Aumari getur frétt ekki verið.

 

Þegar fjallað er um grundvallarmál þjóðar.

 

Við hættum að geta talað um lífskjör og lífsgæði þegar markaðsvæðing orkupakkans hefur grafið um sig í íslensku þjóðfélagi.

Heilu atvinnugreinarnar munu þurrkast út í nafni hins frjálsa flæðis og markaðsvæðingarinnar. 

Og þjóð sem gefur eftir fjöregg sitt, er ekki lengur sjálfstæð þjóð.

 

Það er af sem áður var þegar Morgunblaðið stóð vörð um sjálfstæði þjóðarinnar.

Þó snjalltæki nútímans geri kröfu um ruglanda framsetningarinnar og stærra letur, þá biður hann ekki um innihaldsleysi.

Því eigendur snjalltækjanna eiga líf sem þarf að vernda, treysta fjölmiðli sem á æru áratuganna um að segja satt og rétt frá.

 

Tómhyggjan sem skín úr þessari frétt er forsenda bullsins og staðleysunnar sem orkupakkasinnar láta tröllríða þingsölum í dag.

Þegar síðasti frjálsi fjölmiðill þjóðarinnar þegir, þá er fátt eftir um varnir lýðræðisins.

Aðeins öldungar og örfáir aðrir sem taka hagsmunir þjóðar fram yfir hagsmuni þess fjármagns sem sér ofurgróða við innleiðingu þessarar reglugerðar Evrópusambandsins.

 

Af sem áður var.

Nú er Snorrabúð stekkur.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Ræða innleiðingu þriðja orkupakkans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Djofulli er ég sammála thér tharna.

Af hverjuer thetta mál ekki á forsídum allra fréttablada.?

Nei, thví midur verdur thetta andskotans frumvarp samthykkt.

Almenning er alveg sama og reynir ekki ad blása í lúdra og maeta

á Austurvoll. Thetta vita stjórnarlidar vegna thess ad their sáu svo um

hnútana ad yfir 10.000 manns fluttu hédan burt eftir theirra seinustu

adgerdir sem voru svokollud "Skjaldborg heimilana."Thad var fólkid sem fjolmennti

á Austurvoll og mótmaelti. Nú tharf ekki ad hafa áhyggjur af thví.

Svo gott allt sama lidid sem kaus med ICESAF, er aftur ad fara ad kjósa

um velferd Íslands og skerda okkar lífsgaedi svo um munar.

Thví midur hofum vid ekki ÓRG til ad bjarga okkur

núna og thad vita ESB sinnar enda med sinn forseta á Bessastodum.

Sorglegt en satt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 29.8.2019 kl. 17:46

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ja, núna er bleik brugðið, Ruv er orðinn aðalheimild umræðunnar eftir að Mbl.is fór af fréttamarkaðnum yfir á örfréttamarkað ruglandans.

Frumvarpið verður samþykkt, en það er líka upphafið af endi þessa fólks.

Raunveruleikinn á eftir að bíta í skottið á þeim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.8.2019 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 587
  • Sl. sólarhring: 641
  • Sl. viku: 6318
  • Frá upphafi: 1399486

Annað

  • Innlit í dag: 502
  • Innlit sl. viku: 5357
  • Gestir í dag: 460
  • IP-tölur í dag: 453

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband