31.5.2019 | 16:20
Ríkisstjórnin í djúpum vanda.
Eftir að fjórflokkurinn í stjórnarandstöðu kvaðst ekki lengur vilja taka þátt í skrípaleiknum, að þreyta Miðflokkinn til uppgjafar.
Eftir stendur að sökin liggur hjá forseta Alþingis sem er ófær um gefa þinginu starfsfrið með því að taka umræðu um önnur mál fram yfir umræðuna um landsöluna.
Sem og ríkisstjórninni sem tekur ekki af skarið.
Þá hljóta eðlilega að vakna upp spurningar af hverju ríkisstjórninni liggur svona á??
Varla hefur þetta fólk áhyggjur af því að lygar þess og blekkingar séu afhjúpaðar, líkt og Arnar Már Jónsson gerði nýlega þegar hann tók undir rökfærslu fræðimanna að einhliða fyrirvarar séu marklausir.
Eða eins og Arnar segir, "Fyrirvarar Alþingis munu engu skipta þegar búið verður að fjármagna þennan sæstreng (hvort sem það verður innlent eða erlent fyrirtæki sem gerir það). Ástæðan er sú að ef íslenska ríkið reynir þá enn að standa í vegi fyrir því að strengurinn verði lagður mun verða höfðað samningsbrotamál gegn Íslandi. Íslenska ríkið mun augljóslega tapa því máli þar sem orka er vara, sbr. fjórfrelsisákvæðið um frjálst flæði á vörum".
Varla því þá þarf frjálsa fjölmiðla sem eru ekki undir hæl hagsmuna auðmanna svo stærsti hluti þjóðarinnar mun því ekki frétta af afhjúpunum. Ráðherrar og aðrir munu halda áfram að geta komið í fjölmiðla og sagt eins og Katrín Jakobsdóttir; "Þá eru allir lögfræðingar sammála um það að engin skylda verði leidd af orkupakkanum um að heimila lagningu sæstrengs milli Íslands og annars EES ríkis það er ekki svo að þau ákvæði sem snúa um þetta mál taki hér gildi nema slíkur sæstrengur verði lagður. .... Það er staðreynd málsins hún hefur ekki verið hrakin hann felur ekki í sér kvöð um það að hingað skuli lagður sæstrengur það er ákvörðun Alþingis ef til þess nokkru sinni kemur sem ég vona ekki, ".
Og unga vel upplýsta fólkið mun halda áfram að trúa blekkingum hennar.
Vandinn er augljósari og má lýsa með þekktum orðum Hatara, "planið er allt samkvæmt áætlun".
Nema að ekkert hefur gengið samkvæmt áætlun þökk sé málþófi Miðflokksins.
Núna átti að vera búið að samþykkja Orkupakka 3 og næsta skref, að fjárfestarnir sem ætla að leggja sæstreng til landsins, myndu kynna þá framkvæmd eftir samþykktina, endaði með þeim ósköpum að þeir gerðu það án þess að samþykkt lægi fyrir.
Eina helsta röksemdin að enginn hefði áhuga að leggja sæstreng, eða að það væri ekki gerlegt, hvarf á einni nóttu.
Það er búið að hanna hann, það er búið að fjármagna hann.
Eina sem vantar er regluverkið sem gerir lagningu hans kleyft gegn málamynda andófi þegar keyptra stjórnmálamanna.
Og ekki nóg með þessa afhjúpun, í kjölfarið var ljóstrað upp að einn helsti álitsgjafi ríkisútvarpsins, maðurinn sem skipuleggur níðhernaðinn gegn andstæðingum orkupakkans, að hann er ekki bara á launum í Valhöll, hann er líka á launum hjá þeim aðilum sem ætla að leggja sæstreng.
Blekkingahjúpurinn er nefnilega að gliðna hægt og hljótt á þann hátt að jafnvel forheimskasti krakkinn sem telur sig vel upplýstan og gerir því gys að varnarbaráttu þjóðarinnar, getur ekki lengur rifist við raunveruleikann.
Brandarakrakkarnir eru orðnir hirðfífl erlendra fjárfesta, án þess að fá borgað krónu fyrir fíflaganginn.
Þetta er vandinn í hnotskurn, jafnvel best ofni blekkingarvefur raknar upp með tímanum, það liggur í eðli blekkinga að þær þola ekki ljós staðreynda.
Og þá kemur hinn skítugi raunveruleiki hagsmuna og tengsla í ljós, að allt annað en EES samningurinn eða þjóðarhagur knýr þennan flumbrugang áfram.
Hann er knúinn áfram af þeim gífurlega hagnaði sem mun flæða í vasa fjárfesta í kjölfar markaðsvæðingu orkunnar.
Og brátt verður öllum það ljóst.
Þá er fokið í öll skjól.
Á meðan er hvatningin aðeins ein.
Áfram Miðflokkur.
Áfram.
Kveðja að austan.
Semja um dagskrá þingsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel mælt.
Benedikt Halldórsson, 31.5.2019 kl. 16:49
Var það frumhlaupsyfirlýsing milljarðamannanna í Bretlandi sem fór með forseta Alþingis? Eða þrautseigja örfárra þingmanna okkar sem töfðu afgreiðsluna á hagsmunamáli þeirra?
En sama hvaðan gott kemur - allt er gott sem endar vel.
Kolbrún Hilmars, 31.5.2019 kl. 17:15
Frábær pistill Ómar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.5.2019 kl. 17:54
Blessaður Ómar!!
Enn einn snilldarpistillinn þinn, maður þorir bara ekkert að sitja á blað eftir svona ritsnilld eins og kemur frá þér.
En mjög er eg hræddur um að manni sé óhætt að fara að gera klárt fyrir storminn.
KV frá Suðurlandi
Óskar Kristinsson, 31.5.2019 kl. 18:14
Sæll Ómar
Mig langar hér til að vekja athygli á merkilegum status sem Þórarinn Einarsson skrifar á feisbókinni. Tel það fróðlegt fyrir lesendur bloggs þíns að sjá enn eitt dæmið um þá nauðvörn sem Sjálfstæðisflokkurinn og VG er kominn í, hvað þetta mál varðar.
Og eins og þér er kunnugt um, eyddi Björn Bjarnason hálfum deginum í gær, að munnhöggvast við Þórarinn og þig í athugasemdum um málið. Allt út af afhjúpun Þórarins á "stöðluðum svörum" þeirra fjögurra sem hann nefnir hér. Af hverju brást hann þannig við?:
"Meðlimir skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins komu heldur betur upp um sig í kjölfar þess að Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, benti réttilega á að 'fyrirvarar Alþingis muni ekki koma í veg fyrir að höfðað verði samningsbrotamál gegn Íslandi - sem það muni augljóslega tapa'. Eftir að þessi ummæli dómarans birtust var skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins ræst út í skyndi á samfélagsmiðlum þar sem meðlimir hennar blönduðu sér í umræðuna með fyrirfram tilbúna frasa til þess að reyna að telja fólki trú um þarna væri dómarinn að misskilja eitthvað. Á meðfylgjandi skjáskoti má sjá hið staðlaða svar við ummælum dómarans frá fjórum aðilum og það er áhugavert að sjá hvaða aðilar þetta voru:
Ólafur Teitur Guðnason er aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, iðnaðarráðherra. Þorkell Sigurlaugsson er stjórnarformaður Framkvæmdastjóðs Íslands og mjög virkur innan Sjálfstæðisflokksins sem og Kristinn Karl Brynjólfsson. Óvænti meðlimurinn er hins vegar Bergþóra Benediktsdóttir, en hún er aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur, forstætisráðherra, en jafnframt tengdadóttir Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis.
Ummæli fjórmenninganna bera þess merki að vera samkvæmt staðlaðri forskrift, enda væri það nokkuð gróft og ófagmannlegt að afrita og birta málflutning einhvers annars í eigin nafni án þess að notast við gæsalappir og/eða geta heimilda. Hér er því greinilega um að ræða samræmdan málflutning og vel hugsanlegt að fleiri séu virkir í þessari herferð og jafnframt að þetta hafi verið gert áður.
Það blasir þó við að þessi samræmda áróðursherferð stjórnvalda sýnir þá örvæntingu og taugaveiklun sem greinilega á sér stað innan herbúða þeirra enda má líka fullyrða um þessi stöðluðu ummæli að þau eru óheiðarleg og dæmigerður útúrsnúningur. Einn fjórmenninganna, Þorkell Sigurlaugsson, gerðist svo djarfur að svara beint ummælum dómarans sem svaraði honum einfaldlega með því að pakka honum snyrtilega saman.
Við skulum framvegis vera vakandi fyrir svona útsendurum sem reyna að afvegaleiða umræðuna með fyrirfram matreiddum frösum úr Valhöll og Stjórnarráðinu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.5.2019 kl. 19:33
Til hamingju með daginnn Ómar, hann er betri en ég þorði að vona.
Magnús Sigurðsson, 31.5.2019 kl. 20:08
Takk Magnús, ég reikna með að þú sért að vísa í dóm Hæstaréttar vegna ellilífeyrisþega, loksins náðist réttlæti, og ömurlegt að enn og aftur þurfi stjórnmálamenn okkar dóm á sig til að breyta rétt.
Einnig sýnist mér að stjórnin sé að gefa eftir fyrir málþófinu, eitthvað sem ég átti von á en ég velti fyrir mér í þessum pistli mínum af hverju hún væri að þessu ströggli því hún hefði tapað áróðursstríðinu.
Vissulega áfangasigur, og rök má færa fyrir að þeir fyrstu er oft erfiðastir í svona málum. Eitthvað sem ég hef víst líka pistlað um.
Gallinn við þetta málþóf hvað mig varðar er að það neyðir mig til að pistla um allan fjandann svo ég sé ekki alltaf að endurtaka allt sem ég segi.
Þetta er sko nefnilega ekkert grín.
En frú Áslaug útvegar mér reglulega fóður í pistla, hafi hún þökk fyrir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.5.2019 kl. 21:32
Blessaður Pétur Örn og takk fyrir að minna mig á þetta, tek þetta kannski betur fyrir í pistlinum sem kom á eftir þessum, því á þessum viðbrögðum Björns er augljóst að ekki er efni í lagaálitum Skúla og Davíðs sem hrekja þessi lagarök Arnars.
En ég vil samt taka það skýrt fram um Björn að hann á heiður skilið fyrir eljuna, og rökræðuna, hún var alltaf málefnaleg af hans hálfu.
En ég er með það á hreinu að hann hefði aldrei sent svona hrákasmíð frá sér ef hann hefði verið ráðherra.
Hann er vandaðri en það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.5.2019 kl. 21:35
Takk fyrir það Óskar.
Og ég er sammála mati þínu að núna sé tími kominn á að gera stormklárt.
Ég á minn hátt er að hlaða framhlaðninginn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.5.2019 kl. 21:36
Takk fyrir það Símon Pétur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.5.2019 kl. 21:37
Blessuð Kolbrún.
Ég er almennt sammála þér um að það er sama hvaðan gott kemur, í stríði gera menn ekki mannamun á samherjum.
En annars skil ég ekki spurningar þínar, ég var ekki að stilla þessu upp sem andstæðum.
Þvert á móti var ég að hrósa árangrinum sem hefði hlotist af málþófi Miðflokksins.
Og endaði orð mín á hvatningu þeim til handa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.5.2019 kl. 21:39
Takk Benedikt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.5.2019 kl. 21:39
Flott færsla. Eins og allt frá þér raunar
Ólafur (IP-tala skráð) 31.5.2019 kl. 21:49
Ég á við málþófið, þó svo að réttlæti til handa lífeyrisþegum sé gott. Það er einmitt fyrir óþrjótandi þrautseigju sem eftirgjöf verður og á meðan er von. Það skildi aldrei vanmeta raddir þín og þinna líkra, þó svo að sumir ætli að hljótt fari með því einu að þegja í hel. Ég held reyndar að þetta hafi þeir sem kenndir eru við "klaustur" áttað sig á og prika sig nú með því að þegja ekki með.
Magnús Sigurðsson, 31.5.2019 kl. 22:01
V/ aths nr. 8
Tek undir orð þín Ómar, að Björn var svo sem málefnalegur allan þennan hálfa uppstigningardag, í gær,
en ekki fannst mér hann hafa góðan málstað að verja. Og einhvern fannst mér að hann vissi það innst inni.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.5.2019 kl. 22:22
Líklega hefur þessari árás ESB blessunarlega verið hrundið.
Ríkisstjórn og þeir flokkar sem að henni standa eru stórlaskaðir eða ónýtir eftir þennan ósigur þeirra og nokkrir áköfustu stuðningsmenn þessara augljósu landráða geta kvatt alla frekari drauma um frægð og frama á vetvangi stjórnmála til frambúðar.
Jónatan Karlsson, 31.5.2019 kl. 22:44
Takk fyrir það Ólafur.
Blessaður Magnús, mig grunaði það nú eiginlega, og fletti því upp Mogganum til að sjá hvort undanhaldið væri hafið. Rakst þá á þessa líka góðu frétt, og varð að minnast á hana líka.
Jú jú, droparnir hola steininn og margt gott fólk hefur lagst á árar andófsins.
Og ég held að við séum komin framhjá því hættustigi að málið sé þaggað í hel. Eða grínað útí horn hjá fyndna fólkinu, það verður alltaf hjákátlegra með hverjum deginum eftir því sem nýjar upplýsingar hrannast inn. Sá ekki Gísla í kvöld, ekki frekar en öll hin kvöldin, en mig grunar samt að jafnvel hann sé farinn að fatta að þetta mál getur reynst öllum erfitt sem ganga svona þvert gegn lífsskoðunum hins þögla meirihluta.
Að hann sé farinn að fatta að þegar hæðst er að Miðflokksmönnum eða öðrum andstæðingum orkupakkans, að þá sé um leið hæðst að stórum hluta þjóðarinnar. En ég ítreka að ég horfi ekki á drenginn, en heyri stundum óminn af honum því tölva mín er í fremri stofunni og opið á milli. Og óttalega er hann stundum mikill bjálfi greyið.
Bara svo eitthvað dæmi sé tekið um það sem er ekki að ganga upp í áróðrinum.
Klaustursmenn hafa vissulega gripið tækifærið, en fjandi hafa þeir staðið sig vel.
Og þeir eiga allt hrós skilið fyrir það.
Þetta er allt á réttri leið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.6.2019 kl. 01:19
Blessaður Pétur Örn.
Það var mín tilfinning líka og athyglisvert í spjalli okkar hverju hann sleppti að svara. Það er vissulega rétt að skýrum getur skjátlast en maður sýnir yfirleitt framá það með rökum.
En það er himinn og haf á milli rökfærslu hans, og unga fólksins sem er látið bera þungann af umræðunni. Það er eins og þau séu ekki undirbúin, hvorki þekki veikleika síns málsstaðar, og geta því ekki svarað af neinu viti, og hvaða rök þau hafa sem halda. Þau eru kannski engin, ég veit það ekki en mér finnst það alveg stórfurðulegt að það sé ekki reynt að gera sér mat úr jákvæðu lagaálitunum, heldur alltaf reynt að öfugmæla þau sem eru gagnrýnust.
Ég ætla ekki að kenna þeim þetta, en ég veit að það er erfitt að gera þetta verr.
Það er í svona málum sem sést hvað Sjálfstæðisflokkurinn er hrikalega illa mannaður á þingi í dag, og þeir sem þó geta talað og tjáð sig, án þess að verða sér til skammar, þeir þegja.
Og Bjarni notar frænda sinn, ellilífeyrisþega. Er hann að herma eftir Wall Mart??
Nei, þetta er allt eitthvað voðalega skrýtið.
En ekki græt ég það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.6.2019 kl. 01:34
Blessaður Jónatan.
Við skulum vona að svo sé.
En ég óttast að langt sé í að þessum óvætti verði hrundið frá ströndum landsins.
En ég er sammála þessu með frægðina og framann, og þó maður sé alltaf að ræða um hvað þetta fer illa með Sjálfstæðisflokkinn, þá gæti þetta alveg gert út af við Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi hóf feril sinn að hætti Brútusar, og það fór ekki vel fyrir Brútusi og félögum hans.
Og sagan gæti verið að endurtaka sig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.6.2019 kl. 01:38
V/ aths. nr. 18
Já, þeir þegja sem hafa ekkert að segja.
Það virðist gilda um nær alla þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þeir hugsa bara um að koma sér á ríkisjötuna og skammta sér launahækkanir langt umfram aðra. Þegja svo og gera ekkert af viti á þingi. Lélegra getur það varla verið.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.6.2019 kl. 10:58
Blessaður Pétur Örn.
Ég var svona meir að meina þá sem hafa þó burði til að tjá sig, þeir þegja.
Mér finnst það segja mikið um málstaðinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.6.2019 kl. 16:24
Veit það Ómar minn,
þeir þegja einnig, sem hin smámennin.
Ekki eru það burðugir menn.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.6.2019 kl. 17:06
Flottur
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.6.2019 kl. 18:00
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.6.2019 kl. 18:24
Ég tók mér til og sagði mig úr sjálfstæðisflokknum út af þessu orkupakka brölti sem þar er í gangi og ekki hjálpaði skítkastið frá ritaranum.
Ég hvet alla sem eru á sama máli að segja sig úr flokknum og láta vita hvers vegna!
Halldór (IP-tala skráð) 1.6.2019 kl. 20:32
Takk fyrir það Rósa.
Halldór, auðvitað hefur þessi málflutningur áhrif, að vanvirða svona rætur flokksins.
Hver og einn bregst við á sinn hátt, og vonandi allavega kemur fólk óánægju sinni til skila á einhvern hátt.
Fólk hefur áður haft sigur gegn gerræði valdsins þar sem forræði þjóðarinnar er undir.
Vonum að það takist líka núna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.6.2019 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.