31.5.2019 | 19:53
Bann við banni.
Það er leiðinlegt að þurfa rifja það enn einu sinni upp hvað felst í þriðja orkupakkanum, eitthvað sem væri óþarfi ef fullorðið fólk stjórnaði þessu landi.
Eða við hefðum lög eins og í bandaríkjunum sem banna ráðamönnum að ljúga vísvitandi að þinginu, þá væri viðtalið við formann utanríkismálaráðherra tekið í annarri stofnun, aðeins fjær Reykjavík en sú sem hún blekkir ítrekað vísvitandi.
Ill nauðsyn en samt og ennþá er best að láta Evrópusambandið sjálft hrekja hinar vísvitandi blekkingar;
"What is the aim of the "third energy package"? The aim is to make the energy market fully effective and to create a single EU gas and electricity market.
What does it consist of? ..... three Regulations, ... one on conditions for access to the network for cross-border exchange of electricity ((EC) No 714/2009) and one on the establishment of the Agency for the Cooperation of Energy Regulators ACER ((EC) No 713/2009).".
Einn sameiginlegur markaður, reglur um tengingu yfir landamæri, stofnun yfirþjóðlegrar Orkustofnunar Evrópu, allt regluverk til að tryggja einn sameiginlega markað, og til að ná því markmiði er sett blátt bann við hindranir á tengingum yfir landamæri.
Og formaður utanríkismálanefndar reynir að telja þingi og þjóð í trú um að íslensk stjórnvöld geti einhliða sett bann á bannið sem bannar tengingar milli landa.
Heldur hún að við séum öll börn, einfeldningar, sem er hægt að segja hvað sem er.
Að það sé hægt að innleiða regluverk og setja síðan lög sem gerir hið sama regluverk óvirkt.
Stefán Már Stefánsson prófessor, okkar helsti sérfræðingur í Evrópurétti, varaði stjórnvöld við að þó regluverkið krefðist þess ekki af íslenskum stjórnvöldum að þau kæmi á slíkri tengingu, þá væri ólíklegt að þau gætu hindrað aðra í að leggja slíkan sæstreng, slíkt væri samningsbrot sem byði heim hættuna á málssókn. Stefán gerði það í lagaáliti sínu, sem og á fundi utanríkismálanefndar, og hann hefur hvergi hvikað frá þeirri skoðun sinni.
Í blaðaviðtali segir hann að það eigi að vísa þessu til sameiginlegu EES nefndarinnar, og fá þar undanþágu, og hann benti á að það er fólkið að semja lagatexta sem heldur fyrir dómi.
Samt vogar formaður utanríkismálanefndar sér að fullyrða enn einu sinni að "Síðan setjum við lagalegan fyrirvara eins og ráðlagt var af Stefáni Má og Friðriki Hirts.".
Þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari bendir á að íslensku fyrirvararnir haldi ekki samkvæmt Evrópurétti og þeim sem er meinað að leggja sæstreng, séu með unnið mál á hendur íslenskum stjórnvöldum, þá eru rök formanns utanríkismálanefndar þessi; "Áslaug segir Arnar Þór vera að tala um að leggja sæstreng til Íslands gegn vilja íslensku þjóðarinnar. Það er ekki hægt, það er hvergi í þriðja orkupakkanum neitt um það að hægt sé að leggja slíkan sæstreng. Það er skýrt.". Eins og hún sé ekki tengd við þennan heim.
Arnar Þór talar ekki um að leggja sæstreng til Íslands gegn vilja þjóðarinnar, hann talar um að leggja sæstreng til Íslands. Af hverju minnist hann ekki á hliðarskilyrðið, "gegn vilja íslensku þjóðarinnar"??, jú vegna þess að það er hvergi talað um í regluverkinu að tengingar milli landa séu háðar vilja viðkomandi þjóða, heldur að þeim skuli komið á, og bannað sé að hindra slíkar tengingar.
Enda hvernig á einn orkumarkaður (single market) að funkera ef einstök ríki hins innra markaðar geti sett sig uppá móti slíkum markaði með því að neita tengingum yfir landamæri. Þetta er svo einfalt að jafnvel börn eigi að skilja þessa rökleiðslu. En Jón Gnarr gæti bent á að geimverur gætu átt erfitt með slíka einfalda hugsun.
En botninum er ekki náð hjá formanni utanríkismálanefndar og gefum henni aftur orðið;
"Spurð hvort fjórfrelsisreglur EES gera það mögulega að verkum að óheimilt sé að banna lagningu sæstrengs, eins og fram hefur komið á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, segir hún ekki um bann að ræða. Við erum bara að festa það í sessi að það er ákvörðun þingsins og það getur ekki komið einhver utanaðkomandi aðili og og lagt hér sæstreng frekar en hann geti komið hingað og lagt veg. Þessum spurningum var öllum varpað upp í starfi nefndarinnar og fengið skýr svör má lesa í álitsgerð Skúla Magnússonar og Davíðs Þórs Björgvinssonar, svarar Áslaug".
Það er sem sagt ekki verið að banna lagningu sæstrengs, heldur sé slíkt ákvörðun þingsins. Gott og vel, er hún þá að segja að þingið muni sjálfkrafa leyfa slíkan streng ef eftir verður leitað?? Það sé því ekki um hindrun á tengingum milli landa að ræða, heldur aðeins formsatriði sem engin áhrif hafi á regluverkið? Varla.
Ef menn vilja ekki láta regluverkið taka gildi, þá neitar Alþingi viðkomandi um leyfi til að leggja sæstrenginn. Og bakar sér um leið skaðabóta áhrif. Ekki nema það verði knúið til að leyfa slíkan streng, og hvert er þá bannið??
En það reynir ekki á slíkt að öllum líkindum miðað við rökfærslu Áslaugar því hún segir; "það getur ekki komið einhver utanaðkomandi aðili og og lagt hér sæstreng frekar en hann geti komið hingað og lagt veg."
Sem er rangt varðandi sæstrenginn, regluverkið kveður á um að markaðsaðilar megi leggja slíkar tengingar, og það er bannað að hindra slíkar tengingar, sbr single market.
En geta þeir komið og krafist þess að fá að leggja vegi?? Svarið er augljóslega Nei, þriðji Orkupakkinn fjallar ekki um vegalagningu, og ennþá eru þeir utan regluverksins.
Svo það er ekki einu sinni barnalegt að bera þetta tvennt saman, það er verra en það.
Síðan varðandi lagaálit þeirra Skúla og Davíðs þá gat ég ekki annað lesið úr lagaáliti þeirra en þeir bentu á að íslensk stjórnvöld væru ekki skyldug til að leggja sæstreng, eins og það komi málinu eitthvað við.
Það hefur enginn haldið því fram.
Hins vegar hafa ekki komið rök frá þeim félögum um skaðabótaábyrgðina, um einhliða fyrirvara sem halda með vísan í dómafordæmi og annað.
Vísan í þá án frekari rökstuðnings er nákvæmlega sömu vinnubrögð og viðhöfð voru í ICEsave umræðunni, þegar stjórnvöld vitnuðu grimmt í flesta lögfræðinga, lagaálit hinna og þessa, en komu aldrei með bein rök gegn ítarlegum rökum Stefáns Más og félaga sem sýndu fram á með skýrum rökum að íslensk stjórnvöld höfðu innleit tilskipanir ESB um innlánstryggingasjóð á réttan hátt. EFTA dómurinn staðfesti það álit, enginn man lengur hvað hinir flestu lögfræðingarnir hétu.
Og ef það mál er ekki næg vísbending um keypt lögfræðiálit stjórnvalda þá má minna dóminn um gengislán, sem þáverandi stjórnvöld fullyrtu ítrekað að væru lögleg, og ekki má gleyma síðan þegar Árnalögin voru send heim til föðurhúsanna, þá vantaði heldur ekki hin fjölmörgu keyptu lögfræðiálit sem bara stóðust ekki, því niðurstaðan var fyrirfram ákveðin.
Ef Stefán Már hefur rangt fyrir sér núna, og Arnar Þór veit ekki hvað hann er að segja, og munum að þeir tala út frá bestu vitneskju, ekki borgun um að skila "réttri" niðurstöðu, að þá væri stjórnvöldum í lófa lagi að hrekja röksemdir þeirra lið fyrir lið.
Með rökum, ekki fullyrðingum án rökstuðnings.
En merkilegur er sá lögfræðingur sem getur sýnt fram á að það sé hægt að banna bann sem bannar markaðshindranir á hinum innri markaði.
Þriðji orkupakkinn fjallar einmitt um slíkt bann, það er bann við hindrunum.
Og á meðan slíkur lögfræðingur gefur sig ekki fram, og rökstyður þau undur, þá er vísan í slíkt ómarktækt.
Það er nefnilega ótrúlegur málflutningur að geta ekki sagt satt orð um þriðja Orkupakkann, og tekið umræðuna um hann á hans forsendum.
Hver er ávinningurinn við hinn sameiginlega evrópska raforkumarkað, hverjir eru gallarnir.
Og ef menn telja ávinninginn meiri en gallana, þá samþykkja menn regluverkið.
Ef menn telja gallana vega þyngra, þá vísa menn því til sameiginlegu EES nefndarinnar, og fá undanþágu fyrir íslenskan raforkumarkað.
Þetta er ekki flókið.
Þetta er ákaflega einfalt.
Fyrir fullorðið fólk, og ætti líka að vera einfalt að skilja fyrir þá sem yngri eru.
En menn ljúga ekki.
Það er það eina sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar mega ekki í þessu máli.
Jafnvel þó þeir líti ekki á sig sem fullorðið fólk.
Það er mál að linni.
Þetta er að verða aumara en það sem aumt er.
Þjóðin á betra skilið.
Kveðja að austan.
Valdið hjá Alþingi óháð fyrirvörunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Um þennan pistil þarf ekkert að segja en að hann er rökfræðilega tær snilld.
Það væri betra að hin 28 ára gamla dóttir stjórnarformanns Árvakurs, útgáfufélags mbl.is,
hefði viðlíka djúpan skilning á málinu og hér kemur fram.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.5.2019 kl. 21:15
Sæll Ómar Geirson og þakka þér margt gott,oft lesið án afskipta. Allt er gott sem er einfalt og það einfalda í þessu pakka máli, er að um það þurfti ekki að fjalla nema á hugskots hraða sem að hefði svona vegna sanngirni við sein huga, átt að duga tuttugu, þrjátíu mínútur.
En það er nú nokkuð annað sem enn er í gangi og það getur velverið að lítt brúklegar þvörur standi í því skilningsleysi á alþingi að spýtur séu æðri en sál. En þar sem ég er hvorki sálfræðingur né spýtna fræðingur þá læt ég vera að dæma að sinni.
Hrólfur Þ Hraundal, 31.5.2019 kl. 23:19
Takk Símon Pétur.
Ég er nú oft sammála þér en kannski ekki alveg fyrstu setningu þinni, en miðað við kapphlaupið við klukkuna, að ná að klára pistilinn af fyrir skyldur kvöldmatsins, þá er hann ágætur greyið.
Flest af þessu hef ég sagt áður, og ef ég segi þetta svona fimm sinnum í viðbót, þá gæti kannski einhverjum dottið það í hug að skrifa fréttaskýringu um rangfærslur formanns utanríkismálanefndar.
Síðan ef ábending Arnars hefði verið það léttvæg, að honum hefði yfirsést í lagatextanum þetta með þjóðarviljann, að þá skil ég ekki axarskaftið að sami textinn, með smá orðalagsbreytingum, hafi dúkkað upp á þráðum þar sem þessi ábending var rædd.
Ef þetta væri svona einfalt, þá hefði áróðursdeildin verið tilbúin með tilvísun í mótrök, það er lagaleg mótrök.
Það er bara eins og hún fatti þetta ekki.
Því ef svo væri, þá hefði hún þagað þar til hún hefði fengið lagarökin uppí hendurnar.
Hins vegar grunar mig að þau séu ekki til, byggi það á samræðum mínum við aldinn mann, rökfastan með afbrigðum, og eina efnislega svar hans að ábending og rök Arnars væru hugarleikfimi.
Það er heldur klént andsvar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.6.2019 kl. 00:54
Sælir sem endranær - Ómar, líka sem og Símon Pétur og Hrólfur Vélfr.: sem og aðrir gestir, hér: á síðu hins mæta Austfirðings !
Tek undir: með ykkur þremenningum öllum, alfarið.
Þó svo - vísdómur Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur sé óvéfengjanlegur, í matreiðzlu sem almennri meðhöndlan Humars og Hvítvíns (þ.e.a.s.til þeirra, sem efni hafa á neyzlu þess matar / sem og drykkjar: svona næstum því dags daglega) er ekki þar með sagt:: að slíkir eiginleikar séu einhverjar undirstöður LÁGMARKS þekkingar á stjórnmálum, né til almennrar rökræðulistar, hvað þá undirstoða Heimspekilegra þanka.
Mögulega: hefur einhver fljótaskrift verið, á burtfararprófum Áslaugar Örnu, af hinum köldu bekkjum Heimdellinganna og SUSaranna piltar, sem hlutdeild á, í Gönuhlaupum hennar - sem og fljótfærni, meðfram mjög svo augljósu þekkingarleysinu, á Íslandssögunni, ekki síður en hinni víðfeðmu Mannkynssögu einnig, líkast til.
Með beztu kveðjum - sem jafnan, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.6.2019 kl. 00:59
Takk fyrir það Hrólfur.
Við höfum svo sem oft áður verið samstíga í varnarbaráttu sem er þvert á flokka.
Ég er sammál þér að þetta mál hefði ekki þurft að ræða lengi, það blasir við að það er bæði illa unnið og vanhugsað. Og það hefði átt að fresta því, og vinna úr þeim ábendingum sem fram hafa komið, í stað þess að skattyrðast við það fólk sem andmælir með rökum, og saka það um annarlegar hvatir, þjóðrembu, einangrunarhyggju, andstöðu við EES samninginn sem reyndar er rétt í mínu tilviki, og margt annað sem er bara ákaflega ómálefnalegt.
En ég er ekki heldur spýtufræðingur svo ég skil heldur ekkert í þessum þvergirðingshætti.
Hins vegar held ég að sálfræðingar gætu ekkert hjálpað í þessu máli.
En þeir gætu örugglega veitt fyrstu áfallahjálp þegar þetta fólk horfist í augu á dóm kjósenda.
En mér finnst að málið eigi ekki að enda svo.
Það á að senda pakkann til baka með þeim orðum að ekki sé not fyrir hann hér.
Og halda svo áfram að rífast um landsins gagn og nauðsynjar, því það er ekki bara alltaf hægt að tala um veðrið.
En það er líklegast borin von.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.6.2019 kl. 01:03
Blessaður Óskar Helgi.
Hvað sem veldur þá skulum við samt vona að hún kunni að matreiða hafragraut líka.
En við megum samt ekki persónugera þetta um of, nógu er ég leiðinlegur samt í þessum pistli.
En það er að gefnu tilefni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.6.2019 kl. 01:05
.... fjarri fer því Ómar: að þú sért nokkuð óþarflega persónulegur, því lungi hinnar ágætu kynslóðar Áslaugar Örnu (a.m.k., í þéttbýlis plássum landsins, óþarflega mörgum þeirra) þekkir ekki nokkurn mun Þorsks né Keilu:: hvað þá Lambhrúts eða Kvígu, svo aðeins sé tilnefnt eitt lítið dæmi, úr gerfi- veraldar sýn þeirra á Snjallsíma stiginu / gagnvart hversdagslegum raunveruleikanum.
Hafi hún Hafragrauts tilbúninginn til að bera - ætti það að auka hróður hennar að all nokkru: hinsvegar.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.6.2019 kl. 01:18
Þakka þér góðan pistil Ómar. Málefnalegan og vel fram settan.
Okkur hættir mörgum hverjum til að persónugera umræðuna og er auma kvikyndið ég þar engin undantekning. Jafnvel skaðvaldur í umræðunni, þá heitast brennur loginn til fósturjarðarinnar. Það er helvíti hart, að ef maður vogar sér að tjá sig um elsku sína til lands og þjóðar, algers sjálfstæðis og forræðis yfir auðlindum okkar, skuli maður vera kallaður einangrunarsinni, rasisti og jafnvel kynþáttahatari.
O3 er spurning um fullveldi Íslands! Svo einfalt er það. Verði þetta samþykkt, er úti um sjálfstæðið. Svona svipað og eftirlitsstofnanir esb ákveði hvenær slökkva skuli ljósin á heimilum landsmanna á kvödin og alger ró komin á, samkvæmt að sjálfsögðu........stöðlum esb. Í ofanálag yrði öllum gert að fjarlægja hjá sér útidyrahurð heimila sinna í nafni ´´frjáls flæðis´´.
Enn á ný, þakka enn einn stórgóðan pistilinn.
Góðar stundir, mð kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 1.6.2019 kl. 01:39
Já ég er sammála þessu með hafragrautinn Óskar, en ég var kannski að meina að ég væri nógu leiðinlegur þannig að það þyrfti ekki að bæta á það.
Meira svona einmitt eins og þú gerir núna, að tala um vitglöp kynslóðar hennar þegar kemur að því að þekkja hið raunverulega líf sem hefur mótað þessa þjóð í árhundruðin.
Svona almennt séð þá held ég að krakkarnir skilji ekki hvað er í húfi, og hvaða þýðingu sjálfstæði hefur fyrir smáþjóð sem þarf eðli málsins vegna alltaf að berjast fyrir tilveru sinni.
En Áslaug lenti í máli sem er henni ofvaxið, það afsakar hana vissulega ekki, en það skýrir svo margt.
Og já, ég held að hún kunni að elda hafragraut.
Göngum út frá því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.6.2019 kl. 01:46
Takk fyrir innlitið Halldór.
Mikið sammála og þetta er það sem fólk verður að fara kveikja á áður en ESB innlimar þá peru líka í regluverk sitt.
" O3 er spurning um fullveldi Íslands! Svo einfalt er það. Verði þetta samþykkt, er úti um sjálfstæðið. Svona svipað og eftirlitsstofnanir esb ákveði hvenær slökkva skuli ljósin á heimilum landsmanna á kvödin og alger ró komin á, samkvæmt að sjálfsögðu........stöðlum esb. Í ofanálag yrði öllum gert að fjarlægja hjá sér útidyrahurð heimila sinna í nafni ´´frjáls flæðis´´".
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.6.2019 kl. 13:26
Til upplýsingar og fróðleiks fyrir lesendur bloggs þíns Ómar,
þá langar mig tilað vitna hér beint í rökræður Arnars við Björn Bjarnason
á feisbókarsíðu Arnars og það um einn af kjörnum málsins:
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.6.2019 kl. 21:12
Er það virkilega þannig, að þingmenn "Sjálfstæðisflokksins" ætli að treysta á góðvild ESB okkur til handa?
Vera svo barnalega vitlausir að halda að okkur bjóðist einhver sérstakur "special price for you my friends"?
Mikið sem ég tek algjörlega undir þessi varúðarorð Arnars Þórs Jónssonar:
"Ég tel líka að þessar meðalhófspælingar séu óskhyggja fremur en raunsæi. Það er markvisst verið að veikja lýðræðislega stjórnarhætti og setja skrifræði í þess stað. Réttarreglurnar eru orðaðar með almennum og óljósum hætti en svo er dómstólum ætlað að marka stefnuna með "dýnamískri" dómaframkvæmd. Þetta vilt þú, Björn, að við undirgöngumst í bjarteygri von um að "meðalhófs verði gætt við túlkun á reglum". Vandinn er að íslenska ríkið er ekki á vellinum að spila, heldur situr uppi í stúku og horfir á stóru strákana sem taka ákvarðanir fyrir hina. Við höfum heldur enga tryggingu fyrir því að hagsmuna okkar sem smáríkis verði gætt. Þetta mál snýst um hagsmunagæslu fyrir hönd íslenska ríkisins og íslensks almennings og við eigum að láta þá njóta vafans en ekki ESB. Ef menn geta sýnt fram á að þetta orkupakkamál sé sannarlega hagkvæmt fyrir okkur þá það, en þangað myndi ég segja að menn ættu að vera á jörðinni frekar en að svífa um á draumkenndum skýjum um að aðrir gæti hagsmuna okkar."
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.6.2019 kl. 21:28
Og Gunnar Rögnvaldsson neglir þetta þegar hann segir eftirfarandi í athugasemd við nýjasta pistil sinn:
"Ríkisstjórnin þorir ekki að verja Ísland.
Hún þorir ekki að standa á réttindum þjóðarinnar.
Hún þorir ekki að sækja mál þjóðarinnar.
Hún þorir ekki að nota ESS-samninginn eins og til var ætlast,
og sem annars hefði aldrei fengist samþykktur.
Hún er hins vegar að sannfæra íslensku þjóðina um að EES-samningnum verði að segja upp.".
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.6.2019 kl. 00:37
Aumari gerist Björn Bjarnason, með degi hverjum. Blessaður karlinn.
Halldór Egill Guðnason, 2.6.2019 kl. 01:36
Blessaður Pétur Örn.
Ég held að ég geti seint þakkað forsjóninni fyrir að Arnar Már steig inní umræðuna á þessum tímapunkti með rökfestu sína. Við vitum alveg að við spörfuglarnir höfum áhrif á sönginn sem flokkurinn syngur, og það er drjúgt hlutverk, en við erum ekki hluti af hinni opinberu umræðu, og slagurinn þar skiptir líka miklu máli.
Bakgrunnur Arnars skaðar ekki, það mun virka vægast sagt hjákátlegt að afgreiða hann sem Miðflokksmann eða vitleysing sem veit ekki hvað hann er að segja, eftir að "við", fólkið sem veit þetta er búið að fullræða málið á þingi. Eitthvað sem til dæmis Björn Bjarnason áttaði sig strax á að væri búmmerang sem hann fengi strax til baka.
Þegar ég las þennan þráð hjá Arnari þá var þetta ekki komið inn, en ég sá hann þagga niður í Þorkeli Sigurlaugssyni og stöðluðu andmæli hans frá áróðursdeildinni, og hann pakkað Smára McCarthy snyrtilega saman í umbúðir rökþrotsins.
Og örvænting er svo mikil að fallbyssan er send á svæðið og hún endar sína rökræðu á því að þykjast vera spörfugl, en ekki man ég að hafa séð hana flögra um í okkar hópi.
Mikilvægi þessarar umræðu fyrir mig er að núna veit ég, en áður var ég nokkuð viss, á því er grundvallarmunur.
Hvort ég pistli eitthvað öðruvísi er önnur saga, ætli mér sé ekki eðlislægt að láta illum látum þegar þess er þörf, en ósköp er samt gott að vita af þessum fallaskiptum rökræðunnar. Það er til dæmis auðséð hvernig Mbl.is spyr beinskeyttari spurninga, þar er fólki líka ljóst að blekkingarvefurinn hefur algjörlega raknað upp. Og þó eitthvað verður reynt að rimpa upp nýjan vef, þá verður það í besta falli götótt drusla, saumuð úr bótum sem lítt halda.
Ekki að þetta verður samþykkt að lokum, það er að öllum líkindum, en málstaðurinn er þannig að það mun einu sinni enginn nenna að benda á keisarann og segja að hann er nakinn.
Það er öllum ljóst, líka þeim sem reyna að halda uppi vörnum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.6.2019 kl. 10:52
Blessaður aftur Pétur Örn í annað sinnið, les rólega niður, eina í einu með kaffibolla í hendi, bíðandi eftir leik hjá strákunum mínum, þeir spila við Hauka á eftir í þriðja flokki.
Þetta sem þú vitnar í er rothögg umræðunnar þar sem Björn biðst vægðar á eftir sem flögrandi spörfugl.
Það má líka orða þetta þannig að alveg eins og það stendur hvergi í regluverkinu að vilji íslensku þjóðarinnar sé eina hindrunin sem er liðin á hinu frjálsa flæði yfir landamærin að þá stendur það hvergi að pólitískur vilji umboðslausra manna sé önnur slík hindrun.
Prófaðu að taka að þér að farga sorpi, og hentu því svo öllu í höfnina. Ég skal lofa þér að það dugi þér ekki að fullyrða að þú hafir bréf í vasanum frá "áhrifamanni" um að þú megir brjóta öll lög og reglur um förgun sorps.
