Öllum steinum velt.

 

Segir formaður utanríkismálanefndar og er þá líklegast að vísa í eigin þekkingu.

Sem væri í lagi ef hún væri á launum hjá þeim fjárfestum sem þegar sjá gróðann í markaðsvæðingu orkunnar en ekki þegar hún er trúnaðarmaður almennings, á launum hjá honum.

Þess vegna ætti hún að nýta næstu daga umræðunnar til að útskýra nokkur atriði sem hún hefur hingað til blekkt þjóðina um.

 

Af hverju fullyrðir hún að orkupakki þrjú snúist um neytendavernd þegar það stendur skýrt í regluverkinu að tilgangurinn sé hindrunarlaus orkuviðskipti milli landa. Eða eins og segir á vef Evrópusambandsins; "What is the aim of the "third energy package"? The aim is to make the energy market fully effective and to create a single EU gas and electricity market.".

Er hún að segja satt og Evrópusambandið að ljúga??

 

Er Evrópusambandið búið eða mun það endursemja lagatexta regluverksins þar sem einhliða fyrirvara íslenskra stjórnvalda koma fram??

Eða hvernig á erlendur fjárfestir sem þegar hefur eytt milljörðum og mun halda áfram að eyða milljörðum í undurbúning á lagningu sæstrengs til Íslands að vita að fjárfesting hans sé glatað fé?? 

Varla heldur ráðherrann að fjárfestar á evrópska efnahagssvæðinu ráði allir sem einn Íslendinga í vinnu við að lesa þingtíðindi þar sem meintir fyrirvarar Íslands á evrópsku regluverki koma fram??  Varla því eins og menn lesa stjórnartíðindi til að kynna sér íslensk lög, þá lesa menn sér til um regluverk hins innri markaðar á vef Evrópusambandsins.

Ef ráðherra trúir að íslensk þingtíðindi hafa lagalegt gildi á evrópska efnahagssvæðinu, þarna þar sem þessi "single EU electricity market" er starfandi, hvar er þá leyniplaggið með þingsályktunartillögunni þar sem þessir meintu fyrirvarar koma fram, og hvar er vísan í þekkt dómafordæmi þar sem innlend lög eru æðri regluverki hins innra markaðar.

Sú sem hefur velt öllum steinum ætti mjög auðvelt með að svara því.

 

Loks ætti formaður utanríkismálanefndar að útskýra í þingræðunni, ekki eins og hann sé á málfundafélagi í menntaskóla, heldur með rökum, hvernig orkupakki 4 samræmist stjórnarskránni eða svo vísað sé í hans eigin orð "enda höf­um við okk­ar eig­in stjórn­ar­skrá og byggj­um okk­ar málsmeðferð á ís­lensk­um lög­um".

Um orkupakka 4 má lesa þetta í Bændablaðinu;

"Í skýrslunni segir að orkupakki 4 sé „staðfesting á yfirþjóðlegum þætti orkustofnunar ACER.“ Mun framkvæmdastjórnin fylgja eftir áætlunum aðildarlanda þess samnings um frekari virkjanir, orkunýtni og umskipti til nýtingar á endurnýjanlegum orkulindum. Markmið ACER er að tryggja heildarnettengingu milli landanna sem aðild eiga að sameiginlega orkuneti ESB í gegnum þessa samninga.".

Gæti það hugsast að hún hafi ekki kynnt sér innihald orkupakka 4 eða þekkir hún ekkert til íslensku stjórnarskráarinnar??

Svona í ljósi þess að hún telur að valdaframsal til yfirþjóðlegrar stofnunar, ACER, samræmist henni.

 

Þingleg umræða er til að útskýra þetta fyrir íslensku þjóðinni.

Að láta það ógert er vísvitandi tilraun til að blekkja og þó það sem slíkt varði ekki við lög, þá banna samt hegningarlög slíkt athæfi þegar tilgangurinn er að "að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins".

Í raun ætti formaður utanríkismálanefndar að þakka fyrir að ennþá séu til þingmenn sem nenna að ræða þetta mál og gefa henni þar með tækifæri til að leiðrétta rangfærslur sínar.  Eða þá að færa sönnur á mál sitt.

En fullyrðingar og frasar eru ekki sönnur á máli, jafnvel ekki í keppni málfundafélaga menntaskólanna.

 

Það er nefnilega svo að þó hún hafi völdin í dag, þá eru þau ekki vís á morgun.

Og lærdómur þjóðarinnar eftir ítrekuð svik stjórnmálastéttarinnar, bæði í þessu máli sem og ICEsave, er að láta lög gilda.

Og landsala varðar við lög.

 

Sérstaklega þegar hún er ítrekuð.

Kveðja að austan.


mbl.is Ekki horft til 4. orkupakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar

Hver segir að orkupakkaþingmenn séu ekki komnir á launaskrá þeirra sem ætla að leggja sæstreng til Íslands. Það er frétt í mbl.is um að sæstrengur er að fullu fjármagnaður og einungis beðið eftir 

staðfest­ingu frá (breskum) stjórn­völd­um svo að fyr­ir­tækið telj­ist vera er­lend­ur raf­orku­fram­leiðandi, sem þýðir að fyr­ir­tækið geti selt raf­orku á niður­greiddu verði sam­kvæmt stefnu breskra stjórn­valda um end­ur­nýj­an­lega orku. 

