Sjálfstæðið og Engeyjarættin.

 

Er samofin sögu þjóðarinnar.

Benedikt Sveinsson alþingismaður, afi Björns Bjarnasonar, greiddi atkvæði gegn sambandslagafrumvarpinu 1918, ekki vegna þess að hann var á móti sjálfsstjórn, heldur fannst honum frumvarpið ekki ganga nógu langt.

 

Núna er Snorrabúð stekkur og Engeyingar eru í fararbroddi þeirra sem styðja hjáleigusambandið við Evrópusambandið sem kennt er við EES.

Þetta er svona líkt og barnabarn Lenín væri oligarki og flytti afrakstur af auðlindum Rússa inná alþjóðlega reikninga kennda við aflönd.

 

Það ræður nefnilega enginn sinni arfleið.

En það er alltaf hægt að snúa sér við í gröfinni.

 

Þegar að ættlerar eiga í hlut.

Kveðja að austan.


mbl.is Kappsmál að styrkja stoðirnar tvær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er nákvæmlega sami ættlerahátturinn.

Takk Ómar,

fyrir að segja hlutina hreint og beint. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.10.2019 kl. 18:22

2 identicon

 Og nú skal stefnt að rústa fullveldisákvæði íslensku stjórnarskrárinnar.  Þessum andskotum er ekkert heilagt.  Vægilega segir Styrmir, að þessi vegferð sé varasöm.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.10.2019 kl. 18:36

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Símon, þeim er ekkert heilagt.

Nema þá ef musteri þeirra er í Brussel, þá skilur maður betur Halelúja, halelúja sönginn í fréttatímanum áðan.

Ég hélt á tímabili að Bach væri mættur, en þá var það víst bara Bogi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2019 kl. 20:11

4 identicon

Satt segirðu. Það má minna á, að Benedikt Sveinsson, afi Björns Bjarnasonar, var formaður lýðveldishátíðarnefndar 1944. Ég er alveg sannfærð um það, að hann mundi vera stórhneykslaður á þessum afkomendum sínum, ef hann væri ofan jarðar núna, og gott, ef hann hefði ekki tekið þau í gegn. Ég er alveg gáttuð á Birni Bjarnasyni, og hvernig hann hefur snarsnúist í þessum ESB-málum og hefur haft slæm áhrif á Bjarna frænda sinn. Hvar endar þetta? spyr ég bara. Ég var líka aldeilis hissa á því, að Björn skyldi hafa verið valin til þess að leiða þessa nefnd, þegar hann hefur snarsnúist svona í þessum ESB-málum, eins og nú hefur komið í ljós. Er hægt að treysta þessum manni eða nokkru því, sem hann segir um Evrópumál? Ég stórefast um það. Mér list ekkert á þetta og illa. Ég get ekki sagt annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2019 kl. 20:55

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Sami Benedikt og ég vitna í Guðbjörg og ég efa mjög að hann hefði keypt þau rök að við gætum ekki lifað af sem sjálfstæð þjóð nema sem hjáleiga Brussel, bæði varðandi lagasetningu, viðskipti og almennt frelsi eins og halelúja kórinn söng í fréttatíma Ruv fyrr í kvöld.

Þetta minnir mjög á óðinn til Sovétríkjanna á sínum tíma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2019 kl. 21:39

6 identicon

Vilji menn kjósa þennan Engeyjarflokk, þá geri þeir það.  En það eru ekki sjálfstæðismenn sem það gera, heldur ESB sinnar, sem eru hlynntir því að afsala fullveldi og sjálfstæði lands og þjóðar og gera landið að hjálenda Bruxelles valdsins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.10.2019 kl. 22:35

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikið rosalega rúmast í hausnum á manni eftir að hafa lesið hér,svo kemur maður ekki upp orði. Þó held ég að við getum virkilega hindrað skrattana í að grufla með krumlunum í Okkar heilögu Stjórnarskrá, afsakuðu þetta urr.

Helga Kristjánsdóttir, 2.10.2019 kl. 00:48

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Vonum það Helga, en fólki sem er ekkert heilagt, það fer sínu fram þar til það er stöðvað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.10.2019 kl. 06:58

9 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður Ómar!!!Og Gestir.

Við skulum ekki vonast eftir neinu af viti frá aðilum sem eru að vinna að breitingum á stjórnarskránni.

Svo sýnist mér liggja í augum uppi hvernig  þjófasjóðurinn verður notaður.

Benararnir og aðrir heiðursmenn sitja sjóðinn og kaupa landsvirkjun með lánum úr sjóðnum,án þess að við fáum rönd við reyst.

KV af Suðurlandi

Óskar Kristinsson, 2.10.2019 kl. 11:39

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Það er í eðli braskara að braska, og ekkert sem bendir til að breyting verði þar á.

Og gleymd er sú hugsun að láta almenning njóta ávaxtanna, eða sá skilningur á kapítalismanum að græðlingar fjöldans skila mestu gróskunni.

Nei, afhendum bröskurum auðlinda, og bröskum svo með afraksturinn.

Ræningjakapítalismi í hnotskurn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.10.2019 kl. 13:12

11 identicon

Þessi Engeyjarætt er greinilega mjög ættstór og oft vitnað til þeirra sem skyldmanna Bjarna Ben

er hægt að fletta upp þessum ættboga upp einhver staðar? Til að vara sig á þessu liði

Ansi margir telja að alla spillingu á Íslandi megi rekja til þessarar ættar og maður verður að vera var um sig á þessum síðustu og verstu tímum

Grímur (IP-tala skráð) 2.10.2019 kl. 16:24

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað ertu að spá Grímur??, ætlar þú að hafa með þér skrá niður í bæ, og kíkja í hana áður en þú heilsar uppá fólk??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.10.2019 kl. 17:41

13 Smámynd: Óskar Kristinsson

Hvar ertu 'Omar sem ert okkur kær???

Óskar Kristinsson, 26.10.2019 kl. 12:23

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Aðeins með hugann við annað Óskar.

Spurningin er frekar hvar er kynslóðin sem sór lýðveldinu hollustu en heykist á að verja það þegar á reynir.

Styrmir ætti frekar að svara þeirri spurningu í stað þess að pistla ítrekað um hjáleigusambandið við ESB.

Vegna andvaraleysis er það staðreynd, við erum ekki sjálfstætt ríki lengur.

En þá er annaðhvort að una því, eða breyta.

Vællinn breytir hins vegar ekki neinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.10.2019 kl. 16:38

15 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður ómar!!!

Svarið sýnist mér einfalt, þetta eru aumingjar. Geldkvikindi sem eru alls ekki fær um að stjórna sjálfum sér hvað þá þjóðríkinu.

Sjáðu hvaða hugarfar þetta lið hefur það á að leifa að níða niður þjóðfánann.

Að þessir þjóðarpervertar skuli hafa verið kjörnir til að stjórna heilli þjóð er Þvílík SKÖMM.

Kv af Suðurlandi

Óskar Kristinsson, 26.10.2019 kl. 19:10

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Unga fólkið okkar er eins og það er, hugsar líklegast öðruvísi.

En það afsakar ekki lýðveldiskynslóðina, þá sem var börn þegar lýðveldið var stofnað 1944. eða tók sín fyrstu skref í takt við unga lýðveldi. 

Það veit betur, og það veit að ef það ver ekki hugsjónir áa sinna, þá gerir það enginn.

En til þess þarf kjark.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.10.2019 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband