Rödd skynseminnar skrifaði grein í Morgunblaðið í dag.

 

Loks kom rödd frá sveitarfélagi sem á hagsmuna að gæta, loks kom rödd úr innsta hring Framsóknarflokksins sem benti á grunngildi hans.

 

Við megum ekki gleyma að orkupakkinn vegur landsbyggðina, og þegar sveitarstjórnamenn þegja,  með þó heiðarlegum undantekningum, þá er ljóst að nafnspjald með nafni er betra til þess fallið að gæta hagsmuna hinna dreifðu byggða, en hjárænar í vasa flokksforystunnar sem hafa enga aðra döngun en að taka ofan þegar að samfélögum okkar er sótt.

Nafnspjald allavega svíkur ekki eða selur fólkið sem gaf því trúnað.  Eðli málsins vegna er það ekki gerandi, hvorki til góðs eða ills, því eins og aðrir dauðir hlutir þá gerir það ekki neitt.

Slíkt er þó skömminni skárra en hinir aumkunarverðu sem með þögninni styðja landsölu og markaðsvæðingu orkuauðlinda þjóðarinnar.

 

Í mínu sveitarfélagi, Fjarðabyggð, er þögnin ærandi því ekkert sveitarfélag á eins mikið undir að orkupakka 3 sé hafnað.

Á því var bragarbót í morgun, og þar mælti ekki bara forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, heldur um leið maður sem nýtur trúnaðar innan Framsóknaflokksins, ritari flokksins og verðandi þingmaður NorðAustur kjördæmis.

Eins og vel lesinn maður í Shakespeares þá byrjar Jón Björn Hákonarson grein sína líkt og Antoníus gerði við útför Sesars, fékk leyfi til að mæra banamenn hans, fordæma harðstjórann.  Og í upphafi ræðunnar grunaði engan, en svo hófst vaxandi þungi gagnvart þeim sem sviku, og loks áttu þeir fótum sínum fjör að launa.

Jæja hugsaði maður þegar maður las þessi orð, núna hefur kaffið verið þunnt í gærmorgun hjá Jón Birni; "Það væri að æra óstöðugan að tína til allt það sem sagt hef­ur verið um þetta mál á síðustu mánuðum enda hef­ur umræðan, því miður, ekki verið á köfl­um mjög mál­efna­leg né farið í rök­semd­ir og þarf­ir okk­ar sem þjóðar.", sama þulan og venjulega, svo verður EES samningurinn mærður, og niðurstaðan að landið verði selt.

 

Og vissulega var EES samningurinn mærður, og bæði sá maður brosið á Brútusi og Sigurði Inga, svo komu þessi orð; "Engu að síður er nauðsyn­legt að hlusta á alla þá gagn­rýni sem þetta mál hef­ur fengið á sig og af­skrifa hana ekki sem þjóðern­is­raus og aft­ur­hald. Kann­an­ir sýna að þjóðin hef­ur áhyggj­ur af hvað inn­leiðing þriðja orkupakk­ans hef­ur í för með sér, í framtíðinni, en fyr­ir hana vinna kjörn­ir full­trú­ar og emb­ætt­is­menn þar sem hags­mun­ir heild­ar­inn­ar ættu að vera að leiðarljósi.".  Og það var eins og maður sæi glottið á þeim mæta manni, Hákoni í Miðbæ, stríðnin í bland við rótgróna skynsemi bóndans.

Þú efnir ekki til ófriðar þegar önnur lausn er í boði.

 

"Inn­leiðing orkupakka þrjú er fyrsta mál á dag­skrá þegar Alþingi kem­ur sam­an að nýju eft­ir sum­ar­frí nú í lok ág­úst. Að mínu mati er brýnt til að umræðan rati ekki í sama farið aft­ur, með til­heyr­andi sundr­ungu, að þing­heim­ur sam­mæl­ist um það að málið, eins og það er nú sett fram með þeim fyr­ir­vör­um að hingað sé ekki hægt að leggja sæ­streng án samþykk­is Alþing­is og þeir hlut­ar orkupakk­ans sem snúa að flutn­ingi yfir landa­mæri taki ekki gildi, verði sent til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar til um­sagn­ar og staðfest­ing­ar á því hvort áður­nefnd­ir fyr­ir­var­ar haldi þannig að slíkt sé hafið yfir all­an vafa. Þegar sú niðurstaða ligg­ur fyr­ir þá verði orkupakk­inn fyrst inn­leidd­ur þegar óviss­unni hef­ur verið eytt og rök­in í mál­inu orðin skýr.".

 

Þetta er svo augljóst að það þarf gífurlega þráhyggju hagsmunanna til að átta sig ekki á viskunni sem Þorgeir kom með undan feldi sínum, og hjó á hnút átaka milli kristinna manna og heiðinna þannig að borgarstyrjöld varð afstýrt.

Þá var enginn svo illa linntur að hann áttaði sig ekki á að þjóð er ekki klofin í herðar niður, ef önnur lausn er í boði.

 

Ef orkupakki 3 verður samþykktur að óbreyttu, þá brestur brúin sem þó var byggð milli þjóðarinnar og stuðningsmanna ICEsave fjárkúgunar breta.

Stjórnmálastéttin mun rjúfa grið í annað sinn og einbeittur brotavilji hennar verður ekki lengur falinn eða varinn.

Og þjóðin mun snúast til varnar og átökum mun ekki linna fyrr en leppar auðs og hrægamma verða hraktir frá völdum. 

Valhöll mun falla.

 

Átök sem Þorgeir sá fyrir.

Og hindraði.

 

Með rödd skynseminnar.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Amen, á eftir efninu.

 Sæstrengir og fyrirvarar, eru hinsvegar ekki aðalmálið í stóra samhenginu. Umráðarétturinn og ákvarðanir yfir orkunni okkar og vatninu okkar, er það sem málið snýst um. Op eitt og tvö hækkaði verð á orku til almennings, því samkvæmt þeim pökkum var komið upp milliliðum, sem kosta tæpast ekki neitt. Milliliðir kosta sitt. Enginn strengur, en samt hækkaði verðið til almennings, samkvæmt tilskipun þessara op1 og 2. Hvergi í veröldinni er framleiðandi orkunnar nær almenningi en á Íslandi. Hvers vegna má hann ekki einfaldlega senda reikninginn á notendur sína, án þess gírugir milliliðir og erlendar reglugerðamaskínur hafi þar hönd í bagga? Í hverju felst það að vera sjálfstæður?

 Hugtakið ´´ beint frá bónda eða býli ´´ lýðst ekki í esb. Ekki um orku, ekki um lanbúnaðarafurðir, né nokkurn skapaðan hlut, sem settur er á markað  og framleiddur af vinnandi höndum. 

 Framleiðandinn fær yfirleitt minnst í sinn hlut, en það er jú nákvæmlega það sem svínfeitir, stríðaldir og aumkunnarverðir embættismenn og reglugerðakverúlantar esb, sem enginn kaus og sem aldrei framleiða neitt annað en hindran fyrir samborgara sína vilja sjá.

  Það þarf að fóðra óskapnaðinn. Þegar óskapnaðurinn ræður orðið fóðrinu og hvenær fóðrað er, er illa komið fyrir framleiðendum fóðursins. 

 Svínin í brussel hafa komist að því fyrir löngu síðan að ´´sumir eru jafnari en aðrir´´ og nú skal ´´jafnréttinu´´ troðið ofan í okkur, sem búum Ísland!. 

 Að flokkurinn minn, sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn, skuli þar standa fremstur í stafni, er svo skelfilegt upp á að horfa, að engin orð fá þar um lýst. Stefnan er kristalklár, en í brúnni eru menn án réttinda, sem virðast ekki vita muninn á austri og vestri, suðri og norðri. Þessum andskotum hefði aldrei átt að hleypa upp í brú, með sín fölsuðu réttindi.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.8.2019 kl. 01:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Ætli ég segi ekki líka amen eftir efninu en á meðan EES reglugerðafarganið eru hálfgerð trúarbrögð hér á landi, þá tel ég að eina málamiðlunina vera sú leið sem Jón Björn bendir á.

Eitthvað sem Stefán Már benti á að yrði að gera ef menn væru ekki sáttir við regluverkið.

Og þetta eru lúmsk tíðindi, þrákelkni Sigurðar Inga verður ennþá pínlegri fyrir flokkinn eftir þessa grein.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.8.2019 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 534
  • Sl. sólarhring: 658
  • Sl. viku: 6265
  • Frá upphafi: 1399433

Annað

  • Innlit í dag: 453
  • Innlit sl. viku: 5308
  • Gestir í dag: 415
  • IP-tölur í dag: 408

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband