26.4.2019 | 17:19
Þjóðhetjan Bára.
Hefur ekki kjark til að stíga af stalli og segja eins og er.
Að hún hafi verið í vinnunni, og fengið vel borgað.
Sannleikurinn breytir ekki því sem hún tók upp, það efni fékk hún hjálparlaust uppí hendur.
En sannleikurinn afhjúpar vinnuveitendur hennar og þá hagsmuni sem þeir hafa af því að slátra fyrirfram meintri andstöðu við Orkupakka 3, reglugerð sem mun óhjákvæmilega einkavæða orkuauðlindir þjóðarinnar.
Og sá sannleikur mun um leið afhjúpa greiðslurnar sem að baki lágu árásunum á Jón Baldvin, því þar var ekkert einleikið.
Samkvæmnin á milli fjölmiðlafársins í Klaustursmálinu og þess sem Jón Baldvin og fjölskylda lenti í, er svo augljós, að jafnvel illa gefinn blaðamaður getur ekki horft framhjá þeim tengslum.
En sá sem lét fífla sig, hann kannski heldur uppi vörnum eins og þessi frétt á Mbl.is ber vitni um, að manneskjan í vinnunni kemst upp með að hlæja þegar hún er spurð um vinnuveitendur sína.
Eins og þeir hagsmunir sem að baki búa, atlagan að auðlindum þjóðarinnar, séu aukaatriði en andlit blaðamannsins, það er að reyna að halda andlitinu sé aðalatriðið.
Svona lætur aðeins sá sem telur sig ekki tilheyra þjóð, eigi hvorki fjölskyldu eða vini sem sitja í súpu markaðsvæðingar ESB á orkuauðlindum þjóðarinnar.
Bára hlær, en hún þarf viðhlæjendur.
Svo hlátur hennar sé aðalatriðið en sannleikurinn aukaatriði.
Einhverjir slíkir starfa á Morgunblaðinu í dag.
Þeirra vegna vona ég að silfrið en ekki forheimskan skýri það.
Því hitt er svo aumt.
Þegar auðlegð þjóðar er undir.
Kveðja að austan.
Bára hlær að kröfum Miðflokksmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 10
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 139
- Frá upphafi: 1412837
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta 'Omar Frábærlega komist að orði!!!
Óskar Kristinsson, 26.4.2019 kl. 19:38
Já, Bára er bara breið og góð með sig. Ennþá.
Ótrúlegt samt hvað hún á marga og sterka viðhlægjendur sem draga bara fram óhagstæð sjónarhorn þeirra sem hún hleraði.
Eyjan velur t.d. í dag að birta útstikaðan bankareikning hennar - sem segir okkur ekkert.
A.m.k. ekki hvernig hún borgaði utanlandsferðina í beinu framhaldi af hlerunar-vinnunni sinni. Allt í reiðufé?
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 20:32
Merkilegt hvað hún kvartaði yfir þreytu i efturenda eftir hálftíma setu
í héraðsdómi, hvað þá eftir rúmlega þriggja tíma flugferð.
Öryrkjabæturnar hljóta þá að vera svo góðar að hún hefur efni á svona
ferðalögum. Sem er þá bara gott. Ekki satt..??
Sigurður Kristján Hjaltested, 26.4.2019 kl. 20:51
Takk fyrir innlitið góða fólk.
Ef ég dreg þetta saman, þá segja viðhlæjendur hennar allt um stuðning þess við orkupakkann, markaðsvæðinguna og hið evrópska markaðsverð sem þjóðin mun borga innan ekki svo skamms tíma.
Eyjan, Kjarninn, Hringbraut, Stundin eða hvað sem þeir heita allir þessir netmiðlar.
Eða er Stundin pappírsblað líkt og DV?
Skiptir ekki öllu, það þarf aur til að halda úti þessum miðlum.
Þess vegna eru þeir hagsmunamiðlar.
Bára var í vinnunni, annað sem hún segir er til að breiða yfir þá staðreynd.
Hún er ekki issjú í þessu máli, heldur þeir sem gerðu hana út.
Tilgangur þeirra og markmið.
Svo má náttúrulega gera grín af þeim sem trúðu henni.
Ég var einn af þeim þar til ég sá mötunina, og rangfærslurnar, þar sem allir voru settir undir einn klámkjaft, allir undir fyllerísröfl tveggja manna.
Slíkt er í anda Stalíns og Göbbels, þeir sem það endurtaka, eru í besta falli fláráðir.
Bára er verkamaður, ekki hetja, ekki frekar en aðrir verkamenn. Þeir vinna aðeins vinnu sína og fá kaup fyrir.
Spurningin er því, hver hafði efni á að borga næturvinnutaxta uppá von og óvon, kennum ekki KGB eða Stasi um, þó fingrafar þeirra sé þekkt. Þó þær ágætu stofnanir hefðu alveg getað gert þetta, og gerðu oft á árum áður, þá bera þær ekki ábyrgðina í þessu tilviki.
Ekki bara vegna þess að þær eru horfnar á vit gleymskunnar, líka vegna þess að hagurinn er ekki augljós.
Menn leggja ekki í svona útgjöld nema vegna þess að þeir reikna með því að fá þau margfalt til baka.
Þess vegna myndi ég ekki spyrja um bankareikning Báru, ég myndi spyrja um niðurstöðuna, hverjir sjá gróðann í henni??
Eða ég myndi náttúrulega spyrja Báru.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.4.2019 kl. 21:23
Svo er hún náttúrlega frábær búktalari....makalaust hvernig hún gat hermt eftir öllum (klausturs) þingmönnunum....og hvílikur dónaskapur sem hún lét út úr sér með eftirhermunum sínum.....já hún er algjörlega aðalmálið í þessu öllu...
Ívar Ottósson, 26.4.2019 kl. 22:34
Takk fyrir að draga þetta mál allt saman, svo öllum sem lesa má skiljanlegt vera að aðfarir fjölmiðla tengdasonar Björns Bjarnasonar (jú, tengdsonur hans er forstjóri Sýnar sem gerir út gömlu Baugsmiðlana), Vilhjálms Þorsteinssonar og annarra viðlíka sem harðast sækjast nú eftir samþykki þriðja orkupakkans. Nei, það er ekki einleikið hvernig aðförin að Jóni Baldvin og Simma kom allt á sömu stundinni, korteri áður en þingsályktunartillagan um samþykkt þriðja orkupakkans skyldi þvinguð fram, með illu og í andstöðu við meirihlutavilja þjóðarinnar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 22:43
Blessaður Ívar.
Ég held að fáum finnist það nema þeim sem eru annað hvort illlæsir eða vart læsir.
"Sannleikurinn breytir ekki því sem hún tók upp, það efni fékk hún hjálparlaust uppí hendur.".
Þess vegna kannski borin von að þú skiljir einfalda setningu þó hún sé endurtekin.
Hvað þá að ég reyni að endurtaka efni pistilsins á einföldu máli, til að þú skiljir það sem um er rætt áður en þú kýst að tjá þig. Efa ég hafi erindið fyrir fyrirhöfnina svo ég sleppi því bara.
En ég þreytist seint á að spyrja stuðningsmenn orkupakkans, hvað gengur ykkur til??
Keyptuð þið húfu á útsölu í Rúmfatalagernum og finnið ekki önnur not fyrir hana en að finna ykkur einhvern auðmann svo þið getið tekið ofan??
Eða er þetta hinn rótgróni undirlægjuháttur gagnvart öllu erlendu??
"Má ekki bjóða ykkur kökubita, hún er dönsk?", sagði öldruð nágrannakona mín sem bakaði bestu kleinur á byggðu bóli, sem og að jólakakan hennar var hreint afbragð. En það var hjóm eitt í hennar huga miðað við þurru dönsku marmarkökuna sem hún gat endrum og eins keypt í Kaupfélaginu.
Þér að segja þá þýddi ekki að stinga bita undan og bjóða Smala gamla hana, sem þó var sólginn í sætindi.
Óæt kaka var óæt kaka, jafnvel þó hún væri dönsk.
Það skyldi þó hundurinn.
En hann átti reyndar ekki nýja húfu úr Rúmfatalagernum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.4.2019 kl. 23:39
Hér verður að spyrja höfund hvaða rök liggja fyrir þessari fullyrðingu "Að hún hafi verið í vinnunni, og fengið vel borgað" ?
Það geta ekki verið eiginleg rök, af því að Miðflokks[þingmenn sem kusu að sumbla á vinnutíma]menn segja það.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 26.4.2019 kl. 23:59
Tilbúið dæmi til umhugsunar:
Einstaklingur tekur mynd af húsinu sem þú býrð í, hann á fullkomna myndavél með frábærri upplausn. Það er varla ólöglegt??
Þegar heim er komið fer viðkomandi að skoða afraksturinn. Þá kemur í ljós það sem áður hafði farið framhjá ljósmymdarunum, þú stendur kviknakin(n) á miðju gólfinu fyrir innan gluggann. Vegna þess hve myndavélin var góð, var hægt að klippa nakinn líkama þinn út úr myndinni, sem sýndi þig berstrípaða(n), þar sem ekkert var eftir til að fóðra ímyndunaraflið.
Vegn þess, að ljósmyndarinn var ekki vandur að virðingu sinni, selur hann óvönduðum fjölmiðli myndina til birtingar.
Ert þú þá sek(ur) um að særa blygðunarkennd einhvers við það að ganga augnablik nakin(n) heima hjá þér?
Ert þú ekki jafnframt sá fáráðlingur að draga ekki niður gluggatjöldin?
Hefur þú eitthvað þér til málsbóta?
Ættir þú ekki að biðja viðkomandi afsökunar og fara út í horn og skammast þín rækilega?
==================
Þetta er sett fram til umhugsunar, ekki til að verja einn eða neinn.
Vilt þú lifa í samfélagi þar sem hægt er að ná viðkvæmum augnablikum í lífi þínu og fá þau birt í fjölmiðlum? Svaraðu í einlægni sannleikanum samkvæmt.
Benedikt V. Warén, 27.4.2019 kl. 00:54
Það er vel þekkt að Klausturbarnum fá þingmenn og ráðherrar sér oft í tána og vafalaust misfagurt sem þar er sagt.
Af hverju voru bara Simmi og félagar hleraðir.
Af hverju engir aðrir?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.4.2019 kl. 01:33
Blessaður ómar.
Já, þetta er dáldið of flókið fyrir mig.
Bára+Klaustursþingmenn+Jón Baldvin+Orkupakki 3 = Samsæri og svindl.
Er ekki bara líka Soror með puttana þarna einhverstaðar, má ekki gleyma honum.
Kveðja enn austar.
Ívar Ottósson, 27.4.2019 kl. 06:55
Blessaður Sigfús.
Ég átta mig ekki alveg á seinni setningu þinni, veit ekki hvort þú sért að halda því fram að Miðflokksmenn séu einhvers konar guðlegar verur sem hafi kennt mannkyninu upplýsingaöflun, hlerun eða annað slíkt eða jafnvel hvort þú haldir að þeir hafi fundið uppá papparössunum líka??
Þannig að ég ætla að láta eins og þú hafir ekki skrifað hana en sú fyrri er réttileg ábending, ég veit náttúrulega ekkert hvort Bára hafi verið á eigin vegum að hlera og ætlað síðan að selja ef hún hleraði eitthvað bitastætt, eða hvort hún hafi verið plöntuð þarna á kaupi, í verktöku eða eitthvað annað. Þess vegna bendi ég á í fyrstu setningu minni að hún þurfi að stíga niður af stalli og segja frá, segja sannleikann í málinu. Möguleikana hér að framan set ég síðan í eina setningu, að hún hafi verið í vinnunni.
Það er þannig með pistla sem segja margt í fáum setningum, til að draga upp ákveðna mynd, að flestar þeirra eru vísanir í eitthvað sem hefur áður verð rætt, eða er hægt að ræða út frá fleiri en einni hlið.
En hvort sem hún var á eigin útgerð, eða gerð út, þá var hún í vinnunni við að afla upplýsinga og þær upplýsingar voru nýttar af ákveðnum öflum, í ákveðnum tilgangi.
Um þann tilgang fjallar efni þessa pistils og mér finnst vægast sagt athyglisvert að menn kjósi að hnjóta um inngangsorðin, sem tengdu frétt við aðalatriði pistilsins.
En svo ég segi aftur sem ég sagði hérna að ofan, Bára er ekki issjú í þessu dæmi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 09:36
Blessaður Ívar.
Ég get ekki ætlast til að þegar lesskilningur er ekki þróaðri en það að menn skilji ekki einfaldar setningar, hnjóti um þær og geysi fram með aulabrandara, að þeir skilji eitthvað flóknara sem kallast að sjá skýrt samhengi hlutanna. Enda væri lítið um aulabrandara í heiminum ef svo væri. Þú hefur samt heyrt getið um Soros, prik fyrir það, vona samt ekki að þú haldir að það sé nafn á grískri myndastyttu á safni í Róm.
En fyrst að hann var það sniðugasta sem þér datt í hug, þá bendir það til þess að þú hefir lesið niður athugasemd mína svona til að finna fleti á fleiri góðum bröndurum og því ætti mér að vera óhætt að spyrja; ertu hrifinn af dönskum kökum og tekur þú þær fram yfir nýbakaðar kleinur?'
Ég skyldi nefnilega aldrei Rósu gömlu, og þegar ég var eldri og kominn með hvolpavit til að spyrja, þá var hún orðin of gömul til að svara.
En eitthvað hlýtur að skýra hina viljugu sjálfboðaliða, þú getur kannski hjálpað mér.
Eða var þetta kannski of flókið fyrir þig?'
Hvað eru mörg Soros í því?
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 09:50
Blessaður Benedikt.
"Svaraðu í einlægni, sannleikanum samkvæmt", ert þú að finna hjáleið framhjá einu spurningunni sem ég banna að ég sé spurður af, hvort mér sé full alvara með skrifum mínum?
Ég veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að tækla dæmi þitt, eða hvað það kemur efni pistils míns við. Ég viðurkenni fúslega að þeir sem liggja á gægjum sjá ýmislegt, og þess vegna fundu menn upp gluggatjöldin. Og sjálfsagt er eitthvað af þessu ýmislegu eitthvað sem menn geta skammast sín fyrir og þá reikna ég bara með að menn skammist sín.
En það réttlætir ekki gluggagægjurnar, eða finnst þér það??
Hvar mörkin eru hvað er birt og hvað ekki er annað mál. Ef viðkomandi telst þekktur innan gæsalappa, þá virðast fjölmiðlar komast upp með ansi mikið, og eiginlega einu reglurnar sem þeir fara eftir eru sölutölurnar.
Tvöfeldnin í þessu er sú að ef gluggagægirinn birtir efnið sjálfur, en fær ekki fjölmiðil sem millilið, að þá er hann oft tekinn og dæmdur, sem mér finnst það rétta í stöðunni og finnst að það eigi líka að gilda um fjölmiðla sem stunda gægjur þegar um einkalíf fólks er að ræða.
En það skiptir svo sem ekki miklu máli hvað mér finnst, þetta er bara svona.
Og í sjálfu sér er ég ekkert að hugsa um Klausturmálið á þessum forsendum, þetta gerðist, og þeir sem þar voru sitja í súpunni.
Það eru eftirmálar þess sem vakti mig til umhugsunar um ákveðið samhengi sem er þekkt útí hinum stóra heimi, og mér finnst allt benda til að við séum að upplifa hér í dag.
Það eru gífurlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi í orkupakkadæminu, og þeir hagsmunir beita sér í umræðunni í dag. Og þeir voru komnir í skotgrafirnar löngu á undan okkur sem berjumst fyrir því að orkuauðlindin haldist í sameign þjóðarinnar, sé nýtt af fyrirtækjum hennar og lúti því forræði að við sem þjóð getum haft áhrif í kosningum og öðru hvernig þær eru nýttar, og á hvaða hátt.
Í það samhengi set ég Klausturmálið, og spái ekkert í það út frá öðrum forsendum. Nema jú að það mætti alveg tannbursta Bergþór uppúr grænsápu, og ég held að hann viti það sjálfur, og hafi jafnvel gert það.
Og þar með er sá þáttur þess úr sögunni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 10:19
Hérna eru reikningarnir frá Báru => https://www.visir.is/g/2019190429219?fbclid=IwAR1zewCikCeVSs0xr264DkW-Fe3sNcyNtJs2mtRnqu3nMZzYfTDfIxUiwSY
Þannig núna geturðu verið hrópandi húrra glaður Ómar Geirsson að skrifa: "Hefur ekki kjark til að stíga af stalli og segja eins og er.Að hún hafi verið í vinnunni, og fengið vel borgað.", sem þú ættir að skammast þín fyrir ef þú kannt það, og síðan má búast við því að þessir forhertu dónaþingmenn munu ekki sjálfir þora því að birta sína eigin reikninga til fjölmiðla ef þeir hafa ekkert að fela, enda lagði Bára fram þá áskorunn að þeir líka beri fram sína reikninga.
Þannig ef þú ert í Mið(klausturbardóna)flokknum Ómar Geirsson þá máttu leggja fram þessa áskorun til þinna dónaþingmanna að þeir sýni líka sína reikninga í fjölmiðlum ef þeir dónarnir hafa sjálfir ekkert að fela. Og ef þeir neita því að vilja gera það, þá sýnir að þeir sjálfir hafa eitthvað að fela.
Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 27.4.2019 kl. 11:23
Blessaður Magnús.
Ég fatta nú bara ekki hvað þú ert að fara, hvað koma reikningar Báru þessu máli við??
Heldur þú að einhverjir amatörar séu að herja á þjóðina til að ná yfirráðum yfir orkuauðlindum hennar?'
Hvernig dettur þér í hug slíkan barnaskap??
Og hvað ert þú að tala um dónaþingmenn í því samhengi sem ég er að pistla um. Varla ert þú líka að glíma við ólæsi?? Ég afgreiddi þá í einni setningu;
"Sannleikurinn breytir ekki því sem hún tók upp, það efni fékk hún hjálparlaust uppí hendur.
En sannleikurinn afhjúpar vinnuveitendur hennar og þá hagsmuni sem þeir hafa af því að slátra fyrirfram meintri andstöðu við Orkupakka 3, reglugerð sem mun óhjákvæmilega einkavæða orkuauðlindir þjóðarinnar.".
Jæja, ég tilvitnaði víst tvær því sú seinni keyrði áfram þá fyrri til að færa málið frá Klaustri í það sem er að gerast beint fyrir framan nefið á okkur.
Ef þú virkilega trúir Báru að hún hafi bara droppað þarna inn, og fundið það á sér fyrirfram að þarna myndu einhverjir ókunnir menn sem sátu við borðið hjá Sigmundi Davíð, verða fullir, sjálfum sér til skammar, talandi illa um mann og annan, og því byrjað strax að taka upp allt samtalið, þá er slík trúgirni mér að meinalausu.
En þannig er bara ekki lífið Maggi minn, þannig er bara ekki lífið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 11:49
Nær allir "íslenskir" fjölmiðlar eru nú uppkeyptir af auðmönnum til að valda uppþoti og ringulreið.
Þeir fengu falleinkunn í skýrslu RNA um aðdraganda hrunsins.
Nú ganga þeir sömu erinda auðs og græðgi eigenda sinna og enn finnast hinir auðtrúuðu sem láta glepjast og trúa þeim sem "nýju" neti. Aumir eru hinir ginkeyptu sem tilbiðja skurðgoð Mammons og halda að þar sé sannleika málsins að finna.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.4.2019 kl. 12:30
Já, og kannski eru þeir aumastir sem fatta ekki að þeir eru að tilbiðja hann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 13:37
lessaður aftur Ómar.
Já þetta er allt mjög flókið, of flókið fyrir mig og marga aðra.
Ég meinti náttúrlega Soros og ekki Soror, vona bara að þessi rangritun mín verði ekki til að fleiri samsæriskenningar komi upp og fólk fari að leita að einhverjum Soror sem mögulegum útgerðarmanni Báru. Er reyndar hvorki hrifinn af kökum né kleinum hvers lenskar þær eru og Rósu gömlu þína hef eg aldrei hitt hvað ég veit en allt getur nú gerst. Ég og fleiri bíðum spennt ef frekari upplýsingum frá þér um gang þessara mála, mjög áhugavert þó svona flókið sé.
Kveðja enn austar.
Ívar Ottósson, 27.4.2019 kl. 14:02
Hvernig á að vera hægt að vera fyrifram ráðinn til að taka upp þetta tal þessara manna ef þetta tal er ekki bara hvernig þeir tala?
Er það í lagi að þínu mati að spúa svona frá sér fordómum?
Tala svona niðrandi um konurnar í kringum sig?
Monta sig af hrossakaupum með valdastöður?
Eina leiðin til þess að það ætti að vera hægt að gera skipulagða aðför að þeim með þeim hætti sem þú lýsir er ef að það að skreppa á barinn, á vinnutíma, og bera þá hávært yfir bargesti þann ósóma sem þeir létu frá sér, er þeirra normal hegðun.
Að þeir almennt sitji að drykkju, á vinnutíma, þar sem fordómar og spilling er til sýnis hverjum þeim sem til heyrir.
Finnst þér slík hegðun bara í góðu lagi?
Hans (IP-tala skráð) 27.4.2019 kl. 14:13
Aumt er yfirklórið að blanda orkupakka í málið þegar Sigmundur Davíð sjálfur sá um að koma á sínum tíma í gegn á þingi öllum framsalsákvæðum langt á undan öllum ríkjum Evrópu, og langt fyrir tíma orkupakkans.
pallipilot (IP-tala skráð) 27.4.2019 kl. 14:36
Blessaður Ívar.
Ég held ég hefði nú alveg skilið þig þó hefðir skrifað Zorro, nema mér hefði þótt það fyndnara. Verra þykir mér að þú skulir ekki vera hrifinn af nýbökuðum kleinum og líklegast getur þú þá ekki frætt mig um þetta með dönsku kökurnar, hvort þær skýri undirlægjuháttinn gagnvart erlendu valdi.
En fyrst við erum nú annað borð farnir að spjalla nokkuð dús, þá skál ég ljúfmannlega upplýsa þig um muninn á því sem er einleikið eða tvíleikið.
Eins og margan grunnti, en fengu ekki staðfest fyrr en múrinn féll, að þá rak Stasi þjálfunarbúðir fyrir flagara, og sendi þá svo vestur eftir til að forfæra einmana konur og gera þær að útsendurum austanmanna.
Þegar fyrsti einmana ritarinn í stjórnkerfinu var afhjúpaður, þá fannst mörgum það ekki einleikið, töldu að þarna væri ógn sem þyrfti að snúast gegn, vitandi eins og er að ekkert kerfi væri sterkari en veiki hlekkurinn. En aðrir og valdameiri töldu þetta tilviljun og að ætla annað væri helberar samsæriskenningar.
En þegar sá næsti var afhjúpaður þá þýddi ekki lengur að skella skuldina á mannlegan breyskleika, málið væri alvarlegra en það. Andstæðingurinn, það er Stasi væri farinn í útgerð og aflinn væri einmana ógiftar konur sem fáa aðra ábyrgð en að handleika skjöl, leynisskjöl.
Því þar sem völd og hagsmunir takast á, þá er ekkert tvíleikið.
Það er nú bara svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 17:26
Sælir nafni og takk fyrir svarið.
Enn hnýt ég um orð þin, þá þegar þú segir "þá var hún í vinnunni" , hvað hefur þú fyrir þér þar ?
Þú segir svo að téð Bára sé ekki issjúið hér en nefnir svo að henni beri að koma fram og segja satt og rétt frá.
Ekki veit ég beturn en hún hafi einmitt gert þar, ítrekað, svo rjúpan góð má skammast sín.
En að bíða eftir "réttum" sannleika, e-ð sem hentar Miðflokksgenginu er ekki málið, að mínu viti.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.4.2019 kl. 17:26
Blessaður aftur Ómar.
Þú ert ekki að auðvelda mér þetta, ennþá mjög snúið mál og ekki fyrir hvern sem er að skilja.
Ég vona bara að klaustursþingmenn komist í botn í þessu og með sínum (lög)mönnum nái að afhúpa þetta mikla (af því virðist) samsæri.
Heiður þeirra og sæmd liggur undir svo ekki sé meira sagt.
Kveðja enn austar.
Ívar Ottósson, 27.4.2019 kl. 17:33
Hans minn, ég held að það hafi óvart fests einhver segull við þennan pistil sem sýgur vitleysuna út úr fólki, þér getur varla verið sjálfrátt með það samhengi sem þú fimbulfambar hér að ofan.
Og þó vitleysan geti alveg oltið úr mér hjálparlaust, þá ræður hún samt ekki við að svara það sem hún skilur ekki. En þó kom ein hrekklaus spurning uppúr þér, og henni skal ég svara af sömu ljúfmennsku og þegar ég fræddi Ívar hér að ofan um muninn á einleikið og tvíleikið.
Hvernig er hægt að vera fyrirfram ráðinn til að taka upp fyllerísröfl á bar??, ætli svarið sé ekki það að það sé svipað eins og vera ráðinn í hverja aðra vinnu, en hvort það sé auglýst eftir áhugasömum veit ég ekki.
En ef þú virkilega vilt fræðast um það þá getur þú sent Sun fyrirspurn þar um, þeir sérhæfa sig í að borga fyrir viðkvæmar upplýsingar frá hóruhúsum, hommabúllum og öðru þar sem hægt er að sjá aðra hlið á góðborgurum.
Kannski eru menn verktakar og hringja ef þeir hafa náð bitastæðu efni, kannski eru menn fastráðnir og fá svo bónus þegar vel fiskast eða hvað veit ég.
Ekki sérhæfi ég mig í að koma höggi á fólk til að ná fram annarlegum markmiðum mínum.
Veit hins vegar að þetta hefur tíðkast frá örófa alda, alþekkt í kúgunarbransanum, og hefur örugglega verið stundað á Íslandi áður.
Núna er það bara svo augljóst, og það er vitað hvað er í húfi.
Fátt meir um það að segja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 17:38
Blessaður Ívar.
Það er ekki alveg rétt ályktað hjá þér að þetta sé flókið fyrir flesta, þó ég viðurkenni að það geti verið fyrir suma, og hefur eitthvað með lesskilning að gera.
En ég skil ekki í sjálfu sér þessa þráhyggju með Klausturþingmennina, hvað þeir sögðu, og hvað þeir sögðu ekki. Það er sjálfsögð mannréttindi þeirra að komast til botns í hvernig var staðið að hlerun samtals þeirra, og illa er komið fyrir samfélagi hræsninnar ef menn telja að fyllibyttur njóti ekki mannréttinda.
En ég var bara ekkert að fjalla um þá, þeir voru tilefnið, ég var að fjalla um útgerðarmennina, og tilgang þeirra.
