið að slá ansi vel í þetta!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 15.11.2019 kl. 06:26
Sjáum til með það Óskar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2019 kl. 08:38
Blessaður Arnór.
Ætli það sé ekki þess vegna sem ég setti þessar línur á blað þegar ég fagnaði sinnaskiptum stjórnar Samherja;
"Einstaklingur, sem hefur alla burði til að skapa traust um að fyrirtækið bæði upplýsi um athafnir sínar í Namibíu og vinni að fullum heilindum með stjórnvöldum, bæði hér og í Namibíu, þegar mál þess er tekið til rannsóknar.
Því þegar svona er komið þá er sannleikurinn ekki bara sagna bestur, hann er í raun eina forsenda þess að Samherji sem fyrirtæki lifi af.
Refskákinni lauk þegar tilraunin til að blekkja og afvegleiða var andvana fædd, aðeins til háðungar þeim sem það reyndu.".
Ég treysti á heilindin þangað til að annað kemur í ljós.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.11.2019 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.