Guðni brandarakarl.

 

Sagði þessu fleygu orð;

"„Við verj­um okk­ar hag".

 

Sem reyndar er raunsönn lýsing á hlutverki hans, að verja þá sem fjármögnuðu framboð hans, nýttu fjölmiðla sína til að hampa bröndurum hans, og ætluðust ekki til neins annars en að hann myndi verja þeirra hag.

En breytir samt ekki því, að Guðni er forseti þjóðarinnar, ekki þeirra fjárfesta sem sjá hagnaðinn í markaðsvæðingu orkuauðlinda þjóðarinnar.

Sem hann veit, þess vegna eiga orð hans enga aðra skýringu nema í víðlendum húmorsins, að hann hæðist að þeim hluta almennings sem féll fyrir markaðssetningu markaðsmannanna sem hönnuðu framboð hans.

 

 

Guðni er samt sjálfum sér líkur.

Hann er einn af örfáum sem lýsti yfir opinberum stuðningi við fjárkúgun breta kennd við ICEsave.

Og í raun eru rök hans þá, innblástur ræðu hans í dag.

Í raun hefur hann aldrei skipt um skoðun.

 

Hann er þjónn þeirrar alþjóðahyggju sem kennd er við globalisma en er í raun þrælahagkerfi auðs og auðmanna sem drepa niður innlenda framleiðslu með innflutningi úr þrælaverksmiðjum örfátækra landa. Sem og reyndar þrælahagkerfisins sem kennt er við kínverska kommúnista.

Í Evrópu er Brussel birtingarmynd þessa arðráns stórfyrirtækja.

 

En Guðni má eiga að hann veit þetta ekki.

Hann veit ekki betur.

Hann veit ekki jafnvel hvaða öfl fjármögnuðu forsetaframboð hans.

 

Þess vegna er hann brandarakarl.

Kveðja að austan.


mbl.is Óvissa annað orð yfir framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !

Vel: að orði komizt af þinni hálfu Ómar, sem vænta mátti.

Þetta viðundur - (Guðni Th. Jóhannesson) þyrfti svo sannarlega að fá að finna til Te- vatnsins ekki síður en þau flón, sem flöðruðu upp um framboð hans 2016 og síðan:: og mörg hver, fylgja honum í blindni, enn þann dag í dag, víðs vegar um samfélagið.

Hann: ásamt 46menningunum Orkupakka III fádæmanna 2.September síðast liðinn verðskulda ekkert minna, en lífstíðar útlegð af landi héðan, sé mið tekið því drambi og oflátungs hætti, sem þetta lið sýnir okkur upp á hvern einasta dag, mæti Austfirðingur !

Með baráttukveðjum vænum - sem endranær, austur í fjörðu - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2019 kl. 16:32

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Guðni má þó eiga að hann villir ekki á sér heimildir, reyndar hampar hann ekki því fólki sem kom honum til valda, en hann veit að hann var valinn vegna skoðana sinna.

Hins vegar er til fólk sem heldur að Guðni sé annað en hann er, það er að hann sé ekki leppur og skreppur auðs og valda.

Og fátt um það að segja, sælir eru jú auðtrúa, sérstaklega þegar kemur að því að grafa sína eigin gröf.

Ég las þessi orð á síðu Orkunnar okkar, baráttuhópur, þar sem hinn mæti baráttumaður, Þórarinn Einarsson orðaði vingul Guðna svo réttilega.

" Það er forsetanum til minnkunar að afsaka undirgefni sína við beygðan og vélaðan meirihluta Alþingis með þessari þingsetningarræðu. Hún sagði meira um hann sjálfan en þá sem hann reyndi að gagnrýna.".

Eina sem ég er ósammála í þessum orðum er að Guðni hefur ekki þann styrk að minnka sjálfan sig.

En hann vissulega reynir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.9.2019 kl. 17:27

3 identicon

...en er Guðni þjóðinni ekki dýr brandari?

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 10.9.2019 kl. 17:35

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei eiginlega ekki Esja, Guðni er afleiðing, ekki orsök. 

Hann eins og stjórnmálastéttin okkar er í boði þjóðarinnar.

Hann vissulega þóttist vera annað en hann er, hann til dæmis ritskoðaði greinar sínar, var svo einfaldur að halda að netið myndi ekkert. 

Breytir samt því ekki að þjóðin var ekki að kjósa landsölumanninn Guðna, eða leppinn og skreppinn sem svo sem alltaf blasti við.

Þjóðin kaus alþýðumanninn Guðna, hinn gamansama spéfugl sem auðmiðlar vorir ákváðu að setja á dagskrá í fréttatengdu dagsskrárefni til að fylla uppí tómarúmið sem Spaugstofan skildi eftir sig.

Sigurjón Kjartans var jú upptekinn að vinna að Ófærð, og Gnarrinn var einnota svo ekki kom hann til greina.

Guðni hefur ekki kostað okkur neitt, en hann þyrfti samt ekki að vera svona bölvaður hálfviti þegar kemur að því að tjá sig um hinn djúpstæða ágreining sem kenndur er við orkupakka 3, það er óþarfi að maður fái það á tilfinninguna að fífl sé á forsetastól.

Hann er eins og hann er, en hann er ekki svona vitlaus.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.9.2019 kl. 17:54

5 identicon

Guðni mun reynast þjóðinni dýr, en þú ert annarrar skoðunar og lýðræðislegt sjónarhorn mitt þolir það. En þjóðin kaus hann ekki! Þau sem kausu hann eru kjósendur hans, við hin sem kusum hann ekki tilheyrum þjóðinni áfram en berum á honum enga ábyrð.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 10.9.2019 kl. 18:04

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja.

Það seinna sem þú segir er þekkt sjónarmið, mikið notað af Þjóðverjum til að útskýra að litli maðurinn með yfirvaraskeggið hefði aðeins fengið 49,5% fylgi, eða svo.

Í alla staði rangt, því ef mönnum mislíkar eitthvað, þá sameinast þeir gegn því.

Hins vegar sé ég ekki hvernig bjáni getur reynst þjóðinni dýr.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.9.2019 kl. 18:16

7 identicon

Það að kjósa er einstaklingsverknaður, hver og einn kýs eins og hann vill ráðstafa sínu eina atkvæði. En það er orðið áberandi í fjölmiðlum síðustu ár að fá fólk til að trúa því að hópurinn sé samábyrgur/samsekur. En einhver er sennilega tilgangurinn með þessu? Það að kenna þetta við Dolla frænda er jafneinkennilegt og væri þetta hermt upp á Stínu frænku.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 10.9.2019 kl. 19:42

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld, Ómar minn, veit Guðni vel af því, hverjir fjármögnuðu kosningabaráttu hans. Hann fekk um það skýrslu Ríkisendurskoðunar, og ég hef margminnt hann á þetta í greinum á Moggabloggi og víðar.

Merkilegt, að hann fekk einn vel þjálfaðan fjölmiðlamann úr herbúðum Bjarna Ben., mann sem gaf 400.000 kr. í kosningasjóð Guðna og sat í kosningastjórn hans, hr. Friðjón R Friðjónsson, sem er erindreki fyrir Atlantic Superconnection sem er með áform um að leggja raforku-sæstreng milli Íslands og Skotlands!

Árið 2016 þóttist Guðni Th. aldeilis ekki hagsmunatengdur (sjá myndband úr kosningabaráttunni, sem birt í gær á Facebók Orkunnar okkar), en var í reynd ramm-hagsmunatengdur við ýmsa orku- og sæstrengs-víkinga, eins og ég kom inn á í innleggi hér (og tilvísuðum uppl. þar): https://www.frettabladid.is/skodun/fra-degi-til-dags-gundi-bessastadi

Stuðningsaðilar hans voru m.a. Engeyjar-frændur, Bjarni sjálfur Ben. og (rösklega) Einar Sveinsson föðurbróðir hans og Þverár-eigandinn Benedikt, sonur Einars, og tengdasonur náfrænda þeirra, sæstrengsmaðurinn Heiðar, kemur þarna líka við sögu sem Guðna-maður (og hvers vegna skyldi það vera?!), sjá hér: 

Orkupakka-gróðaáform undirbúin með margra ára fyrirvara! Helminga­skipta­flokkar sækja á!

Jón Valur Jensson, 10.9.2019 kl. 19:55

9 identicon

Íslenska þjóðin var ásökuð að hafa öll keypt flatskjá.  Að þar með hefði hún orsakað hrunið. Á því tönnluðust fjölmiðlar, sakvæða skyldi þjóðina. 

Vildi skjóta þessu inn, vegna skoðanaskipta ykkar Esju.  Ekki kaus ég Guðna, ekki fremur en ég keypti flatskjá, ekki fremur en ég get nokkru sinni borið ábyrgð á Guðna og flatskjáum heimsins. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.9.2019 kl. 20:19

10 identicon

En það skal viðurkennt að ég er pirraður núna þar sem Ísland er að tapa fyrir Albaníu.  

En samt og umfram allt, takk kærlega fyrir afhjúpun þína á Guðna Th Jóhannessyni, þann uppkeypta sem kominn er undan feldinum, enn á ný, og hefur berstrípað sjálfan sig.  Berstrípaður forseti vekur athygli og hann mun aldrei bæta meiru við sitt þriðjungsfylgi, sem vissulega styrkir viðhorf þitt Ómar, þjóðin þarf að mynda samstöðu gegn forherðingu hirðvaldsins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.9.2019 kl. 20:33

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Esja.

Þetta keltneska viðhorf að einstaklingurinn geti verið útí kú þegar að heildinni er sótt, rann sitt skeið á enda þegar þrælalestir Rómverja skipuðu um og yfir milljón Galla inní hið Rómverska glóbalhagkerfi.

Eftir það er það aðeins vanvitaháttur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.9.2019 kl. 21:17

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Valur.

Þú sérð hvaðan skot mín eru ættuð, fátt sprettur úr engu, og þessar upplýsingar þína matreiði ég að hætti hússins.

Guðni hins vegar gaf út veiðileyfi á sjálfan sig þegar hann ákvað að lítillækka það fólk sem leitaði til hans og bað hann um að verja þjóð sína.

Hvað mig varðar þá sagði hann af sér sem forseti þjóðarinnar með þeim aulahúmor sínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.9.2019 kl. 21:21

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon níundi.

Þetta er ekki beint gáfulegt innlegg hjá þér, en þú bætir um betur þegar þú ákvaðst að verða tíundi.

Í lýðræðissamfélögum ber þjóðin sem heild auðvita ábyrgð á þeim sem stjórna, og ef hún situr uppi með minnihlutasjónarmið, þá er afsökun andstöðunnar við viðkomandi sjónarmið engin.

Hlutirnir eru hins vegar aðeins flóknari þegar stál er í stál milli grundvallasjónarmiða eins og mannúðar annars vegar og mannhaturs frjálshyggjunnar hins vegar.  Oftast kýs yngra fólkið frekar einstaklingshyggjuna og þá má segja að eitthvað hafi farið úrskeiðis í uppeldi svo einhvers staðar er ábyrgðin.

Eftir stendur að þeir sem verja ekki samfélag sitt, þeir glata því.

Vörn hins vegar dugar ekki alltaf til, en hún er samt grundvallarforsendan.

Og sundrung er engin vörn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.9.2019 kl. 21:34

14 identicon

Í lok athugasemdar nr. 10 tek ég undir viðhorf þitt að þjóðin þurfi að mynda samstöðu gegn forherðingu hirðvaldsins.  Það er svo sannarlega tími til kominn.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.9.2019 kl. 21:51

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Enda benti ég þér á að þér færi betur að vera tíundi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.9.2019 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 2648
  • Frá upphafi: 1412706

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2312
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband