Besti tíminn til að lækka skatta.

 

Sem má deila um, það er hvenær besti tíminn er til þess.

En það er hárrétt að sumir skattar dýpka hagsveiflu, má þar nefna tryggingargjaldið, of háa neysluskatta og of háa persónuskatta.

Það gildir eiginlega um alla skatta sem eru of háir.

Og þeir sem því ekki trúa ættu að kynna sér söguna um auðn búandastétta á tímum bændaánauðarinnar í Austur Evrópu þar sem afgjaldið gat farið yfir 80%, örbrigð og ofurskattur hefur aldrei getið af sér hagsæld.

 

Síðan á viti borið fólk að taka slaginn við það lýðskrum að ofurskattleggja sjávarútveginn, það eru hamfarir í hafinu, það veit enginn um fiskgengd komandi ára, og umræðan snýst um að blóðmjólka fyrirtækin sem þurfa að takast á við þessar hamfarir.

Eiginlega er ekki hægt að hugsa sér meiri heimsku, enda eru flestir sem berjast fyrir þessu Evrópusinnar.

 

Vilji menn takast á við þessa örfáu ofurríku kapítalista í sjávarútveginum, þá hljóta að vera til þess sértækar aðgerðir án þess að rústa sjávarútveginum, því ofurskatturinn bitnar fyrst og fremst á smærri og meðalstórum fyrirtækjum í greininni.  Meðan þau stóru hirða upp náinn fyrir slikk.

Síðan verða menn að skilja að evrópska regluverkið (djók) bannar mismunun eftir atvinnugreinum, vilji menn afhausa stórkapítalista, þá hlýtur það líka að gilda um alla, ekki bara þá sem tengjast landsbyggðinni og atvinnugrein hennar.

Við höfum ekki lengur efni á svona rugli og kjaftæði.

 

En þetta var ekki tilefni þessa pistils, það er að taka undir með skattana, heldur að benda á að fyrst það á að takast á við vitleysu, þá eiga menn líka að takast á við alla vitleysu.

Sbr að Evrópuregluverkið (aftur djók) bannar mismunun.

Evrópska regluverkið veldur tugmilljarða aukakostnaði árlega fyrir atvinnulífið, sbr nýlega grein eftir Óla Björn Kárason, alþingismann, og ef fólkið hjá Samtökum Atvinnulífsins er sjálfu sér samkvæmt, þá sker það upp herör gegn því regluverki.

Það er nefnilega bara ekki nóg að ráðast á ríkið.

 

Og af hverju var hægt að tala um skatta í margar margar mínútur, á mörgum mörgum skjámetrum, án þess að minnast á þann stærsta og öflugasta.

Hinn séríslenska skatt á heimili og fyrirtæki sem kallast verðtrygging.

Hvað er undir þegar þagað er um slíkt??

 

Bara spyr.

Kveðja að austan.


mbl.is Besti tíminn til að lækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er alveg nóg að ráðast á ríkið.  Það er að sóa skattfé okkar í vitleysu.  Það er ekkert sem ríkið gerir ekki verr og fyrir meira en hver sem er annar.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.5.2019 kl. 22:50

2 identicon

Hárrétt Ómar.  Mesta skattbyrðin kemur til vegna ESB aðlögunar núverandi ríkisstjórnarflokka.

Undarlegt að menn eins og t.d. Óli Björn skuli sjá það, en samt hamast við að innleiða og stimpla ESB lögin.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.5.2019 kl. 22:59

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ásgrímur.

Fyrir suma trúarhópa er það bara nóg að snúa sér í átt að Mekka og söngla Alla er mikill, fyrir aðra er að fara með möntru úr kommúnistaávarpinu.

Og fyrir þig dugar að ráðast á ríkið.

En ég er að tala um kostnað sem dýpkar kreppur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.5.2019 kl. 23:25

4 identicon

Eftirfarandi lýsing Þorsteins Sæmundssonar á ESB ný-kommúnistaflokknum í Valhöll, þessum 90 ára,

er algjör sláandi snilld, líkt og Gunnar Rögnvaldsson bendir á í bloggpistli sínum:

"Alþing: laugardagur, 25. maí 2019 kl. 02:07:03

Þorsteinn Sæmundsson segir að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gefa flokksmönnum pakka

í afmælisgjöf í dag: Orkupakka3. 

Segir að hann átti ekki von á því að dagurinn myndi marka samruna

Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna yfir í Samfylkingu eins og hún var fyrir 10 árum."

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.5.2019 kl. 23:41

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Mér finnst það alltaf broslegt þegar jafn skýr maður og Óli Björn harmar afleiðingar regluverks, sem hann síðan í hinu orðinu telur nauðsyn fyrir efnahagslíf okkar.

Þetta væri svona svipað og ráðunautur kæmi að akri sem engisprettuplága hefur farið yfir, og segði við bóndann, þetta tjón á akrinum er engisprettum að kenna.  Og hvað á ég að gera spyr bóndinn.  Jú, kaupa þér engisprettur og ala þær upp, ég get útvegað þér þær á góðum kjörum.

Af hverju?

Af því ég lærði það í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins að engisprettuplágur væru góðar fyrir uppskeru.

Af hverju?'

Af því bara.

Af því bara hvað?

Af því bara.

Ertu þá viss um að engisprettur hafi skemmt akur minn?

Já, alveg viss, ég þekki aðfarir þeirra, þetta er það sem þær gera þegar þær fjölga sér.

Samt vilt þú selja mér nokkrar til að ala upp svo þær geti fjölgað sér og skemmt akur minn??

Já, maðurinn sem hélt námskeið í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins er með umboð fyrir lifandi engisprettur og hann sagði mér að selja þær.

Er hann með umboð?

Já, hann græðir mikinn pening á að við ráðunautarnir teljum ykkur hrekklausum bændum í trú um að svarið við engisprettuplágunni sé að þeir kaupi engisprettur og ali þær upp. 

Græðir þú þá á þessu líka?

Nei, ég er bara hrekklaus og trúi þessu alveg því mér var sagt þetta í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins.

Finnst þér vitglóra í þessu??

Nei, en þú ættir að lesa greinarnar eftir Óla Björn frænda minn þar sem hann fordæmir reglufarganið, en dásamar samt um leið regluverkið sem býr það til og telur það lífsnauðsyn fyrir hið sama atvinnulíf og situr uppi með reglugerðarfarganið.  Það er sko vit.

Þú verður að fyrirgefa mér Símon minn að ég er ekki góður að skrifa sögur Bakkabræðra hinna nýrri, og ég veit að það eru ekki engisprettur á Íslandi.  En Evrópa er eins og engisprettufaraldur hafi farið þar yfir allt atvinnulífið, stöðnun, hnignun, afturför, þegar horft er til alls þess hagvaxtar sem tækniframfarir og aukin þekking, bæði í stjórnun og aðferðum, hefði átt að skapa frá aldamótum.

Evran, miðstýringin, hið kæfandi regluverk, frjálsa flæðið um glæpi og peningaþvætti, félagsleg undirboð, allt þetta er engisprettufaraldur nútímans, miklu illvígari en sá sem grein var frá í Mósesbók.

Já, það er eitthvað sem meikar ekki sens í rökfærslum Óla, en ég trúi honum þegar hann talar um kostnaðinn af reglufarganinu.

Honum er vorkunn með hitt.

Kveðja að austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 30.5.2019 kl. 23:45

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Símon Pétur, þetta er snilld.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.5.2019 kl. 23:46

7 identicon

    • Já, það er algjör kómedía, algjörlega bilaður og sturlaður farsi,

    • að horfa upp á þingmenn 90 ára flokksins þramma nú

    • sem fótgönguliðar í hinni miklu göngu

    • til allsherjarföðurs Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar 

    • og keppast sem allra mest við að verða að ESB Samfylkingunni fyrir 10 árum,

    • á tímum ESB helferðar Jóhönnu og Össurar.

    • Enginn sjálfstæðismaður getur kosið þessa aula lengur.  

    Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.5.2019 kl. 00:06

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Um bloggið

    Ómar Geirsson

    Höfundur

    Ómar Geirsson
    Ómar Geirsson
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Nýjustu myndir

    • Screenshot (49)
    • Screenshot (49)
    • ...img_0104a

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (22.1.): 2
    • Sl. sólarhring: 30
    • Sl. viku: 448
    • Frá upphafi: 1412810

    Annað

    • Innlit í dag: 2
    • Innlit sl. viku: 387
    • Gestir í dag: 2
    • IP-tölur í dag: 2

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband