28.5.2019 | 16:53
Fjórði orkupakkinn skiptir ekki máli.
Segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, enda á þjóðin engar varnir eftir þann þriðja.
Hún hefur unnið sína vinnu, skilað góðum árangri með því að ná þverpólitískri samstöðu um afsal þjóðarinnar á orkuauðlindum þjóðarinnar.
Þorgerður Katrín er ekki bara sá ráðherra sem talaði niður aðvörunarraddir í aðdraganda Hrunsins, eða barðist gegn þeirri vörn þjóðarinnar sem neyðarlögin voru.
Eða níddi niður þá sem ábyrgðina báru á þeirri vörn.
Hún fékk vinnu við meðal annars að koma á orkutengingum á milli Íslands og Evrópu hins vegar. Svo vísað sé í fundarboð sem hún var ábyrgð á í starfi sínu hjá Samtökum atvinnulífsins, undir yfirskriftinni: Er ávinningur af raforkusæstreng til Bretlands.
Multigróði fyrir þá sem standa að verkefninu og fjármagna það.
Og líklegast skilar sér eitthvað í vasann á þeim stjórnmálamönnum sem berjast fyrir Orkupakka 3, því hann kveður á um hindrunarlaus orkuviðskipti yfir landamæri, og þar með hefur íslenska þjóðin ekkert með það mál að gera.
Það er ekkert tilviljun háð í þessu máli.
En rétt er samt hjá Þorgerði að umræðan um þann fjórða skiptir ekki máli.
Og það er lofsvert að loksins var satt orð sagt í þessu máli.
Sem er afrek út af fyrir sig.
Kveðja að austan.
Hver pakki er tekinn fyrir sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 42
- Sl. sólarhring: 623
- Sl. viku: 5626
- Frá upphafi: 1399565
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 4799
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.