11.5.2019 | 12:21
Öldungar flokksins stíga fram.
Hver á fætur öðrum og benda á hið augljósa.
Að við eigum ekki að gera eitthvað ef við vitum ekki um afleiðingarnar, ekki þegar fjöreggin eru undir.
"Það er óforsvaranlegt að samþykkja þriðja orkupakkann án þess að það liggi fyrir hvað gerist á orkumarkaði á Íslandi þegar sæstrengur hefur verið lagður og orkusalan hefst.".
Segir Sturla Böðvarsson fyrrum ráðherra flokksins, fyrrum fyrsti þingmaður flokksins í Vesturlandskjördæmi og síðan Norðvesturkjördæmi og sveitarstjórnarmaður og sveitastjóri í Stykkishólmi lengur en elstu menn muna.
Og maður spyr sig, af hverju ætti hann að ganga erinda annarra en sinnar eigin samvisku, og meta málið út frá hag þjóðar og flokksins sem hann hefur þjónað frá því fljótlega eftir að hann lærði að ganga. Er ekki ein af óhróðri almannatenglanna sem krakkarnir lesa upp eins og páfagaukar að við andstæðingar orkupakkans séum öll í vasa Sigmundar Davíðs og þjónum Miðflokknum í þessu máli.
Eða er hann einn af þeim sem Áslaug Arna talar um úr ræðustól Alþingis um að hann taki afstöðu út frá fáfræðinni einni saman eins og þessi ummæli hennar vitna um; "Að jákvæðum gagnvart málinu fjölgar verulega eftir því sem fólk kynnir sér málið betur. Það kemur manni kannski ekkert sérstaklega á óvart.".
Eða er hann í þessum hópi, þeim sem blekkir? "Mesti krafturinn hefur farið í það að leiðrétta rangfærslur og halda því á lofti hvað felst í málinu og hvað felst ekki í málinu.".
Þó að almannatengill hafi fengið stórfé fyrir að semja svona frasa fyrir börnin, er þetta samt boðlegur málflutningur gagnvart öldungum flokksins?
Manna sem hafa þjónað honum og þjóðinni dyggilega í áratugi, og þó þeir séu mannlegir eins og við hin, þá frýja enginn þeim vits, eða efast um hollustu þeirra, ekki einu sinni pólitískir andstæðingar þeirra í hörðustu rimmunum á árum áður.
En að sögn núverandi forystu flokksins eru þeir annað hvort vitleysingjar sem starfa á laun fyrir Miðflokkinn, eða þeir eru óheiðarlegir og starfa fyrir Sigmundi Davíð.
Þetta hlýtur að vera rosalega sárt fyrir vitiborið fólk að vera vitni af svona málflutningi.
Enda er reynt að koma vitinu fyrir krakkana áður en það er of seint.
Það hefur afleiðingar að Ulla framan í fólk segir Davíð í Reykjavíkurbréfi sínu og um þau skrif má aðeins velta einu fyrir sér, var ekki búið að leggja bann við hirtingum í Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna??
En Styrmir bendir á alvarleika svona vinnubragða, meinsemd sem smán saman grefur undan öllu trausti á stjórnmálum;
"Áhrif og afleiðingar málflutnings helztu talsmanna stjórnarflokkanna vegna orkupakka 3 eru margvísleg. En einn helzti þátturinn er sá, að fólk, sem kemst að annarri niðurstöðu, hættir að treysta málflutningi forystumanna þessara flokka í fleiri málum, þegar það sér af hvers konar léttúð þeir fjalla um svo alvarleg mál. Fólk sér í gegnum blekkingarleikinn og hvers konar aðferðum er beitt til þess að gefa alranga mynd af veruleikanum.".
og maður spyr, er þjónkunin við Brussel þess virði??
Það er ekki bara verið að fórna orkuauðlindinni, það er líka verið að fórna traustinu.
Sem er helsta eign lýðræðisins.
Til hvers var barist í heila öld til að þetta sé niðurstaðan.
Að samningur sem upphaflega var viðskiptasamningur, geti endað í einhliða alræðisvaldi erlends stórveldis, og börnin sem eiga að erfa landið láti glepjast.
Fjármálamenn hafa áður selt þjóðir, og munu halda því áfram meðan einhver gróði er í því, og þeir komast upp með það.
En stjórnmálastéttin okkar, á hvaða vegferð er hún??
Sumarið er tíminn sagði Bubbi Mortens.
Er ekki kominn tími til að tengja sögðu Skriðjöklamenn fyrir norðan.
Og er ekki kominn tími til að staldra við segja Öldungar flokksins.
Það hefur ekki gerst sem ekki má leiðrétta.
Það er hægt að ná sátt í þessu máli, bæði við þjóð og Evrópusambandið.
Er ekki kominn tími á hana.
Sáttina.
Hún hefur oft náðst af minna tilefni.
Kveðja að austan.
Óforsvaranlegt að samþykkja orkupakkann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 113
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mogginn er núna málgagn og næturgagn Miðfótarflokksins og Fokks fólsins.
Enginn mun nokkurn tíma mynda ríkisstjórn með þessum flokkum.
Og allra síst eftir fyllerísröfl Miðfótarflokksins á Klausturbarnum.
Þorsteinn Briem, 11.5.2019 kl. 12:43
Það er nú þetta með fyllerísröfl Steini minn.
Það er nú bara eins og það er, oft svona eitthvað sem hljómar út úr kú.
Það er nú bara það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.5.2019 kl. 12:55
Öl er innri maður segir máltækið. Gott, þá vitum við allt um það. Verri eru þó hinir sem fela innri manninn og tala "varlega" á almannafæri.
En svona burtséð frá því - ef það kemur þá málinu svosem eitthvað við - það alvarlega er að um leið og einhver "tengir" hafa íslendingar misst til frambúðar forræði annarrar af mikilvægustu forsendum fyrir byggð í landinu.
Kolbrún Hilmars, 11.5.2019 kl. 13:51
Blessuð Kolbrún.
Þetta með ölið er ómerkileg tenging við Miðflokkinn, og má kalla svona hálmstrá rökþrota manna, líkt og það útspil að tengja Frosta við einhverja leynd á rafmagnsverði til stóriðju.
En það er ein tenging, órædd sem hefur ekki þessi áhrif sem þú lýsir hér að ofan.
Og það er tengingin við raunveruleikann.
Kallast heilbrigð skynsemi.
Hana er ég að ákalla svo sátt náist.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.5.2019 kl. 13:59
Endalaust góður Ómar!!!
Kv af suðurlandi
Óskar Kristinsson, 11.5.2019 kl. 16:39
"Að samningur sem upphaflega var viðskiptasamningur, geti endað í einhliða alræðisvaldi erlends stórveldis"... segirðu Ómar. EES-samningurinn var aldrei viðskiptasamningur eins og rekið er í þessari ritgerð https://skemman.is/bitstream/1946/30201/2/Andstaðan við EES-samninginn - Patrekur Örn Oddsson.pdf
"EES-andstæðingar börðust hins vegar á móti honum vegna þess að þeir töldu að hann mundi skerða fullveldi Íslands og stæðist ekki stjórnarskrá" (bls. 1). Meira um andstöðuna í kaflanum sem hefst á bls. 14.
Talsmenn EES sem nú eru á móti orkupökkum ESB nota sömu meðulin og sömu frasana og þeir notuðu þá. Samningurinn þá og orkupakkinn nú kölluð annað en þau eru og þau sem voru og eru fylgjendunum ósammála sökuð um "misskiling".
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 18:06
So what??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.5.2019 kl. 18:35
Takk fyrir það Óskar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.5.2019 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.