11.9.2019 | 06:56
Ráðherra hefur ekki áhyggjur.
Þá vitum við það.
Af hverju hún hefur ekki áhyggjur kemur ekki fram í fréttinni.
Það að blaðamaður hefur ekki fyrir því að spyrja svo augljósrar spurningar segir margt um stöðu hins nýja dómsmálaráðherra.
Opinber hjaðningavíg embættismanna eru aldrei til góðs.
Geti menn ekki sjatlað deilur, hamið sig, þá verða þeir að víkja.
Hinsvegar má spyrja, hver er ábyrgð fyrrverandi dómsmálaráðherra á kerfisuppbyggingu sem svona lítil sátt er um.
Burtséð frá öllum persónum málsins.
Og síðan hvenær hefur miðstýring kerfisins í anda gamla Sovétsins verið sérstakt keppikefli og markmið íslenskra hægrimanna.
Í mörg mörg ára hafa þeir varla opnað svo munninn að þeir tali ekki um sameiningu, meinta hagræðingu í eina risaheild.
Sjá sparnað á blaði, spá ekkert í óskilvirkni báknsins sem smátt og smátt koðnar niður undan eigin þunga.
Hver þarf komma þegar hægrið elur af sér exeldýrkendur miðstýringarinnar??
En það er gott að dómsmálaráðherra hefur ekki áhyggjur.
Í raun frétt út af fyrir sig.
Kveðja að austan.
Segir starfslok til skoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.