6.5.2019 | 19:29
Orkan okkar.
Er þverpólitísk samtök hins venjulega Íslendings sem vill standa vörð um orkuauðlindir þjóðarinnar, að þær verði áfram undir forræði hennar og þær nýttar af fyrirtækjum í eigu hennar.
Þess vegna mælir Orkan okkar gegn Orkupakka 3, sem er framhald af orkutilskipunum Evrópusambandsins um markaðsvæðingu orkunnar, að hún sé skilgreind sem markaðsvara, og seld hæstbjóðanda á samevrópskum orkumarkaði.
Gegn Orkunni okkar eru þverpólitísk samtök hagsmunaaðila sem leidd eru af Viðskiptaráði og útbúi þess á Alþingi, Viðreisn.
Þessi samtök hagsmunaaðila berjast fyrir markaðsvæðingu orkuauðlinda þjóðarinnar enda eftir miklu að slægjast, þó orkuverð til almennings sé hvergi lægra í Vestur Evrópu, áætlar Landsvirkjun að hagnast um rúma 100 milljarða á næstu árum svo eftir miklu er að slægjast ef það tekst að koma þessari sameign þjóðarinnar í hendur á einkaaðilum.
Dansandi með þessum hagsmunasamtökum eru Evrópusinnar á þingi, hvort sem þeir eru í Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingunni eða Pírötum.
Síðan eru ríkisstjórnarflokkarnir VG og Framsókn, afstaða þeirra snýst aðeins um eitt, völd. Og völd þeirra í dag eru háð því að flokkarnir fari ekki gegn orkupakka 3.
Fyrirfram er þetta ójafn leikur, annars vegar sjálfsprottin samtök almennings, hins vegar öflugt hagsmunabandalag viðskiptalífs og stjórnmálastéttarinnar.
En spyrjum að leikslokum, þetta hagsmunabandalag hefur áður tapað stríði við þjóðina.
Og við þennan málstað er ekki hægt að rífast;
"Með orkupökkunum er innleitt hér regluverk sem leiðir til grundvallarbreytinga á fyrirkomulagi orkumála. Hér á landi hefur orkukerfið verið nær alfarið í sameign þjóðarinnar. Hér er framleidd tvöfalt meiri raforka á íbúa en í nokkru öðru ríki. Þjóðin nýtur í sameiningu vaxandi arðs af orkuframleiðslu. Orkumál eru án nokkurs vafa eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar en umræðan um framtíð orkumála hefur samt ekki verið fyrirferðamikil, segir enn fremur í umsögn samtakanna og áfram:
Með orkupökkunum verða umskipti til markaðsvæðingar orkukerfisins, án þess að áður hafi farið fram ítarleg greining á margvíslegum áhrifum markaðsvæðingar eða að afstaða landsmanna til slíkrar grundvallarbreytingar hafi verið könnuð. Áður en lengra er haldið á sömu braut væri skynsamlegt að taka umræðuna, meta kosti og galla og kanna hvort almenn sátt ríki um frekari markaðsvæðingu orkukerfisins.".
Ekki nema þú ætlir að selja auðlindina.
Kveðja að austan.
Samþykkt grafi undan EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1412828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.