11.5.2019 | 18:34
Vanþekking eða hrein blekking??
Lilja Alfreðsdóttir hefur skapað sér sérstöðu í íslenskum stjórnmálum fyrir hispurslausa framkomu og málefnalega nálgun á viðfangsefnum sínum.
Hún virkar trúverðug, bæði af skjá sem og í eigin persónu (að sögn en þekki það ekki persónulega).
Þess vegna er ótrúlegt að lesa þetta viðtal við Lilju, og þann einbeita vilja hennar að sópa burt þeirri ímynd sem hún hefur samviskusamlega byggt upp frá því að Sigurður Ingi kallaði óvænt á hana til að hressa uppá laskaða ímynd Framsóknarflokksins þarna um árið.
Af hverju kannast hún ekki við ólguna innan Framsóknarflokksins, hvaða vanvirðing er þetta við flokksmenn hvað þá vitsmuni almennings?
Þetta mál er mjög umdeilt, sérstaklega á landsbyggðinni, því þar verða fyrstu fórnarlömb þessarar fyrirhuguðu markaðsvæðingu orkunnar.
Og það er til lítils að reyna að broskjafta sig úr úr þeirri ólgu.
En síðan segir Lilja nokkuð sem er hreinlega rangt.
Fer rangt með og það eru þessi orð hennar um hið yfirþjóðlega vald Evrópusambandsins, ACER.
"Hún segir mestu máli skipta í umræðunni um innleiðingu þriðja orkupakkans að ekki sé um að ræða framsal valds til yfirþjóðlegrar stofnunar og að skuldbindingarnar samræmist stjórnarskránni. Þriðji orkupakkinn er undir tveggja stoða EES-samstarfinu enda er annað útilokað í mínum huga, það er að ég tel útilokað að ACER-stofnunin fari með stefnumótun í orkumálum Íslands,".
Það er ömurlegt að þurfa endalaust að halda staðreyndum til haga gagnvart vísvitandi blekkingum stjórnmálafólks sem vill ekki fyrir sitt litla líf kannast við hvað það er að samþykkja fyrir hönd þjóðarinnar.
En þess þarf og enn einu sinni ætla ég að vitna í greinargerð þeirra Stefáns og Friðriks, núna lengri tilvitnun en oft áður, en stundum er það nauðsynlegt til að afhjúpa blekkingarnar eða eigum við að segja meinta vanþekkingu;
"Framangreind ákvæði í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017, sem varða upptöku og aðlögun á reglugerð nr. 713/2009 að EES-samningnum, má draga saman svo:
Gagnvart EES/EFT A-ríkjunum fer ESA formlega með valdheimildir ACER samkvæmt reglugerðinni, m.a. er formlegt vald til að taka lagalega bindandi ákvarðanir varðandi grunnvirki yfir landamæri samkvæmt 8. gr. reglugerðarinnar lagt í hendur ESA.
ACER hefur eftir sem áður mikið að segja um efni þeirra ákvarðana sem ESA tekur á grundvelli reglugerðarinnar. Skulu ákvarðanir ESA þannig teknar "á grundvelli draga" sem ACER semur "að eigin frumkvæði eða að beiðni" ESA. Berist beiðni um endurskoðun ákvörðunar skal ESA "senda slíka beiðni til [ACER]" og skal ACER þá "íhuga að semja ný drög" fyrir ESA sem yrði svo sambærilegur grundvöllur að nýrri ákvörðun ESA. Vakin er sérstök athygli á því að málsmeðferðin er aldrei öfug að þessu leyti, þ.e. að ESA semji drög að ákvörðun sem séu lögð til grundvallar af ACER. Áhrif ACER eru því meiri en ESA að þessu leyti.
Umfjöllun kaflans miðast við að ESA fari með vald til að taka ákvarðanir á grundvelli reglugerðar nr. 713/2009, þ.e. gagnvart EES/EFTA-ríkjunum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017. Þrátt fyrir að valdið sé þannig formlega hjá ESA er ljóst að ACER mun hafa mikið að segja um efni ákvarðana sem ESA tekur á grundvelli reglugerðarinnar, enda semur ACER drög að ákvörðunum og leggur þau fyrir ESA. Það má því velta fyrir sér hvort ákvörðunarvaldið sé í raun hjá ACER og að hlutverk ESA sé aðallega formlegs eðlis í því skyni að fyrirkomulag reglugerðarinnar samræmist betur tveggja stoða kerfinu. Færa má rök fyrir því að í raun sé ákvörðunarvaldið að hluta til framselt stofnun sem heyrir undir Evrópusambandið og stendur utan EFTA-stoðarinnar, þ.e. ACER. Í þessu ljósi má leggja til grundvallar að gera verði enn ríkari kröfur en ella til þess að valdframsalið, sem felst í 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009, standist þær stjórnskipulegu viðmiðanir sem áður hafa verið raktar, m.a. varðandi tveggja stoða kerfi EES-samningsins, sbr. einkum kafla 4.2.2. og 4.2.3. hér að framan. ".