Tru­ell hyggst fá fjár­festa til að leggja sam­tals 2,5 millj­arða punda í verk­efnið, sem sam­svar­ar tæp­um 400 millj­örðum kr. En mark­miðið er að reka 1.600 km langa sæ­streng sem flytji orku frá Íslandi til Bret­lands. Tru­ell seg­ir að banda­ríski bank­inn JP Morg­an, sem hef­ur veitt hon­um ráðgjöf, segi að um 25 fjár­fest­ar, sem taki þátt í innviðafjár­fest­ing­umm, séu mögu­lega reiðbún­ir til að taka þátt í verk­efn­inu." 

Má ekki ætla að þessi asi til að samþykkja þennann Orkupakka 3 og ryðja úr öllum hindrunum sem stjórnvöld hyggjast setja úr vegi í krafti þessa Orkupakka 3 og þá tala ég ekki um Orkupakka 4 þar sem þar er enn frekari skerping verður sett gegn mögulegum aðgerðum stjórnvalda gegn þessum áformum.

Eggert Guðmundsson, 27.5.2019 kl. 11:51

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Las líka þessa frétt mbl.is um sæstrengsáætlanir alþjóðlegra fjárfesta, sem vísar í sjálfan Times, svo sennilega liggur þar steinn sem formaðurinn hefur ekki skoðað undir.  Eða átti hann við alvörusteina?

Kolbrún Hilmars, 27.5.2019 kl. 14:12

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert og blessuð Kolbrún.

Ég upplifi þetta svona sem einhver hafi þjófstartað, það er fengið dagsetninguna um hvenær forræðið yfir orkuauðlindinni yrði gefið eftir. 

En svo kom bara málþófið og ekkert gekk eftir, en gleymdist að láta vita út.

Ég las núna rétt áðan að Hörður sem haldinn minnisleysi á háu stigi, kannast ekkert við viðræður, þreifingar og annað sem má næstum því endalaust lesa um ef Gúgli frændi er spurður.

Þetta er eins og það er, en ofsalega aumt er það fólk sem trúir þessum undanbrögðum.

En Eggert, ég veit ekki um aðra launagreiðendur, en ég veit að formaðurinn er á launum hjá almenningi.

Og hann hefur ekki gefið upp önnur hagsmunatengsl.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2019 kl. 16:41

4 identicon

Var það ekki formaður Miðaldaflokksins sem þjófstartaði?

thin (IP-tala skráð) 27.5.2019 kl. 17:55

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður thin minn.

Alltaf gaman að sjá að þú fylgist með, og þú bregst ekki frekar en fyrri daginn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2019 kl. 21:30

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Mútu og sporsluloforðafnykurinn gerist æ megnari. Stjórnmálamenn ganga út frá því vísu að pöpullinn sé samansafn fávita. Fávitarnir eru nú ekki vitlausari en það, að þeir hafa áttað sig á svikum og aumingjagangi elítunnar, sem engu eirir í græðgi sinni og telur sig geta komist upp með nánast hvað sem er. Þegar sverfir að hyskinu, lætur það sig hinsvegar hverfa úr augsýn, eða skreppur á fund í Vatíkaninu, kallar pöpulinn fífl og heldur áfram ruddalegum yfirgangi sínum, algerlega umboðslaust.

 Andskotinn bara, að horfa upp á þetta!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 27.5.2019 kl. 23:16

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Já og vel á minnst, þakka góðan pistil.

Halldór Egill Guðnason, 27.5.2019 kl. 23:18

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Fátt við þetta að bæta Halldór, það er andskotinn bara að horfa uppá þetta.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.5.2019 kl. 05:59

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, takk fyrir góðan pistil.

Mér virðis Geysis-glæsir hafa gefið sig fram.

Með kveðju úr efra.

Magnús Sigurðsson, 28.5.2019 kl. 06:27

10 identicon

Þegar  athugasemdirnar eru lesnar rifjar það uoo fyrir manni þegar Kárahnjúkavirkjun var samþykkt. Í frægri mynd Andra Snæs Magnasonar er bent á nákvæmlega það sama og gert er nú í athugasemd #6 mönnum var mútað eftir  að hafa unnið sleitulaust að því að koma þessu á koppinn, með því að hinir sömu fóru í vinnu hjá álverinu.  Skrýtið hvað tíminn bítur sjálfan sig í skottið. Og ennþá skrýtnara að sjá að þeir hinu sömu sem þögðu þá þunnu hljóði láta eins og naut í flagi í dag.

thin (IP-tala skráð) 28.5.2019 kl. 08:41

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Og hann hefur víða komið við, núna síðast var kosningastjóri Guðna afhjúpaður.

Samt, þetta lið er bara að vinna fyrir kaupi sínu, þar á meðal þingmenn okkar og ráðherrar.

Það er náunginn sem klikkar Magnús, við vitum það báðir, og þess vegna fer þetta eins og það fer.

Það þarf nefnilega tvo til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.5.2019 kl. 13:30

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður thin minn.

Ég veit alveg að þú ert það vel gefinn að vita að margt hefur gerst í þessum heimi, sem má skýra með hinu og þessu.

En hvað afsakar það þig thin minn góður??

Hvað afsakar þig?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.5.2019 kl. 13:32

13 identicon

Ómar minn. Þú hlómar orðið eins og Miðaldaflokksmaður, reynir að afvegaleiða umræðuna

thin (IP-tala skráð) 28.5.2019 kl. 14:01

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Kæri thin minn.

Ég er svo streit eftir línunni að þú þarft að vera mjög góðglaður til að sjá hana margfalt.

Það er nú bara mjög kurteislega spurt hvað skýrir þig, svona miðað við að þú hefur gaman að skýra aðra.

Og hvað kemur það afvegleiðingu við???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.5.2019 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 446
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 385
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband