Þetta er eins og ís á vatni sem er að bresta??

 

Fyrst koma fíngerðar sprungur sem breiðast út, brak heyrist og svo pomm, það sem virtist traustur ís, er orðinn að þúsund brotum, misstórum, og sá sem treysti á ísinn, fellur niður um hann.

Hver man ekki eftir hinum ógleymanlegu atriði í lokaatriði loka myndarinnar um Hobbitann þar sem Þorinn barðist við Azog höfðingja drýslanna??

En bardagi þjóðarinnar við Alþingi og fjárfesta um yfirráðin yfir orkuauðlindum þjóðarinnar er því miður ekki eins sjónrænn og hann er ekki fiction, hvað þá að megi horfa á hvíta tjaldinu.

 

Samt sem áður fékk ég þessi hughrif þegar ég las þessa frétt Mbl.is, svona á fjórða valdið að virka.

Segja frá efnisatriðum málsins, kynna staðreyndir, segja frá hvað er að gerast annars staðar, og ekki hvað síst, út frá þekktum staðreyndum og því sem þegar hefur gerst, lýsa því sem líklegast mun gerast.

"Þá krefst ESA skýr­inga á því hvernig ráðstöf­un nýt­ing­ar­rétt­ar vatns­falla og rekst­ur virkj­anna er háttað, jafn­framt hvers vegna rétt­ind­in og rekst­ur virkj­ana sé ekki boðin út inn­an EES-svæðis­ins á grund­velli þjón­ustu­til­skip­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins.".

Það er eins og allur málflutningur stjórnvalda sé að bresta eins og ís á vatni, heldur ekki neinum rökum, barnaskapurinn og lygarnar blasa öllu læsu fólki við.

 

Eftir ítarlegt viðtal Morgunblaðsins við Arnar Þór Jónsson héraðsdómara þar sem hann bendir blaðamanni kurteislega á að orkupakki 3 fjalli um tengingar yfir landamæri ásamt regluverki þar um, og það sé engin dæmi um að einhliða fyrirvara haldi, þá er aðeins hægt að deila um eitt þegar stjórnmálamenn tala um aukið sjálfstæði Orkustofnunar, gegnsæi ársreikninga eða bætt neytendavernd.

Og það hvort viðkomandi sé raðlygari eða svo bernskur að hann skilji ekki einfalt lagamál.  Jú reyndar hvort hann sé fífl, og þá hvort að sé hægt að affífla hann, en látum það liggja milli hluta. 

 

Núna útskýrir Morgunblaðið hvað gerist þegar það er búið að markaðsvæða orkuna, og hvernig stofnanir regluveldisins berja EES ríki til hlýðni með regluverkinu.

Þar má segja að undanhald Norðmanna er ekki samkvæmt áætlun.

Og hér verður ekkert undanhald, fjárfestarnir sem fjármagna afstöðu stjórnvalda, sjá til þess að svo verði.  Aðeins verður rifist þegar útdeiling gæðanna hefst, hvort þessi fái meiri en hinn og svo framvegis.  Þó munu Píratar ekki rífast mikið, þeim mun duga ókeypis netáskrift í nokkra mánuði. 

 

Núna mætti ætla að einhver gripi inní umræðuna og segði; "ókei, við vorum að ljúga, en rafmagn er vara (til dæmis haft eftir Þórdísi Kolbrúnu) og vöru á að selja á markaði þeim sem býður best.  Landsvirkjun er svo fjöregg þjóðarinnar og þjóðin hirðir þá arðinn.

Í það fyrsta að fólk sem hefur þegar logið öllu, það virkar ekki beint trúverðugt þegar það talar um Landsvirkjun sem fjöregg þjóðarinnar, en það getur réttilega bent á að því verði fleygt út af þingi í næstu kosningum, og þjóðin geti þá kosið þá sem hún telur sig geta treyst til að gæta fjöreggsins.

Þá í öðru, skiptir það ekki máli, regluverkið sér til þess.

 

Á þetta höfum við bloggararnir marg bent á, en orð okkar hafa ekkert vægi í opinberri umræðu.  Og smærri fjölmiðlar eins og Bændablaðið hafa ekki slíkt vægi því miður.

Þess vegna væri óskandi að blaðamaður Morgunblaðsins myndi kynna sér umfjöllun Bændablaðsins um stríð ESB við einstök aðildarríki um losa um tök ríkisfyrirtækja á raforkuframleiðslu, og hvernig því lauk með fullum sigri regluveldisins.

Meir að segja Frakkland þurfti að lúta í gras, og svo reyna raðlygararnir að telja íslensku þjóðinni í trú um að hún geti staðið gegn því, og haft sigur. 

Með einhliða fyrirvörum sínum, með því að hundsa regluverkið, með því að hundsa úrskurði ESA, með því að hundsa dóma og sektargreiðslur.  Og raðlygararnir sjá um varnirnar.  Trúlegt eða hitt þó heldur.

 

Þá brestur ísinn endanlega undan landsölufólkinu og þegar það verður dregið á þurrt, þá mun það standa berstrípað frammi fyrir alþjóð og aðeins nakin hagsmunagæslan fyrir þá fjárfesta sem ætla sér að græða á orkunni okkar, stendur eftir.

Fólkið sem seldi auðlindina.

Grenjandi krakkar í bland við raðlygara.

Slíkur er nefnilega máttur staðreynda og vandaðar fréttaumfjöllunar.

 

Einu sinni sagði þjóðskáldið, "Íslands óhamingju verður allt að vopni".

Í dag má snúa þessu við, það fellur með þjóðinni þegar Morgunblaðið uppgötvar á ný tilgang sinn og hlutverk.

Verður risinn sem það einu sinni var.

 

Þjóðinni verður allt að gæfu.

Kveðja að austan.


mbl.is Er rafmagnsframleiðsla þjónusta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ómar

Til hamingju með þessa glæsilegu ræðu.

Ef með orðum er hægt að húðstríkja þetta landráðahyski sem ríður röftum á Alþingi, þá gerir þú það hér og svo rækilega að einhver níðingana munu liggja eftir.

Jónatan Karlsson, 8.6.2019 kl. 12:01

2 identicon

Tek undir orð Jónatans.  Frábær pistill.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.6.2019 kl. 12:29

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar, það er leiðinlegt að þú skulir þurfa að tala niður til Pírata, þegar þeir eru ekki einu sinni umræðuefnið. Vonandi áttu eftir að finna einhverja heilun við þessu.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2019 kl. 13:14

4 identicon

Sæll Ómar - sem oftar og áður, sem og aðrir gestir, þínir !

Tek undir: með þeim Jónatan og Símoni Pétri alfarið, um leið og vil vil koma mínum þökkum á framfæri til þín:: ekki síður.

Guðmundur fornvinur Ásgeirsson !

Því miður - gera Píratar í því, að grafa undan sínum trúverðugleika, með viðhengis hlutverki sínu, við Engeyingana, sbr. III. Orkupakka viðbjóðinn, t.d.

Eða: er Pírötum jafnvel slétt sama / að láta sig engu varða, að á hliðarlínum braskaranna hanga þeir Heiðar Már Guðjónsson (Björns Engeyings Bjarnasonar tengdasonur) og Ásgeir Margeirsson HS Orku braskari hvorir tveggju:: FROÐUFELLANDI af sinni ágirnd og græðgis glóppzku í, að komast yfir þessi verðmæti landsmanna, ásamt ýmsum Skuggaböldrum öðrum / innlendum: sem og útlendum ?

Ég ætlazt ekki til Guðmundur - að þú getir svarað fyrir hátterni Píratanna en, ................. sífellt furðulegri er / og verður þeirra framganga, með hverjum deginum sem líður, sbr. Eiturlyfja áhugasemi Helga Hrafns Gunnarssonar t.d., Guðmundur minn.

Reyndar: mættu landsmenn alveg slá saman í ferðalags- púkk, Helga Hrafns austur til Filippseyja, hvar Duterte Forseti hefur verið lunkinn og laginn við að AFGREIÐA Eiturlyfja liðið, á afar hagkvæman hátt, svo mjög:: að dregið hefur um cirka 50 - 60% úr glæpatíðninni, þarlendis, og Helgi Hrafn fengi að sjá með eigin augum HVERNIG Á AÐ AFGREIÐA ÞAÐ LIÐ, sem með Eiturlyfin höndlar: raunverulega.

Með hinum beztu kveðjum - sem endranær, af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2019 kl. 15:38

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Píratar eru það fyrirlitlegasta í þessari umræðu, því þeir hafa gefið sig út fyrir að vera andkerfisflokkur.

Síðan eru þeir þeir heimskustu því þeir virðast trúa sínum eigin orðum þegar þeir halda því fram að það þurfi ekki einu sinni fyrirvara.

Ég tala ekki niður neinn af ástæðulausu, og sem gamall lesandi þessa bloggs átt þú að vita það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.6.2019 kl. 19:08

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jónatan.

Það er eiginlega meiningin.

Ásamt því reyndar að sýna okkar fólki að málstaður andstæðinganna er svo veikur, að þeir þora ekki í rökræðuna við kjaftforan mann, ekki vegna þess að þeir vilji það ekki, heldur að þeir vita eins og er að þeir hafa ekki rökin.

Í ICEsave deilunni skemmti ég mér reglulega að kíkja á verndaðar síður Samfylkingarsinna þar sem þeir raupuðu og hvöttu hvorn annan, og skömmuðust út í andstæðinga sína.  En þeir voru löngu hættir að fara út úr sínu verndaða umhverfi, voru bara eins og gaggandi hænur sem þóttust vera fálkar.

En ólíkt þessari deilu þá var rökræðan erfiðari, því á vissan hátt var málið óljóst, bæði eftir úrskurð gerðardómsins og úrskurð ESA.  Og margir Samfylkingarsinnar komu á mína síðu og annarra, þar sem tekist var á um deiluna, og héldu uppi vörnum fyrir sitt fólk.  Svo fjaraði undan þeim, en alltaf þegar þeir fengu einhver ný rök uppí hendurnar, þá mættu þeir og rifust, það máttu þeir eiga.

Í þessari deilu er þetta ekki einu sinn reynt, allavega ekki hér á blogginu. 

Ég hef hins vegar séð rökræðu á feisbókinni, og sjálfur aðeins tekið þátt í henni, og yfirleitt hafa haldreipin verið frasar og fullyrðingar.  Vendipunkturinn var svo þegar Arnar Þór birti feisbókarfærslu sína, þá var stórskotaliðið sent á vettvang, með Björn Bjarnason í broddi fylkingar.  Smári Pírati reyndi líka að taka slaginn við Arnar, og málfylgjumaður sem hefur rökin sín meginn, hann pakkar andstæðingum sínum snyrtilega saman í jólapakkningar.  Og það var það sem Arnar gerði.

Taktu líka eftir því að "hinir" lögfræðingarnir sem stjórnvöld vísa í, þeir Davíð og Skúli, þeir láta ekki sjá sig í umræðunni.

Ríkisstjórnin hefur ekkert í höndunum, nákvæmlega ekkert.

Þetta var aldrei svona hreint borð í ICEsave deilunni, þó var málstaðurinn þar slæmur.

Þannig já, ég geri það sem ég er bestur í.

En hamra líka á rökunum aftur og aftur, sem er eiginlega hinn dýpri tilgangur pistla minna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.6.2019 kl. 23:03

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Símon Pétur.

Félagi Óskar Helgi, hugmynd þín um utanför Helga Pírata er góðrar gjalda verð, en lausnin á eitri er aldrei annað eitur, hvort sem það er eitur eiturlyfjanna eða eitur illskunnar. 

Hann ætti frekar að sendast til Hollands til að kynna sér að lögleiðing er tvíeggjuð, en samt má ekki gleyma að það eru líka rök í málinu.  Og Helgi má eiga það að hann getur alveg staðið á sínu.

Hins vegar eru Píratar búnir að afhjúpa sig fyrir löngu að þeir eru ein helsa hækja auðræðisins hér á Íslandi, þeir sjá um óánægjufylgið, að það sé pæklað niður í tunnu og síðan étið upp til agna af auðnum.

Það er ekki fyndið Óskar, því eins og þú veist þá er aðeins eitt verra en kvislingar.

Það geta gamlir júgóslavneskir kommúnistar staðfest.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.6.2019 kl. 23:11

8 identicon

.... reyndar; var Björn Leví Gunnarsson að senda Vafningnum (Bjarna Benediktssyni) væna sneið á Mbl. vefnum, kl.21:56 í kvöld, varðandi sýndar fjármálaáætlunina þeirra Bjarna, og lagsfólks hans.

Mér þykir rétt - að benda Birni Leví á nokkrar leiðir sem færar væru til hindrunar frekari skerðinga, gagnvart hinum lakast settu í samfélaginu :

I. Ríkisútvarpið: mætti skera niður, um cirka 70 - 80%, án þess að koma að nokkurri sök.

II. Þjóðkirkjuna - mætti afleggja 100% / Fornkirkjunni á fyrstu öldunum var ekkert hyglað af nokkru Ríkisframlagi neins staðar: söfnuðirnir kostuðu útgjöld til Byskupa og Presta, sem annarra kennimanna sinna.

III. Sinfóníuhljómsveit Íslands: sem og Íslenzka óperan þyldu alveg, að verða skertar um 50 - 60%, alla vegana. Óþarflega mikið prjál og snobb, í kringum þær: hvorar tveggju.

IIII. Skraut- Forseta fígúruganginn suður á Bessastöðum mætti afnema / billegur Ríkisstjóri gæti komið þess í stað, að hámarki 20% kostnaðar, þess fyrrnefnda.

V. Svo: mætti alþingi sjálft, skera sig niður (laun og annað til heyrandi), um a.m.k. 75% / tími til kominn, að sá mannskapur fari að koma niður á Jörðina úr sjálfs upphafningunni og montinu, ætti það að geta endurheimt þó ekki væri nema:: cirka 5% virðingar landsmanna, á ný, eða svo til, til að byrja með.  

Hvað - þau Björn Leví og aðrir Píratar ættu að skoða, af kostgæfni - og ALVÖRU !

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2019 kl. 23:29

9 identicon

.... Ómar !

Ýmislegt umhugsunar- og raunar skoðunarvert mjög, í athugasemd þinni, nr. 7, Austfirðingur mæti.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.6.2019 kl. 23:33

10 identicon

Vegna orða Guðmundar hér ofar um að píratar séu "ekki umræðuefnið" þá leyfi ég mér að undirstrika að orkupakki þrjú verður ekki samþykktur og innleiddur án aðkomu þingmanna. Þingmenn pírata hafa heitið stuðningi við orkupakann. Af því leiðir augljóslega að pírtar og aðrir þingmenn sem ætla að samþykkja orkupakkan eru umræðuefni í greinum sem skrifaðar eru til að skilja hvað fær þingmenn til að styðja regluverk sem vinnur gegn þjóðarhagsmunum.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 9.6.2019 kl. 10:39

11 Smámynd: Jónatan Karlsson

Afstaða þingmanna Viðreisnar og Samfylkingar er auðskilin í ljósi baráttu þeirra og draumsýnar fyrir að fela erlendum aðilum yfirráð yfir gullunum okkar.

Þingmenn annara flokka sem hafa svarið eið að stjórnarskrá Íslands og eru kjörnir sem fulltrúar alla þeirra Íslendinga sem vilja standa vörð um bjarta framtíð lýðveldisins, þeim ber að fylgja vilja yfirgnæfandi meirihluta landsmanna og neita að samþykkja þennan þriðja áfanga orkusamruna ESB.

Undirskrift og samþykki án haldbærra raka eru ekkert annað en svik og landráð.

Jónatan Karlsson, 9.6.2019 kl. 11:16

12 identicon

Stjórnarformaður Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins og vefútgáfunnar mbl.is er faðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur.

Svo ekki lítur það vel út, en það munar svo sannarlega um liðstyrk ritstjóra Morgunblaðsins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.6.2019 kl. 17:51

13 identicon

Vopnabúrin breytast.

Lengi tíðkaðist hjá stórþjóðum að þróa, framleiða og safna einhverjum bísnum af vopnum. Og svo náttúrlega í framhaldinu var oft farið í landrán og auðlindarán. Stórvopnaþjóðir brutu undir sig þjóðir og lendur og gerðu að nýlendum sínum.

Nú er öldin önnur.

Stríðstól stórríkjanna í dag eru reglugerðasmiðjur undir hatti ESB, svo vel úthugsaðar að nýlendurnar eiga ekki sjens. Ef viðfangsefni (reglugerðasmíð) reglugerðasmmiðjanna er ekki stórríkjunum í hag fyrst og fremst, verður hún aldrei borin upp.

Eitt sinn blikkuðu Íslendingar til EES og töldu sig hafa höndlað allt það sem hægt væri að hugsa sér, enda margt gott þar að finna.

Vinalegi feldurinn er hins vegar orðinn slitinn og farið er að glitta óþyrmilega í úlfinn undir. Og sá sem ekki heldur vöku sinni verður étinn.

Íslensk þjóð er vakandi, en núverandi handhafar lýðræðisins við völl Jóns Sigurðssonar, Austurvöll, eru einarðir í því að vinna gegn lýðnum og vilja lýðsins. Núverandi stjórnvöld eru því ekki að þjóna sínum vinnuveitendum, heldur að aðstoða við að brjóta þjóðina undir ok stórríkja-/ríkis.

Arnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.6.2019 kl. 08:56

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Arnar, það var margt gott þar að finna.

Vel mælt.

Kveðja að ausan.

Ómar Geirsson, 10.6.2019 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 447
  • Frá upphafi: 1412809

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 386
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband