Á grægðin sér engin takmörk??

 

Jafnvel viðvörunarljós seld sérstaklega sem aukabúnaður.

Þó eru þessi viðvörunarljós nauðsynleg vegna hönnunargalla á vélunum, vísvitandi galla vegna þess að nýir hreyflar voru settir á gamla hönnun á flugvélaskrokk.

Og þegar eftirlitsaðili kemst að því þá er þrýstingi pólitískra lobbýista beitt til að þagga niður málið.

Afleiðingin er fjöldamorð, og vilji til að drepa fleiri því látið er í veðri vaka að ekkert sé að, nema það þurfi kannski hugbúnaðaruppfærslu.  Sem sjálfsagt verður þá rukkað fyrir aukalega.

 

Nei græðgin á sér engin takmörk og hún kemst upp með þetta því hún hefur tryggt sér leikreglurnar, og hún á stjórnmálamennina.

Þeir fara ekki gegn stórfyrirtækjum, þeir fara ekki gegn þeirri hugmyndafræði að þú mátt allt, bara ef þú græðir.

Og það er ódýrara að kaupa almannatengla, stjórna umræðunni, gera út lobbýista, fjármagna stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka.

 

Einn angan af þessu ægivaldi græðginnar upplifum við á Íslandi í dag.

Þar sem orkuauðlindir þjóðarinnar eru undir.

 

Almannatenglar stjórna umræðunni, auðmiðlarnir spila undir, stjórnmálastéttin er einhuga í að selja, og vinstri hjörðin dansar með.

Einhvern tímann hefði bleik verið brugðið að sjá að helsta stuðningsfólk frjálshyggju, græðgi og gróðahyggju sé fólk sem kallar sig vinstri og félagshyggjufólk.

En slíkur er máttur peninganna að það er blákaldur raunveruleiki.

 

Vissulega eru ekki mannslíf undir.

En hagur og velferð þjóðarinnar, í bráð og í lengd.

 

Aðferðafræðin sú sama.

Innrætið það sama.

 

Græðgin er það heillin,.

Græðgin.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Höfðu kyrrsetningu til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 115
  • Sl. sólarhring: 605
  • Sl. viku: 5699
  • Frá upphafi: 1399638

Annað

  • Innlit í dag: 99
  • Innlit sl. viku: 4863
  • Gestir í dag: 98
  • IP-tölur í dag: 98

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband