Óttinn.

 

Af öðrum ólöstuðum er Styrmir Gunnarson beittasti penninn í hópi Öldunganna sem beita sér gegn afsalinu á orkuauðlindum þjóðarinnar í hendurnar á skrifræðisvaldi Evrópusambandsins.

Í bland fer saman glöggskyggni og hógværð ásamt undirliggjandi járnvilji að kvika hvergi frá hugsjónum sínum og lífsskoðunum. 

Hann gefur hvorki sjálfum sér eða flokki sínum afslátt.

 

Til að skilja atburði síðustu viku í orkupakkamálinu sem má lýsa sem hröðu undanhaldi, en alls ekki samkvæmt áætlun, er gott að rifja þessi orð Styrmis upp í nýlegum pistli hans.

"Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með því hvað nýjar kynslóðir í Sjálfstæðisflokknum, sem af einhverjum ástæðum berjast um á hæl og hnakka til þess að sannfæra fólk um nauðsyn þess að samþykkja orkupakka 3, beita til þess gamaldags og gagnsæjum aðferðum. Síðasta dæmið er sameiginleg grein áttmenninganna í forystu jafnmargra atvinnuvegasamtaka í Morgunblaðinu í gærmorgun og á sama tíma kom Fréttablaðið út með viðtal við tvo aðra einstaklinga úr þeim röðum. Þetta eru vinnubrögð úr fortíðinni.".

Gagnvart óvæntri málefnalegri andstöðu grasrótarinnar hefur gripið til einhverrar sýndarmennsku almannatengilsins í stað þess að ræða málin á heiðarlegan hátt og útskýra "afhverju" að taka þessa gífurlegu áhættu á valdaframsali til Brussel sem allir eru sammála að felist í orkupakka 3.

Það er eins og það sé einhver undirliggjandi ótti við samræðuna (það er ekki samræða að messa hálfsannleik í besta falli yfir flokksmönnum) hvort sem menn teysta ekki málstaðnum, eða vitrænum forsendum sínum að taka hana.

 

Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn fest æ meir í einhvers konar díki.

Aðgerðirnar alltaf orðið örvæningarfyllri með hverjum degi liðinnar viku.

 

Látum brandara áttmenninganna liggja milli hluta, ungt fólk les ekki svona og eldra fólk í flokknum man alveg hvernig svipaðri lágkúru var beitt í ICESave deilunni.

En að bjóða sjálfstæðu fólki upp á "sérfræðing" að utan til að segja því fyrir verkum, er heimska að áður óþekktri stærð í íslenskum stjórnmálum.

Auðvitað virkar þetta fyrir Ruv, en það hefði líka virkað að hringja í breskt öryggisfangelsi og taka viðtal við einhvern raðmorðingjann sem hefði fyrir svona eitt sígarettukarton og hálfa bjórkippu látið hafa eftir sér að hann myndi koma til Íslands við fyrsta tækifæri ef við höfnuðum orkupakkanum.  Og Ruv síðan slegið upp fyrirsögninni, EF við höfnum orkupakkanum, þá mætir herra X á svæðið, og það vita allir hvað hann er hæfur til. 

Mikli ódýrara, miklu skilvirkara, og sami hræðsluáróðurinn en ekki nærri eins heimskulegt.

 

Því eitt er að gera sjálfan sig að fífli, annað er að gera það á þann hátt að fólkið sem kýs þig er mjög hugsi á eftir.

Núna er bætt í, núna er síðasta útspilið í rökþrotinu að láta einhverjar tillögur um breytingarnar á stjórnarskránni dúkka upp, aldrei þessu vant allir samhljóða í stuðningi sínum.

Já mikill er máttur þjónkunarinnar við yfirskrifræðisvaldið í Brussel.

 

Tilgangurinn er augljós en fyrst þau skilaboð hafa loksins síast inn að sjálf orkuauðlindin er undir, þá væri nær að leggja forræði hennar ekki í hættu.

Ef ríki eru á annað borð í EES samstarfinu, þá víkja þau sér ekki undan ábyrgð með því að samþykkja á þrettándu stundu einhver ákvæði í stjórnarskrá sem eiga að fría þau undan markaðsvæðingu orkuauðlinda á samkeppnismarkaði.

Jafnvel þó þessir sömu formenn sem núna er vísvitandi að reyna að brjóta stjórnarskrána, ætli sér að virða hana í framtíðinni.

 

Ef þú semur ekki um undanþágur fyrirfram, þá virka þær ekki.

Því ríkjum evrópska efnahagssvæðisins ber skylda til að aðlaga löggjöf sína að regluverkinu.

Og breyta því sem þarf að breyta, líkt og Norðmenn gerðu þegar þeir settu ákvæði í stjórnarskrá sína að heimilt væri að afsala vald til Brussel.

 

Óttinn við þjóðina og óttinn við afleiðingar gjörða sinna í næstu kosningum, má ekki svipta stjórnvöld restina af þó þeirri vitglóru sem ennþá er til staðar.

Flótti frá raunveruleikanum leysir engin mál.

 

Forræðið yfir orkuauðlindum þjóðarinnar þarf að tryggja.

Og um það þarf að semja.

 

Sumarið er tíminn.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Stjórnarskrárákvæði í samráðsgátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen!

Já, svo sannarlega segi ég nú Amen!

Frábær pistill Ómar og já, Styrmir er 

gríðarlega glöggskyggn og býr yfir eldvilja þess

sem ann landi sínu og þjóð og kvikar hvergi frá hugsjónum sínum, landi og þjóð til heilla.

Með kveðju úr Hákoti.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.5.2019 kl. 11:18

2 Smámynd: Óskar Kristinsson

Mjög gott hjá þér Ómar!

Þessu beið eg eftir, að kæmi andfíla frá draugnum sem var settur út af þingi á Suðurlandi í síðustu kostningum,og forsætisráðherra dró upp í vagninn til að breita stjórnarskránni.

Sú breiting er ótrúlega í þjóðarhag.

Talandi um forsætisráðherrann þetta er eins og nornin á kústanum,út um allan heim að kolefnisjafna.

Skyldi það vera þjóðhagslegt?

Kv af Suðurlandi

Óskar Kristinsson, 11.5.2019 kl. 12:03

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Eins og ég sagði þá hef ég ekki nennt að lesa þetta plagg, veit alveg til hvers þessu er kastað inní umræðuna núna.

Veit hins vegar að fögur orð í stjórnarskrá breyta aldrei neinu þegar hagsmunir valds og auðs eru annars vegar, þetta eru jú ekki meistarar sniðgöngunnar fyrir ekki neitt.

Síðan veit ég, og hef margoft varað við, að eftir því sem ákvæðum hennar fjölgar, þá er erfiðara að koma auðmönnum í bönd til að stöðva ránsskap þeirra.

Það eru þeir sem hafa efni á lögmönnum sem snúa út úr öllu.

Ef menn hugsa um þjóðarhag, þá á að leyfa eina breytingu á stjórnarskránni, og það er að taka út eignarákvæði hennar.

Margur stórþjófurinn hefur vitnað í það ákvæði þegar lög og regla eltast við hann.

Af hverju halda menn að auðmenn og miðlar þeirra haldi lífi í  þessari umræðu, og leppar á þeirra vegum séu sífellt að koma henni að í tíma og ótíma??

Sjá menn ekki samhengið?'

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.5.2019 kl. 13:01

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Símon.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.5.2019 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 501
  • Sl. sólarhring: 678
  • Sl. viku: 6232
  • Frá upphafi: 1399400

Annað

  • Innlit í dag: 423
  • Innlit sl. viku: 5278
  • Gestir í dag: 389
  • IP-tölur í dag: 383

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband