Nefið á Gosa.

 

Breiðist út á ásýnd stjórnmálamanna líkt og um farsótt sé að ræða.

 

Af mýmörgum dæmum síðustu daga, áður en maður fjallar um nefið á samgönguráðherra má nefna ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem á flokksráðsfundi ítrekuðu stefnu flokksins um að forræði orkuauðlindarinnar væri í höndum íslensku þjóðarinnar, nýbúnir að samþykkja regluverk sem færði forræði hennar til Evrópusambandsins.

Eða eigum við að minnast á loftslagsriddarana, í merkingunni að slá sjálfan sig til riddara, sem halda erindi jafnt innan lands sem utan, um nauðsyn sjálfbærni, horfandi uppá regluverk Evrópusambandsins sem hefur stórhækkað raforkuverð til íslenskra bænda, og ekki hvað síst garðyrkjubænda, með þeim afleiðingum að innlend framleiðsla  gefur eftir markaðshlutdeild sína fyrir innfluttu grænmeti.  Heildsalar nýta síðan annað regluverk til að ganga af íslenskum landbúnaði dauðum, en dagsetning aftökunnar hefur reyndar ekki verið gefin út.

Þegar gjörðir fylgja ekki orðum, þá er um sýnd að ræða, sem nef eins og Gosa eru mjög næm fyrir.

 

Fyrir kosningar sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson, þá í stjórnarandstöðu, aðeins formaður Framsóknarflokksins, vera alfarið á móti hugmyndum Sjálfstæðisflokksins um veggjöld.

Í dag er Sigurður Ingi Jóhannsson, ennþá formaður Framsóknarflokksins, en líka samgönguráðherra, ennþá á móti veggjöldum, en hlynntur flýti- og umferðargjöldum, og telur slík gjöld á engan hátt stangast við loforð ríkisstjórnarinnar um að auka ekki álögur á launafólk. 

Loforðið var meir að segja bundið í sérstökum samningi við verkalýðshreyfinguna, kenndan við lífskjör, og þegar formaður VR bendir á svikin, þá rífur Sigurður sig, og segir enga mótsögn í þessu, í lífskjarasamningnum hefði líka verið lofað að bæta samgöngur.

 

Síðan segir Sigurður; "„Ef þetta væru viðbótarálög­ur sem væru að lenda á þeim tekju­lægri þá myndi það auðvitað virka á nei­kvæðan hátt fyr­ir þann hóp. Þess vegna er í sam­komu­lag­inu sagt að við út­færsl­una skuli greina áhrif á ein­staka tekju­hópa og bú­setu­hópa svo það sé tryggt að þetta sé gert með sem sann­gjörn­ust­um hætti.“".  Og maður spyr sig, er maðurinn fáviti, eða heldur að hann að fólk sé fávitar, og trúi svona þvaðri.

Reyndar veit ég ekki hvað hann heldur um almennt fólk, sérstaklega kjósendur sína, en auðvitað er samgönguráðherra ekki fáviti, en það sjá allir nefið hans Gosa þegar hann birtist á skjánum.

Og nefið hans Gosa stækkar þegar Sigurður Ingi talar í öðru orðinu "að há­marka afrakst­ur­inn af því", og er að tala um söluna á Keldnalandinu, og á sama tíma talar um "ákveðið hlut­fall af minni og ódýr­um íbúðum" en þetta tvennt fer bara ekki saman. 

 

Víkjum þá að annarri frétt sem fjallar um ummæli samgönguráðherra í Silfrinu í gær, sem því miður vekur aftur upp áleitnar spurningar um álit samgönguráðherra á vitsmunum fólks eða þá efasemdir um hans eigin.

Hver lætur svona út úr sér?? "Það var ákveðin hugmyndafræði á bak við veggjaldaumræðuna á árinu 2017. Við erum ekki að fara hana og hún var ekki skrifuð í stjórnarsáttmálann. Það hefur hins vegar aldrei neinn talað gegn Hvalfjarðargangamódelinu, samvinnuleiðinni".  Hætta veggjöld að vera veggjöld ef þau eru kölluð "samvinnuleið"??  Jú kannski hefði Gosi gert það, hann var líka sannarlega einfeldningur, enda að stofni til trébrúða.

En samt??

 

Hins vegar gæti Gosi aldrei spunnið þetta til að réttlæta svik við skýra stefnu, sem auk yfirlýstrar andstöðu við aðild að Evrópusambandinu, andstöðu við regluverkið sem færði forræði orkuauðlindarinnar til þess sama sambandsins, auk almennra áherslu á byggð og hagsæld á landsbyggðinni, var skýring þess að Framsóknarflokkurinn yfir höfuð náði manni á þing.  "Í samkomulaginu er talað um flýti- og umferðargjöld. Þau eru liður í breyttri gjaldtöku ríkisins. Nú er vegakerfið fjármagnað með eldsneytisgjöldum. Rafbílar greiða þau ekki. „Á meðan að bensín- og dísilbílarnir greiða fyrir það þó svo að hinir bílarnir slíti götunum alveg jafnmikið. Og það er ekki sanngjarnt.“".

 

Það er rétt að það er ólíðandi mismunun sem stangast á við jafnréttisákvæði stjórnarskráarinnar að eigendur rafbíla komist hjá því að borga fyrir slit sitt á þjóðvegakerfi landsins, en sú mismunun eykst ef sú staðreynd er notuð sem rök til að hækka álögur á fjöldann sem greiðir eldsneytisgjöld. 

Lausnin er auðvita að útfæra gjaldtöku miðað við notkun rafbíla, og slík gjaldtaka getur aldrei tengst veggjöldum, ekki nema menn hafi þá hugsað sér að hafa myndavélar með 10 kílómetra millibili á öllum þjóðvegum landsins sem hafa verið lagðir fyrir skattfé, eða njóta viðhalds úr sameiginlegum sjóðum.

Allt annað er skýr mismunun eftir búsetu og notkun.

 

Hugmyndir um veggjöld, sem hina nýju fjármögnun, er alltaf í eðli sínum mismunun ef þau eru aðeins settar á sumar leiðar eins og til dæmis á stofnbrautir sem tengja höfuðborgarsvæðið við þjóðvegi landsins.  Og engu skárra að bæta við þeim jarðgöngum sem eru gjaldfrjáls í dag.

Þetta er í eðli sínu sama mismunun og að tekjuskattur sé aðeins lagður á þá einstaklinga sem hafa samhljóð sem sinn fyrsta upphafsstaf í nafni sínu.  Björn myndi þá borga tekjuskatt en Arinbjörn ekki svo dæmi sé tekið.

Sumir borga en aðrir ekki og slíkt er alltaf brot á jafnræðisreglunni.

 

Fólk er fífl er reyndar útgangspunktur almannatengla sem fóðra stjórnmálamenn á frösum sem þeir læra utanað og endurtaka síðan eins og páfagaukar.

En það er bara ekki svo.

Leitunin er alltaf frá þeim stjórnmálamönnum sem vísvitandi ljúga og blekkja, og það sést á fylgi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum.

 

Vandi kjósenda er þegar allir svíkja, allir blekkja eins og sannaðist svo illþyrmilega í svikum og blekkingum VinstriGrænna eftir Hrunið 2008.

Í huga flestra snýst að ráðstafa atkvæðinu til þeirra sem menn telja illskásta.

Eða kjósa þá nýja flokka sem því miður hafa allflestir reynst litlu betri, aðeins önnur ásýnd fjármögnuð af hagsmunum og auði.

 

En einhvern tímann fyllist bikarinn, einhvern tímann hefur fólk fengið nóg af lítilsvirðingunni sem nútímastjórnmálamaðurinn sýnir vitsmunum þeirra.

Því fíflið er sá sem trúir hinum grunnhyggna almannatengli.

Þess vegna er hin undirliggjandi ólga, bæði hér og alls staðar annars staðar í Evrópu.

Ólga sem margir gera út á, jafnt lukkuriddarar, lýðskrumarar og líka þeir sem vilja vel.

 

Það heyrist svo bara lítið í þeim sem vilja vel, auðmiðlarnir hundsa þá því þeir ganga gegn hagsmunum eigenda þeirra.

Og eru kannski ekki eftirtektarverðir því tala eins og venjulegt fólk, líta út eins og venjulegt fólk.

Eru til dæmis ekki með nefið hans Gosa og tala ekki frösum sem eru hannaðir á auglýsingastofum eftir nýjustu tækni markaðsfræðinga.

 

En þetta fólk er þarna.

Og það er okkar að finna það.

Okkar sem viljum búa í sjálfstæðu landi, þar sem landsins gögn og gæði eru fjöldans en ekki Örfárra.

 

Við erum ekki lengur sjálfstæð þjóð, við erum hjálenda Evrópusambandsins í gegnum EES samninginn.

Stjórnmálamenn okkar ljúga kinnroðalaust, þeir álíta okkur fífl, og þeirra eina hugsun, fyrir utan að þjóna sérhagsmunum og sérvisku er að skattleggja allt til andskotans.

Og regluvæða svo restina.

 

Ef einhvern tímann hefur verið lag fyrir venjulegt fólk að segja NEI, þá er það núna.

Kveðja að austan.


mbl.is Ódýrar íbúðir á Keldnalandi þrátt fyrir sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þetta er meira svikagengið, Sigurður Ingi skattvíkingur, Bjarni Ben. & Co.

Verði þeim að því að missa allt traust hjá stórum hluta flokksmanna sinna.

Þakka þér, Ómar, að standa vaktina, meðan aðrir sofa eða haldnir dúndrandi hausverk.