Þeir sem taka ákvarðanir um fjárfestingar sínar gera það aldrei á þeim forsendum að þeir þurfi að setja sig inní pólitískan vilja og pólitískrar samræður á hverjum tíma, fyrir utan það að hann er óþekkt breyta í dæminu, að þá er hann breytilegri en sunnlenska slagviðrið sem getur komið úr öllum áttum á sama tíma. Sem og að þegar regluverkið setur sér markmið, vel rökstutt, þá líður það ekki að umboðslausir pólitískir embættismenn geti sagt hvað sem er í skálræðum, og þar með eru markmiðin fokin út í vindinn.
Það eiginlega barnalegt að láta sér detta slíkt í hug, hvað þá að bjóða umræðuna uppá slíkt sem rök.
Og Björn Bjarnason er ekki barnalegur, og var það örugglega ekki heldur sem barn.
Þetta er síðasta haldreipi, sagt í örvæntingu.
Og í því er ekkert hald.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.6.2019 kl. 11:04
Já Símon Pétur, Gunnar neglir þetta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.6.2019 kl. 11:04
Blessaður Halldór.
Vissulega er það rétt að þeir sem taka að sér að verja tapaðan málstað, verða alltaf aumari og aumari í rökræðunni eftir því sem fleiri órök eru afhjúpuð.
Hin hliðin er hins vegar að Birni er vorkunn, trúnaðarfólk flokksins ræður ekki við umræðuna, gerir illt verra í hvert skipti sem það opnar munninn.
Og einhver verður þá að gera það sem allavega ræður við rökhugsun, býr að yfirgripsmikilli þekkingu, og er vanur orrahríð hinnar pólitisku umræðu.
Það er nefnilega þannig, og ég get alveg viðurkennt það, að það er kerfislæg skylda valdaflokka að samþykkja alla pappíra sem koma frá Brussel, heykist þeir á því, þá er þeim hent út í kuldann líkt og Sjálfstæðisflokkurinn í byrjun árs 2009 eftir að grasrót flokksins gerði uppreisn gegn forystunni og neitaði að samþykkja aðildarumsókn að ESB. Og VinstriGrænir voru fengnir í skítverkið í staðinn.
Þeir sem eiga stjórnmálin, þeir sem raunverulega ráða, þeir líða ekki annað.
Það útskýrir örvæntinguna, að Björn stígur úr fílabeinsturni sínum, þar sem hann var öruggur fyrir allir gagnumræðu, og reynir að bjarga því sem bjargað verður.
Það bara mistókst, hann hefði kannski átt að hafa athugasemdarkerfið sitt opið til að átta sig á rökþunga andstöðunnar. Og haft þá einhver rök tiltæk á móti.
Hann um það, málstaðurinn er vondur.
Það vondur að stjórnvöld þorðu ekki upphaflega að segja satt um hann.
Sú blekking er núna að koma í bakið á þeim.
Og í þessu dæmi held ég að sé ekki taka 2.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.6.2019 kl. 11:18
Rökþrot Björns er algjört. Nú á hann það eina eftir, líkt og hann greinir frá í pistli dagsins á bloggsíðu sinni, að grátbiðja Steingrím J. Sigfússon um að beita þinglegu ofbeldi með því að virkja 71. grein þingskaparlaga.
Annars tek ég undir falleg orð Björns í garð systranna í Karmelklaustri, enda er mér málið örlítið skylt því ég var fenginn til að mæla þar og teikna upp reyndarteikningu af húsnæðinu vegna brunavarnauppdráttar. Auk þess sem við Knútur Jeppesen teiknuðum kirkju kaþólikka á Jófríðarstöðum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.6.2019 kl. 11:38
V/ aths. nr. 18
Held að þar komir þú að kjarna málsins Ómar.
Birni er vorkunn, á meðan þegja allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins þunnu hljóði. Þvílík er lágkúra þingmanna Sjálfstæðisflokksins orðin. Hins ESB keypta flokks. Flokks ósjálfstæðra og flárra og ríkisfjármuna gráðugra manna.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.6.2019 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.