10.9.2019 | 21:53
Vorum á hælunum.
Segir landsliðsfyrirliðinn og er svekktur.
En er nokkuð við öðru að búast hjá liði þar sem fleiri en færri eiga ekki langt í að þurfa göngugrind til að koma sér á völlinn??
Hvað þá að eina leikæfingin eru stopulir landsleikir.
Og eitt er öruggt, ef Heimir Hallgrímsson hefði mætt til Istanbúl á sínum tíma til að spila passívan varnarleik, þá hefði sá leikur ekki unnist 3-0.
Ekkert að því að verjast, en það þarf að vera einhver hæfni til að sækja hratt fram.
Að því slepptu þá var seinni hálfleikurinn stórskemmtilegur, og það féll bara ekki með okkur þegar þriðja mark okkar lá í loftinu, en komst aldrei í markið.
Það er karakter í þessu liði, hefur alltaf verið.
Takk fyrir mig strákar.
Kveðja að austan.
Vorum á hælunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Betra er að stjórna tréköllum á skákborði sem má bara hreyfa eins og göngulag þeirra leyfir í leiknum miðað við virðingarstöðu-heiti.
Þjálfarar fá hörðustu gagnrýnina frá áhorfendum þegar landsleikur tapast,oft fyrir mikil mistök leikmanna.
En svo tekur maður mark á fyrrverandi leikmönnum sem kryfja leikinn og skilur þá ýmislegt miklu betur,þótt maður sé atvinnuáhorfandi.Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2019 kl. 00:46
Blessuð Helga.
Ég held að það sé ljóst að það sé orðið mjög aðkallandi að yngja upp liðið áður en KSÍ fari í Hópkaup til að fá magnafslátt af göngugrindum, og það verkefni snýr að þjálfaranum.
Menn verða að treysta yngri mönnum, gefa þeim tækifæri og skapa þannig nýjan kjarna. Kjarninn í dag spratt ekki fullskapaður úr höfði Seifs og þó þetta séu góðir og traustir leikmenn, þá rífst enginn við Elli kerlingu.
En hjartað í þessum strákum er einstakt, og þeir gátu alveg komið heim með stigin þrjú.
Grátur og hlátur, gleði og sorg, þannig á fótboltinn að vera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.9.2019 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.