Þegar heimska ræður för.

 

Þá er niðurstaðan þessi;

"Hún seg­ir að lok­um, að nú hafi þing­menn Sam­fylk­ing­ar og VG kom­ist að þeirri niður­stöðu að „lög hreinu vinstri stjórn­ar­inn­ar um end­ur­nýj­an­legt eldsneyti sem áttu að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda hafi þvert á móti aukið los­un­ina, valdið stór­kost­legri loft­meng­un í Asíu, auk þess að stuðla að eyðingu regn­skóga, ógna líf­fræðilegri fjöl­breytni og ýta und­ir vinnuþrælk­un og illa meðferð á kon­um og börn­um.“."

 

Hvaða fávita datt í hug að nota mat sem eldsneyti??

Og hver er ábyrgð hinna heimsku sem tóku undir og lögleiddu??

 

Þó Íslendingar keyptu elstu díselbíla í heimi, og það 5 á hverja fjölskyldu, þá næði sú mengun ekki prómilli af þeirri mengun sem þessi heimska löggjöf leiddi af sér.

Að ekki sé minnst á atlöguna af tilvist mannsins þegar regnskógarnir eru gegndarlaus eyddir til að framleiða matvælaeldsneyti.

Og núna þykjast fíflin koma ofan af fjöllum, ekkert vita, ekkert skilja, nema jú eitt, að finna nýja fíflsku til að slá um sig til umhverfisriddara.

 

Kolefnaskattur á landsbyggðina, kolefnaskattur á fátækt fólk, þá getur það réttlætt sína eigin bílnotkun eða sínar eigin utanlandsferðir.

Og svona í leiðinni að innleiða evrópskt regluverk sem hækkar raforkuna til matvælaframleiðanda í dreifbýlinu. 

Svona að það sé öruggt að maturinn komi sem lengst af.

Helst undir formerkjum matvælaeldsneytisins; " valdið stór­kost­legri loft­meng­un .... ógna líf­fræðilegri fjöl­breytni og ýta und­ir vinnuþrælk­un og illa meðferð á kon­um og börn­um.".

Ódýr matur verksmiðjubúanna er nefnilega aldrei án kostnaðar.

 

Og ef ekki er nóg að gert til að menga, skemma og eyða, þá skal reynt til ýtrasta að hægja á umferð og auka umferðarteppur, svo öruggt er að tugþúsundir bíla gangi hægaganginn á höfuðborgarsvæðinu.

Þá fyrst geta riddarar heimskunnar, loftslagsriddararnir barið sér á brjóst og þóst vera virkilega umhverfisvænir, virkilega góðir fulltrúar góða fólksins.

Bankað svo á dyrnar hjá auðnum og innheimt aurinn sem það fær fyrir að markaðsvæða orkuna, og eyðileggja innlenda framleiðslu svo landið falli í heljargreipar innflutningsgreifa.

 

Því þessir riddarar eru kannski ekki svo mjög heimskir.

Jú vissulega heimskir þannig séð, en samt ekki eins og þeir virðast.

Þeir vita nefnilega sínu viti.

 

Þeir vita hverjir borga.

Þeir vita hverjum þarf að þjóna.

 

Auðnum og hinum Örfáu.

Hinum ofsaríku sem eiga næstum því allan auð heimsins.

En finnst það litla sem við hin eigum of mikið.

 

Það er bissness í heimskunni.

Kveðja að austan.


mbl.is Sigríður furðar sig á pálmaolíuviðsnúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, það er nú akkúrat þetta sem "hamfarahlýnunin" gengur út á; að gera sér mat úr heimsku og fyrir það fá stjórnmálmennirnir aurinn frá hinum "ofsaríku".

það er nú einu sinni þannig að ef eitthvað þarf að leiðrétta þá er það sjaldnast gert af viti, heldur er einni vitleysunni bætt aftan við aðra svo "hagvöxturinn" haldi sínu striki.

Hið raunverulega vandamál er sóun og hagfræðihugtakið yfir sóun er hagvöxtur.

Með kveðju að ofan.

Magnús Sigurðsson, 1.10.2019 kl. 15:49

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Ég er svo einn af þeim sem lærði eðlis og efnafræði í menntaskóla, þó mér bæði leiddist það, sem og ég man ekki bofs.

Man þó samt það að þegar tilgáta er sett fram, að þá sker raunveruleikinn úr um.

Og ég skal alveg játa að þegar ég las fyrst um áhrif gróðurshúsloftegunda í himinhvolfinu, að þá skyldi ég alveg lógíkina, en bíddu við, þetta er svo örlítið í hinu stóra samhengi, hvernig getur jafnvægið verið svona viðkvæmt.  Reyndar aðeins á undan voru svipuð fræði notuð til að taka freon úr umferð, og sannarlega virtist það virka gagnvart þynningu ósonlagsins.

En málið er, að það voru settar fram kenningar um meinta hlýnun, og þær kenningar gengu eftir.  Á sama tíma voru ekki settar fram kenningar um að aukna virkni sólar, eða að breyting á stöðu okkar í vetrabrautinni, myndu hafa svipuð áhrif.

Gott og vel, á öllu er vafi, en þegar ég las ágætan pistil eftir Ágúst Bjarnason, þá var vísað í heimildir.  Heimildir sem áttu að afsanna áhrif gróðurhúslofttegunda.  Og ég las þær heimildir.  Þar rak ég mig strax á fals og blekkingar, enda þegar ég kannaði málið nánar, þá voru sterk svipbrigði milli hinna meintu fræða og fræðimanna, við áður keyptar skoðanir sem tóbaksiðnaðurinn fjármagnaði.

Eitthvað sem væri ennþá í fullu gildi, ef ekki hefði til komið innherjavitni sem afhjúpaði þau vinnubrögð.

Ég er einföld sál Magnús, og ekki vel lesinn, en ég hef notað það sem þumalputtareglu, að sá sem þarf að nota blekkingar, rangfærslur, hálfsannleik, eða annað, sér til framdráttar, eða rökstuðnings, að hann byggir ekki sitt hús á traustum grunni, treystir allavega ekki staðreyndum síns eigin málstaðar.

Síðan veit ég fyrir víst að það er þekktur tímapunktur þar sem æðstu yfirmenn Exxon tóku ákvörðun um að veðja á það sem þeir þekktu best, það er jarðeldsneyti, og ákváðu að fjármagna andstöðu við þau vísindi sem þeir töldu ógna þeim iðnaði.

Þetta er jú veikleiki andskotans, að hann er á hófum, og því fótspor hans auðþekkt.

Það er ekki spurning að mannkynið lifir ekki af ef það veðjar áfram á jarðeldsneyti sem sinn aðal orkugjafa.

Og flest af því sem talað er gegn því, er fjármagnað líkt og efinn um að öll hin innblönduðu efni í sígarettunni yllu krabbameini.

Sem breytir samt því ekki að öll þessi umræða er komin yfir öll þjófamörk, enda hafa stórþjófar stolið henni.

Það er nefnilega gróði í meintum loftslagshamförum.

Og ekki má milli sjá hvor hófförin séu stærri.

Hinsvegar er hugsanlegur möguleiki að viti borið fólk, það sem ég kallaði i í síðasta pistli mínum sem venjulegt fólk, að það sjái einmitt að garðyrkjusögur Nýja testamentisins fela í sér speki um hvernig við yrkjum heiminn, og sá sem sóar, er aldrei búmaður.

En þetta andsvar mitt er svo sem aðeins dýpri pæling eða dýpri viðbrögð.

Góða fólkið er heimskt, og heimskt fólk mun aldrei nokkurn vanda leysa.

Svo ég segi bara eins og Geir Harde, guð blessi okkur, það veitir ekki af.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2019 kl. 16:40

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"að það voru settar fram kenningar um meinta hlýnun, og þær kenningar gengu eftir"

Bíddu nú við Ómar. Átti suður Manhattan ekki að ver á kafi í vatni og Norðupólsísinn horfinn 2010 ?

Guðmundur Jónsson, 5.10.2019 kl. 11:36

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, eiginlega ekki Grímur.

Stóra dæmið er hvernig næsta Nino fyrirbrigðið verður, það síðasta var það hlýjasta í nútímasögu, ef spárnar ganga eftir þá verða hamfarir sem munu kosta milljónir heimili sín vegna veðrafyrirbrigða, auk hungurs vegna sögulegra þurrka.

Það vantaði ekki mikið uppá að vatnsból í Norður Afríku og Miðausturlöndum þornuðu algjörlega upp síðast, ekkert sem bendir til að þau nái forða fyrir næstu þurrka.

Þetta eru spárnar, þetta er raunveruleikinn, það sem þú vitnar í er bull tengt fjármögnuðum hagsmunum, aðallega með rætur í USA.  Um allt og meira til, sömu vinnubrögð og tóbaksframleiðendur þróuðu.

Hins vegar er bissness í hamförum, og ef þú lest til dæmis nýjasta pistil Magnúsar, þá bendir hann á þau hófför andskotans.

Það hefur ekkert með loftslag að gera að skattleggja fátækt fólk þannig að því sé gert ókleyft að lifa mannsæmandi lífi.  Hvað þá að fara með heiminn aftur á steinöld.

Þau eru víða hófför þess í neðra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.10.2019 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 609
  • Sl. sólarhring: 631
  • Sl. viku: 6340
  • Frá upphafi: 1399508

Annað

  • Innlit í dag: 522
  • Innlit sl. viku: 5377
  • Gestir í dag: 478
  • IP-tölur í dag: 472

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband