27.10.2019 | 22:52
Með morðum skal bæta heiminn.
Lítilmenni tísta víða og stæra sig af því að hafa vegið úr launsátri voðamenni sem hafði sagt siðmenningunni stríð á hendur.
Mann sem taldi að morð og dráp væru leiðin til að bæta heiminn og átti fylgjendur um allan heim sem tóku orð hans og boðskap bókstaflega og myrtu saklaust fólk umvörpun til að gera heiminn betri.
Þetta voðamenni varð ekki til úr engu, ekki frekar en Eva eða Aþena, skapari hans og guðfeður eru annars vegar miðaldafólkið sem stjórnar Tyrklandi og hins vegar miðaldaríkin við Persaflóa.
Það fylgir fréttunum að annar að guðfeðrunum, Tyrkir hefðu hjálpað til við launsátrið, en hinn hefur líklegast ekki mátt vera að því, enda á fullu við að fjármagna hatur og hryðjuverk gagnvart kristnu fólki um allan heim.
Sbr. með morðum og hatri skaltu bæta heiminn.
Það sem lítilmennin átta sig ekki á að það er ákveðinn munur á siðmenningu og villimennsku, sá sem aðhyllist það fyrra stærir sig aldrei af verknaði sem kostar þrjú saklaus börn lífið.
Og hinn siðmenntaði drepur aldrei án dóms og laga.
Þess vegna talar hinn siðmenntaði um hryðjuverk þegar villimennirnir gera slíkt.
Þessi hugsun er árþúsunda gömul í vestrænni menningu, öll þekkjum við sögurnar af Salómon konungi sem reyndi að kveða upp réttláta dóma, byggðan á lögum guðs og manna.
Lögin gátu vissulega verið villimannsleg, sem og hegðun valdsmanna, en þáttaskil urðu í vestrænni siðmenningu þegar kristinn siður og kristin lífsviðhorf mótuðu lög og þjóðfélagsgerð til þess sem við þekkjum í dag.
Villidýrið ekki svo glatt tamið, en lét smán saman temjast svo að í dag vitum við að Bakr al Baghdagi var voðamenni, og að morð bæta ekki heiminn.
Nema síður séð.
En það er eins og við séum farin að gleyma því.
Kveðja að austan.
Hlédrægi draugurinn Baghdadi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maðurinn sprengdi sjálfan sig og börnin sín upp.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 28.10.2019 kl. 08:39
Og lítilmenni hreykja sér af því.
Mennskan hins vegar harmar slíkt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.10.2019 kl. 09:15
Sæll Ómar,
Til að halda stríðinu gegn hryðjuverkum (War on Terror) áfram fyrir Stærra Ísrael (e. Greater Israel) og blóð fyrir olíu og stríð ofan á frið osfrv., þá þarf að drepa hann (öðru nafni Símon Elliot hjá Mossad) nokkrum sinnum í viðbót. KV. Þorsteinn
"I SWEAR I'm dead this time! The CIA told me to blow myself up!"
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 29.10.2019 kl. 10:50
"Abu Bakr al-Baghdadi, so-called ”Caliph,” the head of ISIL (Islamic State in Iraq and the Levant is, according to sources reputed to originate from Edward Snowden, an actor named Elliot Shimon, a Mossad trained operative."
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 29.10.2019 kl. 11:01
Blessaður Þorsteinn.
Það er nú það, og fátt skal ég um þetta segja, nema að ég veit sem Viðfirðingur að margt er skrýtið í kýrhausnum.
En að því gefnu að Abu Bakr sé ekki leikari, heldur sá sem ábyrgðina ber á einum mesta viðbjóð nútímans, þá er hann voðamenni.
En það réttlætir aldrei dráp á börnum, og ef börn falla, hver sem svo sem ábyrgðina ber, þá fella menn tár, en hreykja sér ekki.
Síðan ítreka ég að aftökur án dóms og laga er villimannaháttur, eitthvað sem við köllum hryðjuverk.
Siðferði er nefnilega algilt, en ekki háð kvarðanum, ég versus þú, þar sem þú ert veginn og metinn, en ég saklaus sem nýfallin mjöll í Sedrusskógi.
Það er eins og ryð séu fallin á þessi sannindi í huga margra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.10.2019 kl. 19:22
Sæll aftur Ómar,
Eins og hann Edward Snowden hefur fullyrti þá er Simon Eliott karlinn bara leikari (og á skrá hjá Mossad/CIA), nú hann Osama Bin Laden hafði líka annað nafn hjá CIA eða Tim Osman (Ossman). En þeir hjá CIA hafa sína stjórnendur (moles) rétt eins og þeir hafa sína fórnarlömb (patsies)og allir hafa sítt hlutverk. Hér á landi og í erlendum fjölmiðlum, þá þarf ennþá að ljúga að okkur um að þetta sé borgarastríð þarna í Sýrlandi. Nú og það þrátt fyrir að hún Eva Bartlett fréttakona hafi heimsótt Sýrlandi og opinberað um hvað værir að ræða, halda fjölmiðlar hérna áfram þessum lygum um að borgarastríð sé og hafi verið í Sýrlandi. (Sjá hérna https://www.youtube.com/watch?v=HkHb0E3I80I).Nú og þrátt fyrir að fólk hjá UN hafi opinberað að þetta sé EKKI borgarastríð (UN Lady on Syria), heldur innrásarlið málaliða sem að styrkt er af þjóðum eins og m.a. Saudi Arabíu, Ísrael og Katar, svo og styrkt vesturlöndum, þá halda fjölmiðlar hér áfram og áfram þessum lygaáróðri. Eins og búið er að uppljóstra og/eða opinbera þá vantar bara núna góða lygaátyllu (fake pretext) í viðbót, svo að hægt sé að rústa Íran líka fyrir "Stærra Ísrael", því að Íran er næst á dagskrá samkvæmt því sem hann General Wesley Clark uppljóstraði okkur um (Sjá hérna Wesley Clark Told The Truth), svo og samkvæmt Yinon Planinu: Greater Israel: The Zionist Plan for the Middle East | Global Research.
KV. Þorsteinn
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 29.10.2019 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.