9.9.2019 | 17:46
Hrægammavæðing Sjálstæðisflokksins.
Það er gróði í gjaldþrotum, sérstaklega af þeirri stærðargráðu sem varð fyrst eftir Hrun þegar allt að 70% íslenskra fyrirtækja fóru annaðhvort í þrot, eða í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu, sem er fínt orð yfir að bankinn hirðir allt eigið fé, en gefur nóg eftir af skuldum til að fyrirtæki séu rekstrarhæf frá degi til dags, en þá í forgang að greiða niður hinar stökkbreyttu skuldir Hrunsins.
Í raun heyrðist aldrei múkk frá forystu Sjálfstæðisflokksins, enda gerði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir fátt annað en að framfylgja samkomulaginu við AGS, þar sem hrægömmum, jafnt innlendum sem erlendum var boðið að veisluborði þar sem þeir fengu skuldir gömlu bankanna á hrakvirði, en innheimtu til fulls þar sem einhvern aur var að fá.
Hið vanheilaga bandalag íslensku stjórnmálastéttarinnar við hrægammanna er henni ævarandi til skammar, smánarblettur sem sagan mun aldrei reyna að þrífa.
Það átti að selja Landsvirkjun til að greiða ICEsave skuldir, sem og til að greiða inná gjaldeyrislánið við AGS, en þau áform gengu ekki eftir vegna óvænts útspils Ólafs Ragnars að senda ICEsave samningana í þjóðaratkvæði.
Eins og hvert annað hundsbit fyrir hrægamma og fjárfesta, sem strax endurskipulögðu sig, bæði með því að fjármagna aðförina að stjórnarskránni, sem var ábyrg fyrir ICEsave ósigrinum, sem og með því að undirbúa innleiðingu regluverksins kennt við orkupakka 3, sem færir forræði orkuauðlinda þjóðarinnar til Brussel. En rauði þráðurinn í öllu orkuregluverki ESB er markaður, hvort sem það er markaðsvæðing orkufyrirtækja eða markaðsverð á hinum sameiginlega evrópska raforkumarkaði.
Framsýnina má sjá að almannatengill Sjálfstæðisflokksins, varð kosningastjóri Guðna Té, fjárframlög úr ranni hrægamma ásamt algjörum stuðningi fjölmiðla þeirra sáu svo til þess að Guðni var markaðsvæddur úr tómhyggju Gnarrismans og gerður að manni fjöldans.
Með Guðna á Bessastöðum var tryggt að þjóðin fengi ekki að eiga síðasta orðið þegar hið evrópska markaðsregluverk yrði sent til þingsins til samþykktar.
Á öllum stigum málsins eru fingraför Engeyinga og fjárfesta sem tengjast þeim, sjáanleg.
Og það er ljóst að þeir eru í víðfeðmu bandalagi við fólk sem græddi á hruninu, græddi á þjáningum þjóðarinnar.
Hvort sem kennitalan var innlend eða erlend.
Vandkvæðið var aðeins flokkurinn.
Hann kennir sig við sjálfstæði, sem og að flest fórnarlömb hrægammanna í atvinnurekstri eru og voru stuðningsmenn flokksins.
Bakland þess fylgis sem Davíð og Styrmir fengu á landsfundinum í ársbyrjun 2009 til að hafna stuðningi við aðildarumsókn að ESB.
Þá voru Bjarni og hans menn brotnir á bak aftur, og í mörg mörg ár hefur Bjarni þurft að leika hlutverk manns sem er á móti aðild að Evrópusambandinu, á sama tíma sem hann hefur unnið leynt og ljóst að því að koma íslensku fullveldi í sneiðum í skrifborðsskúffur Brusselskrifræðisveldisins.
Þar gegnir orkuregluverkið lykilhlutverki, að koma forræðinu til Brussel, en gróðanum í vasann.
Allt tekur sinn tíma, sérstaklega að fylla flokkinn af andlitslausum pólitíkusum sem eiga allt sitt undir náð formannsins.
Sem og að koma réttu fólk, það er fólk sem er fulltrúi þeirra sem græddu á hörmungum Hrunsins, í lykilstöður innan flokksins.
Allt gekk eftir, og allir vita hvernig fór.
Núna vantar ritara.
Og mikið má ganga á ef sú manneskja verði ekki kona, í dragt, með allskonar menntun í þeim viðskiptum sem ekkert skapa, broshýr, mótuð úr leir almannatengilsins, og talar í frösum og lætur eins og ekkert hafi gengið á innan flokksins undanfarna mánuði og misseri.
Þjónar einu og aðeins einu.
Og það eina tengist hvorki almenningi eða almennum flokksmönnum.
Þetta er Sjálfstæðisflokkurinn í dag.
Sjálfstæðisflokkurinn hans Bjarna Ben og hans fólks.
Fólksins sem erfði stefnu um sjálfstæði en kaus að fórna þeirri stefnu fyrir eigin hag.
Það er mikil tryggð að styðja þennan flokk, og vísa í sögu flokksins og hlutverk.
Tryggð sem er reyndar þekkt úr sögunni, margur mætur maðurinn kaus að láta lífið vegna tryggðar sinnar við Vichy stjórnina í stað þess að ganga til liðs við bandamenn og baráttu þeirra fyrir frelsi og sjálfstæði.
Tryggð sem skírskotaði til fortíðar en var algjörlega úr tengslum við atburði dagsins, gærdagsins, eða hvað þá morgundagsins.
Fólkið sem græddi á hörmungum okkar hinna, fólkið sem seldi sjálfstæði þjóðarinnar til Brussel, það treystir á þessa tryggð.
Það lyftir ekki einu sinni litla putta til sáttar, hæðir hina djúpstæðu andstöðu með hinni algjöru fyrirlitningu, að láta eins og engin átök um grundvallarmál hafi átt sér stað innan flokksins.
Það herðir tökin og festir í sessi hina einsleitu mynd af flokki fjárfesta og Evrópusinna, eins og Viðreisn sé þegar runnin inní flokkinn, og flokkurinn sé í raun Viðreisn.
Flokkur auðs og hrægamma.
Jafnt innlendra sem erlendra.
Þannig er Sjálfstæðisflokkurinn í dag.
Kveðja að austan.
Styrkja tengslin við fólkið í flokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 9
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 2649
- Frá upphafi: 1412707
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2313
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafðu miklar þakkir
fyrir þennan magnaða pistil Ómar.
Með þínum allra, allra bestu pistlum.
Mikið rosalega er ég sammála.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.9.2019 kl. 20:48
Vil bæta þessu við fyrri aths. mína:
Það veldur mér ömurleika og vissri depurð
hvernig komið er fyrir Sjálfstæðisflokknum
undir forystu Bjarna og puntudúkka hans,
alllra þingmanna flokksins.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.9.2019 kl. 21:04
Það er stundum erfitt að kyngja því sannleikskorn eru sum beizk
Halldór Jónsson, 9.9.2019 kl. 21:06
Blessaður Símon Pétur.
Þú segir það, hann fer allavega ekki í þann flokk sem mér þykir vænt um, eða lagt hugsun í, en ég skal játa að það er flæði í honum, fátt sem vantar í þá mynd sem ég vildi draga upp, litlu ofaukið til að teygja lopann.
Og þó oft sé skammast útí almannatengla og markaðsmenn, þá vita þeir oft sínu viti hvernig á að ná athygli.
Og þessi fyrirsögn er glötuð til þess, en hún krafðist þess að fá pistil, og þegar ég sá gæðin, þá harðneitaði fyrirsögnin að víkja. "Ekkert fals takk" sagði hún í andmælum sínum, "skrifaðu sem þú ert að hugsa, þó fáir lesi nema kannski Símon Pétur og Magnús".
Það er nú svo Símon minn að við rebellarnir erum ekkert of fjölmennir, og oftast fundarfært ef til staðar eru tveir stólar og einn steinn.
En hvað væri lífið án okkar??, ég bara spyr.
En varðandi flokkinn sem Bjarni erfði, þá glímir hann við krísu og ég held að innantómið leysi hana ekki. Það var ekki endilega þessi frétt sem kveikti þessar hugsanir hjá mér, eða hin fréttin sem var á svipuðum tíma um hugsanlegt framboð stúlku úr ungliðastarfinu, örugglega mæt og gegn og á framtíðina fyrir sér, samt algjörlega villuráfandi um innanmein flokksins, og ekki var það heldur að Jón Gunnarsson, sem á kannski metið í að vera svínbeygður, langar að þjóna sem varaformaður, heldur hefur þetta mallað lengur í huga mér.
Maður kemst ekki hjá því að taka eftir því að Bjarni sjálfur kallar ekki á sátt og býður fram sáttarhönd.
Hann eiginlega gerir ekki neitt.
Sem er það allra versta.
Við skulum ekki gleyma því Símon Pétur að þó ég teljist seint til stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, þá tel ég hann samt gegn ákaflega mikilvægu hlutverki í íslenskum stjórnmálum, og það vægi hefur aukist eftir að auðurinn fór að fjármagna óframboð ýmiskonar.
Eigum við ekki að segja að uggur sækir að mér og ég óttast það tómarúm sem verður á hægri væng stjórnmálanna ef þessi spá mín gengur eftir; "eins og Viðreisn sé þegar runnin inní flokkinn, og flokkurinn sé í raun Viðreisn.".
En ég náttúrulega geng í ICexit þegar þar að kemur.
Ekki spurning Símon Pétur, ekki spurning.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.9.2019 kl. 21:52
Blessaður Halldór.
Þá er það bara sætan á tungu, það þarf stundum að hafa fyrir því að finna hana, en hún er þarna.
Ég er allavega ekki einn af þeim sem vill flokk þinn feigan, maður verður jú að hafa eitthvað til að skammast út í.
Því miður sýnist mér í dag að feigðin komi innan frá, að fátt sé eftir nema nafnið og sagan, en stefnan sem slík geri Viðreisn óþarfa.
En þið gömlu og góðu íhaldsmennirnir vitið þetta náttúrulega betur og það er ykkar að verja þann flokk sem þið viljið tilheyra. Og ég tel það rangt mat hjá Styrmi að komandi prófkjör séu tíminn, nætur hinna löngu hnífa hafa sjaldnast skilað miklu nema enn frekari væringum.
Samræðan þarf að eiga sér stað núna, og til að hún eigi sér stað, þá þurfa þeir sem höfðu kjark til að tala gegn flokksforystunni í þessu máli, að fá vægi sem aðeins beinn stuðningur getur veitt.
Og svo við höfum það á hreinu þá er Miðflokkurinn ekki lausn fyrir hægri menn.
Það er bara svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.9.2019 kl. 22:04
Miðflokkurinn
er kannski ekki lausn fyrir hægri menn,
en hann er lausn
fyrir mjög marga sjálfstæðismenn.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.9.2019 kl. 22:35
Sæll Ómar.
Magnaður pistill og svo sannur. Ég hef alltaf haldið þessu fram hvernig
O3 var plottapur eftir að ICESAFE svikin gengu ekki eftir.
Tók 10 ár og til þess að þetta gengi eftir urðu þessir þjófar að hafa sinn forseta,
sem þeir hafa í dag. Forseta sem skrifar undir allt sem Brussel og ESB sleikjur
þurfa og vilja ná í gegnum hið háónýta alþingi Íslendinga. Stofnun sem breyttist
úr því að vera hornsteinn Íslenska ýðveldisins og vörður í eitt það mesta
apahús sem þekkist á norðurl0ndum. Aldrei í sögunni hefur íslensk þjóð haft eins mikið
af vonlausu liði inná þingi eins og er í dag. Lið sem keppist við það að eyðileggja
margra ára uppbyggingu okkar fyrri kynslóða. Lið sem skilur ekki út á hvað sjálfstæði
gengur. Sorglegt en satt. Ég vona bara að fólk muni eftir þeim sem greiddu O3 atkvæði, en
BB er þegar búin að lýsa því yfir að sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki að hafa áhyggjur vegna
þess að það mun fenna fljótlega yfir þennan gjörning og fólk mun gleyma.
Nú skal aftur treyst á gullfiskaminni, þrælslundina og hjarðhegðunina hjá fólki.
Vona að BB og hans líkar þurkist út í næstu kosningum og það verði val um það að fá að kjósa
um uppsögn EES samningsins, því sá samningur er orðin þjóðinni stórhættulegur.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 10.9.2019 kl. 08:23
Þakka þér fyrir frábæra grein Ómar.
​​​​​Ríkisstjórnin og forsetinn brugðust í orkupakkamálinu. Kann ég þeim engar þakkir fyrir svikin við land okkar og þjóð
Samþykkt OP3 staðfestir hugleysi, svik og undirlægjuhátt viðkomandi þingmanna. Stærsti stjórnmálaflokkur landsins sem flestir kusu vegna stefnu hans gegn innlimun í ESB sveik kjósendur sína.
Fyrir síðustu alþingiskosningar var þriðji orkupakkinn ekki kosningamál enda fæstir meðvitaðir og upplýstir um hugsanlegar afleiðingar þess sem orkupakkaregluverkið býður upp á en það eru fjárfestingar ríkra fjárfesta (virkjanavíkinga) í orkugeiranum. Kjósendum var aldrei sagt frá innleiðingu númeruðu pakkana sem þeir vissu vel að ESB nýtti við rányrkju á auðlindum okkar. En nú er stór hluti þjóðarinnar vaknaður og á eflaust eftir að krefjast þess að Ísland leysi upp orkupakkaregluverkið.
Þegar fjórði orkupakkinn kemur til meðferðar hjá sameiginlegu EES-nefndinni ættum við Íslendingar að krefjast þess að Ísland verði undanþegið öllum gerðum hans og að Ísland standa utan alls orkupakkaregluverksins enda mun OP4 fella eldri orkupakka úr gildi.
Með því að hamra strax á kröfunni um að hafna OP4 getur þjóðin gefið þau skilaboð til orkufjárfesta að orkupakkaregluverkið er ekki komið til að vera og eingöngu tímaspursmál hvenær íslenska þjóðin leysir það upp og sviptir þá öllum þeim rétti og gróðavonum sem það veitir þeim. Í því fælist fælingarmáttur að þjóðin hóti að endurheimta raforkusjálfstæði sitt þannig að framleiðsla, dreifing og sala á raforku verði alfarið á forsendum almenningshagsmuna.
M.B.kv.
Steindór Sigursteinsson, 10.9.2019 kl. 11:04
Blessaður Sigurður.
Það uppgjör sem þessi orð þín lýsa ættu að vera aðvörunarorð til þeirra sem halda að tíminn þurrki út öll spor.
"Lið sem keppist við það að eyðileggja
margra ára uppbyggingu okkar fyrri kynslóða. Lið sem skilur ekki út á hvað sjálfstæði
gengur.".
Það tekur tíma að stilla saman strengi, en þeir sem taka mark á þessum orðum, þeir stilla saman sína strengi.
Því í raun þarf allt annað að víkja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.9.2019 kl. 12:47
Takk fyrir innlit og athugasemd Steindór.
Ég hef nýlega lesið stórgóða grein eftir þig sem endaði í möppu á harðadisknum.
Við gefumst ekki upp.
Þ
að er ekki flóknara en það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.9.2019 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.