Verður Orkupakki 4 bautasteinn??

 

Samflokksins sem samþykkti regluverk Evrópusambandsins um Orkubandalag Evrópu.

 

Einn sameiginlegur markaður, þar sem framboð og eftirspurn á hinum sameiginlega markaði ræður raforkuverði. Og til að ná því markmiði, hið yfirþjóðlega vald, Orkustofnun Evrópu, ACER, sem mótar raforkustefnu sambandsins, framfylgir henni, og sker úr um ágreiningsefni.

Orkupakki 3 mótaði umgjörðina, orkupakki 4 sníðir af hnökrana og og tryggir skilvirka framkvæmd orkustefnu Evrópusambandsins.

 

Einn hnökrinn er sá að einstaka aðildarríki EES hamla á móti hinum sameiginlega markaði, til dæmis með því að tefja eða reyna að hindra tengingar yfir landamæri.  Eða hygla sínum markaði á kostnað annarra.

Hvort sem það er reynsla síðustu 10 ára eða reglusmiðirnir sáu alltaf það fyrir að herða tökin, skal ósagt getið, en í orkupakka 4 er það áréttað að einstök ríki geti ekki hindrað tengingar yfir landamæri.

"Member States shall ensure that their national law does not unduly hamper cross-border trade in electricity, ... or new interconnectors between Member States, and shall ensure that electricity prices reflect actual demand and supply.".

 

Skýrar er ekki hægt að orða einfaldan hlut.

Það hvílir ekki skylda á íslenskum stjórnvöldum að leggja sæstreng, sú skylda hvílir á þeim að hindra ekki lagningu hans, telji markaðurinn slíka framkvæmd hagkvæma.

Þetta veit markaðurinn, og hefur vitað í um 10 ár.

 

Þess vegna er verið að undirbúa sæstreng til Íslands, í góðri þökk og velvilja íslenskra stjórnvalda. 

Þess vegna er verið að hanna og fjármagna vindmyllugarða á Íslandi, sem munu aldrei borga sig, eða verða rekstrarhæfir, nema rafmagnið frá þeim verði tengt með sæstreng hinum sameiginlegum orkumarkað Evrópu.

Þess vegna kaupir fjárfestir sem tengist hina breska sæstreng, Fréttablaðið og fjármagnar þar með lygar og blekkingar áróðursins. 

Þess vegna snérist Bjarni Benediktsson, það er svo mikið í húfi, svo mikill gróði í regluverkinu, að þjóðernissjónarmið eða samfélagsleg sjónarmið urðu að víkja.

 

Og ekki hvað síst, þess vegna styður Ruv orkupakkann líkt og það studdi ICEsave. 

Hefur ekkert með stjórnmálaskoðanir starfsmanna að gera líkt og margur heldur fram, heldur vegna þess að illa launaðir ríkisstarfsmenn vita að leiðin úr fátækt er í gegnum skilyrðislausri þjónustu og þjónkun við markaðinn. 

Hvað skyldu margir almannatenglar vera úr ranni ríkisútvarpsins, og hvernig launa þeir þeim sem eftir sitja, eða þeim sem eru ráðnir í stað þeirra???

Þetta snýst ekki um stjórnmál, þetta snýst um fjárhag og lífsafkomu.

 

Markaðurinn veit sínu viti.

Og hann kann að kaupa þá sem þarf að kaupa.

 

Hann gleymdi samt að kaupa þjóðina í ICEsave.

Hann var of seinn með brauð og leika.

Mistök sem verða ekki gerð aftur.

 

Og hvar eru rebellarnir í verkalýðshreyfingunni??

Um hvað tala þeir í dag??

 

Þjóðin er samt á móti.

Þó megnið sé sofandi í tómhyggju samfélagsmiðla, þá er hún samt þarna.

Á móti.

 

Hvort orkupakki 4 verði hennar bautasteinn.

Eða bautasteinn þeirra sem seldu hana.

 

Mun tíminn einn leiða í ljós.

Kveðja að austan.


mbl.is Næsta orkupakkaumræða í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er málið.

Magnús Sigurðsson, 2.9.2019 kl. 19:38

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þakka góðan pistil Ómar. 

´´Aðildarríki skulu tryggja, að þeirra innanlandslög hindri ekki að nauðsynjalausu verslun með raforku yfir landamæri,....eða nýja tengiaðila milli aðildarríkja, auk þess að tryggja að verð á raforku endurspegli raunverulega eftirspurn og framleiðslugetu.´´ 

 Þeir sem halda því fram að op3 snúist um neytendavernd fyrir hinn almenna borgara, eru ekki bitmestu hnífarnir í skúffunni, svo mikið er víst. Svei þessum rumlega fjörtíu sálum, sem í dag gáfu skít í hagsmuni almennings og fyrirtækjanna í landinu. Megi engin þeirra eiga afturkvæmt á Alþingi.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.9.2019 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 1412813

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband