Hver dagur sem þúsund ár.

 

Og ein vika sem heil eilífð fyrir stjórnmálamenn sem lenda uppá kant við þjóð sína í Ögurmáli.

Eða hvernig skyldi þeim Jóhönnu og Steingrími hafa liðið hina örlagaríku daga í aðdraganda ICEave þjóðaratkvæðisins, gruflandi í hve ósigurinn yrði stór.

Vikan í hönd er svoleiðis vika.

 

Sá hluti stjórnmálastéttarinnar sem hefur til þess vit og þroska, veit að hún er uppá kant við þjóð sína í orkupakkamálinu, hún veit að til að mæta hinni óvæntu andstöðu sem öldungar flokkanna náðu að magna upp, að þá hefur verið logið til um innihald og eðli orkupakkanna og sú lygi mun springa framan í hana, spurning bara hvenær.

Hún veit að miklir hagsmunir, jafnt fjárhagslegir sem stjórnmálalegir, knýja á tengingu íslenska orkukerfisins við meginland Evrópu, og þó það sé tabú að játa slíkt núna í orrahríðinni, þá mun slík vinna fara á fullt skrið á næstu misserum.

Og hún veit að einstakir stjórnmálamenn mega sín lítils gegn því ofurafli. 

Því andstaða við orkupakkann er andstaða við djúpríkið, við allt það kerfi viðskipta og stjórnmála sem er samofið Evrópusambandinu í gegnum EES samninginn.

 

Vandamálið er bara þjóðin, lýðræðið.

Að lokaorðið sé ekki valdsins, heldur almennings.

 

Í góðum leiðara Morgunblaðsins í tilefni 80 ára afmælis hinna sögulegu svika kommúnista kennt við griðasáttmála Stalíns og Hitlers, má lesa þessi orð;

"„Það var fyr­ir svik og vald­beit­ingu sem við urðum hluti af Sov­ét­ríkj­un­um,“ seg­ir Lands­berg­is, sem nú er 86 ára gam­all. „Að lit­háska þjóðin hafi beðið um inn­göngu er áróður frá Moskvu. Sett­um við sjálf snör­una um háls­inn og grát­báðum um að mörg hundruð þúsund manns yrðu flutt sjálf­vilj­ug til Síberíu? Þeir ljúga alltaf með sama hætti.“".

Og er þá vísað í orð fyrrverandi forseta Litháen, Vitautas Landsbergis.

 

Þau segja svo margt um hvernig valdið endurskrifar söguna, sem síðan ótal fylgjendur lepja upp. 

Á Íslandi sjáum við þetta þegar EES samningnum er eignað allar framfarir 20. aldar, algjörlega skautað fram hjá að það var líf fyrir EES,  og að framþróunin hér var ekki á neinn hátt öðruvísi en í öðrum löndum, og þar sem aðeins 3 þjóðir af tvöhundruð og eitthvað þjóðum Sameinuðu þjóðanna eru í EES samstarfinu, þá er sögufölsunin viss atlaga að heilbrigðri skynsemi.  Þó ekki nándar eins mikilli og sú sögn að ICEsave Nei-ið hafi kostað þjóðina 50 milljarða.

 

En þau segja líka mikið um sjálfsblekkinguna sem hin þjóðernissinnuðu gleraugu ljá mönnum þegar þeir skoða söguna seinna meir.

Það er nefnilega staðreynd að kommúnistar voru öflugir í Eystrasaltslöndunum og þeir studdu allt ódæðið með ráðum og dáðum.  Annar stór hluti studdi síðan valdatöku Þjóðverja, sáu í henni tækifæri til að lemja á kommúnistum og gyðingum. 

Sá hluti sem varði þjóð sína á þeim tíma var kannski ekki svo sértaklega stór.

 

Þetta er nefnilega eitt að því sem komandi vika mun leiða í ljós.

Um andstöðu hins almenna manns er vitað, en um fjölda hinna þegjandi, hvort sem það er vegna gunguskapar, þekkingarskorts eða það sem allra verst er, vegna pólitískrar þjónkunar, í áhrifastöðum sveitarfélaga, félagasamtaka, verkalýðsfélaga og svo framvegis, er ekki vitað.

Um hvað er forseti ASÍ að ræða þessa dagana??, eða rebellarnir í verkalýðshreyfingunni??

Hefur heyrst múkk frá fleiri sveitarstjórnarmönnum en forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, bæjarstjóranum í Ölfusi eða sveitarstjórninni í Skagafirði??

Hvað með náttúruverndarsamtök, neytendasamtökin, félag eldri borgara og svo framvegis.

 

Markaðsvæðing orkunnar er arðrán okkar hinna.

Burtséð frá allri pólitík eða viðhorfum fólks til EES samningsins eða hvort það vilji að orkunni okkar sé stjórnað frá Arnarhóli eða Brussel, þá er markaðsvæðing bein árás á lífskjör þjóðarinnar.

Og hin æpandi þögn er í raun fátt annað en það sem Landsbergis kallar að fólk hafi sett snöruna sjálfviljugt um hálsinn.

 

Í þögninni felst nefnilega mesti stuðningurinn.

Og við sem þjóð höfum viku til að rjúfa hana.

 

Vonandi verður börnum okkar ekki seinna meir kennt að fallbeygja orðið gunga.

Vonandi mun valdið seinna meir telja ástæðu til að skrumskæla atburði komandi daga, því finnst ekki sú saga vera góð sem greinir frá andstöðu þjóðar sem sprakk út.

Vonandi verður þetta vikan sem stjórnmálastéttin náði sáttum við þjóð sína.

 

En það er eiginlega ekkert sem bendir til þess.

Og það er ekki stjórnmálastéttinni að kenna.

Heldur ítökum hennar meðal þeirra sem þegja þegar þeir eiga að verja.

 

Vikan í hönd er þeirra vika.

Hvað þá varðar, þá kemur hún aldrei aftur.

Kveðja að austan.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú tínir margt til í þessu bloggi, en ég átta mig ekki á þvi hvernig þú snýrð hlutunum þegar þú heldur því fram að þegar þingmenn svíkja almenning, sem hefur fá eða nokkur tæki og tól eftir til að snúa svikunum við, þá megi kalla það það að þjóðin setji snöruna um hálsinn. "Drjúpríkið" sem þú kallar svo hefur í samstarfi við þingmenn margra kjörtímabila lokað hverri leiðinni eftir aðra sem ætluð var almenningi til að lýðræðið virki. Þingmenn allra flokka unnu saman að því að taka lýðræðið úr samhengi til að styrkja fulltrúaræðið. Og hver setja leikreglurnar í svoleiðis "ræði"?

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 25.8.2019 kl. 12:06

2 identicon

Já, Ómar minn, það eru innlendu lepparnir, þeir sem sækja sér erlent vald, sem eru þjóðinni, fullveldinu og sjálfstæðinu hættulegastir. Þeir leppar eru við það að ræna þjóðina landinu og auðlindum þess. 

Já, svo sannarlega var til betra líf fyrir inngöngu Íslands í EES/ESB.  Þá blómstruðu bæir og byggðir landsins.  Það breyttist til hins verra með tilkomu EES/ESB.  Og nú ætla lepparnir, Trójuhestar stjórnvalda, að einkavæða virkjanir landsins, markaðsvæða þær skv. boðvaldinu að ofan, alríkis ESB. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.8.2019 kl. 14:04

3 identicon

Takk svo fyrir góðan og þarfan pistil.

Með kveðju úr suddanum, fyrir sunnan.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.8.2019 kl. 14:37

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sæll Ómar og takk fyrir góðan pistil að venju.

Það er eitt sem hefur angrað mig með okkar pólitíkusa, og það

er hvað veldur því að þeir á örskömmum tíma, snúast 180 gráður

við því sem þeir hafa sagt áður..??

Nægir að benda á BB sem sagði fyrir tæpu ári síðan, að aldrei myndi

sjálfstæðiflokkurinn styðja framsal á okkar fullveldi til erlendra

þjóðar. Gleymum svo ekki svikum Steingríms, sem snérist á 24 klst

eftir að hann komst til valda.

Hvað veldur..?? Er einhver inná þingi sem er með þvílíka dáleyðsluhæfileika

að hann eða hún, geti töfrað fram þvílíka galdra að þingmenn verða bara

algjörlega blindir og muna ekkert eftir því hvað þeir hafa sagt áður eða fullyrt..??

Er kannski eitthvað í vatninu inná þingi..??

Maður er alltaf jafn hissa á þessum viðsnúningum og eitthvað

hlýtur að valda því.

Hvað veit ég. Í dag er ég bara áhorfandi á eitthvað sem ég kaus EKKI.

Svo einfallt er það.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 25.8.2019 kl. 17:41

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja.

Ætli það sé ekki gott að lesa þegar það er eitthvað sem ekki kveikir.

"Um andstöðu hins almenna manns er vitað, en um fjölda hinna þegjandi, hvort sem það er vegna gunguskapar, þekkingarskorts eða það sem allra verst er, vegna pólitískrar þjónkunar, í áhrifastöðum sveitarfélaga, félagasamtaka, verkalýðsfélaga og svo framvegis, er ekki vitað.

Um hvað er forseti ASÍ að ræða þessa dagana??, eða rebellarnir í verkalýðshreyfingunni??

Hefur heyrst múkk frá fleiri sveitarstjórnarmönnum en forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, bæjarstjóranum í Ölfusi eða sveitarstjórninni í Skagafirði??

Hvað með náttúruverndarsamtök, neytendasamtökin, félag eldri borgara og svo framvegis.".

Þögn trúnaðarmanna almennings er því miður æpandi í umræðunni, og sú þögn gæti verið það lóð sem þessir örfáu einstaklingar, sem mynda djúpríkið, þyrftu til að ná fram markmiðum sínum í andstöðu við stóran hluta þjóðarinnar.

Það kom ekki í ljós í ICEsave því Ólafur nýtti sér málskotsrétt sinn, en í dag er slíkt ekki í boði.

Og í áróðursstríðinu eru það annars vegar tiltölulega einangraðir öldungar, og hins vegar Valdið með stóru vaffi. 

Verkalýðshreyfingin byrjaði til dæmis vel, ég var jafnvel farinn að halda að Drífa Snædal væri ekki Trójuhestur valdsins, en svo var hún greinilega tekin á teppið, og eina málið sem angrar hana þessa dagana er að fólk skuli ekki skilja mikilvægi þess að kona tali við verkalýðsleiðtoga, skiptir greinilega engu máli ábyrgð þessarar sömu konu á helstríðinu gagnvart heimilum landsins eftir Hrun, eða þjónkun hennar við erlenda og innlenda hrægamma.

Eins er Ragnar Ingólfsson að sýna alvarlegan skort á leiðtogahæfileikum, skynjar ekki kjarnann þegar hismið er í boði.

Og ef Ruv hefur rétt eftir Árna Finnssyni, þá er hann hreinlega skoffín umhverfisverndarinnar.

Þegar kjörnir fulltrúar bregðast, þá reynir á trúnaðarfólk almennings.  Bregðist það þá getur verið stutt í snöruna, og þá í raun er við enga aðra að sakast en þjóðina sjálfa.

En vika getur verið heil eilífð þegar stjórnmál eru annars vegar.

Þetta skýrist.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.8.2019 kl. 19:46

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Símon Pétur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.8.2019 kl. 20:18

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ég hef oft velt þessu fyrir mér líka, og þá eftir hin sögulegu svik Steingríms sem ég hefði aldrei trúað að óreyndu.

Og þetta líka að ætla selja þjóð sína, skilja hana eftir varnarlausa fyrir varga fótum, þetta var svo absúrd að það var eins og maður væri ekki lengur staddur í raunveruleikanum heldur einhverri skynvillu.

En mér skilst að jafnvel öflugasta LSD víma vari ekki svona lengi, og engan gulan kafbát hef ég séð á siglingu í kringum mig, svo líklegast er það sem ekki er hægt að skýra, óraunveruleikinn orðinn að veruleika.

Hér á öldum áður, í fornöld eða svo, þá léku guðirnir hlutverk, sem og það var talað um örlög sem ekki var hægt að flýja.  Sá hugmyndaheimur hefði getað skýrt þennan viðsnúning, sem og allt hið óraunverulega sem skall á þjóðinni eftir Hrun, líkt og það að menn töldu sig með fullu ráði, og lögðu til að þjóðin yrði seld í skuldaþrældóm, þetta væri einhvers konar forlög eða álög sem drifu áfram atburðarrásina.

Kannski voru menn ekki svo vitlausir í gamla daga, það er ekkert mennskt við þá hugmyndafræði sem vegur að samfélögum okkar, það er ekkert eðlilegt hvernig sannfæring fólks og lífsskoðanir gufa upp um leið og ordur koma frá Valdinu með stóru vaffi.

Í raun það eina sem er eftir er að vakna einn morguninn og sjá fólk umvörpum ganga eftir loftinu, að ekkert væri eðlilegra en að allt væri á hvolfi.

Það eru ekki mjög mörg ár síðan að svona málflutningur eins og stjórnvöld hafa komist upp með í orkupakkaumræðunni hefði verið afgreiddur með einni spurningu; '

Eruð þið fífl??

Og málið dautt.

Svona umpólun eins og þú lýsir er óeðlileg án þess að eiga sér aðdraganda og málefnalegt uppgjör, það á ekki að duga að fara út stjórnarandstöðu í stjórn.

Ekki í grundvallarmálum þar sem kjarni við komandi stjórnmálamanns og eða stjórnmálaflokks er undir.

Því miður held ég að vatnið á þingi sé saklaust og enginn sé dáleyðarinn ef við reiknum ekki með guðlegri íhlutun líkt og var í Trójustríðinu.

Mannsandinn glímir við einhverja feigð, og það vandamál er global, ekki lokal.

En okkar barátta er lokal, og hana verðum við að heyja, þó hálf vonlítil sé.

Hvað það varðar, eigum við ekkert val.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.8.2019 kl. 20:51

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja aftur.

Rétt leit yfir pistilinn og athugasemdarkerfið, áður en tölvan fer að sofa og ég að huga að öðru, og þá sá ég að ljósið vill ekki gleymast, sbr. þessi setning mín; "Það kom ekki í ljós í ICEsave því Ólafur nýtti sér málskotsrétt sinn, en í dag er slíkt ekki í boði.".

Ljósið er vissulega forsenda birtunnar en þarna kom það ekki að sök, það er hin æpandi þögn kom ekki að sök í ICEsave því þjóðin fékk að tjá sig eftir lýðræðislegum leiðum.

Jafnvel Berlínarmúrinn hélt ekki þjóð sem hafði fengið nóg og tók staf sinn og hatt og hélt út á götur og mótmælti, ég sé ekki jafnvel hin þéttriðnustu flokksreipi halda saman fylgispektinni ef hávær mótmæli víðsvegar úr þjóðfélaginu hefðu svifið inná þingfundi líkt og asparfrjókornin á kyrrum sumardegi þegar allt springur út.

Ef valdið er ekki tilbúið að breyta sér í gjöreyðingarvald, líkt og Pekingvaldið gerði á Torgi hins himneska friðar til að kæfa í blóði raddir námsmanna, þá á það fá andsvör gagnvart þjóð sem mótmælir.

Við höfum viku til þess, ef ekki þá er við engan annan að sakast.

Verum heiðarleg hvað það varðar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.8.2019 kl. 21:18

9 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Takk fyrir svarið Ómar..:)

En engvu að síður er eitthvað gruggugt að ske á Alþingi Íslendinga

þegar menn taka svon viðsnúning.

Ekki ætla ég að kenna vatninu um. En eitthvað er sem

hefur þessi áhrif.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 25.8.2019 kl. 22:18

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

En við höfum ekki snúist og mótmælum á nákvæmlega sama hátt.Ekkert hefst með að líkja eftir esbsinnum fyrir 10 árum.Einn dag áttum við völlinn og hávaðinn var tónlist úr næsta öldurhúsi.Þá varð maddaman hrædd,hvernig brigðust þessir ódæðismenn við (menn eru líka konur) ef mörgþúsundir flykktust á Austurvöll og syngju/léku ættjarðarljóð; "Ísland ögrum skorið" "Ég vil elska mitt land" -- ég veit að margir eru spéhræddir--Takk fyrir skrifin þín Ómar; 

Helga Kristjánsdóttir, 26.8.2019 kl. 03:18

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar og aðrir málshefjendur. Mér er spurning Sigurðar hugleikin og held að svarið sé hvorki guðleg íhlutun hvað þá LSD, heldur einfaldlega peningar.

Þetta lið hefur verið að dunda sér við að setja lög í gegnum tíðina sem gulltryggja það til æviloka auk þess sem það treður hver sem betur getur í eigin vasa á meðan tækifæri er til.

Það hefur engin stjórnmálamaður á Íslandi verið látin sæti fjárhagslegri ábyrgð hver svo sem axarsköftin og svikin hafa verið. Ef þið getið bent mér á eitt dæmi þá bið ég ykkur um að nefna það.

Með kveðju úr efra.

Magnús Sigurðsson, 26.8.2019 kl. 06:21

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Ég held því miður að þeim fari ört fækkandi sem skilja mikilvægi ættjarðar, þetta er bara þarna, eitthvað sem fólk tekur sem sjálfgefnu.

Hærri raforkureikningur er hins vegar eitthvað sem fólk skilur, og þó langt sé liðið frá Hruni þá er fólk ekki ennþá búið að gleyma, enda fer braskið þannig sé með veggjum þessi misserin.  Það má segja að orkupakkinn sé prófraun á hvort það þori að stíga fram í dagsljósið að fullum þunga.

Þetta verður samþykkt, það er ekki spurning, það mælist engin andstaða gegn þessu.  Það er á þeim mælum sem nema titring eða hávaða í þjóðfélaginu.

Það er ekki við Orkuna okkar að öldungana að sakast, þar hefur mörgum Grettistökum verið lyft.

Almenningur hefur ekki tekið undir, það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.8.2019 kl. 08:42

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Eins og ég segi þá hef ég lítt rekist á gula kafbóta þó einstaka sinnum hefi kór upp söng í höfði mínu og kyrjar hástöfum, All you need is love, og einstaka sinnum hef ég sjálfur sungið fyrir strákana mína, We all live in yellow submarine, yellow submarine, enn ein staðfesting þess að pabbi þeirra er stundum ga ga.

Og mér virðist að eftir að Hómer hætti að skrifa sökum aldurs, þá hafi guðirnir líka farið á eftirlaun, allavega hefur sögnum af þeim farið hratt fækkandi.

Þú vísar í mátt peninganna, og núna rétt áðan var ég að kíkja á hann Kára hjá honum Ögmundi, og þar var munnurinn fyrir neðan nefið á sínum stað;

"Þriðji orkupakkinn er einn af mörgum „steinum í þessari hleðslu“. Lokatakmarkið er altæk stjórnun braskara og fjárglæframanna sem hafi stjórnmálin algerlega í vasanum. Sú þróun er þegar langt komin! Alþingi má í þessu sambandi líkja við „óhreina borðtusku“ sem aðrir handleika. Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með þeirri þróun undanfarin ár.".

En peningar og hagsmunir hafa lengi verið til, og það er staðreynd að sá sem átti þyngstu gullkistuna réði mestu í Róm á lokadögum lýðveldisins.

Ég ætla ekki að segja að allt hafi verið gáfulegt hér á árum áður, eða á þeim árum sem voru fyrir mína tíð og ég hef aðeins lesið um.  En menn þekktu þó fífl frá öðru fólki, jafnvel þó fíflin væru í valdastól.

Og ég veit að það er hægt að fara þó nokkuð mörg hundruð ár aftur í hina vestræna sögu án þess að finna dæmi um að valdhafar hefðu lagt til að þegnar þeirra væru seldir annarri þjóð í skuldaþrældóm.  Og ef einhver hefði ýjað að því, þá viðkomandi samstundis verið settur í gapastokkinn sem var spennitreyja þessa tíma.

Menn líktu oft skuldabyrði ICEsave við Versalasamningana, nema að þeir væru sýnu verri, en á þeim var eðlismunur, Versalasamningarnir voru handsalaðir undir fallbyssuhlaupum skriðdreka, ICEsave átti að vera afleiðing regluverks sem átti að kveða á um að hægt væri að skuldsetja almenning til að borga skuldir einkabanka.

Og það var ekki bara hér þar sem þetta ranna athugasemdarlaust í gegnum hina opinberu umræðu, erlendis þótti sumum þetta vera hart, en enginn gerði athugasemd við forsenduna, að þetta væri andstætt öllum gildum siðmenningarinnar.

Ég veit alveg að peningarnir skýra þessa umvendingu, en menn kæmust ekki upp með hana ef mannsandinn væri ekki sýktur.

Af sjálfri feigðinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.8.2019 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 1412813

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband