11.9.2019 | 13:36
Híf opp æpti karlinn.
Inn með styrkinn inn, mig vantar atkvæði, inn með styrkinn inn.
Lag sem allir kyrjuðu þó sá sótsvartasti sé háttvirtur núverandi forseti Alþingis.
Og enn á að bæta í þó vissulega komi þeir fjármunir ekki úr ríkissjóði.
En eins og Björt Ólafsdóttir bendir réttilega á þá hefur ríkissjóður og ríkisfyrirtæki gert ýmislegt til að stuðla að framgangi verkefnisins.
Miklir fjármunir fyrir fá störf, en á móti kemur ákveðin þungamiðja í atvinnulífi sem styrkir brothættar byggðir í Þingeyjarsýslum.
Menn mættu hins vegar íhuga hvort aðrar leiðir séu til þess færar.
Til dæmis var athyglisvert hvernig ríkisstjórn Thatcher tæklaði slík byggðamál á sínum tíma. Bæði voru settir fjármunir í sprota, ytri umgjörðin var einhver blanda af styrkjum og hagstæðri fjármögnun, og síðan var skattalegum ívilnum beitt til að laða að fyrirtæki á svæðum sem uppfylltu skilyrðin um það sem við köllum brothættar byggðir í dag.
Eftir því sem ég best veit þá gekk margt betur en verr í því verkefni öllu saman enda augljóst að gróskan og gróandinn skilar alltaf meiru í húsi en ein risastór verksmiðja sem svo enginn vill vinna í. Nema nauðbeygður.
Þetta hefur oft verið rætt á Íslandi, þessi hugmyndafræði er þekkt, og eitthvað unnið með hana.
En ég fullyrði að milljörðum er ekki eytt í hana.
Sem og að ríkið vinnur stanslaust á móti sínum eigin áformum, eða hvernig halda menn að íbúar landsbyggðarinnar séu í stakk búnir til taka á sig enn einn kolefnaskattinn. Eða alla hina grænu skattana sem vinna beint gegn lífæð byggðanna, samgöngum.
Eða krepputryggingargjaldið sem lagt var á eftir Hrun, það hefur ekki lækkað mikið enda viðvarandi kreppa í ríkisfjármálum.
En er það ekki vegna þess að allt er skattlagt áður en gróskan og gróandinn nær að magna upp veltu og verðmæti??
Er ekki gáfulegra að hirða uppskeruna af kartöflunum í skatt í stað þess að hirða útsæðið???
Það er nefnilega tvennt sem allir flokkar á þingi eiga sameiginlegt.
Að framkvæma allir sömu stefnuna þegar þeir eru í stjórn, þó blæbrigði séu í loforðum stjórnarandstöðunnar.
Og kommúnísk skattlagning.
Núna síðast sjáum við það á einbeittum áformum um vegskatta eða vegtolla, eina sem deilt er um hvort ríkið á að sjá um þá ofurskattlagningu, eða hvort einkaaðilar eigi að fá að gera almenning að enn einni féþúfunni. En það er ekki rifist um vegtollana og allir eru sammála um að ræða ekki slík mál fyrir kosningar.
Og skattar eru aldrei lækkaðir á einu stað, án þess að þeir séu hækkaðir á öðrum, og þá yfirleitt þannig að um nettó aukningu er að ræða.
Enginn flokkur virðist skilja að gróskan og gróandinn skilar auknum umsvifum og veltu, og þar með auknum skatttekjum.
Þetta er svona, en þarf ekki að vera svona.
Núna þegar það er aðeins einn stór flokkur á þingi, Evrópuflokkurinn, auk 2 smáflokka, þá er lag fyrir skynsamt fólk að sameinast um framboð sem býður fram sjálfstæði þjóðar, og heilbrigða skynsemi.
Og ef menn gæta þess að vera trúverðugir, þá ætti slíkur flokkur að geta fengið mikið fylgi.
Þetta yrði svona þjóð gegn auðræðinu, heilbrigð skynsemi gegn nýkommúnisma.
Framtíð gegn staðnaðir fortíð.
Alþingi rauf griðin við þjóðina með samþykkt orkupakka 3 og þjóðin á því að rjúfa griðin við Alþingi.
Og senda þetta fólk heim, það gerir hvort sem er fátt annað en að þjóna hagsmunum auðs og auðmanna, hvort sem það hefur komist á mála eður ei.
Þetta er svo einfalt, það þarf bara að framkvæma það.
Kveðja að austan.
Björt Ólafsdóttir: Ég varaði við þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 65
- Sl. sólarhring: 778
- Sl. viku: 5604
- Frá upphafi: 1400361
Annað
- Innlit í dag: 59
- Innlit sl. viku: 4817
- Gestir í dag: 59
- IP-tölur í dag: 59
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.