Sé ágreiningur skal ACER íhuga, ekki skal, heldur íhuga.
Þetta er eina sjálfstæði ESA gagnvart ACER.
Blekking til að breiða yfir þá staðreynd að það er ekkert tveggja stoða kerfi í þessu orkutilskipunarkerfi Evrópusambandsins. Eða eins og þeir segja Stefán og Friðrik, og full ástæða til að ítreka;
"Það má því velta fyrir sér hvort ákvörðunarvaldið sé í raun hjá ACER og að hlutverk ESA sé aðallega formlegs eðlis í því skyni að fyrirkomulag reglugerðarinnar samræmist betur tveggja stoða kerfinu.".
Vald ESA er formlegs eðlis, ekki raunverulegt, enda þarf mikið vanvit að segja að þau áhrif að einhver skuli íhuga beiðni þína um eitthvað þýði að þú ráðir þínum málum.
Blekking eða fáviska.
Hvort er betra??
Kveðja að austan.
Engin ólga í flokknum vegna orkupakkans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1412828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Framsóknarflokkurinn laskaðist vegna Tortólu-mála Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en ekki Sigurðar Inga Jóhannssonar, sem tók við forsætisráðherraembættinu af Sigmundi Davíð vegna þeirra mála fyrir þremur árum.
Sigmundur Davíð tapaði svo formannskosningu í Framsóknarflokknum og stofnaði Miðfótarflokkinn, sem enginn flokkur á Alþingi vill mynda ríkisstjórn með, ekki einu sinni Flokkur fólsins.
Þorsteinn Briem, 11.5.2019 kl. 19:43
Blessaður Steini minn.
Mér finnst alltaf skemmtilegra þegar menn vilja vera út úr kú, þá ræði menn veðrið eða hvort Liverpool vinni deildina á morgun, hvort slíkt sé skrifað í skýin eður ei.
Það má endalaust fabúlera um slíkt.
En að lesa upp úr Gagn og gaman, það er eitthvað bara svo þreytt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.5.2019 kl. 20:03
Ég hafði líka mikið álit á Lilju
en svo kom hún grenjandi í Kastljós og útlistaði sig sem ofbeldisfórnarlamb út af einhverju fyllerísrausi út í bæ!
Þessari konu er greinilega auðvelt að koma úr jafnvægi og því ekki treystandi til að taka ákvarðanair fyrir þjóðina
Grímur (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 21:38
Blessaður Grímur.
Þetta er punktur hjá þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.5.2019 kl. 08:48
Blessaður Finnbogi.
Ég hef eiginlega engu við að bæta.
Takk fyrir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.5.2019 kl. 08:52
Ég held að íslenska þjóðin eigi ekkert val í samskiptum okkar við ESB við verðum að kveðja þessi samskipti,sem eru orðin mjög einhliða stöðugar skipanir og valdboð.Segjum ees samningnum upp. Við getum átt jafngóð eða betri viðskipti við aðra,ef evrópubandalagið vill ekki skipta við okkur. Bandaríkin( usa) eru t.d. tilbún í fríverslun við okkur. Ef við forðum okkur ekki er nokkuð öruggt að þingið okkar bindur okkur í erlenda ánauð,það hafa íslensk merkikerti (elíta) áður gert. Með bestu kveðju Hartmann Ásgrímsson
Hartmann Ásgrímsson (IP-tala skráð) 12.5.2019 kl. 12:44
Blessaður Hartman.
Þetta er eiginlega sá tímapunktur sem sker úr um hvort við verðum í EES eður ei.
Afsal orkuauðlinda þjóðarinnar verður ekki liðið til lengri tíma litið, og ef gengur eftir, þá mun myndast þjóðarhreyfing um eitt mál, uppsögn EES samningsins.
Og hún mun hafa sigur, smámenni sem svíkja, beita til þess lygum og blekkingum, þeir halda bara áfram að smækka, afglöpum þeirra fjölga með veldishraða.
Því sem tapar sálu sinni endar sem skurnið eitt.
Hins vegar mun þjóðin sem hingað til eiga í blómlegum viðskiptum við Evrópu þó hún segi upp hjáleigu sambandinu.
Í EES samningnum er skýrt kveðið um að áunnin réttindi haldist, og svo gilda ákveðnar leikreglur í alþjóðlegum viðskiptum.
Gegn þeim fer Evrópusambandið ekki því lönd eins og Þýskaland lifa á útflutningi, og vandalismi er ekki varðan sem vísar veginn í heimsviðskiptum.
Munum bara að frjáls maður lifir ekki í skugga óttans.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.5.2019 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.