Úr tómri tunnu bylur hátt.

 

En mér er til efs að þó Logi fái úthlutaðan heilan dag í rúmgóðri tunnu, að nokkur myndi heyra til hans.

Svo innantómur er málflutningur hans.

 

Gleymum ekki að það sem mest bitnar á tekjulágum hópum, eru ákvarðanir frá þeim dögum þegar Samfylkingin leiddi hina svokölluðu norrænu velferðarstjórn og ákvað að slá skjaldborg um bankakerfi vogunarsjóðanna í stað þess að standa við loforð sitt um skjaldborg handa almenningi.

Gleymum því heldur ekki að sú ríkisstjórn barðist hatrammlega gegn málsókn Hagsmunasamtaka heimilanna um ólögmæti gengislána, og þegar hún tapaði fyrir Hæstarétti, þá var sómi hennar ekki meiri en sá að félagsmálaráðherra hennar var gerður burtreka frá Hæstarétti þegar hann setti lög um að í stað gengistryggingarinnar, kæmu hæstu nafnvextir á byggðu bóli.

Ef eitthvað sýnir hið raunverulega innræti, hvað býr að baki fagurgalanum, þá er það svona gjörningar.

 

En það var þá myndu kannski sumir segja, og rétt er það, það var þá.

Það leysir samt Loga ekki undan ábyrgð, hann hlýtur að þekkja fortíð síns flokks, og lágmarkskrafa að áður en hann tekur til máls um lífskjör, að hann byrji á að biðjast afsökunar á fortíð flokksins.

Og sýni síðan í verki iðrun.

 

Nú hafa Hagsmunasamtök heimilanna og Alþýðusamband Íslands, hvort í sínu lagi lagt fram umsögn, þar sem varað er við fyrirhugaðri lífskjaraskerðingu sem felst í samþykkt Orkupakka 3.

Og hver er helsti stuðningsmaður orkupakkans??

Jú, maður að nafni Logi Einarsson og flokkur hans.

Það þarf nefnilega að slá upp nýja skjaldborg, skjaldborg um markaðsvæðingu og einkavæðingu orkuauðlinda þjóðarinnar.

 

Slá skjaldborg um þá sem nutu velvildarinnar í síðustu skjaldborg.

Og sem fyrr, á kostnað almennings.

 

Svo vogar þessi maður sér að rífa sig.

Jafnvel þó hann fengi magnara og hátalakerfi, þá myndi ekki heyrast í honum í tómri tunnu.

En hugsanlega myndi fals hans ná inná fréttastofu Ruv.

 

Sú stofnun bregst ekki þegar vega þarf að almenningi.

Og ganga erinda erlendra.

 

Til þess dugar hvísl í tómri tunnu.

Jafnvel í hljóði.

Kveðja að austan.


mbl.is „Holur hljómur í lífskjarasamningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það hefur engin tunna á gjörvallri jörðinni unnið til þeirrar refsingar að þurfa að hýsa formann samfylkingarinnar, með sitt innantóma þvaður og bull. 

 Þetta gjálfur hans er kallað að tala með rassgatinu, þar sem ég þekki best til og kalla menn nú ekki allt ömmu sína á þeim bænum.

 Þakka góðan pistil.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.5.2019 kl. 18:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja Halldór, forsendan er að tunna hafi vitund til að misvirða.

En ég reikna með að hjá okkur báðum sé þetta myndræn líking um að innihaldleysið ofbjóði okkur.

Eigum við bara ekki að segja að reisn íslenskra jafnaðarmanna hafi oft verið meiri en þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.5.2019 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband