28.5.2019 | 13:25
Umvendingar kosta.
En hvert gjaldið er veit aðeins Inga sjálf.
Oft hefur verið sagt að farið hefur fé betra en stundum má segja að það hefði betur farið, og lakara fé verið eftir.
Að vísa í fátækt fólk, þegar öruggt er að markaðsvæðing orkunnar skilur fátækt fólk út í kuldanum, er áður óþekkt lágkúra mútunnar.
Flestir gæta þó lágmarks sjálfsvirðingar, bera við hausverk, slysum, magaverk, eða snöggum munnhæsi sem gerir alla tjáningu illmögulega.
En hver gerir út Flokk fólksins og fólk eins og Ingu Snæland??
Grát þess og upphlaup, fallegu orðin, hina meintu andstöðu við auðræðið.
Hún hefur allavega ekki verið þögguð í hel, líkt og til dæmis Lilja Mósesdóttir sem kom með beinskeyttar tillögur gegn hrægömmum og öðrum skepnum sem sugu allt laust fjármagn úr hagkerfinu.
Sem er viss vísbending um skaðleysi Ingu, þó henni hafi vissulega orðið það á að fá hæft fólk með sér i framboð.
Það er þegar á reynir sem fólk afhjúpar sig.
Flestir hafa þó vit á að vera beggja blands, jafnvel kaupa sér skikkju sem má hafa á báðum herðum.
En grátkirtlarnir geyma ekki slíka visku.
Ingu Snæland tókst einfaldlega að vekja athygli á gjaldskránni.
Að það séu verðmæti í því að ná að plata kjósendur til að kjósa sig á þing.
Og þau verðmæti kosta.
Gömul saga og ný.
Aðeins skömm á upplýsingaöld að gjaldskráin sé leyndó.
Það væri þarft síðasta verk Ingu Snæland að upplýsa um hana.
Það væru þó spor sem lifðu hana.
Kveðja að austan.
Segir Alþingi haldið í gíslingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 15
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 1239
- Frá upphafi: 1412793
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1089
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hinn eini sjálfskipaði fulltrúi Flokks fólksins dreymir um það eitt að stinga höfðinu í sandinn
hækka raforkureikningana til fátækra umbjóðenda sinna
og segja svo, afsakið, þetta kvöld var ég að stofna og æfa alþingiskórinn.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.5.2019 kl. 13:37
Menn ættu að gera það að gamni sínu að fletta upp umræðunni þegar Ísland var að ganga í EES. Sama tuggan aftur og aftur.
thin (IP-tala skráð) 28.5.2019 kl. 14:04
Þetta eru stór orð Ómar, að Inga Sæland stundi áður óþekkta lágkúru mútunnar.
En ég get ekki annað en tekið undir þau, nema það sé bara heimska hennar og hégómi sem ráði hér för hugsunar hennar um kjaft hennar? Að komast eina kvöldstund í sett Gísla Marteins og góla þar sóló.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.5.2019 kl. 14:20
Blessaður Símon Pétur.
Líklegast er Inga Sæland sú sem ólíklegust á að vera að styðja markaðsvæðingu orkunnar, þó kannski hátekjufólk finni ekki fyrir hækkuninni, þá vegur hún þungt gagnvart fátækum, hópsins sem hún grét sig inn sem sérstakur málsvari.
Og fyrst hún er hætt að gráta, þá verður hún að sæta spurningum um hvað veldur.
Ég ætla hana ekki heimska, svo fræðilega kemur ekki önnur skýring til greina.
En svo ég segi aftur, það fór fé betra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.5.2019 kl. 16:35
Blessaður thin.
Góður punktur hjá þér.
Samt í öllum martraðarsýnum andstæðinga EES samningsins sáu þeir ekki fyrir bankahrunið og þá eignaupptöku sem fylgdi í kjölfarið, hrun regluverksins sem bannað innflutning á sýklum, eða að orkan yrði markaðsvædd.
Og ég skal trúa þér fyrir því, að þó þú hefðir hitt Hannes á förnum vegi, og spurt hann um hvort ofsadraumur frjálshyggjunnar gengi eftir með EES samningnum, og þá með vísan í að hugmyndafræði hins frjálsa flæðis væri úr hans ranni, að þá hefði hann hlegið, og sagt, "væri betur en raunveruleikinn mun aldrei meðtaka Friedman og Hayek.".
En sumir fá að upplifa himnaríki á jörð, þó það sé um leið martröð annarra, og það var ekki fyrirséð í upphafi EES samningsins að svo yrði.
Það hlálegasta er að við fengum ekki einu sinni tollafríðindi í staðinn, allavega hafa Kanadamenn betri kjör á fisknum en við. Restin af ávinningnum skýrist allt á þróun alþjóðlegra viðskipta.
Góður punktur samt thin, þó ég reyndar viti að þú hafir ekki fattað þú sendir búmerang á loft.
Vona að þú hafir ekki fengið í hausverk í kjölfarið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.5.2019 kl. 16:43
Sæll aftur. Þar sem ðeg er svo tregur þá verður þú að útskýra með boomerangið. En gúgglaðu betur þú kemstu að því að menn voru á nákvæmlega stað og núna, sögðu menn vera að selja þjóðina í ánauð, landráðamenn o.sv.frv. Og kannski værum við orðin úthverfi frá New York í dag eftir bankahrunið
thin (IP-tala skráð) 28.5.2019 kl. 18:15
Nú, thin þú þóttist fyndinn með því að vitna í umræðuna um EES á sínum tíma.
Ég benti þér kurteislega á að jafnvel það versta sem menn sögðu þá, náði ekki yfir þann hrylling sem varð.
Réttlætingin á regluverkinu var síðan meint tollafrelsi á viðskipti með sjávarafurðir sem gekk ekki eftir.
Tilhvers var þá leikurinn gerður??
Menn hefðu betur hlustað þá, og ættu að hlusta í dag.
Síðan skil ég ekki niðurlag athugasemdar þinnar um úthverfið í New York, og þér að segja, þá er ég ekki tregur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.5.2019 kl. 18:53
Hér er hvorki við Miðflokkinn né Flokk fólksins að sakast. Öll þessi vitleysa er ónýtu, svikastjórninni og þingforsetanum að kenna, eins og Jón Valur hefur bent á í sinni færslu um málið.
Það sem ætti að gerast nú er að taka orkumálið af dagskrá, salta það ofan í tunnu og ræða það ekki aftur fyrr en eftir næstu þingkosningar, þegar meirihluti verður fyrir því að hafna pakkanum*. Þá er hægt að hleypa öllum öðrum málum fram fyrir.
*) Ég býst fastlega við því að kjósendur sem hafa hingað til kosið Sjallana en sem ólíkt forystunni ekki vilja hlunnfara þjóðina, muni kjósa Miðflokkinn næst.
Aztec, 28.5.2019 kl. 18:55
Blessaður Aztec.
Margt furðulegt hef ég lesið, en þetta slær flestu við.
Ertu sem sagt að meina að Ingu sé ekki sjálfrátt, að hún sé jafnvel meðvitundarlaus í hylki, og það sé talað ég gegnum líkama hennar?
Eða hvernig getur þú tekið orð hennar úr því samhengi sem þau eru sögð, og hengt þau á aðra, og það eru ekki rök málsins að þér sé á einhvern hátt í nöp við upphengjuna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.5.2019 kl. 19:16
Geturðu talað aðeins skýrar, ég veit ekkert um hvað þú ert að tala þegar þú talar í hálfkveðnum vísum og gátum.
En ég er viss um að Inga Sæland vill jarða þennan orkupakka endanlega og það er hægt að gera með því að taka hann af dagskrá næstu tvö árin og síðan hafna honum. En því miður eru þrír ESB-sinnaflokkar í ríkisstjórn. Eða allavega tveir og svo eitthvað framsóknarslím sem veit ekkert hvað er upp og hvað er niður.
Fyrir utan Miðflokkinn og Flokk fólksins sé ég ekkert nema svikara og landráðahyski á Alþingi.
Aztec, 28.5.2019 kl. 20:23
Ja Aztec, ef þér finnst þetta vera gáta, þá held ég að plássið dugi ekki fyrir spurningarmerkin sem þjóta núna fyrir augu mér. Það er gáta ef ég spyrði þig að hvað hefði fjóra fætur, langan hala og segði mu-uuu, og hugsanlega hefði þér þótt það flókið þegar þú varst tveggja, held samt ekki.
Þannig að eina sem ég get ráðlagt þér er að lesa fréttina sem pistillinn er tengdur við, og komdu svo aftur og segðu mér hvernig þú getur hengt þau á svikastjórnina og þingforsetann??
Nema, svo ég ítreka það, haldir því fram að hún sé ekki sjálfráð gerða sinna, eða þingforsetinn tali í gegnum hana, eða annað sem á einhvern hátt getur útskýrt að hún hafi ekki sagt þau.
En ég játa að Steingrímur hefur örugglega hugsað þau.
Það er bara samt ekki nóg til að gera hann að búktalara.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.5.2019 kl. 22:16
Vertu ekki með neinn hroka gagnvart mér, Ómar. Þú mátt ekki vera svona illa að þér. Inga Sæland er ekkert að grenja fyrst og snúast svo, hún er ekki vindhani eins og Bjarni Ben. Hún er bara að gera það sem hún var kosin til að gera, verja hagsmuni öryrkja og annars láglaunafólks (og hún er innilega á móti innleiðingu pakkans). Og það eru Miðflokksmenn líka, þeir verja sjálfstæði Íslands gegn spillta ESB-ríkinu sem styðst við svikarana á þinginu.
Forsætisnefnd væri í lófa lagið að taka orkupakkamálið af dagskránni og fresta um óákveðinn tíma til að hleypa öðrum brýnni málum að, en Steingrímur vill það ekki, hann vonast til að um leið og andstæðingarnir gefast upp á limminu og málþófið hættir þá geti hann og aðrir ESB-sinnar í ríkisstjórnarflokkunum og vinstraliðinu smyglað orkupakkanum í gegnum þingið. Það er allt sem þeir vilja. Þeim er alveg skítsama um meirihluta þjóðarinnar.
Kveðja að sunnan.
Aztec, 28.5.2019 kl. 22:54
Aztec minn, síðast þegar ég vissi þá var ég nett að hæðast að þér en ekki sýna þér hroka, skil ekki hvernig er hægt að rugla þessu tvennu saman.
Allt sem þú segir um hvað forsætisnefnd gæti gert er satt og rétt, meinið er bara að Inga Snæland sagði það ekki, heldur þú.
Og fyrst að það dugði ekki að benda þér kurteislega á það, þá var fátt annað í stöðunni taka hæðnina á þetta í þeirri veiku von að þú fyndir orðum þín stað í orðum Ingu.
Atlaga hennar að Miðflokknum er með því ómerkilegra sem ég hef lesið lengi, og þó hún telji sig eiga einhverja harma að hefna, þá á það ekki að bitna á þjóðinni.
Það er ekkert sem bannar henni að labba til þeirra reglulega og sparka í sköflunginn á þeim reglulega, eða annað sem fólk gerir þegar það er fúlt út í hvort annað.
En að bera fyrir sig hag fátæklinga í rýtingsstungu sinni, það er lágkúra sem sem einfaldlega þarf að svara.
Sem ég geri Aztec minn, sem ég geri, sem og ég svara þeim sem snúa út úr aðstæðum Ingu í hag.
Þannig er nú bara það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.5.2019 kl. 23:40
Aldrei hef ég talið þig tregan, en að vilja meina að EES samningurinn hafi komið okkur á þann stað sem við lentum á eftir bankahrunið finnst mér með ólíkindum. Þess vegna benti ég á að ef við hefðum nú kannski ekki gengið í EES þá værum við í dag úthverfi frá NY eftir að Norður-Ameríka hafi tekið okkur undir sinn væng. Og hvar værum við þá stödd núna?
thin (IP-tala skráð) 29.5.2019 kl. 10:37
Blessaður thin minn góður.
Ég er en nú ekki svo súper skarpur að ég hafi áttað mig á þessu samhengi með úthverfið, en þetta minnir dálítið á gamla manninn, reyndar sanntrúaðan, sem sagði blákalt við mig í den að allar framfarir í Austur Evrópu væri Varsjárbandalaginu að þakka, og hver deilir við trú??
Nú ef þú veist aðrar skýringar á bankahruninu og eftirmálum þess en evrópska regluverkið, þá væri það fróðlegt að heyra.
Alltaf gaman að heyra ykkur frjálshyggjumennina bera blak af hugmyndfræði þess í neðra.
Sérstaklega eftir að Hannes gafst uppá því og lagðist í bókalestur.
En varðandi villu þína, það er áttavillu, að þá erum við eyja í miðju Atlantshafi, og verðum það áfram um ókomna tíð.
Þú fattar það ef þú kíkir á hnattlíkan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.5.2019 kl. 12:12
Sælir aftur. Þzð versta sem mér þykir er þegar menn fara að gera mér upp skoðanir. Þó svo að skoðanir okkar liggi ekki saman þá er nú óþarfi að þú komminn(?) og EES (?) andstæðingur geri mig að þinni spegilmynd.
Í friði og spekt.
thin (IP-tala skráð) 29.5.2019 kl. 17:20
Ertu að segja mér thin að þú sért sauður sem hefur komið á þessa síðu í úlfsgervi og þóst vera Evrópusambandssinni??
Ef svo er þá verð ég að segja þér að það er ljótt að plata.
Sérstaklega hrekklausa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.5.2019 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.