Og ég efa stórlega að Klaustursmenn séu eitthvað að spá í þá, þeir eru nefnilega ennþá á bömmer.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 17:43
Blessaður pallipilot.
Miðað við nafnið sem þú gefur þér, og gáfulegheit athugasemdar þinnar, er það rétt getið hjá mér, að þú sért með hring í nefinu og bleikan lit í hárinu?? Jafnvel hanakamb??
Æ, er þetta kannski fordómar?
Svona er þetta, furðulegt hvernig sum vitleysa fær mann til að tengja við ennþá meiri vitleysu.
Kveðja að austan.
PS, bið svo alla með hring í nefi og hanakamb á höfði afsökunar á meintum fordómum mínum.
Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 17:46
Blessaður aftur Ómar..Aha...þú ert að pakka ansi mörgu saman hér og fyrir okkur þessa einföldu ráðum við bara við eitt í einu.
Allir eiga að njóta mannréttinda en sumir ættu kanski ekki að leita þeirra frá hinu háa alþingi, gæti kanski verið best að þeir hefðu sagt af sér meðan rannsókn málsins færi fram....það lítur nefnilega ekkert sérstaklega vel út að 4 þingmenn (þar af flokksformaður) fari í slag við eina litla báru...en aldrei er ein báran stök, skrítnir tímar við lifum í. Að því sögðu er nokkuð ljóst hvað útgerðaraðallinn er og hefur verið að bardúsa, það sjá þeir sem sjá vilja.
Kveðja enn austar.
Ívar Ottósson, 27.4.2019 kl. 17:55
Aumt er yfirklórið að blanda orkupakka í málið þegar Sigmundur Davíð sjálfur sá um að koma á sínum tíma í gegn á þingi öllum framsalsákvæðum langt á undan öllum ríkjum Evrópu, og langt fyrir tíma orkupakkans.
pallipilot (IP-tala skráð) 27.4.2019 kl. 18:44
Blessaður nafni, og fyrirgefðu að ég hafi ekki tekið eftir því að þetta varst þú.
Og líklegast misskildi ég þig, einhvern veginn fannst mér það svo augljóst að allir sæju það líka, að þú sest ekki niður og tekur upp samtal ókunnra manna í 4 tíma, án þess að vera í vinnunni, það er þú fáir borgað fyrir það. Hélt sem sagt að þú værir að spá í hvort hún væri frílans eða á eigin vegu.
Hins vegar skal ég játa að það væri alveg hugsanlegur möguleiki og þá svona einhver áráttuhegðun, en eftirmálin, hvernig unnið var úr hlerunum Bárum, og í hvaða tilgangi, taka af allan vafa þar um.
Og það er rétt, Bára er ekki issjúið, og hún hefur ekki sagt satt orð um þessa hlerun sína og tilurð hennar. En ef hún segði satt og rétt frá, þá væri bæði hún, og við hin, laus við hana úr umræðunni, og við gætum þá farið að átta okkur hvaða ógnaröfl er við að eiga.
Hverjir hafa styrk til að stjórna umræðunni, hverjir hafa styrk til að snúa niður heilt Alþingi á þann hátt að það vinnur beint gegn hagsmunum þjóðarinnar, og á þann hátt að menn keppast við að bulla um hvern annan þveran.
Hins vegar dreg ég stórlega í efa að sannleikur Báru afhjúpi, en hann getur gefið vísbending, spor sem hægt er að fylgja.
Eins og til dæmis þegar þú veist hvaða almannatengill vann fyrir Guðna forseta, þá veistu nokkurn veginn hverjir halda um spottana, og svo framvegis.
Þetta er nefnilega kosturinn við vitneskjuna og þekkinguna, upplýsir.
Hver vill ekki upplýsingu á þessum tímum feik og feikfrétta, ég bara spyr?
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 18:57
Hvort Bára er papparazzi fyrir einhvern fjölmiðil,
eða gerir út sjálfstætt og selur fjölmiðlinum,
er varla aðalatriðið.
Hitt er augljóst að Bára er papparazzi
sem einbeitir sér að því sem falleinkunnar fjölmiðlar vilja fá, fyrir auðmennina sem eiga þá.
Má þar t.d. nefna Panama-Villa, fyrrverandi gjaldkera Samfylkingarinnar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.4.2019 kl. 19:34
Panama-Villi, hinn þaulsetni gjadkeri Samfylkingarinnar, er vinur Gulla og frjálshyggjuliðsins í ríkisstjórninni sem vill einkavæða orkuauðlindir þjóðarinnar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.4.2019 kl. 19:38
Jamm og jæja Ívar, ég beið eftir að svara þér ef ske kynni að þú sæir ljósið og allan misskilning þinn, það er í síðustu athugasemd þinni, því betra er að skilja ekki neitt en að misskilja allt.
En ég leit reglulega út um gluggann og sjá aðeins rigninguna sem var að herma eftir syndaflóðinu, en hvergi ljósið sem maður hefði ætlað að næði að skína alla leið austur.
Jæja, útgerðamennirnir í þessu dæmi eru þeir sem gerðu Báru út, og ég held að þeir séu ekki á kvóta.
Fyrst að þér tókst alltaf að blanda Klaustursþingmönnum inní umræðuna, þó ég finni ekki stakt orð um þá í pistli mínum þá ætlaði ég bara að vera hjálpsamur og benda þér hvað þeir væru að gera, og sú gjörð flokkaðist undir mannréttindi sem jafnvel fyllibyttur eru ekki undanskildar. Sem reyndar er stór alhæfing því það voru aðeins 2 fullir, en svona er þetta, menn detta í það og enginn ætlar að gleyma því.
Að öðru leiti þá koma þeir lítt nálægt því að upplýsa það sem þú kallar samsæri en ég kalla hagsmuni eitthvað, man það ekki, nenni ekki að lesa pistilinn aftur.
Þetta er ekki flókið Ívar, hvað þá að þetta sé pakkaframleiðsla, þetta er svona eins og púsl af gíraffa, með tveimur púslum, önnur allur gíraffinn mena halinn, hin halinn og þó hana vantar, er samt eiginlega augljóst að myndin er af gíraffa þó eitt púsl vanti. Það þarf eiginlega töluverðan flækjufót til að þykjast ekki þekkja dýrið. En ég man að ég lék stundum svona leiki við strákana mína þegar þeir voru ákaflega barnungir, og þeir voru alltaf jafn ánægðir að vita betur en pabbinn, hvað pabbi gat verið vitlaus. Verst að þeir eru það ennþá, en það er önnur saga sem mig langar ekkert til að hafa eftir.
Allavega, það er nú svo og svo er nú það, og allt þar á milli.
Þessa visku er ekki hægt að misskilja, eða það held ég.
Ljóskveðjur suður að austan,
með kveðju.
Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 23:14
Blessaður Símon Pétur.
Það þykir greinilega mörgum vænt um Báru og hafa útbúið í huga sér einhverja helgimynd þar sem hún er lasburða öryrki sem getur ekki verið í vinnunni. En það sem ég hef séð til hennar bendir til þess að þetta sé hress og skemmtileg kona, og hún má alvega vera í vinnunni mín vegna.
Furðulegt samt að enginn skuli hafa stungið uppá að hún hafi verið undercover fyrir Wikileka, þá fyrst væri hún kúl og þar að auki í krossferð.
En tölum vel um Vilhjálm Þorsteinsson, hann er ágætis drengur með sínar skoðanir, sem eru bara ekki okkar skoðanir og það er bara svo. Hann hefur ekkert verið að bögga okkur hérna og sé ekki ástæðuna til að bögga hann á móti, sem er þá einhvers konar öryggisbögg svona ef ske kynni að hann mynd gera það.
Svo eiga einhverjir alla fjölmiðla, og þökkum bara fyrir að það sé ekki Murduch, og hann eigi alla. Eða einhver útgerðakóngurinn, hugsaður þér að það væru fiskifréttir alla daga í öllum fjölmiðlum??, og þeir eru ekki einu sinni að fiska.
Þó samflokkurinn sé einn og samfjölmiðillinn sé einn, þá eru þeir þó ekki allir eintóna, og þess vegna einhver fjölbreytni í efnisnálgun og slysast menn alveg til að segja satt og rétt frá, þegar hinn meinti andstæðingur í hlut.
Stundin á alveg sína spretti og Kjarninn líka, svo dæmi séu nefnd.
Þetta er bara svona en óþarfi að draga Vilhjálm út úr hattinum.
Ég tel að við séum sterkari en það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.4.2019 kl. 23:28
Ha Ómar, en í pistli þinum minnist þú á bæði Báru og klaustursmálið og sú jafna gengur jú ekki upp nema að blessaðir þingmennirnir flóti með en ég hef nú alltaf verið slæmur í reikningi svo það getur verið vitlaust hjá mér eins og svom margt annað.
Svo það eru útgerðarmenn sem ætla sér að knésetja miðflokkinn, það sá ég ekki koma, bið spenntur eftir fleiru svona ú þinu forðabúri..
Sumarkveðja enn austar.
Ívar Ottósson, 28.4.2019 kl. 08:39
Æ Ívar, þessi ljóstýra þín slær nú varla við kertaloga á því sem næst útbrunnu kerti, og persónulega finnst mér það illa gert að láta mig byrja daginn á því lesa pistilinn, annars eins ágætur hann er.
Það er rétt að orðið Klausturmálið kemur einu sinni fyrir en þá í samhenginu "Samkvæmnin á milli fjölmiðlafársins í Klaustursmálinu og þess sem Jón Baldvin og fjölskylda lenti í", að skilja það á þann hátt að þar með sé ég að fjalla um Klausturþingmenn er álíka greindarlegt eins og ef ég ræddi við bóndann í sveitinni og segði honum að mér fyndist naut af Aberdeen kyni vera seigari en af því gamla góða íslenska, og þú stykkir inní samræðurnar og segðir mér frá því að Aberdeen væri flott borg, og allt gott sem þaðan kæmi eftir að Ferguson var með liðið í den. Örugglega allt saman rétt, nema það væri ekki verið að tala um þá ágætu borg.
Lesskilningur Ívar, lesskilningur,.
Bára tengir hins vegar saman það sem gerðist á Klaustri og þá sem haginn hafa, og með því að beina kastljósinu að henni, en ekki útgerðinni, sem sannarlega hefur staðið fyrir tveimur uppblásnum Fárum og ofsóknum gagnvart fólki fyrirfram var vitað að myndu reyna leggja steina í götu áforma þess um að komast yfir orkuauðlindir þjóðarinnar í gegnum einkavinavæðingarferli.
Alvöru fjölmiðlafólk sér tenginguna og lætur hana ekki komast upp með furðusögu sína um hvernig á því stóð að hún tók upp fyllerísröfl fólks sem hún komst seinna að hefðu verið þingmenn en ekki fólk út í bæ. Hún sagðist sem sagt að hafa verið að hlera náungann sem hún þekkti ekki neitt, bara vegna þess að þetta fólk var að tala við Sigmund Davíð. Líklegast er erfitt að vera meiri ómerkingur en það, en fólk keypti samt þess sögu og setti Báru á stall.
Stall falskrar frægðar.
En þessi stallur var afleiðing af Klausturmálinu, og vegna þeirrar afleiðingar, kemur nafn Báru fyrir í þessum pistli.
Og nei Ívar, ég var ekki að fjalla um Ola Gunnar Solsker og gengi Manjú í dag, þó nafn Ferguson hafi komið fyrir hér að ofan.
Hins vegar get ég sagt þér það að við vinnum leikinn.
En það er önnur saga.
Kveðja að austan,.
Ómar Geirsson, 28.4.2019 kl. 10:51
Fyrirgefðu Ómar að ég komi þér í illt skap svona í morgunsárið og að þú neyddist til að endurlesa pistilinn þinn....sjálfur er ég alltaf ómögulegur þangað til ég fæ fyrsta kaffibollann, geri ráðð fyrir að þú sért búin að fá þér þinn og skapið fari batnadi. Ég játa það alveg að ég hef hér einblítt á bara lítið horn á þessu máli en þú gerir nú þetta svo umsvifamikið að annað er mér ekki hægt. En semsagt að því sem ég les hjá þér er þetta allt samantvinnað samsæri og þá útvegsmenn að baki.
Stórmerkilegt allt...
Enn og aftur kveðja enn austar.
Ívar Ottósson, 28.4.2019 kl. 11:30
Það er heilög stund að lesa Reykjavíkurbréfið með nýlöguðum kaffibolla, en segjum frekar pirrandi en illt.
Takk fyrir spjallið Ívar, hvorugur okkar hefði haldið svona út ef við hefðum ekki haft lúmskt gaman af.
Og ég vona einn daginn leggist þú í lestur, á einhverju gáfulegra en hér er skrifað, og þá munt þú auka við orðaforða þinn. Lærir til dæmis að þó útvegsmaður sé útgerðarmaður, að þá eru allir útgerðarmenn ekki útvegsmenn.
Ekki til dæmis þeir sem gera út vændiskonur, launmorðingja eða hlerara svo eitthvað sé nefnt.
Hinsvegar geta íslenskir útvegsmenn alveg víkkað út sína starfsemi og farið að gera út stjórnmálamenn sem eiga að brjóta niður sameign þjóðarinnar á orkuauðlindum hennar, en þar fyrir er samkeppnin hörð.
En ávinningurinn mikill ef vel tekst til.
Orðið samsæri er dæmi um ákaflegan fátæklegan orðaforða þegar kemur að því að útlista hvað er að gerast fyrir framan nefinu á okkur. Ef þú eyddir næstum helgum í að lesa ritröð AB kennda við mannkynssögu, þá muntu átta þig betur á hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í gegnum tíðina þegar barist var um auð og völd. Vissulega voru samsæri hér og þar, en þau aðeins angi af miklu stærra dæmi sem var að vera étinn, eða éta, að sigra eða vera sigraður, að eignast eða eiga ekkert, að ráða, eða lúta.
Það er fátt í sögunni sem hefur aldrei gerst áður, og flest löngu gerst áður en við fórum að skrá hana.
En kjarninn er alltaf sá sami, að sá sem ver sig ekki, að hann er lagður. Vissulega dugar ekki alltaf að verja sig, en það er samt forsendan að vera ekki sigraður.
Það er bara svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2019 kl. 11:49
Satt og rétt Ómar, hef einnig haft lúmskt gaman af að spjalla hér við þig...
Las reyndar mannkynssöguna út og inn á árunum áður og er enn að, það má jafnvel segja að ég lesi meira afturábak en áfram.
Og það er margt um plottin í sögunni sem upp komast síðar, má vera að Bára er ekki öll þar sem hún er séð en að gera fátækan öryrkja að 007 finnst mér og fleirum ansi langsótt. Hvað um það, annað eins hefur nú gerst, við sjáum hvað setur...
Hafðu góðan sunnudag, kveðja enn austar...
Ívar Ottósson, 28.4.2019 kl. 12:50
Á maður sumsé að skilja þetta þannig, Ómar Geirsson, að nú sé samsæriskenningin sú að Bára hafi verið á vegum ESB til að hjálpa til við að hindra að orkupakkanum yrði hafnað?
Röksemdafærslan er þá einhvern veginn svona:
1. Besta leiðin til að tryggja að orkupakkinn verði samþykktur er að Miðflokkurinn og tveir fuglar úr Flokki fólksins geri sig að fíflum á bar.
2. Vinnuveitendur Báru (les ESB, George Soros, kommónistar, frjálshyggjumenn, gyðingar og marsbúar og allir hinir vondu) vissu að Klausturfuglarnir myndu gera sig að fífli.
3. Vinnuveitendurnir gerðu Báru út með upptökugræjur, og eftirleikinn þekkjum við.
4. Niðurstaða: Klausturfuglarnir hætta að vera á móti orkupakkanum út af því að þeir gerðu sig að fíflum.
Ég spyr nú bara, hvað næst?
Þorsteinn Siglaugsson, 28.4.2019 kl. 12:56
Nei Þorsteinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.4.2019 kl. 13:03
Ívar.
Kveðja.
Ómar Geirsson, 28.4.2019 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.