1.5.2019 | 23:08
Nú er bleik brugðið.
Stefán Ólafsson, áður einn harðasti stuðningsmaður Evrópusambandsins á Íslandi, fagnar stefnubreytingu Alþýðusambandsins gagnvart sambandinu.
Telur rökin, að hafna áframhaldandi markaðsvæðingu, bæði sterk og mikilvæg.
Með öðrum orðum, Stefán er loksins búinn að fatta hið innra eðli sambandsins, sem er frjálshyggja markaðarins í þágu stórfyrirtækja.
Eftir stendur ennþá aumingjalegri Samfylking, taglhnýtingur frjálshyggju og markaðsvæðingar i anda kennisetninga Friedmans.
Félagshyggjuflokkur í orði, en frjálshyggjuflokkur á borði.
Þykist standa með launafólki en er í grímulausri hagsmunabaráttu fyrir auð og auðmenn.
Núna standa spjót á Stefáni að skrifa sinn Skáldatíma, og gera upp við alræðið skriffinnanna í Brussel.
Hann hefur til þess þekkinguna, en spurning um kjarkinn.
Hann einn getur svarað því.
Kveðja að austan.
Breytt afstaða ASÍ til ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:13 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 556
- Sl. sólarhring: 725
- Sl. viku: 6140
- Frá upphafi: 1400079
Annað
- Innlit í dag: 504
- Innlit sl. viku: 5268
- Gestir í dag: 482
- IP-tölur í dag: 475
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Ómar nú er bleik svo sannarlega brugðið, en batnandi fólki er best að lifa.
Góður Ómar eins og alltaf.
Kv. frá Hveró.
Jón Ingi Kristjánssonm (IP-tala skráð) 2.5.2019 kl. 00:10
Að Stefán Ólafsson hafi einhvern tíman verið einn harðasti stuðningsmaður Evrópusambandsins á Íslandi eru fréttir. Ætli hann hafi vitað það þegar hann sagði "Ég vil gjarnan eiga þess kost að sjá niðurstöðu samninga við ESB og taka svo afstöðu til aðildar. Ég hef ekki mótað mér neina afgerandi afstöðu til aðildar enn sem komið er. Evrópumálið er þó óneitanlega mjög mikilvægt fyrir framtíðarstefnumótun okkar sem þjóðar." ?
Eða varð hann ESB sinni í þínum huga við það að segja "Málflutningur andstæðinga ESB aðildar er sérstaklega ómerkilegur. Sumir þeirra skrifa 3 eða fleiri greinar á dag með upphrópunum og bulli um Evrópu. Þeir vilja hvorki fá staðreyndirnar fram né leyfa lýðræðislega kosningu um málið. Geta ekki talað um það af viti." ?
Vagn (IP-tala skráð) 2.5.2019 kl. 03:54
Gott hjá ASÍ, gott hjá Stefáni, gott hjá þér Ómar, að vekja athygli á þessu.
Meðan óvíst er nema "Vagn" sé leigupenni hagsmunaaðila, ætti hann ekki að fá að spilla umræðum með sínum áróðri með orkupakkanum.
Jón Valur Jensson, 2.5.2019 kl. 04:03
Sæll Ómar, ég sé að þú ert kominn með Vagn í eftirdrag, það er ekkert sem getur farið úrskeiðis á milli eyrnanna í honum þar er ekkert pláss eftir á harða diskinum til þess. Viskan kemur úr brunni gúggúls og þeirri sannfæringu að lífið sé hagskýrsla á exelskjali.
Þessi ip-tala hefur gengið ljósum logum á blogginu oftar en einu sinni áður undir mismunandi nöfnum. Hún er ágæt inn við beinið greyið. Rausið í henni hjálpar allavega öllum við að átta sig á því hvað skiptir máli.
Svo leifðu honum að lifa, hann gerir sitt gagn.
Með kveðju úr efra.
Magnús Sigurðsson, 2.5.2019 kl. 06:36
Blessaður Jón Ingi.
Já batnandi mönnum er best að lifa en mig hefur lengi grunað þessi sinnaskipti Stefáns eftir fróðlega pistla hans um hvernig hinn innri niðurskurður Íra, það er þegar þeir þurftu að skera niður útgjöld og lækkuðu þá laun og bætur því ekki gátu þeir gengisfellt evruna, lék bógaþega grátt.
Hérna á Íslandi skertust bætur hlutfallslega minna (já það var ekki allt alvont við Jóhönnu og Steingrím) en nam falli þjóðartekna en á Írlandi þar sem samdrátturinn var mun minni, nam skerðingin allt að 30% sem var mjög þungt fólki sem hafði það ekki of gott fyrir.
Síðan var hann greinilega hugsi yfir framgöngu Evrópusambandsins í Grikklandi og það er bara svo, þegar horfir uppá taumlausa illsku, þá reynir manninn.
Annað hvort hefur þú hugsjónir, og horfist í augun á brestum þess sem þú trúðir á líkt og Halldór gerði að lokum, eða þú lokar augunum og verður fyrst samdauna og síðan samsekur.
Aumkunarverðasta hlutskipti sem til er nema mann hafi hina einörðu afstöðu Gvendar Stalíns sem sagði einu sinni við mig á bryggjunni í gamla frystihúsinu, "Ómar, miklum þjóðfélagstilraunum fylgir óhjákvæmilega fórnarkostnaður" og þar með var Gúlagið og öll drápin afgreidd.
Sjálfsagt líta þeir frjálshyggjumenn sem styðja hina miklu tilraun regluverksins í Brussel, hlutina sömu augum.
Nema Stefán er félagshyggjumaður, ekki frjálshyggjumaður, og á einhverjum tímapunkti verður hann að feisa það.
Það er ekki bæði sleppt og haldið.
Takk fyrir innlitið Jón Ingi.
Sólarkveðjur suður héðan úr kuldakastinu, það er snjóhraglandi úti.
Að austan.
Ómar Geirsson, 2.5.2019 kl. 06:57
Blessaður Vagn minn.
Alltaf í boltanum. Æ þú kannski veistu ekki hvað bolti er, en ef þú flettir upp þá er hann eins og kúlan sem fór alltaf á milli í Ping Pong tölvuleiknum, þessi sem var á Sinclair tölvunni í gamla daga.
Þó þú sért bernskur þá ætti svona gamalt efni að vera í gagnagrunninum og já, ekki taka þetta samt bókstaflega, það er bara oft sagt svona.
Um þá sem eru alltaf í boltanum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.5.2019 kl. 07:04
Blessaður Jón Valur.
Það er svona með óværuna, hún hefur oft plagað fólk í gegnum tíðina og sjálfsagt verður ekki lát á því.
En ég held að við séum að upplifa í fyrsta sinn á Íslandi þrasróbóta sem eru forritaðir til að vera með leiðindi.
Ef þú skoðar innslög Vagns þá sérðu fljótt hvað þau eru eintóna, það er eins og menn hafi ekki nennt að hafa fjölbreytni í þeim gagnagrunni sem er merktur, "og núna á áttu að segja eitthvað frá eigin brjósti", lesist með tölvurödd.
Þegar maður áttar sig á þessu þá má hafa gaman að Vagni, þó það sé pínu skrýtið að segja slíkt um forrit sem er hannað til að vera leiðinlegt.
Við höfum til dæmis átt í samræðum um vitund algoritma, það er hvernig þeir upplifa sig. Reyndar hef ég meira skrifað þar um en hann lesið, en hann reyndi svo að telja mér í trú um að hann upplifði sig sem gamalmenni og hefði tilfinningar, sem mér fannst mjög fróðlegt. Er hægt að særa róbóta eitthvað sem menn hafa pælt í vísindaskáldsögumyndum.
En Tumi kallinn gat ekki lengi setið á strák sínum og kom uppum sig, reikniforrit getur aldrei farið gegn sköpun sinni og tilgangi. Þú tekur til dæmis aldrei skúringarvélmenni og segir því að setja saman bíl.
Allavega má alltaf hafa gaman af leiðindum Jón Valur, og algjör óþarfi að láta þau pirra sig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.5.2019 kl. 08:04
Blessaður Magnús, það er það síðasta sem mér dytti í hug.
Mörkin sem ég dreg eru skýr, engin persónuleg leiðindi við aðra gesti athugasemdarkerfisins, og ég vil að fólk passi stóryrðin ef fólk útí bæ er nafngreint.
Ég hef aðeins þurft að loka á einn nafnleysingja af þeim sökum sem ég tel vel sloppið miðað við umferðina þegar eitthvað er um að vera.
Svo er Steini sérkapítuli, ef hann er þaulsetinn, þá hef ég beðið hann í óeiginlegri merkingu að taka ekki alltaf nýjan og nýjan bolla þegar hann fær sér af könnunni, það er þjappað innslögum sínum saman í max fjölda 3. Minnir að ég hafi einu sinni eða tvisvar þurft að sýna honum að mér væri alvara, annað er það ekki.
Ef út í það er farið þá er viss heiður af svona heimsóknum, það merkir að einhverjum er ekki sama. Stundum eru það meira að segja fyrstu merki um að eitthvað sé að virka hjá mér.
Svo eins og þú bendir réttilega á, þá afhjúpar svona málefnafátæktina, að skurðgröftur sé eina svarið. Enda tengist svona óværa yfirleitt völdum og hagsmunum, enda ákaflega sjaldgæft að fólk finni það upp hjá sjálfu sér að láta svona.
Síðan er þetta náttúrulega ákveðið aðhald, þú ert fljótur að fá að vita þegar þú ferð yfir hæpnu mörkin, þó yfirleitt sjái venjulegt fólk um það aðhald. Ég gleymi aldrei þegar thin mætti eftir langt hlé og minnti mig á eitthvað sem ég hafði sagt í athugasemd í tuttugusta og eitthvað lið, ári áður eða svo, og það sem ég segði núna væri ekki í samræmi.
Það eru svona tilvik sem hlaða batteríin, þá veit maður að það eru fleiri en ég sem hafa gaman að hinu misalvarlegu þrasi.
Svona eru netheimar Magnús, það verður líka að sætta sig við súru molana svo ég vitni í nýtilkominn frasa verjendanna. Nema ég hef aldrei skilið samlíkinguna, súrir molar eru góðir á sinn hátt.
En það er ekkert gott við markaðsvæðingu orkuauðlinda.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.5.2019 kl. 08:21
Óvænt og ánægjulegt að sjá þig nota boltatilvitnunina rétt.
Vagn (IP-tala skráð) 2.5.2019 kl. 12:07
He, he til að vita það þá þurfa menn að hafa horft á Dengsa og Hemma á sínum tíma.
En sjálfsagt er til skrá um það á veraldarvefnum.
Svo mikill er máttur hans.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.5.2019 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.