Eng­ar efn­is­leg­ar ástæður í þriðja orkupakk­an­um.

 

Fyr­ir okk­ur að nota neit­un­ina núna segir formaður utanríkismálanefndar.

 

Brot á stjórnarskrá, yfirþjóðlegt vald Evrópusambandsins yfir orkuauðlindum þjóðarinnar, markaðsvæðing orkunnar og sala hennar á Evrópskum samkeppnismarkaði eru ekki efnislegar ástæður af hennar mati.

Hún viðurkennir vissulega að þetta er það sem gerist þegar orkupakkinn er samþykktur, en hún ætlar að fá staðfestingu hjá EFTA ríkjum að þau viti að Ísland sé eyja.  Eða eins og hún segir í fréttinni;

"... í henni fel­ast árétt­un á sam­eig­in­leg­um þjóðarrétt­ar­leg­um skiln­ingi á sér­stöðu Íslands í orku­mál­um, sem aft­ur felst í því að Ísland er eyja, án teng­ing­ar við aðra raf­orku­markaði. Sá skiln­ing­ur seg­ir Áslaug að liggi þegar fyr­ir á milli eft­ir­lits­mála­stjóra ESB og ut­an­rík­is­ráðherra Íslands og að með vænt­an­legri álykt­un EFTA sé hann enn frek­ar meitlaður í stein.".

 

Á þessu er einn smáhængur, þetta kemur hvergi fram í tilskipuninni og  fyrirtæki á markaði starfa eftir innihaldi tilskipunarinnar en ekki eftir pöntuðu áliti sem er hugsað til að róa, það er hjálpa lífróður stjórnmálastéttarinnar sem er komin upp að vegg í þessu máli.

Þegar villandi málflutningur hennar var endanlega afhjúpaður í vikunni með snöfurmannlegu lagaáliti Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Friðriks Hirst lögmanns, þá var bleik svo brugðið að náð var í jólasveininn og hann beðinn um að segja krökkunum sem ætla að selja landið, sögur til að róa taugarnar.

 

Þær sögur urðu til þess að fyrrum formaður flokksins skrifaði harðorðasta leiðara sinn í manna minnum þar sem hann segir meðal annars;

"Og ef marka má orð Baudenbachers er Íslandi í raun pólitískt skylt að samþykkja allt það sem Norðmönnum og ESB dettur í hug að bera á borð, hvað sem EES-samningurinn sjálfur segir. Lögin skipta þá engu. Ætla þingmenn að láta þvinga sig til samþykkis við þriðja orkupakkann á þessum forsendum? Gefa þeir ekkert fyrir sjálfstæði Íslands og fullveldi? Þá hljóta margir að spyrja til hvers hafi verið barist.".

Og öldungur flokksins, Styrmir Gunnarsson segir af sama tilefni;

"Það er langt gengið, þegar íslenzka utanríkisráðuneytið kallar eftir hótunum erlendis frá um hvað kunni að gerast hafni Alþingi orkupakka 3. Hér skal fullyrt að frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi hefur slíkt aldrei gerzt fyrr. Hverra hagsmuna er verið að gæta með slíkum vinnubrögðum?".

Þetta er það sem ritari flokksins kallar að "að inn­an­flokkságrein­ing­inn sem hef­ur verið uppi um orkupakk­ann í Sjálf­stæðis­flokk­in­um hafi lygnt nokkuð".

Og væntanlega verður blankalogn eftir afskipti hinna EFTA ríkjanna, eða þannig.

 

Hvað er að þessu fólki?

Hvaða barnaskapur er þetta?

Ef fyrirvarar eiga að halda, þá þarf að semja um þá upphaflega, eða eins og Stefán og Friðrik segja;

"Þá séu eng­in ákvæði í EES-samn­ingn­um sem gefa ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir­vara um að inn­leiða ákveðin atriði samn­ings­ins, eins og ríki ESB hafa. Það myndi þarfn­ast yf­ir­legu að semja laga­leg­an fyr­ir­fara um ákvæði þriðja orkupakk­ans.".

Þetta er kjarni málsins og ekki hægt að ljúga sig framhjá honum.

Sama hvað margir sótraftar eru dregnir á flot, sama hvað margir af þeim eru fjárfestar.

 

En það eru góð tíðindi að aðilar hinnar sameiginlegu EES nefndar skilji sérstöðu Íslands og því er lag að fresta málinu fram á haust, og ná sáttum við þjóðina með varanlegum undanþágum sem halda, jafnvel þó til lagningar sæstrengs komi.

Og fréttin í þessari frétt er, ekki barnaskapurinn því hann er faktur, heldur að núna skuli stjórnarliði loksins ljá máls á að hægt sé að vísa málinu aftur til sameiginlegu EES nefndarinnar án þess að himinn og jörð farist.

Það góða má þó þakka sögum jólasveinsins, að krakkarnir áttuðu sig loksins á kjarna málsins.

 

Sem er að EES samningurinn er virkur, hann er gagnkvæmur og hann inniheldur leiðir fyrir einstök aðildarríki hans til að ná sáttum um atriði reglugerða Evrópusambandsins sem þau telja sig ekki geta innleitt.

Og fyrst það á að festa það á blað að Ísland sé eyja, ótengt hinum samevrópska orkumarkaði, þá ætti það að vera lítill hængur að fá það staðfest í lagatexta sem heldur.

Lausn sem hefur allan tíman blasað við.

 

Þannig næst sátt.

Sátt um orkuna, sátt um EES samninginn.

 

Og stjórnmálastéttin hættir að vera skoffín umræðunnar.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Önnur umræða í næstu viku ekki útilokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Carl Baudenbacher var forseti EFTA-dómstólsins þegar hann kvað upp dóm sinn í Icesave-deilu Íslands við bresk og hollensk stjórnvöld." cool

Þorsteinn Briem, 10.5.2019 kl. 12:29

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

En nú er karlinn sem sagt "jólasveinn" og "sótraftur" vegna þess að hann er ekki sammála Miðfótarflokknum og Fokki fólsins. cool

Þorsteinn Briem, 10.5.2019 kl. 12:32

3 identicon

Þetta er frábær pistill Ómar Geirsson.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.5.2019 kl. 12:46

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini.

Þú ert búinn að peista fyrsta innslaginu áður, en mátt samt eiga heiðurinn af því að hafa endurbætt þá seinni, sem staðfestir að þú lest áður en þú peistar.

Sem út af fyrir sig eru meðmæli því orðið sótraftur var vel falið uppúr miðjum pistli.

En ég læt mér duga að líkja honum við jólasveininn, orðið sótraftur kom nú upp í hugann þegar einhver fjárfestir bankað upp í huganum, og krafðist athygli, menn hafa orðið sótraftar af minna tilefni en því.

Hinsvegar verður enginn jólasveinn við það eitt að vera ósammála Miðflokknum, eins ágætur og hann er, hvað þá flokksbroti Ingu Snæland.

Menn verða jólasveinar við það til dæmis að líkjast jólasveininum, og þá í þessu tilviki manninum sem lék jólasveininn í einhverri mynd sem var kennd við þrítugasta og eitthvað stræti og kraftaverk. 

Svo líka ef þeir eru pantaðir til að leika hann og segja krökkum sögur.

Og svo náttúrulega geta þeir verið jólasveina, en það er önnur saga.

Óþarfi að segja hana hér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.5.2019 kl. 13:23

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Símon Pétur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.5.2019 kl. 13:23

6 Smámynd: Óskar Kristinsson

Okkur vantar nokkra svona kalla á Alþingi íslendinga eins og þig 'Omar!!!

Óskar Kristinsson, 10.5.2019 kl. 14:50

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Snilld! Takk! DO nr. 2 

Júlíus Valsson, 10.5.2019 kl. 15:56

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar og jákvæð orð.

Við erum nokkur að skrifa núna hér á Moggablogginu og pistlar Bjarna Jónssonar eiga að vera skyldulesning, þar eru öllum efnisrök málsins haldið til haga.

Sá síðasti fjallar um hvað tekur við eftir orkupakka 3.

https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/2234256/

Martröðin er rétt að byrja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.5.2019 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband