10.8.2019 | 23:41
Þarna komst upp um strákinn Tuma.
Messa Bjarna í Valhöll staðfesti einn hlut.
Fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki hugmynd um innihald þess regluverks sem hann er að samþykkja.
"Bjarni sagði umræðuna um sæstreng annað mál og að hans mat væri að sæstrengur sé ekki raunhæfur valkostur, við höfum nóg með að koma orkunni milli landshluta. Jafnframt taldi hann ódýra orku vera hluta af samkeppnisforskoti Íslands sem ekki væri vilji til þess að afsala landinu.".
Auk stofnunar ACER, Orkustofnunar Evrópu sem verður húsbóndi Orkustofnunar, þá fjallar orkupakki 3 um tengingar milli landa, og ef einkafyrirtæki vilja leggja sæstreng til Íslands, þá eru skýr ákvæði í reglugerðinni um hvernig staðið er að slíku verki.
Hvergi í reglugerðinni er kveðið á um að þau þurfi að spyrja Bjarna Benediktsson um hvort hann telji slíkt "raunhæfan valkost".
Fyrir utan orðið raforka, er aðeins eitt orð gegnumgangandi í öllum reglugerðunum um raforkumarkaðinn, og það er orðið "markaður".
Það er einn samkeppnismarkaður, markaðsverð, markaðslausnir, fyrirtæki á markaði og svo framvegis.
Og til að hindra að einstök stjórnvöld eða stjórnmálamenn séu með puttana í ákvarðanatökunni, eða flækjast fyrir markaðnum og ákvörðunum hans, er ACER stofnað. Það leggur línurnar, það tekur við kvörtunum einkafyrirtækja vegna hindrana, og það sér til þess að einstök aðildarríki virði regluverkið og fari eftir því.
Markaðurinn leitar með vöru sína þar sem verðin eru hæst hverju sinni, og því er barnaskapurinn svo ótrúlegur þegar fólk eins og Bjarni Benediktsson sem er tilbúinn að slátra sínum eigin flokki fyrir þetta regluverk Evrópusambandsins skuli síðan segja; "Jafnframt taldi hann ódýra orku vera hluta af samkeppnisforskoti Íslands sem ekki væri vilji til þess að afsala landinu".
Því það er akkúrat það og ekkert annað sem hann er að gera með því ganga Evrópusambandinu á hönd í þessu máli.
Þetta er eiginlega of barnalegt fyrir strákinn Tuma.
Það býr eitthvað undir.
Eitthvað sem skýrir þessar árásir á heilbrigða skynsemi.
Og það er tími til kominn að það sé upplýst.
Kveðja að austan.
Orkupakkinn takmarkað framsal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 247
- Sl. sólarhring: 841
- Sl. viku: 5978
- Frá upphafi: 1399146
Annað
- Innlit í dag: 212
- Innlit sl. viku: 5067
- Gestir í dag: 206
- IP-tölur í dag: 203
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka góðan pistil, Ómar.
Tvísögli formanns Sjálfstæðisflokksins var á fundinum í gær, pakkað inn í orðskrúð langrar ræðu, þar sem hann agnúaðist yfir tvískinnungshætti annara, en nefndi ekki einu orði algera umpólun sjálfs sín, um aðkomu ESB að orkunni okkar! Það er ekki lengra síðan en í mars í fyrra, sem þessi formaður hálfpartinn hneykslaðist á þeirri hugmynd, að ESB hefði eitthvað með raforku á Íslandi að gera! Hvað olli umpólun hans verður sennilega vafið inn í hundrað ára þagnarpakka á einhverju skjalasafninu. Það veit hann og hlammar sér þar með niður með Þistilfjarðarkúvendingnum, sem eins og formaður Sjálfstæðisflokksins og tilheyrandi slekti, telur sig hafið yfir alla gagnrýni! ´´Við megum og því gjörum vér´´ er aðalsmerki þessara merkikerta, sem allt of lengi hafa setið á valdastólum.
Ekki vil ég líkja BB við Göbbels, en hamrir þú nógu djöfull oft sama járnið, beygist það að þínum vilja að lokum, með góðri sleggju og dugmiklum fýsibelg í eldinum, ásamt innfluttum kolum.
Á bloggsíðum sannra félaga í Sjálfstæðisflokknum hefur mátt lesa glýgjukennda aðdáun á foringjanum, eftir drottningarræðu hans á þessum fundi, þar sem nánast enginn tími var gefinn í gagnrýni. Það er ekki fas foringjanna sem gagnast lýðnum. Það eru efndir loforða og staðfesta með sameiginlegum samþykktum landsfunda, sem virkar, ef flokkurinn á að lifa.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki Bjarni Benediktsson og fylgifé. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sjálfstæðis Íslands í öllum málum, stórum sem smáum. Þar má hvergi gefa eftir, aldrei nokkurn tíma!
Afsakaðu langlokuna Ómar og aftur þakkir, fyrir enn einn góðan pistilinn.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 11.8.2019 kl. 01:28
Já, mæltu manna heilastur, Ómar, og full ástæða til að taka undir loka-ályktunarorð þín:
"Það býr eitthvað undir. Eitthvað sem skýrir þessar árásir á heilbrigða skynsemi.
Og það er tími til kominn að það sé upplýst."
Jón Valur Jensson, 11.8.2019 kl. 02:27
Satt segirðu, Ómar. Mér virðist greinilegt, hvern áhrif Björns Bjarnasonar er á ættingjana. Hann og Vala, systir hans, virðast vera búin að kristna Bjarna svo í fræðunum, að honum finnst, að það sé í lagi að samþykkja þennan pakkann og alla eftirfylgjandi pakka, jafnvel þótt spurning sé, hvort þeir standist stjórnarskrána, þegar grannt er skoðað. Æsingurinn í Birni við að fá þennan orkupakkann samþykktan til þess að tengdasonur hans geti fengið sinn sæstreng, hvað sem raular og tautar, virðist vera svo mikill, að hann er reiðubúinn að fórna flokknum fyrir þá hagsmuni. Haldið það sé nú!!! Ég segi nú ekki annað en það, að ættfaðirinn, Benedikt Sveinsson, sem var formaður lýðveldishátíðarnefndarinnar 1944, ætti að líta upp úr gröf sinni og sjá þessa afkomendur sína vilja múlbinda íslensku þjóðina við erlenda valdastofnun og eyðileggja þar með það mikla verk, sem hann og hans félagar hrundu í framkvæmd á Þingvöllum 17. júní 1944, og binda þar með enda á frjálst og óháð Ísland. Það er aldeilis alveg makalaust og ótrúlegt hreint. Birni og Bjarna og forystu flokksins er hreinasta skömm af þessu. Ég segi ekki annað.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2019 kl. 10:15
Gott þetta innlegg frá margvísri Guðbjörgu Snót, eins og vitaskuld hitt frá Halldóri Agli hér ofar.
Jón Valur Jensson, 11.8.2019 kl. 13:53
Góður pistill og athugasemdir og allt satt og rétt.
Erki Sjálfstæðismaðurinn Styrmir Gunnarsson hélt því hreinlega fram í nýlegu viðtali á Útvarpi Sögu, að hin illu áform flokks forustunar varðandi samþykkt þessa þriðja hluta orkupakkans væru óskiljanleg og hann óttaðist jafnvel að um hótanir eða eitthvað enn verra væri að ræða.
Jónatan Karlsson, 11.8.2019 kl. 17:26
Blessaður Halldór, og fyrirgefðu hvað ég kem seint inn. Frá því snemma í morgun hefur lífið verið fótbolti, fyrst að fara með strákana í leik á Reyðarfirði, svo náttúrulega United leikurinn áðan.
Lífið væri aðeins einfaldara ef menn sannmæltust um að argast um hvorum megin vallar bolti endar í netinu, en stæðu saman um land og þjóð, því velmegun fólks á útnárum er hvergi þekkt, nema með þeirri einu undantekningu sem heitir Ísland, og það eigum við ekki auðlindum okkar að þakka, heldur sjálfstæðishvötinni.
Nei, við þurfum ekki að líkja Bjarna yngri við mestu áróðursmeistara, hvort sem áróður þeirra var til ills eða einhvers sem var skömminni skárra. Í kjarna tel ég Bjarna róa lífróður milli hagsmuna og þess sem er viðtekið annars vegar og hins vegar sjálfstæðs fólks sem getur ekki lengur sætt sig við reglufargan stórríkisins og fékk endanlega nóg þegar ljóst var hvers eðlis orkupakkar þess eru.
En sá sem rær á milli, byggir engar brýr, enda brúarsmíð kannski vonlaus yfir þessa hyldjúpu ála þar sem botnslaus skoðanaágreiningur ber á milli.
Þó tel ég að þessi orð þín gætu verið sá áttarviti sem Bjarna vantar.
"Það er ekki fas foringjanna sem gagnast lýðnum. Það eru efndir loforða og staðfesta með sameiginlegum samþykktum landsfunda, sem virkar, ef flokkurinn á að lifa.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki Bjarni Benediktsson og fylgifé. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sjálfstæðis Íslands í öllum málum, stórum sem smáum. Þar má hvergi gefa eftir, aldrei nokkurn tíma!".
Í raun var aldrei neitt val í þessu máli fyrir formann Sjálfstæðisflokksins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.8.2019 kl. 18:15
Takk fyrir það Jón Valur.
Ég sá að Páll Vilhjálmsson var að spá í hina undirliggjandi skýringu.
Það má kannski bæta við þeirri 5., Ótta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.8.2019 kl. 18:17
Blessuð Guðbjörg.
Þetta eru sterk orð hjá þér; "..og sjá þessa afkomendur sína vilja múlbinda íslensku þjóðina við erlenda valdastofnun og eyðileggja þar með það mikla verk, sem hann og hans félagar hrundu í framkvæmd á Þingvöllum 17. júní 1944, og binda þar með enda á frjálst og óháð Ísland".
Burt séð frá öllum hagsmunum, hvort sem þeir eru fjárhagslegir eða annars eðlis, þá orðar þú kjarnann á þann hátt að þessu verður Engeyjarættarveldið að svara.
Hvað gengur þeim til, hví vanvirða þeir svo mjög arfleið sína og ættarfylgju.
Því sá heggur sem á að vernda.
Og slíkt gleymist ekki svo glatt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.8.2019 kl. 18:23
Blessaður Jónatan.
Þegar menn gera ítrekaðar árásir á heilbrigða skynsemi fólks, selja sjálfstæðið sem þeir sóru að verja, kjósa frekar að ríkja yfir rústum í stað þess að hlusta á sitt eigið fólk, þá er ekki nema von að slíkar spurningar vakni.
Ég benti á Ótta sem hugsanlega skýringu.
Styrmir er greinilega að spá í eitthvað svipað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.8.2019 kl. 18:26
Sæll Ómar,
Mér hefur fundist gæta mikils misskilnings í allri umfjöllun um þennan orkupakka. Það er talað um þetta eins og eitthver valdaframsal. En menn virðast ekki átta sig á því að það valdaframsal fór fram árið 1992 með undirritun EES samningsins fyrir hönd Íslands milli EFTA ríkjanna og Evrópubandalagsins og samþykkt hans á Alþingi 1994. Síðan þá hafa yfir tíu þúsund tilskipanir úr regluverki EU verið teknar upp á Íslandi ýmist sem lög eða reglugerðir. Alþingi er lítið annað en stimpilskrifstofa fyrir kommisarana í Brussel! Hvar hefur þessi heilbrigða skynsemi hjá ykkur verið undanfarin 27 ár? Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn/Samfylkingin hafa verið við stjórn flest ár síðan samningurinn var undirritaður og samþykkt stærstan hluta þessa regluverks. Sigmundur og Gunnar Bragi lögðu grunninn að því að þriðji orkupakkinn yrði samþykktur og svo allt í einu þá er þetta ómögulegt mál, framsal valds til Brussel og allt í voða. Hvar hefur hin "heilbrigða skynsemi" verið hjá þessu fólki? Það er örugglega hægt að finna hana ef leitað er með logandi ljósi í skúmaskotum, en það hefur farið afskaplega lítið fyrir henni hjá Miðflokksmönnum undanfarið!
Hvað varðar sæstreng þá hefur Bjarni rétt fyrir sér. Það er langt frá því að vera praktískt. Ef litið er á raunveruleikann, þá er talið að það þurfi milli 1500 og 2000 MW afl til að sæstrengur sé raunhæfur kostnaðarlega. Núverandi uppsett afl á Íslandi er um 2700MW í vatnsafli, gufuafli, olíu og vindorku. Kárahnúkavirkjun ein er um 600MW. Hvar ætla menn að fá 3 Kárahnúkavirkjanir á Íslandi í dag? Ef Ísland ætlar að halda í ferðamannaiðnað, þá verða einfaldlega ekki reistar stórvirkjanir á borð við Kárahnúka. Raunveruleikinn á svo sem ekki mikið upp á pallborðið í umræðunni í dag, en fyrr má nú vera flóttinn frá honum að fólk geti ekki sest á nippilinn eitt augnablik og hugsað heila hugsun til enda.
Ég hef aldrei verið fylgjandi EES eða EU, en að koma núna 27 árum of seint og ærast út af því hvað sé að gerast er ansi seint í rassinn gripið!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 11.8.2019 kl. 19:44
Hvenær er of seint í rassin gripið Arnór..??
Takmarkað framsal..??
Hvenær er takmarkinu náð..??
Frá Guðmundi Ásgeirssyni..
Næstum jafn hlægilegt og þegar fyrrverandi innanríkisráðherra færði þau "rök" gegn stöðvun á nauðungarsölum að slíkt yrði ósanngjarnt gagnvart þeim sem þegar hefðu misst heimili sín.
Ergo: Ef búið er að brjóta á nógu mörgum eða nógu lengi, þá kemur ekkert annað til greina en að halda því áfram. Það er a.m.k. ágætt ef fólk er heiðarlegt með þá afstöðu sína!
M.ö.0, við eigum ekkert að læra af sögunni og hvað þá að reyna að leiðrétta mistök.
Höldum bara áfram, að því við erum búin að gera það og þá skiptir engvu hvað var gert fyrir
27 árum, það skal standa þrátt fyrir alsherjar breytingar á því umhverfi sem við lifum nú.
Hversu mörg ár þurfum við til að það megi breyta til og gera breytingar...??
100-200 og fyrir hverja.??
Afkomendur okkar lands verðskulda þess að fá að taka þessa ákvörðun, ekki
útúrgengnir spilltir pólitíkusar sem eru ekki að vinna í þjóðar þágu.
Það er aldrei of seint að sjá villu síns vegar.
Svo einfallt er það.
Sigurður Kristján Hjaltested, 11.8.2019 kl. 20:42
Arnór þessi Baldvinsson þarf að gæta þess, að það stóð aldrei til árin 1992-1994, að raforkumál okkar færu undir EES-samninginn. Enginn minntist á þau mál sem slíks eðlis, ekki frekar en að það stæði til, að sjávarútvegs-, landbúnaðar- og varnarmál okkar færu að lúta EES-tilskipunum. Eða ætlar hann kannski að fara að halda því fram, að EES-samningurinn eigi að stýra öllum okkar málum í hvívetna?!!
Ég afþakka pent slíkan bölmóð, slíka nauðhyggju. Við erum sjálfstæð þjóð, punktur og basta, og Bjarna Ben skal ekki takast að breyta því.
Jón Valur Jensson, 11.8.2019 kl. 22:52
Blessaður Arnór.
Nákvæmlega allt sem þú segir hér að ofan er rangt, nema vera skyldi að EES samningurinn hafi upphaflega ekki staðist stjórnarskrána.
ACER er fyrsta yfirþjóðlega stofnun ESB sem fær boðvald yfir innri málum EES þjóða, á því er grundvallarmunur og að skuldbinda sig að fylgja regluverki þess, en fram að þessu þá hefur það verið hluti af löggjöfinni og síðan innlendar stofnanir sem hafa séð um eftirlit eins og til dæmis fjármálaeftirlitið, samkeppnisstofnun og svo framvegis.
Regluverkið fjallar síðan um tengingar milli landa, hvernig þeim er komið á, hvernig reknar og svo framvegis.
Það er síðan markaðurinn, ekki þú eða ég eða Bjarni Ben sem ákveða hagkvæmni þeirra, og ef einhver reiknar út arðsemi sæstrengs, og nær að fjármagna hann, þá er ekkert sem getur komið í veg fyrir að hann er lagður.
Slík vinna er þegar langt kominn, og um þá staðreynd þarf ekki að rífast, hvað þá segja; "mér finnst" líkt og þú tekur undir með Bjarna. Slíkt er órök og koma málinu ekkert við.
Hins vegar Arnór, eru tengingar milli landa aðeins hluti af því regluverki sem orkupakkarnir eru. Eðli málsins vegna hafði ACER ekkert boðvald til að ná fram markmiðum orkupakka 1 og 2, því sú stofnun var ekki til þá. Í þriðja orkupakkanum fær hún boð og úrskurðarvald varðandi cross border tengingar, því um það efni fjallar orkupakki 3.
Í orkupakka 4 er síðan valdsvið ACER vegna innri mála skerpt.
Þegar allt regluverkið er lagt saman, þá ertu með einn samevrópskan raforkumarkað, þar sem fyrirtæki á markaði eiga og reka raforkufyrirtæki, og ekki er ætlast til að stjórnvöld einstakra landa hafi afskipti af honum.
Raforkan leitar til hæstbjóðanda, öll opinber afskipti eins og niðurgreiðslur verða álitnar markaðshindranir.
Með öðrum orðum, draumur frjálshyggjunnar og auðræðisins, martröð hins venjulega manns.
Ég vissi ekki að þú værir í þeim flokki sem dreymdi slíka drauma Arnór.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.8.2019 kl. 23:40
Góður hér, Ómar snillingur. :)
Jón Valur Jensson, 12.8.2019 kl. 01:22
Á Íslandi búa 350 þúsund sálir, eða þar um bil. Þeir bjálfar sem telja að regluverk milljónatuga þjóðfélaga geti átt við viðskipti, orku, lanbúnað, fiskveiðar, flutninga, raforku, netsamskipti eða annað umhverfi svo fámenns samfélags, eru annað tveggja gjörsamlega galnir eða spilltir eltisinnar og styrkþegar fjórða ríkisins Þýskalands og hafa lítið sem ekkert lagt af mörkum til samfélagsins, annað en betl og væl um styrki í einskisnýt verkefni.
Flestir eltisinnarnir koma úr menningar og menntakerfinu, því þangað hefur esb leyfst að moka mútufé árum saman í formi hinna ýmsu styrkja. esb fær meira að segja að halda úti sendiráði á Íslandi, þó esb sé ekki ríki, heldur sjúkt þjóðabandalag, þar sem ´´masterreichið´´ leggur allar línur.
Þetta er svo klikkað, að maður heldur varla í sér af pirringi.
Svona má að sjálfsögðu ekki tala, því fordómar eru fordæmdir og þeir sem fordæma hæst eru styrkþegar óskapnaðarins.
Byltingu aumingjanna mun ekki takast að éta börnin sín á Íslandi!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 12.8.2019 kl. 03:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.