"Ég á mér draum".

 

Og því miður fyrir þjóðina eru þessi orð ekki tilvísun í fleyg orð Martin Luther Kings, sem vissulega átti sér draum, og sá draumur er ennþá hvatning milljóna um allan heim um að gjörð skiptir máli.

King trúði á betri heim, öllum til handa.

 

King var drepinn af öflum sem sáum í orðum hans ógn við auðsækni þeirra, að ekki sé minnst á útbreiðslu hinnar kostuðu hagtrúar, sem á engan skyldleika við hagfræði frekar en önnur trúarbrögð, sem við í dag kennum við Friedman og Hayek, frjálshyggjuna sem gerir þegar hina ofurríku, ofsaríkari. 

Og eftir dauða sinn þarf King að sæta því að vinnumenn auðsins, sem eiga sér ótal birtingarmyndir líkt og stuðning við ICEsave fjárkúgun breta eða milljóna starfa sé flutt frá vestrænum hagkerfum í þrælabúðir gjörfátækra landa, að þeir vitna í orð hans.

Segjast eiga draum um betri heim, þegar þeir í raun útbreiða drepsóttir og mannvonsku í óeiginlegri merkingu, gagngert í þeim tilgangi að þó það góða sem mannsandinn hefur áunnið, verði að engu í því helvíti á jörðu þegar hið frjálsa flæði auðsins stjórnar öllu, jafnt í efnahagslífi sem og stjórnmálum.

 

Ein slík árás á mannlegt samfélag var skrifuð í gær, og birt í dag í síðasta fjölmiðli þjóðarinnar.

Hugsjónaklámið, nauðgunin á hugsjónum og lífskoðunum Kings, þjónar þeim eina tilgangi að hjálpa auðnum að ná algjörum tangarhaldi á orkuauðlindum þjóðarinnar.

Skrifað af persónu sem nýtti sér hrun frjálshyggjunnar haustið 2008 til að fá fylgi við yfirtöku hrægamma á innviðum þjóðarinnar. 

Hefur þannig ekki þóst vera önnur en hún er, ekki hennar sök að margt af því fólki sem þykist vera á móti auðræði og verkfæri auðsins, frjálshyggjunni, styður hana og flokk hennar.

Núna síðast til að auðurinn í nafni hins frjálsa flæðis yfirtaki orkuauðlindir þjóðarinnar.

Stjórnmálmenn sem vilja selja þjóð sína, eru ekkert án fylgis, og sökin liggur ekki hjá þeim, heldur hjá samborgurum okkar sem ljá rödd frjálshyggjunnar fylgi.

 

Um auðnina og drepið er hægt að hafa mörg orð, og því miður er ekki hægt að aflima íslensk stjórnmál líkt og læknar gerðu fyrir daga sýklalyfja, þegar þeir skáru burt sýkta útlimi.

Samfylkingin og Viðreisn eru komin til að vera, að ekki sé minnst á viðrinin sem kenna sig við sjórán.

Á meðan fjármagnið fóðrar, þá dreifist drepið út í þjóðarlíkamann, hvort sem það er markaðsvæðing orkunnar eða frjáls innflutningur heildsala á sýklum. Að ekki sé minnst á mannsal, félagsleg undirboð eða aðra óáran sem fylgir trúboði frjálshyggjunnar, sem kennt er við hið frjálsa flæði.

 

Gæfa íslensku þjóðarinnar er að sýking mannsandans er afmörkuð, og ekki bara öldungar þjóðarinnar snúast gegn henni, heldur líka ungt vel hugsandi fólk, sem telur að lífið sem það ól, er þess virði að vernda.

Ein grein var skrifuð í fjölmiðil þjóðarinnar í gær, þar sem allt sem hægt var að að segja í þágu mennskunnar eða þessa draums að við séum öll mennsk, og við eigum öll okkar rétt, í hinu stóra þorpi sem mannlegt samfélag er, var sagt og réttnefni þeirra orða var, Ég á mér draum.

 

Ég ætla að vitna í þá grein, ég ætla ekki að eyða orðum í klámið sem talsmenn markaðsvæðingu orkunnar nota til að afla sér fylgis við Helið og auðnina sem þeir þjóna.

"Með alþjóðavæðingu á ég við hinn ömurlega arftaka nýlendustefnunnar sem gerir stórfyrirtækjum kleift að fara um heiminn eins og engisprettufaraldur og safna auði á hendur eina prósentsins.

Öll þau fyrirtæki sem í dag menga mest, valda dýrum og mönnum óendanlegum þjáningum, selja ópíóða, ryðja regnskóga og sökkva t.d. hálendi Íslands gera það í skjóli alþjóðavæðingar. Eftir að öllum varð ljóst að gömlu þrælakistur nýlendanna og öll sú auðsöfnun sem þeim fylgdu voru orðnar tabú er eins og einhver ímyndarsmiður hafi sest niður og diktað upp alþjóðavæðinguna til þess að taka við af henni. Þetta er ekkert annað en hugmyndafræðilegt kennitöluflakk. Sama gjaldþrota hugmyndafræðin með nýtt nafn.

Allir sem eru ekki fylgjandi eru rasistar og á móti þeirri fáránlegu og fyllilega óraunhæfu útópíu sem hefur oft verið kölluð »heimsþorpið«. Ég fullyrði að alþjóðavæðingin, sem stjórnað er af ábyrgðarlausum, andlitslausum stórfyrirtækjum með stærra kolefnisspor en nokkuð annað í heiminum sé það versta sem hefur nokkurn tíman komið fyrir mannkynið og jörðina alla".

 

Hagtrú auðsins vegur að öllum mannlegu samfélagi og er markvisst að eyða forsendum líf á jörðinni.

Með rányrkju sinni og ekki hvað síst að vega að heilbrigðum samfélögum fólks.

 

Í dag er Ísland undir.

En á morgun segjum við Nei.

 

Við segjum bara Nei við þessu.

Og okkar Nei mun lýsa upp vígvelli andstöðunnar við mygluna, við drepið sem auðsókn hinna Örfáu fjármagnar um allan heim.

Því orkupakkarnir eru aðeins en af mörgum birtingarmyndum ásóknarinnar gegn heilbrigðum samfélögum, gegn heimi þar sem gott er að ala upp börnin okkar.

 

Við höfum áður sagt Nei.

Og við munum segja það aftur.

 

Við sórum að vernda lífið sem við ólum.

Sá eiður verður ekki rofinn.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldeilis magnaður pistill, eldmessa.

En hver er hin tilvitnaða "persóna"?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.8.2019 kl. 18:18

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Helga Vala.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.8.2019 kl. 18:30

3 Smámynd: Ómar Geirsson

A ha, misskildi þig kæri Símon, pistillinn er skrifaður út frá titli á grein eftir Helgu Völu í Mogganum í morgun.  Það var í huga mér þegar ég svaraði áðan.

En ég var að fletta feisbókarsíðu minni, og þá rakst ég enn og aftur á tilvísun í greinina sem ég vitnaði í, og fattaði þá að þú varst að spyrja um höfund hennar.

Sem er Ása Hlín Benediktsdóttir, kann engin deili á henni, en skörp er hún.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.8.2019 kl. 19:02

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Datt mér ekki dr.... í hug! 

Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2019 kl. 19:04

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afsakið þá verð ég líka að játa feilspor!

Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2019 kl. 19:10

6 identicon

Takk kærlega fyrir svarið Ómar. 

Nú er þetta allt orðið heiðskírt í huga mínum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.8.2019 kl. 19:16

7 identicon

Öll lýsing Ásu Hlínar er algjörlega í anda þess sem ég sem þú Ómar sjáum þetta.

Þau orð hennar, skáletruð í pistli þínum, eru orð sem segja mætti um að við öll skyld í andanum vildum kveðið hafa.  Hafi hún mikla þökk fyrir og þú að vekja athygli á kjarnyrtri lýsingu hennar á því hvernig glóbalismi er í reynd nýttur sem auðræði hinna örfáu til að rústa þjóðríkjunum og stela auðlindum þeirra með dyggri aðstoð gjörspillts embættisveldis og enn spilltari og lágkúrulegri pólitíkusa, s.s. Helgu Völu og viðlíkra.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.8.2019 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 223
  • Sl. sólarhring: 671
  • Sl. viku: 5807
  • Frá upphafi: 1399746

Annað

  • Innlit í dag: 193
  • Innlit sl. viku: 4957
  • Gestir í dag: 189
  • IP-tölur í dag: 189

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband