Umhverfisvænn Sjálfstæðisflokkur endurvinnur áróður.

 

Áróðursdeild Sjálfstæðisflokksins er sparsöm mjög og í stað þess að fá nýjar hugmyndir til að sannfæra þjóðina um gildi þess að afhenda ESB yfirráðin yfir orkuauðlindum þjóðarinnar undirslagorðinu, "orka er vara og á að seljast á samevrópskum samkeppnismarkaði", að þá er gamalt efni frá seinni þjóðaratkvæðagreiðslunni um ICEsave endurunnið.

Nýjasta endurvinnslan er að hóa í nokkra flokksmenn sem óvart gegna líka trúnaðarstörfum fyrir ýmis hagsmunasamtök og biðja þá að lána nafn og mynd undir grein um mikilvægi EES samningsins og þær voðalegu afleiðingar ef þjóðin virði samninginn og láti reyna á þau ákvæði hans um gagnkvæmi.  Að það sé hægt að semja um brýn hagsmunamál og ágreining í stað þess að Alþingi sé móttökustöð og síðan stimplari laga og reglna sem koma frá Brussel.

 

Inngangurinn er næstum því orðréttur frá svipuðum greinum í apríl 2011 þegar samþykki Bjarna á ICEsave 3 var undir;

"EES-samn­ing­ur­inn er eitt stærsta hags­muna­mál ís­lensks at­vinnu­lífs og horn­steinn að bætt­um lífs­kjör­um al­menn­ings. Efna­hags­legt sjálf­stæði þjóðar­inn­ar bygg­ist á viðskiptafrelsi sem er grund­vallað á EES-samn­ingn­um. EES-sam­starfið hef­ur fært Íslend­ing­um mik­inn ábata á liðnum ald­ar­fjórðungi, lífs­kjör hafa batnað og at­vinnu­lífið eflst.".

Falleg orð, en hvað kemur þetta málinu við??

Það stendur ekki til að segja upp samningnum þó þjóðin vilji ekki afsala sér yfirráðum yfir orkuauðlindum sínum.

 

Og það er ekki rök í málinu að vísa í eitthvað sem var, og stendur núna til að breyta, eða eitthvað sem kemur málinu ekkert við.

"Þar seg­ir að EES-sam­starfið nái ekki til nýt­ing­ar auðlinda eins og sjá­ist af því að Norðmenn ákveði sjálf­ir hvernig olíu- og gas­lind­ir þeirra séu nýtt­ar og Finn­ar ákveði hvernig skóg­ar þeirra séu höggn­ir".

Tilskipanir Evrópusambandsins kenndar við orkupakkann fjalla um orku og nýtingu hennar og á hvað hátt sú orka er nýtt.  Þær fókusa á raforkumarkaðinn því það er raforkan sem er send með tengingum milli landa.

Þær eru ekki að fjalla um skógarhögg Finna eða hvernig Norðmenn nýta olíu og gaslindir sínar.  En varðandi það síðarnefnda þá er aðeins tímaspursmál hvenær Evrópusambandið fer að skipta sér af því.

 

Að tengja saman óskylda hluti er þekkt úr áróðri og gengur alveg, sérstaklega í þann hóp Íslendinga sem virðist hafa kynnt sér málið vel, en til þess að það heppnist þarf alltaf vissa fáfræði og grunnhyggni enda bjargaði þessi áróður ekki Bjarna frá álitshnekkinum sem hann varð fyrir þegar hans eigin flokksmenn snérust gegn honum í ICEþjóðaratkvæðinu.

Því fólk er ekki fífl þó almannatenglar selji þá hugmynd grimmt.

 

Vanþekkingin sem kemur fram í greinarstúfnum er sorgleg, en þessu ágæta fólki til betrunar reikna ég með að það hafi ekki lesið hana áður en það varð beiðni Valhallar að lána nafn sitt.  Og almannatenglar eru ekki upp til hópa djúpvitrir eða búa yfir einhverri almennri þekkingu.  Slíkt er jú alltaf heftandi á frasaframleiðsluna.

"Sam­starfið nær hins veg­ar til þess að vör­ur sem eru á markaði þurfa að upp­fylla ákveðnar kröf­ur um ork­u­nýt­ingu og tækni­lega staðla á hverju sviði fyr­ir sig. ".

Örugglega er þetta inní orkupakka 3, en þetta er það sem segir í aðfaraorðum hans;

"Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku".

 

Þess má geta að í nýlegri grein í tímaritinu Forbes var fjallað um hvert Evrópusambandið stefndi með orkupökkum sínum, því fleiri eru á leiðinni, og þar er bent á tvennt.

Að Evrópusambandið ætli sér að stjórna orkumarkaðnum og leggja sjálft á skatta til að ná markmiðum sínum í loftslags og umhverfismálum.

Það er hvergi, hvergi, hvergi minnst á að dæmið snúist um staðla eða kröfur um orkunýtingu eins og íslensku vitringarnir halda fram.

 

Það alvarlega í málinu er að viðkomandi einstaklingar skulu fabúlera svona um eitthvað sem þeir hafa ekki haft nennu til að kynna sér, eða er nákvæmlega sama um afleiðingarnar.

Það er skýrt tekið fram í inngangsorðum þingsályktunartillögunnar að raforkuverð muni hækka þegar landið tengist hinum evrópska samkeppnismarkaði, og munum að það er markmið tilskipunarinnar sem er verið að innleiða sbr. hindrunarlaus viðskipti.

 

Hvernig samræmist slíkt hagsmunum umbjóðenda þeirra og þá er ég ekki að vísa í þann sem talar fyrir Samtaka fjármálafyrirtækja.

Vöru Samtök iðnaðarins ekki að leggja áherslu á að verðmætasköpun orkunnar yrði innanlands en hún yrði ekki flutt úr landi óunnin?

Eða hvernig hefur það gagnast ferðaþjónustunni að rafmagnsreikningur á landsbyggðinni hefur hækkað um allt að 40% til sveita en vissulega minna í bæjum í kjölfar orkupakka 1 og 2??

Hvernig getur markaðsvæðing orkunnar á samevrópskum samkeppnismarkaði verið umbjóðendum þeirra til góðs??? 

Það er allavega lágmarkið að útskýra slík öfugmæli.

 

Að lokum þetta.

Það er alltaf klykkt út þegar einhverjir innanlands andmæla því að reglur Evrópusambandsins séu einhliða teknar upp í íslenska löggjöf, að þá er alltaf talað um alþjóðlega samvinnu og frjáls viðskipti.

Er ekki möguleiki að vera þátttakandi í alþjóðlegri samvinnu nema að vera undir boðvaldi ESB.  Taka ríki sem eru ekki hluti af innri markaði Evrópusambandsins sem sagt ekki þátt í alþjóðlegri samvinnu. 

Er til dæmis Sviss EKKI þátttakandi í alþjóðlegri samvinnu og eru hinar ýmsu alþjóðlegar stofnanir sem þar eru með aðalstöðvar bara þar fyrir tilviljun eina saman.

Og eru það lygifréttir þegar er verið að segja frá samvinnu á norðurslóðum þar sem Ísland er núna í forystu.

 

Hvernig geta menn ruglað svona??

Hvað er að þessu fólki??

Ég bara spyr.

 

Af hverju þessi þjónkun, af hverju þessi undirlægjuháttur, af hverju er ístaðið ekki staðið í þágu þeirra sem kusu þá til trúnaðarstarfa??

Er það bara skilyrðið að fá að gegna trúnaðarstöfum?

Að taka hag flokks fram yfir hag þjóðar.

 

Það er eitthvað garúgt í gangi þessa dagana.

Líklegst vegna þess að það er auður í orkunni.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Segja samstarf um orkumál nauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, góður pistill að venju. Ég sá að gamli falum gong ráðherrana er farin af hjörunum hérna á blogginu í yfir þeim gríðar mikla meðbyr sem orkupakkinn fékk í mogganum í morgunn, og stuðningis upplásins ESB ádáenda við dúkkulýsurnar úr Valhöll.

Það ættu allur að lesa jólapostillu Laxness frá 1970 sem hann kallaði "Hernaðinn gegn landinu", því þá skildu þeir betur táknfæðina sem notuð er til að tengja óskyld mál eins þau eru matreidd af almannatenglunum.

Þú ferð nokkuð nærri þegar þú segir;"Það er alltaf klykkt út þegar einhverjir innanlands andmæla því að reglur Evrópusambandsins séu einhliða teknar upp í íslenska löggjöf, að þá er alltaf talað um alþjóðlega samvinnu og frjáls viðskipti." Hér hefði Nóbelsskáldið bætt við sem skýringu; "í Jesú nafni amen."

Með kveðju að ofan.

Magnús Sigurðsson, 8.5.2019 kl. 14:54

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Yfirlýsing Viðskiptaráðs fyrir stuttu og Samtaka atvinnulífsins í Mbl í dag ætti að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum hjá almenningi.  Undirstrikar að O3 snýst ekki um neytendavernd eða hagsmuni almúgans.   

Kolbrún Hilmars, 8.5.2019 kl. 16:44

3 identicon

Komið þið sæl: Ómar síðuhafi - Magnús og Kolbrún, sem aðrir gestir Austfirðings !

Þau hafa ekki hátt um: Óstjórnar liðar / Samfylking / Viðreisn og hluti Píratanna t.d, þá Valgerður Sverrisdóttur og lagsfólk hennar, hrundu af stað Orkusölu nefnunni (árin 2005 og 2006), og til varð enn ein OKUR-holan, sem Ríkisbáknið heldur úti.

Fyrir þann tíma - voru all- flestir landsmanna tiltölulega sáttir við 1 falda og:: að sumu leyti hógværa mánaðarlegra reikninga RARIK´s, en með tilkomu Orkusölu skráveifunnar hækkuðu Rafmagnsreikningar venjulegra heimila um:: að minnsta kosti 40 - 60% (mögulega, varlega áætlað af minni hálfu, enda aldrei sterkur verið, á Stærðfræði svellinu) hvrjumn og 1 frjálst að leiðrétta mig, hafi ég van- áætlað þessar prósentu tölur.

Hvað um það: Okusalan er orðin tuga kontóra óskapnaður í dag, undir handarjaðri RARIK, og dregur hvergi af, í rukkunum sínum.

Dauðyflin - sem fara hér með völdin í landinu, geta ekki endalaust falið sig á bak við EES reglu farganið / meira hangir á spýtunni hjá þessu liði, en svo.

Orkupakkar I og II: voru startkaplarnir, sem glæpa- og þjófa spíran Valgerður Sverrisdóttir splæsti saman, til þess að koma á Orkusölu viðrininu:: undir handarjaðri Með- krimma sinna, Davíðs Oddssonar og Haldórs Ásgrímssonar, með fulltingi ræfla, eins og Björns Engeyings Bjarnasonar:: ENN EINNAR æfætunnar til, sem hamazt nú fyrir samþykkt III. Orkupakkans, svo hinn OFUR- gráðugi og óseðjandi tengdasonur hans, Heiðar nokkur Már Guðjónsson geti spriklað enn frekar, í Svartholi græðginnar !

Hversu lengi enn - hyggjast landsmenn láta bjóða sér Barbarisma, þessa illþýðis ? ? ?

Með kveðjum: engu að síður, af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.5.2019 kl. 21:22

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Já, er ekki fokið í mörg skjól þegar vísað er í tilbúning eins og bréfið í Mogganum í dag og síðan Össur látinn vitna. 

Það sem er fréttnæmt í frasabréfinu sem er tilefni þessa pistils, er undirskrift fyrrum formanns bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, sveitarfélags sem á allt sitt undir að við höldum forræðinu yfir orkuauðlindum okkar og missum þær ekki á hinn samevrópska samkeppnismarkað.  Eins og þetta fólk sem sinnir sveitarstjórnarmálum á allan heiður skilið, því þetta er gífurlega vinna samfara mikilli ábyrgð, þá er það ljóður á ráði margra að vera í vasann á ráðherranum, svona til að viðhalda stöðu sinni í goggunarröðinni.

Blaðamaður með fréttanef ætti að hringja austur í Jens Garðar og spyrja hann hvað hann ætli að gera þegar orkan fer úr landi og Fjarðaál lokar.  Það gæti verið fróðlegt samtal.

Síðan hlýtur það svíða hjá mörgum sjálfstæðismanninum, sem ætlar þrátt fyrir allt óbragð, styðja sitt fólk, að menn eins og Össur og Þorsteinn skuli vera einu öldungarnir sem koma börnunum til varnar.  Báðir á sinn hátt hafa haft það að markmiði á einhverjum tímapunkti að knésetja Sjálfstæðisflokkinn eða gera veg hans sem minnstan.

Össur er hins vegar skemmtilegur kall en það er bara svo að það þarf harðduglegan sagnfræðing, með mikla seiglu og athygli fyrir smáatriðum, til að finna setningu eða skrif sem kom út úr Össur, þar sem hann er ekki að blekkja, afvegleiða, eða í einhverjum rebbaskap, því slíkt er honum bara svo eðlislægt.

Og eins og sumir eru lesblindir og aðrir talnablindir, þá er Össur staðreyndablindur, það er hann veit ekki sjálfur hvenær hann fer rétt með eða rangt með.  En það sem hann fer með, er áheyrilegt, hann er mælskur og skemmtilegur, en ekki besta vitnið.

Og allra síst fyrir sjálfstæðismenn.

En Björn er í vinnunni og hann má eiga að hann er duglegur, líklegast sá sem best heldur uppi vörnum fyrir vonlausan málstað.

Sem aftur minnir mig á, af hverju þegir Bjarni svona?  Börnin ráða ekki við þetta og Guðlaugur grætur ekki óöld í flokknum meðan Bjarni er formaður.

Ætli hann sé með hugann við að smíða nýja einingu eða mælikvarða í stjórnmálum sem verði kölluð Þagnarmínúta Bjarna, og mælir hve mörg prómill fylgis tapast per mínútu sem ekkert er sagt.

Veit ekki, en ég hélt að flokkurinn mætti ekki við þögn formannsins þegar allt logar stafna á milli og slökkviliðið sér fátt annað til að slökkva bálið en að kasta orðum Össurar á það.  Sem er svona svipað eins og að kasta vatni á rafmagnseld.

En sama er mér, ég vil ekki markaðsvæðingu orkunnar og evrópskan skortsölumarkað.

Punktur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.5.2019 kl. 21:37

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Kolbrún.

Ég sé að þú hefur lesið skyldulesningu dagsins, og þetta er rétt hjá Styrmi.

Almannalúðrar hljóma um allt land, og vara við hamförum.

Manngerðum hamförum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.5.2019 kl. 21:40

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Stundum ertu engum líkur og hvað getur maður sagt annað en;

"í Jesú nafni amen.".

Og ekki orð um það meir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.5.2019 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 369
  • Sl. sólarhring: 755
  • Sl. viku: 6100
  • Frá upphafi: 1399268

Annað

  • Innlit í dag: 312
  • Innlit sl. viku: 5167
  • Gestir í dag: 290
  • IP-tölur í dag: 287

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband