Hverjum þjónar Samtök iðnaðarins.

 

Umbjóðendum sínum eða stjórnmálaflokknum sem forystufólk samtakanna er í.

Mikilvæg spurning því í þessu máli fara hagsmunir ekki saman.

 

Lítum á það sem rétt er sagt í umsögn samtakanna;

" .. um samþykkt þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins í gegn­um aðild Íslands að EES-samn­ingn­um að hug­mynd­ir um raf­magnssæ­streng frá land­inu og til Evr­ópu sam­rým­ist ekki stefnu sam­tak­anna. Vísað er í því sam­bandi til raf­orku­stefnu SI frá ár­inu 2016 þar sem lögð sé skýr áhersla á að raf­orka fram­leidd á Íslandi skuli nýtt til verðmæta­sköp­un­ar inn­an­lands enda sé öfl­ug­ur iðnaður und­ir­staða bú­setu og verðmæta­sköp­un­ar. Slík fram­kvæmd sam­ræm­ist því ekki stefnu SI eða hags­mun­um aðild­ar­fyr­ir­tækja sam­tak­anna.".

Um þetta þarf ekki að ræða, sala raforku til hæstbjóðenda á samevrópskum raforkumarkaði ógnar tilverugrundvöll fjölmargra iðnfyrirtækja sem eiga samkeppnishæfni sína undir hagstæðu orkuverði.

 

En þetta eru aðeins falleg orð ef engin alvara er að vernda þessa hagsmuni, og vandséð er að sjá að sá vilji sé til staðar hjá forystufólki Samtaka iðnaðarins þegar það fullyrðir að "að ekk­ert í þriðja orkupakk­an­um leggi skyldu á ís­lensk stjórn­völd til þess að leggja slík­an sæ­streng."

Hvernig er hægt að segja slíkt um tilskipun sem fjallar einmitt um tengingu á milli landa, og hindrunarlaus viðskipti með orku yfir landamæri???

 

Hindrunarlaus viðskipti yfir landamæri.

Þú samþykkir þá tilskipun, og síðan getur þú hindrað þau viðskipti eftir eigin geðþótta!!?!

Þetta er svo heimskt að þetta hlýtur að vera pólitík.

Og þar með eru samtök iðnaðarins orðin undirdeild ráðherraræðisins í Sjálfstæðisflokknum, því þar er uppspretta allrar heimskunnar og blekkinganna í þessum málatilbúnaði öllum saman.

 

Áður en lengra er haldið er þarft verk að rifja upp orð leiðarhöfundar Morgunblaðsins þegar hann einmitt fjallar um þessa heimsku, að það sé hægt að innleiða tilskipun sem kveður á um hindrunarlaus viðskipti, og síðan sé hægt að setja einhliða hindrun á hin sömu viðskipti.

" Öll rök þeirra, svo fátækleg sem þau eru, snúast um að þær hættur sem almenningur telji stafa af málinu og blasa reyndar við, séu ekki jafn alvarlegar og fólkinu finnst. Því valdi „fyrirvararnir“. Fyrirvararnir? Hvaða fyrirvarar? Jú þá er vísað í minnisblað um viðhorf sem sendinefnd undir forystu íslenska utanríkisráðherrans hafi fengið að viðra við einn af kommissörum ESB og afhenda á fundi með honum, þar sem sá viðurkenni að hafa verið viðstaddur. Þarna eru fáeinar vangaveltur á ferð sem enga þýðingu hafa, og nálgast hvergi að vera lögformlega bindandi „fyrirvarar“.".

Maður getur ímyndað sér sársaukann hjá hinum fyrrverandi formanni flokksins þegar þessi orð voru fest á blað. 

 

Ekkert er afdráttarlaus fullyrðing, og um þetta ekkert segja þeir Stefán Már og Friðrik Árni;

"... að und­ir ein­hverj­um kring­um­stæðum gæti slíkt tal­ist samn­ings­brot, en velti á Evr­ópu­rétti. Hins veg­ar sé það ekki bundið við þriðja orkupakk­ann hvort ís­lensk stjórn­völd geti fengið yfir sig mál­sókn eða ekki. Það gæti gerst á hvaða tíma­punkti sem er að við yrðum tal­in hindra flæði orku. Ómögu­legt væri að gefa laga­leg­an rök­stuðning fyr­ir því hvernig viðbrögð hags­munaaðila myndu verða, sem gætu höfðað skaðabóta­mál fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um gagn­vart ís­lenska rík­inu vegna hindr­un­ar á raf­orku­flutn­ingi. Ekki væri hægt að úti­loka slíkt.".

Í þessu samhengi verða menn að hafa í huga að ómögulegt er að fá lögfræðinga til að taka sterkar til orða, líklegast allir minnugir þegar Simpson var sýknaður af kviðdómi þó hann hafi flúið af vettvangi, útataður í blóði eiginkonu sinnar.  Bara svo dæmi séu tekin um  hve niðurstöður dómsstóla geta verið óútreiknalegir.

En fram að þessu hafa allir dómar Evrópudómstólsins verið á einn veg, engar markaðshindranir.

Vissulega er það rétt að ákvæði þar um er að finna í öðrum lögum og reglum Evrópusambandsins, en ákvæðið um hindrunarlaus orkuviðskipti yfir landamæri eru fest í þriðja orkupakkanum.

 

Samt er sagt, EKKERT, EKKERT.

Og hvað ef þetta Ekkert gengur ekki eftir.

Hvað þá??

 

Hvað verður þá um íslenskan iðnað??

Af hverju gambla menn svona með fjöregg hans??

Það er allavega verið að gæta annarra hagsmuna en þeirra sem forystufólk var kosið til að gæta.

Það eitt er víst.

 

Það er oft sagt um þann sem anar útí vitleysu í viðskiptum að hann hafi ekki riðið feitum hesti frá þeim.

Það er rétt í þessu tilviki, nema það á um umbjóðendur þessa forystufólks, fjölmargir af þeim munu missa fyrirtækin sín í þrot þegar þeir þurfa að keppa við hæstbjóðendur á skortsölumarkaði evrópska orkumarkaðarins.

En þeir sem sviku þá, þeir munu örugglega ríða feitum hesti frá þeim brigslum.

 

Því það er mikill ávinningur í markaðsvæðingu orkulinda þjóðarinnar.

Ávinningur sem sér um sig og sína.

Gömul saga og ný.

 

En af hverju vilja íslenskir iðnrekendur hlusta á þá sögu??

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.


mbl.is Fjórði orkupakkinn mun víðtækari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 1412828

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband