10.5.2019 | 17:42
Er ekki ljótt að ljúga??
Í svona opinberum yfirlýsingum.
"Hlutaðeigandi ákvæði í þriðja orkupakka Evrópusambandsins hafa á engan hátt áhrif á fullveldi EFTA-ríkjanna yfir orkuauðlindum sínum eða á vald þeirra til þess að ákveða sjálf hvernig þau eru nýtt og þeim stýrt, segir í yfirlýsingunni.".
Orkutilskipanir Evrópusambandsins miðast allar við orkan sé markaðsvara sem er seld hindrunarlaust á samkeppnismarkaði, sameiginlegum fyrir allt evrópska efnahagssvæðið.
Ef EFTA ríkin hlýða þessu í einu og öllu þá geta þau talið sér í trú um að þau hafi fullt forræði yfir nýtingunni og stýringunni, en regluveldi Evrópusambandsins gefur línurnar þar á meðal að eignarhald hindri ekki samkeppni.
Í þessu samhengi er fróðlegt að skoða þessa frétt frá Reuter, en innihald hennar má lesa víða í fjölmiðlum.
"(Reuters) - France has made proposals to the European Commission which could accede to long-standing demands by the EU's executive for France to privatise its hydro power concessions mostly operated by state-controlled utility EDF (EDF.PA), CGT union said Wednesday. The mines and energy branch of the hard left CGT, said in a statement that it had learned of the proposals following a meeting on Wednesday between unions and the French prime minister's office. The CGT said the government had secretly made proposals to Brussels without discussing them, primarily with workers who would be impacted by the privatisation plans. "These proposals would accelerate the privatisation of dams," CGT said in the statement, adding that the method was incoherent and could greatly limit ways existing operators could keep running their hydraulic works. The French government declined to comment.".
Evrópusambandið hefur lengi þrýst á einkavæðingu og eftir því sem regluverkið er hert þá er erfiðara að standa gegn henni, og jafnvel næst öflugasta ríki Evrópusambandsins gefst upp fyrir því.
Fyrr í vetur bárust fréttir af því að meira að segja Þýskaland var knúið til að gefa eftir vald sitt til stjórna hvert gas frá Rússlandi yrði selt, þeir gátu ekki lokað fyrir pípurnar við landamæri sín.
Og þó orkupakki 3 fjalli um hindrunarlaus orkuviðskipti milli landa þá kemur orkupakki 4, síðan orkupakki 5 og svo framvegis, og í hvert skipti eru krumlur hins yfirþjóðlega regluversk hert þar til að lokum að ekkert stendur eftir af sjálfforræði EES landanna yfir orkuauðlindum sínum.
Á bloggi Bjarna Jónssonar má lesa að í orkupakka 4 sé fyrirhugað að "að stofna skuli til Svæðisstjórnstöðva, SSS (Regional Operation Centres, ROC), til álagsstýringar og öryggisútreikninga á flutningskerfinu.". Síðan vitnar hann í minnisblað frá Statnet þar sem reiknað er með að regluverkið niðurjöfri alla stýringu út frá hagsmunum hins samevrópska orkumarkaðar.
Þetta vita menn allt saman en kjósa að smækka umsögn sína við einn pakkann af mörgum vitandi að hann fjallar ekki um neytendavernd eða aukið gagnsæi þó einhver ákvæði þar um fljóti með, heldur um tengingu milli landa og stjórnun þeirra.
En það er bara síðasta púslið til að láta meint hrekklaus ríki samþykkja, svo er þumalskrúfan hert í næstu orkupökkum. Og það eina sem er öruggt, þó ekki sé hægt að hengja það nákvæmlega á orkupakka 3, að EES löndin munu ekki hafa full yfirráð yfir nýtingu og stýringu, spurningin hvort þau hafi einhver?
Í þessu tilviki er hálfsannleikurinn hugsaður til að blekkja en varla er hægt að tala um blekkingu þegar þessi fullyrðing er lesin;
"Þá er ítrekað að ef yrði af samtengingu raforkukerfanna á milli landa, þá væri það Eftirlitsstofnun EFTA sem úrskurðaði um ágreiningsmál en ekki ACER, samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði.".
Um þetta má hafa mörg orð, en Stefán Már og Friðrik Hirst afhjúpuðu þessa blekkingu stjórnmálamanna í lagaáliti sínu;
"Umfjöllun kaflans miðast við að ESA fari með vald til að taka ákvarðanir á grundvelli reglugerðar nr. 713/2009, þ.e. gagnvart EES/EFTA-ríkjunum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar frá 5. maí 2017. Þrátt fyrir að valdið sé þannig formlega hjá ESA er ljóst að ACER mun hafa mikið að segja um efni ákvarðana sem ESA tekur á grundvelli reglugerðarinnar, enda semur ACER drög að ákvörðunum og leggur þau fyrir ESA. Það má því velta fyrir sér hvort ákvörðunarvaldið sé í raun hjá ACER57 og að hlutverk ESA sé aðallega formlegs eðlis í því skyni að fyrirkomulag reglugerðarinnar samræmist betur tveggja stoða kerfinu. Færa má rök fyrir því að í raun sé ákvörðunarvaldið að hluta til framselt stofnun sem heyrir undir Evrópusambandið og stendur utan EFTA-stoðarinnar, þ.e. ACER.".
