Ráðherrar rassskelltir.

 

Styrmir Gunnarsson vakti nýlega athygli á að í Bandaríkjunum væri deilt um endursögn  dómsmálaráðherra Bandaríkjanna á skýrslu Mullers gæfi villandi mynd af efni hennar.

Þar í landi telst slíkt alvarlegt stjórnsýslubrot, þingið á að geta treyst framkvæmdavaldinu að fara rétt með þegar það veitir því upplýsingar. 

Með öðrum orðum, ráðherrar mega ekki ljúga að þinginu.

 

Í þessu samhengi bendir Styrmir á atriði í umsögn þeirra Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar sem engan veginn geta passað við þessa endursögn tveggja ráðuneyta á innihaldi lögfræðiálita sem ráðuneytin létu vinna fyrir sig um Orkupakka 3.

""Allir fræðimenn sem að málinu hafa komið eru sammála um að sú leið, sem lögð er til við innleiðingu sé í fullu samræmi við stjórnarskrána."".  Og Styrmir feitletrar orðið "fullu".

 

Kannski vissu ráðuneytin eitthvað betur, en á fundi utanríkismálanefndar segja þeir Stefán og Friðrik eftirfarandi;

"„Við full­yrðum ekki að ákvæði [þriðja orkupakk­ans] brjóti í bága við stjórn­ar­skrá, en segj­um að það sé veru­leg­ur vafi á því. Okk­ar um­sögn er nei­kvæð í þeim skiln­ingi,“".

Með öðrum orðum, hafi það ekki verið ljóst að ráðherrar lugu að þingi, þá ætti það að vera hafið yfir allan vafa að svo sé.

Og hvað gera þingmenn þá???

 

Annað er síðan í þessum dúr, fyrirvarar ráðherra halda ekki, ríkið mun baka sér skaðabótaskyldu, enginn steinn er eftir í málflutningi ráðherra.

Aðeins samsekt þing samþykkir vitleysuna sem þeir leggja til, og það er glæpur.

Glæpur gagnvart lýðræðinu og þjóðinni sem veitti þeim umboð til setu á Alþingis.

 

Einhliða fyrirvarar halda ekki, það er morgunljóst, um það eru ótal dómafordæmi, en engin um að þeir halda.

Og Stefán og Friðrik benda á hvað þarf að gera til að þeir fyrirvara haldi sem þingmenn eru sammála um að þurfi að gera svo hægt sé að samþykkja Orkupakka 3.

Og fyrst þingmenn eru sammála um þessa fyrirvara, þá verða þeir að hlusta á rödd skynseminnar, annað er líka glæpsamlegt athæfi og vekur upp spurningar hvort eitthvað óeðlilegt ráði afstöðu meirihluta Alþingis í þessu máli.

 

Eina færa leiðin er að;

"Þá séu eng­in ákvæði í EES-samn­ingn­um sem gefa ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir­vara um að inn­leiða ákveðin atriði samn­ings­ins, eins og ríki ESB hafa. Það myndi þarfn­ast yf­ir­legu að semja laga­leg­an fyr­ir­fara um ákvæði þriðja orkupakk­ans. Það að senda málið aft­ur til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar gæfi tæki­færi til þess að fara fram á lög­form­lega fyr­ir­vara eða und­anþágur.".

Og þessa leið á þingheimur að fara.

 

Annað er aðför að þjóð og lýðræði.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Lögfræðilega rétt að hafna innleiðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk fyrir.

Benedikt Halldórsson, 6.5.2019 kl. 16:46

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Benedikt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.5.2019 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 1412828

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband