8.8.2019 | 18:05
Á lýðskrum sér engin mörk??
Ekki nokkur maður skal draga það í efa að Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannesson og Bjarni Benediktsson vilji vel.
En velvilji slær aldrei út raunveruleikann.
Sigurður Ingi ber ábyrgð tillögum þeirrar öfgafrjálshyggju að engan vegaspotta megi leggja án þess að fjárfestar fái að vera milliliður hjá þegar ofskattpíndum ökutækjaeigendum. Eitthvað svo augljóst að því lengra sem þú býrð frá borgarkjarna (lesist Reykjavík), því meiri eru höftin að njóta eðlilegra samgangna.
En húsbóndahollur Sigurður veit eins og er að þegar fjöldinn blæðir, þá græðir fjárfestirinn.
Katrín Jakobsdóttir er hins vegar í ábyrgð fyrir þeirri afglöp (sem ráðherra VG ber ábyrgð á) að ekki var snúist til varnar samkvæmt ákvæðum EES samningsins að semja um fyrirfram að sérstaða Íslands sem eylands þýddi að frjáls innflutningur á sýklum yrði ekki leyfður.
Vissulega voru afglöpin fyrri ríkisstjórnar, en sem forsætisráðherra gat hún sagt í kjölfar dómsins á innflutning á sýklum, að slíkt yrði ekki liðið. Til dæmis eru til forn lög um skóggang sem kveða á um að varmenni skulu yfirgefa samfélag siðaðs fólks, og teljast réttdræpir útlagar.
Ef orðið "réttdræpir" er tekið út fyrir sviga, þá nær þess löggjöf algerlega yfir fólkið hjá Samtökum atvinnulífsins sem og útibús þess á Alþingi, kennt við Viðreisn, og það eina sem rifist væri um hvort varmenni nútímans væru skömminni skárri en varmenni fortíðar. Og þá rífast þeir eingöngu sem enga söguþekkingu hafa, það er augljóst að afkastamikill vígamaður, nær aldrei þeim skaða sem innflutningur á frjálsum sýklum er.
Katrín, sem ekkert hefur gert til að mæta varmönnum Íslands, hún á allavega að hafa þá sómatilfinningu að funda ekki með fórnarlömbum varmennanna, ódýr innflutningur á sýklum mun ganga að íslenskum landbúnaði dauðum.
Og landbúnaður er mikilvæg atvinnugrein í NorðAusturkjördæmi.
En til að skilja þetta þarf fólk að kunna að skammast sín.
Ef það kynni það þá væru Sóttvarnir ríkisins kvaddar út í hvert skipti sem þingmenn Viðreisnar og líklegast Samfylkingarinnar sæjust á þingi.
Svona í ljósi þess að líklegast duga ekki forn lög um skóggangsmenn gagnvart nútíma varmönnum.
Afsakar samt ekki að þeir skuli sækja á, en réttur fólks til búsetu og þess að lifa í landi feðra sinna, skuli lúta í gras fyrir hinu frjálsa flæði EES samningsins.
Og að hæða fórnarlömbin eins og Katrín gerir í þessu viðtali, og talar örugglega samhljóða fyrir munn allra ráðherra, er fyrir utan allan þjófabálk.
Átthagafjötrar veggjaldanna, dauðinn gagnvart íslenskum landbúnaði, slíkt einfaldlega drepur hinar dreifðu byggðir landsins, og mikið dreifðari geta þær ekki verið en í NorðAusturkjördæmi.
En varaldarsagan á örugglega til dæmi um slík öfugmæli, og þá er full ástæða að vitna í þriðja ráðherrann, fjármálaráðherrann sjálfan sem fékk þau atkvæði sem þurfti til að flokkur hans, þrátt fyrir sögulegt afhroð, væri stærstur á þingi.
Ég er ekki Samfylkingin sagði Bjarni, ég er ekki Viðreisn, þið getið þið treyst því að ef þið kjósið mig, þá mun regluverk Evrópusambandsins um raforkumarkað ekki vera lögfest í íslenska löggjöf.
Sem Bjarni reyndar laug til um, fékk Sigurð Inga til liðs við sig um þá lygi, og Katrín, hver sem hennar afstaða var í upphafi, fórnaði ekki völdum fyrir hagsmuni almennings og þjóðar.
Og þetta aumkunarverða fólk mætir á fund með sveitarstjórnarmönnum í NorðAusturkjördæmi, því kjördæmi sem á líklegast mest undir að regluverk Evrópusambandsins sem kennt er við Orkupakka 3 verði ekki innleitt í íslenska löggjöf.
Nógu samt eru hinar dreifðu byggðir brenndar á fyrrum svikum Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins undir forystu Valgerðar Sverrisdóttur, með samþykkt fyrri orkupakka.
Við öll á landsbyggðinni greiðum hærra raforkuverð þess vegna, og sökinni er ekki ESB flokkunum, Viðreisn og Samfylkingunni að kenna, hvað þá viðrinunum í Pírötum, aðeins Samfylkingin var á þingi þegar sú ánauð var samþykkt.
Evrópusinnarnir á þingi, í vanheilögu bandalagi við fólkið sem hagsmunir einkavæðingarinnar hafa keypt, ætla að samþykkja þetta regluverk Evrópusambandsins.
Hver skiptin á milli hjá ríkisstjórnarflokkunum er algjört aukaatriði, ríkisstjórn Íslands ætlar að samþykkja regluverk sem kveður á um einn sameiginlegan evrópskan raforkumarkað, um stofnun yfirþjóðlegrar valdastofnunar ESB sem mun stýra íslenskum raforkumarkaði, og þar sem allt regluverkið kveður á um markaðslausnir, einkavæðingu, og markaðsverð þar sem sá sem hæst býður, hann fær raforkuna.
Svo það sé sagt á mannamáli, að þegar þetta regluverk tekur gildi, þá líða ekki mörg ár þar til raforkuverð til hinna dreifðu byggða fer uppúr öllu valdi.
Að ekki sé minnst á gjaldþrot þeirra fyrirtækja sem hafa lágt raforkuverð sem rekstrarforsendu.
Í ljósi þessa fundar þá er ljóst að allavega íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki fundið mörk lýðskrumsins.
Það afsakar samt ekki sveitarstjórnarmennina sem hitta þetta fólk án þess að hafa með sér lögreglu og önnur þau tæki sem borgararnir hafa sammælst um og fjármagnað til að hindra að ræningjar og ruplarar leggi byggðir landsins í eyði.
Og jafnvel þó fulltrúar slíks lýðs hafi boðað til fundar og vísa í titla sína sem framkvæmdarvald íslenska lýðveldisins, þá á þetta fólk engra griða að njóta.
Samgöngur í vasa auðmanna.
Frjáls innflutningur á sýklum.
Landsala á orkuauðlindum þjóðarinnar.
Allavega þurfti minni sök í árdaga þjóðarinnar til að menn yrðu dæmdir til skóggangs.
Dugði samt ekki til, þjóðin missti sjálfstæði sitt.
Það var þá.
Í dag er sá tími að fólkið sem studdi bresku fjárkúgunina sem kennd er við ICEsave, eða vill afhenda fjárfestum orkuauðlindir þjóðarinnar með innleiðingu orkupakka 3, að það stjórnar Lýðveldinu Íslandi.
Glæpir þess og aðför að almenningi er því óátalið, því þriðja valdið er undir hæl þess.
En samt eru mörk á öllu.
Sveitarstjórnamenn hinna dreifðu byggða eiga ekki að mæta til fundar við þetta fólk.
Og þó þeir séu svo aumir í flokkshollustu sinni, þá afsakar það ekki orðræðu þess valds sem lét þá mæta og sleikja skóför valdafólksins að sunnan.
Niðurlæging landsbyggðarinnar er eitt, en að virða engin lögmál þess að lýðskrum eigi sér mörk, er annað.
Við hin niðurlægðu sem búum fyrir utan póstfangið 101 Reykjavík, tilheyrum jú lýðveldinu Íslandi, þó okkar fulltrúar séu ekki betri en þeir eru, þá má stundum satt kjurt liggja.
Og öll erum við skynsemisverur, mannfræðingar hafa aldrei haldið öðru fram en að íslenska þjóðin sé hluti af stofni hins vitborna manns, homo sapiens.
Þess vegna erum við ekki þjóðin sem á það skilið að stjórnmálamenn telja sér það helst til tekna að hafa brotið áður þekkt mörk lýðskrumsins.
Á einhverju eru takmörk.
Og þau mörk á að virða.
Orkupakki 3 gengur frá landsbyggðinni, hann vegur að fyrirtækjum okkar, eða því að þrátt fyrir allt er ekki svo dýrt að kynda hús í hinum dreifðu byggðum.
Hann afhendir auðmönnum orkufyrirtækjum okkar í nafni hins frjálsa flæðis hins frjálsa markaðar.
Hann afsalar valdinu yfir orkuauðlindum þjóðarinnar til Brussel.
Bara hann eitt er öfugmæli við orð forsætisráðherra.
Í stærra samhengi boðaðar stefnu ríkisstjórnarinnar um einkavinavæðingu vegarkerfisins, sem og uppgjafarinnar gagnvart frjálsum innflutningi á sýklum í boði varmanna, þá er ljóst að jafnvel Svarti dauði er ekki slík byggðarógn og núverandi ríkisstjórn Íslands.
En ef forsætisráðherra er að vísa í að þegar byggð er í rúst í norðri, að þá fái auðmenn allt fyrir lítið, þá er það vissulega ekki óskynsamlega mælt.
Þá reynir hinsvegar á sveitarstjórnamenn að láta ekki slíkt yfir sig ganga.
Allavega þá er um mótsögn að ræða.
Fólk sem ver byggðir sínar hlustar ekki á kjaftavaðal stjórnvalda sem vilja byggðirnar dauðar.
Og sá sem vill eyða á aldrei að komast upp með þau orð sem Katrín Jakobsdóttir gerir í þessari frétt.
Það eru engin tækifæri í dauðum byggðum.
Jafnvel þó í norðri séu.
Kveðja að austan.
Fólk sér tækifæri í norðrinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 509
- Sl. sólarhring: 682
- Sl. viku: 6240
- Frá upphafi: 1399408
Annað
- Innlit í dag: 431
- Innlit sl. viku: 5286
- Gestir í dag: 396
- IP-tölur í dag: 390
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar,
þó þetta lið hafi ekki ennþá fundað í Kópavogi þá hefur það fyrir löngu gert það í hjarta sínu. Þetta er að stofninum til sama hyskið og sendi saklausa landa sína í fjörbaugsgarð eftir að hafa sjálft drullað upp á bak og lét þar að auki yfirvaldið bera landa sína sem síst skildi út af heimilum sínum í þúsundatali.
Með kveðju að ofan.
Magnús Sigurðsson, 8.8.2019 kl. 18:36
Blessaður Magnús.
Eiginlega er það bara þannig.
Það drullaði uppá bak og gerði síðan fjöldann ábyrgan, þar sem þeir sem veikir stóðu fyrir, misstu allt sitt.
Að baki 10.000 Útburðum eru á annað tug þúsunda barna sem voru borin út.
Ekki við sögðu saklausir kjósendur Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, þó ég hefði þá flokka grunaða um að spila handrit hinnar meintu stjórnarandstöðu.
Jæja, raunveruleikinn blasir við í dag, en þó vil ég segja hinum óbreyttu stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins til hróss, þeirra sem sögðu "Ekki við", að þegar á reyndi, þá meintu þeir þau orð.
Og eru í umvörpum að segja skilið við flokk sinn sem margir hafa kosið samfleytt í áratugi.
Þeirra er virðingin, ég hef vægast sagt ekki alltaf verið sammála þessu fólki í gegnum tíðina, en þegar á reyndi þá áttum við það sameiginlegt að taka lífsviðhorf fram yfir flokka eða stjórnmálamenn.
Svo við víkjum að stjórnmálum dagsins, þá er það ljóst í mínum huga að Flokkurinn, þessi sem er þegar á reynir er alltaf sammála, rauf griðin við þjóð sína með því að láta kjötdóminn yfir sig ganga.
Þessi dómur hefði aldrei fallið, hvað þá að málsókn hefði hafist, ef öllum hlutaeigendum hefði verið gert ljóst í upphafi, að sem eyland myndu íslensk stjórnvöld aldrei fallast á slíkan dóm eða gjörning.
ESB, eða íslensk varmenni, hefðu aldrei lagt EES aðild Íslands undir fyrir slíka smávægilega hagsmuni.
En hvað eigum við að segja, það var aldrei mál fyrir Hitler að leggja undir sig Austurríki þegar hann vissi að hans menn voru báðum meginn við fallbyssurnar.
Það er langt síðan að stjórnmálastétt okkar gekk í Evrópusambandið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.8.2019 kl. 20:26
Framsóknarmaddaman hefur alltaf verið vændiskona.
Vinstri grænir eru hræsnarar dauðans.
Sjálfstæðir menn eru hins vegar í mikilli þjóðlegri sókn, þeir yfirgefa nú Sjálfstæðisflokkinn.
Með hugheilum baráttukveðjum til Austfirðinga.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.8.2019 kl. 20:52
Hafðu þökk Ómar fyrir þessar mögnuðu línur og megi þær vekja þá, sem elska land sitt og þjóð, úr dvala:
Orkupakki 3 gengur frá landsbyggðinni, hann vegur að fyrirtækjum okkar,
eða því að þrátt fyrir allt er ekki svo dýrt að kynda hús í hinum dreifðu byggðum.
Hann afhendir auðmönnum orkufyrirtækjum okkar í nafni hins frjálsa flæðis hins frjálsa markaðar.
Hann afsalar valdinu yfir orkuauðlindum þjóðarinnar til Brussel.
Bara hann eitt er öfugmæli við orð forsætisráðherra.
Í stærra samhengi boðaðar stefnu ríkisstjórnarinnar um einkavinavæðingu vegarkerfisins, sem og uppgjafarinnar gagnvart frjálsum innflutningi á sýklum í boði varmanna, þá er ljóst að jafnvel Svarti dauði er ekki slík byggðarógn og núverandi ríkisstjórn Íslands.
En ef forsætisráðherra er að vísa í að þegar byggð er í rúst í norðri, að þá fái auðmenn allt fyrir lítið, þá er það vissulega ekki óskynsamlega mælt.
Þá reynir hinsvegar á sveitarstjórnamenn að láta ekki slíkt yfir sig ganga.
Allavega þá er um mótsögn að ræða.
Fólk sem ver byggðir sínar hlustar ekki á kjaftavaðal stjórnvalda sem vilja byggðirnar dauðar.
Og sá sem vill eyða á aldrei að komast upp með þau orð sem Katrín Jakobsdóttir gerir í þessari frétt.
Það eru engin tækifæri í dauðum byggðum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.8.2019 kl. 21:06
Mikið hlýtur að vera gaman að vera svona reiður alltaf og hafa allt á hornum sér.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.8.2019 kl. 22:03
Sveitarstjórnamenn brugðust reyndar algjörlega í Huang Nubo málinu. Allur kolkrabba Einflokkurinn var samþykkur í Norðurþingi. En þá reis Ömmi upp.
Nú er innanríkisráðherrann Þórdís Kolbrún Reykás Gylfadóttir. Hanna Birna rauf varnarmúra Ömma. Og eins og Gunnar Rögnvaldsson skrifar um í nýjasta pistli sínum veit Bjarni ekki hver landamæri Íslands eru, Sigurður Ingi veit það ekki heldur og þaðan af síður Kola-Kata, hún er enn í helferðinni.
Guð blessi land og þjóð.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.8.2019 kl. 22:12
Blessaður Símon Pétur.
Var skóggangsákvæði Grágásar nokkurn tímann felld úr gildi??
Frjálst flæði auðmanna að kaupa upp landið, tollahlið á hvern nýspotta í vegakerfinu, frjálst flæði búfjársjúkdóma, heildsalar fá að jarða síðasta bóndann, og landið allt orkunýlenda Evrópusambandsins, hefði sá ekki verið talið galinn sem svona framtíðarsýn hefði málað fyrir ekki nema svona 40-50 árum??
Sumt þegar orðið að raunveruleika, annað í pípunum eins og veggjöldin, regluverkið um orkunýlenduna samþykkt eftir nokkra daga.
Og menn mæta með húfu í hendi og taka ofan fyrir þessu fólki!!
Veit eiginlega ekki hvort er aumara.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.8.2019 kl. 07:10
Blessaður Þorkell og takk fyrir innlitið.
Það verður að vera jafnvægi í heiminum, þú sérð um gleðina.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.8.2019 kl. 07:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.