ESA stimplar ákvarðanir ACER, hefur ekkert með þær að segja nema stofnunin má drekka kaffi með þeim er þeir eru stilltir.
Þetta er blekkingarleið til að hægt sé að tala um tveggja stoða kerfi, en vald ACER er algjört.
Að halda öðru fram er klár lygi.
Það eina jákvæða við þetta blekkingarplagg að loksins er íslenskur ráðherra tilbúinn að játa að orkupakkinn fjalli um "stór hluti ákvæða þriðja orkupakkans, þ.e. þau sem varða viðskipti og grunnvirki fyrir raforku yfir landamæri" þó fullyrt sé að slíkt eigi ekki við um Ísland því enginn er sæstrengurinn.
Einhver hefði nú spurt þeirrar saklausu spurningar að fyrst að svo sé, af hverju er þessi hluti tilskipunarinnar sé ekki felldur niður og málið er dautt en auðvitað er svo ekki því markmið Evrópusambandsins með þessari tilskipun er að tengja saman ríki.
Öll ríki, þar á meðal Ísland.
Annars væri það jú ekki að semja þessar reglur.
Og engin pólitísk yfirlýsing hefur lagalegt gildi þegar hún stangast á við skýrar reglur tilskipunarinnar.
Enda geta menn ímyndað sér hvernig dómarar gætu dæmt ef þeir ættu ekki að fara eftir lagatexta, heldur að fylgjast með öllu sem stjórnmálamenn segja.
Stjórnmálamenn sem virðast fyrir löngu vera búnir að týna niður hæfileikanum að segja þjóðum sínum satt.
Er það síðasta yfirlýsing sem gildir, eða þar síðasta eða hvað er gert þegar þær ganga gegn hvor annarri og svo framvegis?
Þetta er ómerkilegt í alla staði.
Öllum sem koma að málinu til minnkunar.
Ekki bara Guðlaugi Þór eða ríkisstjórn Íslands.
Núna skilur maður betur upplausnina sem er í stjórnmálum Evrópu.
Vantraustið og uppgang flokka sem ganga gegn kerfinu og hinni samevrópsku hugsjón.
Fólk er búið að fá uppí kok af hálfsannleikanum, blekkingunum, skrifræðinu og þeirri firringu að upplifa að öll völd séu komin í hendur á andlitslausum skriffinnum og að baki þeim glittir í gíruga fjármálamenn og stórfyrirtæki.
Nái Alþingi ekki lendingu í þessu máli sem þjóðin er sátt við, þá er hætt við að æluna reki líka upp í fjörur landsins.
Að fjörbrot hefðbundinna flokka í Evrópu verði líka raunin hér innan ekki svo langs tíma.
Stjórnmálastéttin seldi þjóð sína í ICEsave.
Við héldum að það væri tilfallandi.
En svo er ekki.
Og hvað höfum við þá að gera við slíkt fólk??
Sú spurning er víða á vörum þessa dagana.
Og henni verður svarað.
Með sátt við þjóð eða illindum svikanna.
Aðeins þar er efinn.
Kveðja að austan.
Ákvæðin sögð þýðingarlaus án sæstrengs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 205
- Frá upphafi: 1412824
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 171
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Ómar!
Það hefur nú verið efnt til ófriðar af minna tilefni,þetta fólk er að egna og efna til ílldeilna í þjóðfélaginu.
Það líður mjög mörgum illa út af þessu máli,margir SJ'OÐANDI heitir.
Maður fer að halda að það sé bókstaflega kennt í háskólanum að ljúga og brúka ómerkilegheit.
Kv af suðurlandi
Óskar Kristinsson, 10.5.2019 kl. 19:35
Sæll Ómar, jú það er ljótt að ljúga, og það er ljótt að hafa af þjóðinni það sem hún nú þegar á, en sennilega hefur þetta landsölulið verið komið lengar í eigin hugarheimi en nokkurn grunar.
Þetta virðis vera nýasta túrbó trixið kokkað upp í stjórnaráði Íslands, á þetta hyski verður ekki logið.
Með kveðju að ofan.
https://www.visir.is/g/2019190519892/leggja-fram-tillogu-ad-nyju-audlindaakvaedi-i-stjornarskra-audlindir-natturu-landsins-tilheyri-islensku-thjodinni
Magnús Sigurðsson, 10.5.2019 kl. 20:35
Þing sem gengur í berhögg við vilja þjóðarinnar mun ekki og ætlar ekki að ná sáttum við þjóðins.
Þingið komst upp með það í Icesave, aðeins Geir var þá tjaldað og flaggað í "Þjóðmenningarhúsinu"
Það eru einhver öfl sem knýja þingmenn til að þegja og ráðherra til að segja hálfsannleika,
ef ekki beinlínis ljúga.
Þjóðarsálin finnur þetta á sér, það er af innsæi hennar vegna fyrri svika þingmanna og ráðherra og forseta þingsins. Traustið mælist 18%.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.5.2019 kl. 20:37
Blessaður Óskar.
Ég veit svo sem ekki hvort þetta er einhvers staðar kennt, en svona blekking og ósannsögli, þar sem hvorki má segja hlutina eins og þeir eru, eða allt byggist á einhverri ímynd, um hvað má segja og hvernig það er a la almannatenglar, þetta allt finnst mér einhvern veginn hafa yfirtekið umræðuna.
Og heilbrigð skynsemi fyrir langa löngu fokin út í buskann.
Bara í ICEsave deilunni, og ekki bara hérna, meir að segja vel meinandi fólk talaði um að þessar meintu skuldbindingar væru háar og framkoma breta forkastanleg, en að setja spurningamerki um að þetta væru yfir höfuð skuldbindingar, það hvarflaði ekki að fólki. Rökvillan var að ætla að regluverk væri svo vitlaust að útbúa kerfi þar sem smáþjóð gat ábyrgst hluta af bankakerfi mun stærri þjóða. Burt séð frá öllu siðferði, þó allir væru seldir arabískum þrælasölum, þá dygði heildarverðmætið ekki til, jafnvel þó allt naglfast væri hreinsað.
Og hvernig datt mönnum í hug að stjórnmálamenn hefðu lagalegan og siðferðislegan rétt að samþykkja opinn víxil sem gat riðið fjárhag þjóða að fullu?
Þegar ég var yngri var enginn svona vitlaus, og menn rifust um ýmislegt í stjórnmálum, en ekki um það sem blasti við eins og að sólin kæmi uppí austri og settist í vestri. Eða það sem stæði í reglugerðum, stæði í reglugerðum.
Og að kljúfa þjóð vegna þjónkunar við erlent skrifræðisvald, það er með ólíkindum.
Eða gefa eftir auðlindir þjóðarinnar.
Þetta er þyngra en tárum tekur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.5.2019 kl. 22:05
Blessaður Magnús.
Ég held að þó nokkuð margir hafi séð gróðann í orkunni fyrir mörgum árum síðan, eða alveg frá því að fyrsti orkupakkinn kom sem lagði drög að markaðsvæðingunni og sölu á samkeppnismarkaði. Takt við það sem var að gerast vestra á svipuðum tíma.
Embættismannakerfið telur það hins vegar sína heilögu skyldu að innlima landið í regluverk Evrópusambandsins og svo eru það stjórnmálamennirnir okkar sem eru meira svona eins og strá í vindi.
Inntak samninganna við AGS, þar sem átti að greiða ICEsave og taka risagjaldeyrislán til að greiða út erlenda krónueigendur, var einkavæðing Landsvirkjunar, þaðan átti peningurinn að koma til að minnsta von væri að standa í skilum. Samhliða átti að virkja allt sem hægt var að virkja, sbr ítrekaðir blaðamannafundir Jóhönnu og Steingríms þar sem hinar svokölluðu risafjárfestingar í virkjunum og uppbyggingu stóriðju voru kynntar.
Þetta hélst allt í hendur og engin tilviljun í þessu dæmi.
Bakslagið var bara höfnun þjóðarinnar og síðan fór allt bara hljótt.
En af hverju var ESB umsóknin ekki dregin til baka??, og af hverju var þessum orkapakka laumað án mikilla athugasemda hjá sameiginlegri EES nefndinni??
Embættismennirnir, stjórnmálamenn í vasa fjárfesta, djúpríkið?? Veistu að ég veit það ekki en þetta átti allt að ganga eins og smurð vél, smá röfl frá mönnum eins og Hjörleifi eða Ögmundi, Styrmi, kannski örfáum öðrum.
Ég held að það sem menn sáu ekki fyrir var aðkoma Frosta, og sú fagmennska sem fylgdi í kjölfarið í andófinu.
Og mér finnst einhvernvegin að atburðir síðustu daga bendi til panik ástands.
Það er öllu tjaldað til, og eins og að sum tjöldin hafi verið framleidd á síðustu stundum eins og Carl ráðgjafi, eða jafnvel ekki verið tilbúin, eins yfirlýsing EFTA ríkjana sem gæti komið í orðabók sem dæmi um máltækið "skrattinn úr sauðarlegg".
Oog núna þessar tillögur sem hingað til engin sátt hefur verið um innan stjórnmálastéttarinnar.
Það liggur við að maður sé farinn að trúa því að það sé von í þessu máli, að þungi andstöðunnar sé að verða ríkisstjórninni ofviða.
Þessar tillögur eru örugglega góðar og gildar, nenni bara ekki að lesa svona sýndarmennsku, en atburðir síðustu tveggja daga hafa staðfest tvennt.
Stjórnarliðar viðurkenna loksins að það sé fær leið að skjóta málinu til EES nefndarinnar, og þeir hafa fengið staðfestingu á sérstöðu Íslands.
Og þeir geta ekki útskýrt af hverju það er ekki hægt að orða þessa sérstöðu á lagamáli sem heldur, fyrst öllum ber saman um að stærsti hluti orkutilskipunarinnar eigi ekki við Ísland eins og staða mála er í dag.
Það er kjarni málsins, þeir geta ekki útskýrt það.
Og einhver hefur sagt þeim þetta seint í gær eða snemma í morgun, og þá er örvæntingin ein eftir.
Lokablekkingin sjálf.
Já, ég held að eitthvað hafi áunnist.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.5.2019 kl. 22:26
Blessaður Símon Pétur.
Ég held að þetta vantraust grasseri víða í Evrópu, eins og sést til dæmis á dræmri kosningaþátttöku, því fólk upplifir að þó það kjósi breytingar, þá breytist ekkert. Nema kannski það að þeir sem þykjast berjast gegn markaðsvæðingunni, eru verstir þegar á reynir, og að kjósa þá er að fara úr öskunni í glóandi hraunmola.
Síðan náttúrulega upplausn hins hefðbundna flokkakerfis.
Þessi yfirlýsing er með ómerkilegri plöggum sem ég hef lesið, það er gengið út frá því að almúginn sé fáfróður, og því megi fóðra hann á því sem næst hverju sem er, bara að umbúðirnar séu flottar.
En almenningur er ekki fólkið á Ruv, og þar þarf ekki að blekkja fólk, það er löngu blekkt.
Þetta eru Evrópsk stjórnmál í dag.
Feig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.5.2019 kl. 22:31
Sæll Ómar
Ekki að mig langi til að vitna í Baudenbacker, en mér fannst það samt athyglisvert að hann sagði
að málið snúist um "pólitík"
og að ef á heimildirnar yrði látið reyna þá muni það kalla fram refsingar að hálfu ESB.
Það þýðir væntanlega, að gildi heimilda í EES samningnum til undanþága og frávika eru einskis virði.
Svei mér þá, ég held að þetta sé þannig séð satt hjá manninum sem var fenginn til að hóta okkur,
þetta snýst bara allt um "pólitík."
Já, eins og þú segir:
"Þetta eru Evrópsk stjórnmál í dag.
Feig."
Með kveðju frá Hákoti.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.5.2019 kl. 22:56
Sæll Ómar, það birtist skoðanakönnun í gær sem var túlkuð þannig í fjölmiðla fyrirsögnum að einungis 50% fylgi væri við að hafna 3.orkupakkanum. Þegar könnunin var skoðuð þá voru einungis 30% stuðningur við hann og minnstur var hann í ríkisstjórnarflokkunum.
Sennilega hefur hún fengið þessar fyrirsagnir til að sýna að andtaðan meðal almennings fari dvínandi. En þegar spurningarnar sem liggja til grundvallar eru skoðaðar þá miða þær að því að toga afstöðu upp úr fólki sem ekki hefur sett sig inn í málið.
Það hefur legið í loftinu að málatilbúnaður ríkisstjórnarinnar hefur allur miðast við að ekki sé hægt að taka icesave á orkupakkann. Það virðist því vera að þessu "örvæntingar útspili" sé ætlað að hífa upp skorið í skoðanakönnunum.
Ég er sammála þér í því að einhver hefur sagt þeim þeim að spila út þessum jóker, sá er trúir að hannaðar skoðanakannanir séu fyrir pöpulinn að kyngja. Þetta er PR stunt í ætt við gamla frasan "að hanna atburðarásina".
"Það liggur við að maður sé farinn að trúa því að það sé von í þessu máli, að þungi andstöðunnar sé að verða ríkisstjórninni ofviða". Við skulum halda áfram að vona að það sem þér liggur við að trúa verði þeim ofviða.
Með mjallar hvítri kveðju að ofan
Magnús Sigurðsson, 11.5.2019 kl. 05:52
Er bara ekki þrýstingur heimkunnar að aukast félagar, það er þetta fólk festist æ fastar í þeim blekkingarvef sem það óf upphaflega í málinu.
Og þá er aðeins ein útkomuleið.
Sátt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.5.2019 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.