"Var það ís­lensku sam­fé­lagi mik­il bless­un"

 

Segir Bryndís Hlöðversdóttir þingmaður um þá sorglegu gjörð þegar Alþingi samþykkti orkupakka 1 og 2, og hóf þá vegferð sem mun enda með markaðsvæðingu orkuauðlinda okkar undir yfirstjórn ESB.

Í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hún er málpípa formanns Sjálfstæðisflokksins gagnvart ritstjóra Morgunblaðsins.  Af einhverjum ástæðum telur Bjarni það betra að láta Davíð hirta aðra en sig.

 

En þessi orð afhjúpa svo margt, og því full ástæða að vekja athygli á þeim.

Orkupakkarnir voru blessun, ekki nauðung sem fylgdi EES samstarfinu.

Eitthvað sem maður hefði búist við að flóttamaður í Viðreisn hefði sagt, eða forhertur Evrópusinni í Samfylkingunni, en ekki þingmaður flokks sem á þingstyrk sinn að mestu tveimur hópum að þakka, trygglyndu fólki í landsbyggðarkjördæmum og almennt eldra fólki.

Og fyrir þessa hópa voru orkupakkarnir ekki blessun, heldur aukin útgjöld og kostnaður.

 

Það er staðreynd að í kjölfar þeirra þá hækkaði rafmagnið í hinum dreifðu byggðum, sum staðar í sveitum rúmlega tvöfaldaðist það. 

Baggi sem skerðir lífsgæði og óbeint hækkaði matvælaverð, því aukinn kostnaður leitar út í vöruverð.

Fyrir fólk sem hefur lítið milli handanna, en leitast samt við að kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir, er þetta kjaraskerðing, og eldra fólk er slíkt fólk.

Bara þetta eitt sparkaði í 2 af mikilvægustu kjósendahópum Sjálfstæðisflokksins.

 

Síðan má nefna aðra staðreynd, að á fákeppnismarkað þýðir meint aukin samkeppni lækkun á verði til stórnotenda, en að sama skapi hækkun til einstaklinga og smá fyrirtækja.  Þetta hefur verið rannsakað, á sér hagfræðilegar skýringar og um þetta rífst ekki nokkur maður sem þekkingu hefur á fákeppnismörkuðum.

Fólk getur spurt sig hvort stórnotendur skili þessu til baka inní samfélagið, eða aukinn hagnaður þeirra leiti í svarthol aflandsreikninga, en fyrir almenning er þetta verðhækkun.  Snertir fólk mismikið en hlutfallslega erfiðara fyrir tekjulægri hópa en tekjuhærri.  Þar á meðal eldra fólk.

Að ekki sé minnst á óbein áhrif á vísitölu, hækkun á matvælaverði, auknar arðgreiðslur til eiganda raforkufyrirtækja, þetta fer allt útí verðtrygginguna.

 

Hin meinta blessun er því ekki allra, og alls ekki fjöldans.

Og þeim sem blessunarinnar njóta mun fækka þegar markaðsvæðing raforkukerfisins verður yfirstaðin, landið verður tengt við hinn sameiginlega raforkumarkað Evrópu, og hin ódýra raforka verður minningin ein.

Fjöldinn mun blæða, en vissulega munu fáir græða.

Og það mikið, annars væru þeir ekki búnir að kaupa upp almannatengla allra flokka til að stýra umræðunni frá staðreyndum yfir í furður.

 

Eina sem eftir stendur, af hverju kýs fólk fólk,sem hreykir sig af því að hafa haft af því fé og lífsgæði.

Þetta er ekki lengur hinn breiði Sjálfstæðisflokkur sem taldi upp þjóðarhag sem einn af þeim hagsmunum sem hann gætti.

Þetta er þröngur flokkur fjárfesta og hrægamma, fólks sem hefur einbeittan vilja til að gera okkur hin að féþúfu sinni.

Og skammast sín ekkert fyrir það.

 

Það er þó viss heiðarleiki.

Reyndar sá eini sem frá þessu fólki hefur komið varðandi orkupakkann.

 

Það er viss blessun.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, þú opinberar ágætlega það sem mig hefur grunað, allt sem kemur frá frá ESB er fyrir sumum barasta "blessun". Og nægir þessu óláns fólki að nefna EES því til staðfestu, sem svona nokkurskonar "í Jesú nafni Amen" upp á gamla mátann.

Það sorglega er að það er til venjulegu fólki sem bara tapar á þessu orkupakkabrölti, en nennir ekki að hugsa út í það, því það heldur að þeir sem tala í "Jesú nafni amen" viti betur en það sjálft og meini jafnvel vel.

Góður pistill að venju.

Með kveðju úr efra.

Magnús Sigurðsson, 21.8.2019 kl. 20:54

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Magnús.

"... en nennir ekki að hugsa út í það, því það heldur að þeir sem tala í "Jesú nafni amen" viti betur en það sjálft og meini jafnvel vel".

Nú þegar hefur eldra fólkið risið upp, undir þverpólitískri forystu öldunga flokkanna.  Mér virðist líka að hluti af okkur venjulegu út á landi sé farinn að skynja og skilja alvöru málsins, eftir standa börnin, þau sem verða komin til vits og ára um og uppúr fertugu.

Þau kveikja líka þegar á reynir.

Þá er ég hræddur um að Jesú nafni amen dugi ekki lengur.

Þetta fólk hefur einbeittan vilja til að grafa sína eigin gröf, þegar það heldur að það sé að grafa gröf þjóðarinnar.

Sem út af fyrir sig er viss blessun, því það er engin blessun fólgin í hinni sofandi siglingu í hafnir Evrópusambandsins.

Og það þarf nýtt fólk, venjulegt fólk, til að leiðrétta kúrsinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.8.2019 kl. 06:52

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Og það þarf nýtt fólk, venjulegt fólk, til að leiðrétta kúrsinn" - douze points.

Það er nú málið, við höfum mátt horfa upp á nokkurskonar eurovision freak show á alþingi undanfarna áratugi og það sem verra er að viðskiptaelíta auranna spilar undir í óþökk þeirra atvinnurekenda sem afkoma landsmanna byggir raunverulega á.

Þú gerir allavega þitt með mögnuðum pistlum til að vekja fólk og við skulum vona að fólk vakni ekki of seint, í Jesú nafni amen. Með kveðju að ofan.

Magnús Sigurðsson, 22.8.2019 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 536
  • Sl. sólarhring: 717
  • Sl. viku: 6120
  • Frá upphafi: 1400059

Annað

  • Innlit í dag: 487
  • Innlit sl. viku: 5251
  • Gestir í dag: 466
  • IP-tölur í dag: 459

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband