2.9.2019 | 12:58
Út vil ek.
Var algeng setning í hjaðningavígum íslenskrar höfðingjastéttar á síðhluta Sturlungaaldar, sem endaði með að einn náði að komast lifandi út, og seldi land sitt Noregskonungi.
Þó var það samband um konung og vald hans, en á Íslandi giltu íslensk lög sem Alþingi þurfti að samþykkja. Þegar Magnús lagabætir, Noregskonungur, kom með nýja lögbók, Járnsíðu sem átti að leysa hin fornu lög þjóðveldisins, Grágás að hólmi, þá mætti sú bók mikilli andstöðu.
Og réttarstaða Íslendinga var það sterk, að þeir í raun höfnuðu þeirri löggjöf, og urðu ekki sáttir fyrr en Magnús sendi ný lög til samþykkis á Alþingi, Jónsbók sem var síðan undirstaða löggjafar þjóðarinnar um nokkrar aldir.
Í dag þá sameinast höfðingjarnir um að fara út, og selja þjóð sína.
Eindrægni og full auðmýkt, og öll lög að utan eru samþykkt.
Í dag erum við sjálfstæð að nafninu til, með valdalausan þjóðhöfðingja sem vinnur við að brosa og segja brandara, en við höfum ekkert að segja með löggjöfina sem hið erlenda vald sendir okkur til samþykktar.
Þá vorum við sjálfstæð eining í norska konungsdæminu, og réðum í raun okkar eigin löggjöf.
Það var ekki fyrr en með Kópavogsfundinum 1662 sem við létum sjálfstæði Alþingis að hendi, og vorum þá síðasti hluti danska konungsríkisins sem það gerði.
Í dag hefur enginn fundur verið haldinn í Kópavogi, en samt er okkur sagt að við höfum samþykkt að afsala okkur sjálfstæði löggjafans.
Við séum vissulega sjálfstæð, við höfum sniðugan forseta, en við ráðum bara engu.
Við séum í hjáleigusambandi við Evrópusambandið án þess að vera spurð.
Út viljum við er sagt í dag.
Stjórnmálastéttin okkar með þó heiðarlegum undantekningum, hefur ákveðið að hún sé ekki hæf til að stjórna landinu.
Að hún lúti ordum að utan.
Hennar hjáleið framhjá skýrum vilja meirihluta þjóðarinnar að vilja ekki sækja um og ganga síðan í Evrópusambandið.
En mig langar ekkert út.
Og er ekki einn um það.
Ný víglína er komin til að vera í íslenskum stjórnmálum.
Kveðja að austan.
Þriðji orkupakkinn samþykktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 453
- Frá upphafi: 1412815
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 392
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki vera að nota orðasambönd sem þú skilur ekki. "Út vil ek" þýðir að viðkomandi vill fara út til Íslands. Það hét að fara utan að fara frá Íslandi, en út að fara þangað.
Þorsteinn Siglaugsson, 2.9.2019 kl. 15:13
Rakst á þessa athugasemd vegna fréttar um 3 orkupakkann sem skrifuð var af Mörtu Bergmann - hún er vel við hæfi þegar hið háa Alþingi hefur samþykkt pakkann.
"Norður í Skagafirði stendur lítill minnisvarði þar sem Örlygsstaðabardagi var háður. Á honum stendur ártalið 1238 og Brot þjóðveldisins. Skömmu eftir Örlygsstaðabardaga misstu Íslendingar stjórn á eigin málum. Aldir tók að endurheimta sjálfstæðið. Núna á mánudaginn verður annað brot á sjálfstæðinu framið. Sama ástæða, erlendur undirlægjuháttur og draumur um auð og viðurkenningu fárra manna. Í samræmi við fyrri hefð væri því réttast að úthluta núverandi ráðamönnum "jarlstign Evrópusambandsins". Svo gætum við hin pöpullinn (pöpulistarnir) látið reisa annan stein á Austurvelli til minningar annað niðurlag þjóðarinnar árið 2019."
Eggert Guðmundsson, 2.9.2019 kl. 15:32
Blessaður Þorsteinn.
Mig minnir að Þórður Kakali hafi sagt þessa frægu setningu, sem í kjölfarið gerði hann réttdræpan þegar hann kom til Íslands. Það má vera að fleiri hafi sagt hana, en þessi er sú frægasta, hvort að Thor Vilhjálms hafi ekki hamrað á henni í sinni stórgóðu bók um Þórð.
Merkilegra er hins vegar, að eftir alla mína pistla, þá er þetta veiki hlekkurinn sem þú kaust að ráðast á. Ég hélt að ég hefði ekki verið svona vondur við þig í den þegar við ræddum okkar málefnalega ágreining.
En hefur þú spáð í hvað þetta segir um rökin sem þú fékkst uppí hendurnar þegar þú ákvaðst að gangan sjálfviljugur þín svipugöng með þeirri yfirbót að mæla aldrei aftur á móti hagsmunum flokksins??
Jæja, þú um það, allir þurfa að hafa í sig og á.
Lestu samt aftur inngang minn; "Var algeng setning í hjaðningavígum íslenskrar höfðingjastéttar á síðhluta Sturlungaaldar, sem endaði með að einn náði að komast lifandi út, og seldi land sitt Noregskonungi.".
Þórður mælti þessa fleygu setningu, hann endaði steindauður, hvort sem það var drykkja eða eitur, sem er mun líklegri skýring. Þá greip gæsina sá sem sveik, þessi sem lifði af.
Út frá þessari setningu spann ég svo mína nálgun, sem var þessi; "Í dag þá sameinast höfðingjarnir um að fara út, og selja þjóð sína.".
Ég skal játa Þorsteinn að þessi gildra var ekki viljandi sett upp, pistillinn var saminn á um 15 mínútum í hádeginu, og vart ekkert hugsað í honum. Hins vegar hef ég réttilega tekið eftir að þetta erfiði er ekki fyrirhafnarinnar virði, þó athugasemd þín eða róbótavinar míns Vagns, segi mér samt að ennþá eru þó einhverjir sem lesa, og hafa gaman að argast í mér.
Ég hefði samt kostið að þú hefðir tekið efnislegan ágreining við mig, margt af því sem ég segi er ekki eins og guð hafi sagt það, og ekki sé önnur sjónarmið sem geti lýst fílnum engu síður en ég.
En so what, ég er í lúser liðinu, og hef eiginlega fátt meir að segja.
Aðeins einn pistill eftir í þessari pistlaröð sem hófst sem stuðningur við dómarann sem þorði að tjá sig.
En takk fyrir lesturinn Þorsteinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.9.2019 kl. 16:46
Blessaður Eggert.
Mér finnst eins og Davíð hafi safnað byggingarefni í minningu landráða þessa fólks, svo ekki verði betur gert.
Samlíkingin við Örlygastaðabardaga er skiljanleg, en aðeins sem minning þess sem mun ekki gerast.
Þetta lið sem sveik í dag, hefur safnað glóðum elds að höfði sér.
Og þær munu brenna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.9.2019 kl. 16:52
Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !
Ómar: sem og Eggert Guðmundsson, ekki síður !
Þakka ykkur margfaldlega - ódeiga elju ykkar, í hvívetna.
Tímabært aftur á móti: að Þórðar gleði Þorsteins blessaðs Siglaugssonar taki að linna: og hann nái að komazt til þess að Jarðtengjazt ögn betur, til raunveruleikans / (Gul- Græni vírinn í húsarafmagninu Þorsteinn minn, þú manst) - þegar þú gæfir þér tíma til, að nokkru.
Með baráttu kveðjum - sem endranær, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.9.2019 kl. 17:20
Takk kærlega fyrir þennan pistil Ómar.
Já, ný víglína hefur nú svo sannarlega myndast
og nú vita allir að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera. Hann gerði sig út fyrir að vera fkokkur sjálfstæðis, sem hann var, en er nú ESB flokkur Bjarna Ben junior. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur að Ísland gangi í ESB. Það er því augljóst að yfirgnæfandu meirihluti þjóðarinnar mun berjsst gegn flokki Bjarna Engeyings, VGFramsóknarViðreisnarSamfylkingarPírataflokki Bjarna junior. Reiði hins almenna Sjálfstæðismanns mun koma í ljós í komandi kosningum. Skiljanlega:
Þeir töldu sig vera í Sjálfstæðisflokknum en vakna nú upp við að vera í VGFramsóknarViðreisnarSamfylkingarPírataflokki Bjarna junior, ESB búrakrataflokki hans, sem þeir fyrirlíta af innstu sannfæringu.
Bjarni junior gróf Sjálfstæðisflokknum gröf í dag.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.9.2019 kl. 19:01
Sæll Ómar og takk fyrir góðan pistil og hreint út sagt magnaða pistlaröð. Því miður tókst ekki að vekja fólk til vitundar um eigin hag. Allt of margir gáfu sér ekki tíma til að setja sig inn í orkupakkamálið. Enda til þess sáð eins og í texta þjóðskáldsins "Sumarið er tíminn".
Þú segir; "Í dag erum við sjálfstæð að nafninu til, með valdalausan þjóðhöfðingja sem vinnur við að brosa og segja brandara, en við höfum ekkert að segja með löggjöfina sem hið erlenda vald sendir okkur til samþykktar."
Því má svo við bæta að stól forsætisráðherra skreytir flissandi fábjáni sem hældi sér einna helst af verkstjórn um síðustu áramót um það hve þingið hafi verið afkastamikið og rammfalskur utanríkisráðherrann tók undir með því að hæla þinginu sérstaklega fyrir hve miklu hafi verið komið í lög af erlendu regluverki.
Þetta Sjakalans fólk fer því sem næst að verða óþarft fyrir alla aðila og spurning hvenær það fetar í fótspor Kakalans.
Með kveðju að ofan.
Magnús Sigurðsson, 2.9.2019 kl. 19:32
Blessaður Óskar Helgi.
Ég held að Þórðargleði Þorsteins linni fljótt þegar hann gerir sér grein fyrir þeim óvinafagnaði sem þetta gerræði hefur magnað upp gegn EES samningnum. En ég held að sá samningur sé skýring þess hvernig málin þróuðust.
Nú er það stríðið Óskar, kjarnyrt orð munu fljúga um netheima, landsölufólki öllu til háðungar og sjálfstæðu fólki til brýningar.
Þetta er bara rétt að byrja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.9.2019 kl. 07:04
Blessaður Símon Pétur.
Það reyndist Bandamönnum ekki vel að vera ósamstíga og villuráfandi í aðgerðarleysi sínum meðan einbeittur vilji tók einn bita í einu og kyngdi, vitandi það að hann hefði ekkert roð við samstöðunni.
Stríðið er hafið, núna snýst þetta um að stilla saman strengi.
Þetta snýst ekki um næstu kosningar, eða flokkana sem sviku.
Þetta snýst um sjálfan kjarnann, tilveru þjóðarinnar sem er samofin sjálfstæði hennar.
Nú þarf allur annar ágreiningur að víkja og nýtt afl að myndast.
Það er ekki annað í boði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.9.2019 kl. 09:07
Blessaður Magnús.
Nei, það náðist ekki að virkja fjöldann, enda slíkt ekki auðhlaupið.
En það náðist að virkja kjarnann, hinn hugsandi eldri mann (sbr mannkyn en ekki karlkyn).
Kosturinn við krakkana er sá að þau þroskast, jafnvel þó einhverjir áratugir fara í það.
Við minnumst núna atburða þar sem heil kynslóð þroskaðist á einni nóttu.
Í hringiðunni þá vissi það enginn, við vitum það í dag.
Einn daginn verður það sama vitað um hvenær börnin okkar urðu að manni.
Því eitt er öruggt, unga fólkið í dag mun ekki láta hið skítuga fjármagn éta upp tilveru þess, ekki frekar en æskan í Hong Kong ætlar að láta alræðið loka sig inní búri.
Skrímslið heldur sjó, virðist jafnvel vinna á, á meðan það getur falið ásjónu sína, en núna þegar það heldur að það hafi öll ráð í hendi sér, þá kastar það hamnum og slepjan og viðbjóðurinn verður öllum ljós.
Unga fólkið fór ekki strax til fjalla í Frakklandi, en það fór.
Það varði framtíð sína og tilveru.
Það liggur nefnilega í eðli lífsins, að snúast til varnar þegar því er ógnað.
Á meðan er það skylda okkar gömlu mannanna að andæfa.
Missa ekki móðinn, missa ekki trúna.
Þá kemur þetta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.9.2019 kl. 09:25
.... sælir: á ný.
Magnús Sigurðsson !
Sjakala / Kakala tilvitnun þín, er myndræn og raunsönn, mjög.
Ómar !
Þorsteinn Siglaugsson - sá ágæti drengur, má nú aldeilis víbra, í þágu Engeyinganna og annarra Orkupakka vina sinna, því þau 46, sem greiddu áframhaldi EFTA/EES/ESB og ACER yfirgangsins á alþingi sín atkvæði í gær, mun hefnast rækilega fyrir gjörninga sína:: þá frá líður, að verðugu.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2019 kl. 12:40
Og amen á eftir tilefninu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.9.2019 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.