Jón Valur Jensson, 30.9.2019 kl. 22:11

2 identicon

Miðað við hvað þú eyðir miklum tíma í að reyna að sannfæra aðra um bullið sem þú gubbar á bloggið þitt er undarlegt að tortryggja menn og fordæma fyrir að skipta um skoðun. En það er varla við öðru að búast frá einhverju sem er, eins og lambasparð eða felgujárn, ófært um að skipta um skoðun.

Vagn (IP-tala skráð) 30.9.2019 kl. 22:12

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Vagni" felukarli finnst allt í lagi að Sigurður Ingi segi eitt fyrir kosningar (gegn veggjöldum), en hafi svo forgöngu um að leggja á tugi milljarða í formi viðbótarveggjalda undir nýjum nöfnum! Nei, það má víst ekki "tortryggja" kauða fyrir slíkt!

Sama gildir um vindhanann Bjarna Ben, sem snerist 180° í afstöðunni til orkupakkans, þvert gegn eigin orðum og stefnu landsfundar (sem var líka stefna flokksþings Framsóknarflokksins!), og lét þetta eitt ekki nægja, heldur svínbeygði þingmenn flokksins til að lúta sinni forystu í þessum svikráðum gegn eigin flokki og þjóðinni allri.

("Vagn" sér það nú, að hann hefði betur haldið kjafti.)

Jón Valur Jensson, 30.9.2019 kl. 22:27

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vagn minn.

Stundum er gott að hafa ekki vitund, ef svo væri, þá hefðir þú virkilegar áhyggjur af þeim sem rukkar fyrir forritun þína, ekki að þú hafir siðvitund, slíkt er aðeins kostnaðarsamar lykkjur, en það er þetta með borgun fyrir lásý vinnu, til dæmis að rukka 4 tíma útkall fyrir 5 mínúta slukks.

Hætt við að slíkt yrði ekki borgað aftur.

Og hvað verður þá um þig Vagn minn??

Vonum að aðeins sé um afleysingu að kenna.

Sem er ekki komin til að vera.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.9.2019 kl. 23:12

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Valur.

Fordæðan á bak við falsgrímu lægri skatta var gjaldtaka fyrir allt sem áður var á vegum samfélagsins, undir yfirskriftinni, þeir sem nota, þeir borga.  Og sjálfkrafa fór tímahjólið á annað hundruð ár afturá bak, hinir tekjulægri urðu sjálfkrafa úr leik.

Leiftursókn frjálshyggjunnar að velferðarkerfinu mistókst samt því fólk vildi vissulega lægri skatta, en samt sína þjónustu.

Niðurstaðan varð nýkommúnismi, sömu skattar, mun lakari þjónustu vegna útþenslu regluvæðingarinnar sem og einkavæðingar samþjónustunnar, og gjáin er svo brúuð með notendagjöldum.

Því þegar notendagjöld bætast ofaná þegar þunga skattbyrði, þá er ofurskattbyrðin eins og í hörðustu kommúnistaríkjum.

Það eru nefnilega ekki orðin sem gilda, heldur gjörðin.

Þess vegna er Jón Gunnarsson meiri kommúnisti heldur en Brynjólfur Bjarnason náði nokkurn tímann að verða.

Markmiðið er síðan markaðsvæðing notendagjaldanna eða viðbótarskattlagningarinnar, ásamt því að æ stærri beinna skatta rennur til útvistunar samfélagsþjónustunnar, og þá sérðu að alræði öreiganna hefur breyst í alræði hinna Örfáu.

Þess vegna ljúga þessir gaurar, þeir eru jú bara að sinna vinnunni sinni.

Líkt og þeir gerðu þegar þeir seldu þjóð sína og orkuauðlindir hennar.

Nema núna sjáið þið hægri menn í gegnum flærðina.'

Sjáið flagðið sem alltaf bjó undir hinu meinta fagra skinni.

Og það var tími til kominn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.9.2019 kl. 23:39

6 identicon

Þegar skynsemin grípur menn þá eiga þeir til að sjá ljósið og skipta um skoðun. Nokkuð sem er óhugsandi hjá Jóni Val þó lengi hafi þjóðin beðið eftir smá týru, glampa eða örlitlum neista í því svartnætti heimskunnar sem hugur hans er.

("Jón Valur" sér það nú, að hann hefði betur haldið kjafti.)

Vagn (IP-tala skráð) 1.10.2019 kl. 02:46

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alhæfandi stóryrði nafnleysingjans um persónu mína falla dauð og ómerk til jarðar. Ekki veit ég um prófraunir sem "Vagn" hefur gengið í gegnum og get því sem minnst sagt um frammistöðu hans, en mínar hafa alls ekki gefið þá niðurstöðu sem henn sjálfur gefur sér, glaðhlakkalegur í sinni augljósu meinbægni.

Jón Valur Jensson, 1.10.2019 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 37
  • Sl. sólarhring: 625
  • Sl. viku: 5621
  • Frá upphafi: 1399560

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 4794
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband